Þjóðviljinn - 15.04.1980, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. aprll 1980.
DJÖÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Otgefandi: tltgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eifiur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harfiardóttir
Umsjónarmafiur Sunnudagsblafis: Ingólfur Margeirsson.
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormófisson
Afgreifislustjóri: Valþór Hlöfiversson
Blafiamenn: Alfheifiur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Gufijón Frifiriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnós H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
lþróttafréttamafiur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elfsson
útHtatt-hönnun: Gufijón Sveinbjörnsson, Sævar Gufibjörnsson
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvörfiur. Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: Sigrifiur Hanna Sigurbjömsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: GufirUn Gufivarfiardóttir.
Afgreiðsla: Kristín Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröar-
dóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bfistjóri: SigrUn Báröardóttir
HUsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
útkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglysingar: SföumUla 6, Reykjavfk.sfml 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Varasamt aö
búta Jan Mayen-
máliö niöur
# Deilur fslendinga og Norðmanna verða sennilega
ekki leiddar til lykta á þeim viðræðuf undum sem hóf ust í
Reykjavík í gær. Endaþótt margt hafi skýrst í afstöðu
deiluaðila og vilji sé til samninga hef ur Jan Mayen-mál-
ið margar hliðar og hagsmunaágreiningur í bráð og
lengd er af þeirri stærðargráðu að nokkur bið getur orðið
á því að samkomulag náist.
• Það er fagnaðarefni að Norðmenn virðast nú hafa
látiðaf sífelldum hótunum og tilraunum til þess að knýja
Islendinga til skyndisamninga. Úrslitum hér réði það að
stjórnmálaflokkarnir náðu sl. haust samstöðu um ís-
lenska afstöðu í málinu fyrir frumkvæði fulltrúa Al-
þýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins í landhelgis-
nefnd. Sú samstaða kom síðan fram í eindregnum yfir-
lýsingum Ólafs Jóhannessonar, þáverandi forsætisráð-
herra og núverandi utanríkisráðherra, um veiðihags-
muni og hafsbotnsréttindi Islendinga á Jan Mayen svæð-
inu. Hótanir Norðmanna um loðnuveiðar annarra þjóða;
um að loðnuveiðar norskra sjómanna kynnu að reynast
óstöðvanlegar og digurmæli um einhliða útfærslu efna-
hagslögsögu í 200 mílur hafa ekki brotið niður þessa
samstöðu, enda reynst marklausar.
# Rikrar tilhneigingar virðist nú gæta bæði af hálfu
norskra stjórnvalda og sumra íslenskra stjórnmála-
manna að búta Jan Mayen málið niður og einbeita sér
fyrstog fremstað því að ná samningum um f iskvernd og
skiptingu afla á svæðinu milli Islendingaog Norðmanna.
Höfuðrökin eru þau að nauðsynlegt sé að skapa hefð á
þessu sviði til þess að önnur ríki geti ekki fært sér óvissu-
ástandið í nyt. Lausn á þessu máli skiptir þjóðirnar báð-
ar verulegu máli í bráð, en fslendingar verða að gæta
þess að láta ekki slynga samningamenn Norðmanna
snúa á sig. Við eigum mikilla framtíðarhagsmuna að
gæta á Jan Mayen svæðinu og samkomulag um fisk-
vernd og fiskveiðistjórnun má ekki verða til þess að
helga Norðmönnum rétttil útfærslu f iskveiðilögsögu eða
efnahagslögsögu síðar. Hætt er við að samningsstaða
okkar er lýtur að hafrétti og nýtingu landgrunnsins geti
spillst ef málið er bútað niður og samið um hvern lið þess
fyrir sig. Ef sanngirnissjónarmið eiga að ráða ferðinni
er hæpið að samið verði til f rambúðar um einstök atriði
nema heildarniðurstaða sé í sjónmáli.
• í ritgerðeftir Sigurð Líndal prófessor sem nú hefur
verið gefin út á norsku er m.a. sýnt fram á söguleg
tengsl íslands og Jan Mayen og gildi jjeirra fyrirvara
sem íslensk stjórnvöld gerðu við landnámi Norðmanna á
Jan Mayen. Full rök eru f yrir því, að Islendingar véfengi
sögulegan rétt norskra aðila til Jan Mayen og f ráleitt að
Norðmenn geti byggt kröfur um efnahagslögsögu á
efnahagsþörfum strandbúa, því á Jan Mayen hafa ekki
búið Norðmenn sem sótt haf a sjó eða hagnýtt verðmæti á
hafsbotni.
# Sú skoðun er nú ríkjandi á Haf réttarráðstef nu Sam-
einuðu þjóðanna að strandríki eigi að öðlast nýtingarrétt
á landgrunni 350 mílur út frá eigin ströndum. Full á-
stæða er fyrir (slendinga að standa fast á þessari kröf u
hvað varðar neðansjávarhrygginn milli (slands og Jan
Mayen. Um það þarf heldur ekki að deila að réttur (s-
lendinga til 200 mílna efnahagslögsögu í átt til Jan
Mayen er ótvíræður og miðlínuröksemdir Norðmanna
því haldlitlar.
• Sanngirnissjónarmið eru okkur einnig mjög í vil.
Fiskveiðihagsmunir á svæðinu eru staðbundið vandamál
í Noregi en snerta alla íslensku þjóðina. Olíuþjóðin hef ur
meiri möguleikatil þessað kljást við þann vanda en fisk-
veiðiþjóðin. —ekh
Hlrippt
| Hver rœöur nú?
Hljótt hefur verib um innan-
J flokksmál Siálfstæöisflokksins
| að undanförnu. Allt situr þó við
■ hið sama og logar allsstaðar
I undir. Deilur um menn og mál-
u efni hafa ekki verið settar niður
■ og eldurinn getur hvenær sem
J er blossað upp eins og dæmið í
m kjördæmi Pálma Jónssonar
I landbúnaöarráðherra sýnir
Gunnar: Oddviti stjórnar og
stjórnarandstöðu.
■ best, en þar fóru nýverið
| stuðningsmenn hans með góðan
■ sigur af hólmi i Sjálfstæðisfélagi
I Sauðárkróks eftir átök i
J stjórnarkjöri.
Hið undarlega ástand sem
■ rikir i Sjálfstæðisflokknum
I hættir ekki að vera sniðugt enda
H þótt minna sé um þaö skrifað en
■ áður. NU er til að mynda komin
J upp sú staða að Gunnar Thor-
• oddsen getur i krafti sinna em-
I bætta bæöi gert kröfu til þess að
■ teljast oddviti ríkisstjórnar og
I leiðtogi stærsta stjórnarand-
■ stöðuflokksins. Geir Hallgrims-
■ son formaður Sjálfstæðisflokks-
J ins dvelst nú erlendis og stendur
■ það þvi flokkslögum samkvæmt
I engum nær en varaformanni
J flokksins Gunnari Thoroddsen
I að taka að sér daglega forystu
■ flokksins.
! Skrif Birgis
\ ísleifs
Eins og Guðrún Helgadóttir
i benti réttilega á i grein i
| Morgunblaðinu fyrir skemmstu,
■ eru ritsmiðar Birgis tsleifs
J Gunnarssonar i þvi sama blaði
1 heldur óáreiðanlegar heimildir
■ um það, sem er aö gerast i
| borgarstjórn Reykjavikur.
■ Borgarstjórinn fyrrverandi
■ hefur ritað vikulega pistla i
2 málgagnið sitt siðan meiri-
m hlutinn hans féll i borginni og til
I aö byrja með fjölluöu pistlamir
■ aðeins um borgarmálin. A
I siðustumánuöum hefur þó boriö
■ meira á landsmálapólitikinni i
1 pistlunum, enda er Birgir kom-
a inn á þing (eins og fleiri góðir
■ borgarfulltrUar) og hefur tekið
■ mikinn þátt i innanflokksátök-
2 unum I Sjálfstæðisflokknum.
A sunnudaginn var skrifar
■ Birgir þó bæði um landsmál og
| borgarmál undir fyrirsögninni
■ „Alþýðubandalagið og dag-
■ vistarmálin”. Hann bendir i
2 upphafi réttilega á að Alþýöu-
■ bandalagið hefur reynt aö helga
I sig þessum málaflokki og að
J flokkurinn telur sig sérstakan
málsvara þeirra, sem þurfa á
þjónustu dagvistarheimila að
halda. Siðan vikur hann aö
frammistöðu þessa sama flokks
I borgarstjórn Reykjavikur
siðan vinstri meirihlutinn tök
þar við og fer þar svo ranglega
með staðreyndir að furðu
gegnir.
Birgir fullyröir að af fjárveit-
ingum til uppbyggingar dag-
vistarheimila á siðasta ári hafi
„tæplega 100 miljónir verið
látnar ónotaðar”, eða um helm-
ingur fjárins.
100 miljónir á
kreiki
Hið rétta er að á fjárhags-
áætlun Reykjavikurborgar fyrir
árið 1979 voru ætlaðar 215
miljónir króna úr borgarsjóði
auk framlags frá rikinu til
uppbyggingar sjö dagvistar-
stofnana. Rei'kningsjöfnuöur
um siðustu áramót sýnir að
225 miljónum króna var á
siðasta ári varið úr borgarsjóði
til þessara verkefna, eða 10
miljónum króna umfram fjár-
hagsáætlun.og þetta fékk klipp-
ari staðfest á borgarskrif-
stofunum i gær. Hvernig Birgir
Isleifur fær það út að plús 10
milj. séu tæplega 100 I minus,
er klippara ógeríegt að skilja,
en tridega hefur þingmaðurinn
lært einhverjar aðrar reiknings-
aðferðir i skóla en klippari.
Það er þd ekki vist að lélegri
reikningskunnáttu einni sé hér
til að dreifa og heldur ekki er
vist að Birgir sé að ljúga visvit-
andi. Liklegasta skýring er sú,
að hann hefur ekki fylgst nógu
vel með borgarmálunum siðan
hann fór á þing og veit þvi ekki
betur. Þessar 100 miljónir sem
hann er að skrifa um eiga nefni-
lega sina sögu og grein hans er
ágætt tilefni tii að rifja hana upp
einu sinni enn.
100 miljóna
hugarburöur
A miðju ári 1979 kom upp á
yfirboröið áætlun embættis-
manna i borgarkerfinu um
verklegar framkvæmdir þess
árs. Þar reiknuðu þeir út hraða
og gang hinna ýmsu fram-
kvæmda til áramóta og niður-
staðan i dagvistarmálunum var
sú að ekki yrði unnt að eyöa
öllum peningunum á yfirstand-
andi ári. Framkvæmdir gengju
svo seint, útboð hefðu tafist svo,
að um 100 miljónir króna yrðu
eftir af 215 miljón króna fjár-
veitingu um áramótin 1980.
Sjálfstæðisflokkurinn rak upp
mikið ramakvein vegna þess-
arar skýrslu og kallaði þetta
dulbúinn niöurskurð á fjárhags-
áætluninni, en sem kunnugt er
hefur vinstri meirihlutinn ekki
skorið niður fjárhagsáætlunina
á miðju ári eins og Birgir
tiðkaði.
En skýrsla embættismann-
anna kom meirihlutamönnum
ekki siður á óvart en þeim Sjálf-
stæðismönnum, og þótti þeim
illa að málum staðið ef þetta
væri staðreyndin. I félagsmála-
ráði töldu menn að ekki mætti
við svo búið standa, — fjárveit-
ingarnar yrði að nota að fullu og
ekki eyri minna. Þar var þvi
samþykkt tillaga um að kaupa
húseign i Vesturbænum undir
dagvistarstofnun, enda er brýn
þörf fyrir skjótar úrbætur i
þeim borgarhluta. Bentu meiri-
hlutamenn I félagsmálaráði á
skýrslu embættismannanna og
vildu að afgangsfjármagnið
yrðinýtt i þessu skyni. En hvað
kom þá I ljós? Þaö voru engar
100 miljónir til! — þessir
peningar yrðu greinilega upp-
urnir um áramótin, eins og til
var ætlast i fjárhagsáætluninni!
Siðari áætlanir embættismann-
anna voru ekki áreiðanlegri en
svo að þær stóðust ekki eftir tvo
mánuði, hvað þá til áramóta
eins og þeim var ætlað.
Samþykkt félagsmálaráðs um
húsakaupin hefði þvi orðið að
mæta með sérstakri aukafjár-
veitingu og það leyfði fjárhagur
borgarinnar ekki. Tillagan
hlaut þvi ekki stuðning I borgar-
ráði.
Vildi ekki nýta
hugarburöinn
En hver skyldi svo hlutur
Birgis Isleifs og félaga hans
hafa verið I þessu máli? Eftir aö ■
hafa gagnrýnt það harðlega i 2
ræðu og riti að vinstri meiri- .
hlutinn ætlaði greinilega ekki a ð I
verja nema helmingnum af ■
fjárveitingum ársins til upp- |
byggingar dagvistarheimila, ■
, greiddu þeir félagar atkvæði I
gegn þvi að 100 miljónimar 2
(sem þó voru bara til I hugum i
embættismannanna stutta |
stund)yrðunotaðar til að kaupa ■
hús undir dagvistarstofnun.
Það er þessi siðari hluti
sögunnar, sem Birgir þekkir |
greinilega ekki, enda hefur ■
hann haft öðrum hnöppum að I
hneppa síöan hann komst á ■
þingið og honum þvi hollast að
halda sig eingöngu að lands- 2
málaumfjöllun i pistium sinum
framvegis.
—AI ■
skorrið
og
Starfsmannafélag Vestmannaeyjabœjar:
Birgir ísl.
Gunnarsson:
Alþýðubandakgið og
dagvistunarheimilin
Um hin nýumþykktu fjlrlog
h«fur þ«g»r verið margt r«tt og
ritað. Aðallega hefur verið rstt
um meginstefnu fjárlaganna
varðandi fjármál rikigins,
skattamál. stefnuna f peninga-
málum og þann mikla verðbðlgu-
hvata. sem i Iðgunum felst. Um
þeaai aðalatriði verður ekki fjall-
Framlög ríkis-
sjóðs til dag-
vistunarheimila
Út úr fiárloeunum má Ifka
Frammistaðan
í borgarstjórn
Fyrst laeddist að man
a mála, jx
þýðubl.__________________ „
Alþbl. fékk úrslltaáhríf á t
arstjðrn Reykjavikur. Meðan
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
meirihluta I Reykjavlk. þreyttist
Alþýðubandalagið aldrei á þvi að
gagnrýna litlar aðgerðir I þess-
um málum. Þð var Reykjavíkur-
borg undir forystu Sjálfstmðis-
flokksins brautryðjandi I þcssari
mikilvægu grein félagslegrar
Pjónustu.
um íh“*»ior*i
Alþyðubandalagsins staðfestist i
borgarstjórn á sl. ári, þegar Ijðst
varð að ekki var framkvsemt
nema fyrir hluta af þvi fjár-
magni. wm letlað var til dagvist-
1980 er þessi upphaeð 170.6 millj.
Hsekkunin er langt undir verð-
bólgu. þannig að minna er hsegt.
að framkviema fyrir íjárframlag
slðasta.
Skuld rfkissjððs við borgina
um áramðt vegna eldri fram-
kvscmda er um 170 millj. kr.,
þannig að framlagið I ár dugar
varla fyrir skuldinni og er þá
litið eftir tll nýrra framkv*mda.
Eftir ðll stóru orð Alþýðubanda-
lagsins I þessum málum hefði
mátt setla að einhverjir af þing-
mðnnum Alþýðubandalagsins
hefði látið þetta til sln taka.
dagvistunarmál flytti slfka til- j
Iðgu. Slika tillðgu hefði ég stutt
og ég veit að þannig er um fleiri. [
Ekkert sifkt gerðist. Hvorki g
Guðrún Helgadðttir né neinn "
annar hreyfði legg eða lið. Skýr- *:
ingin er auðvitað sú að Alþýðu-
bandalagið ber ððrum flokkum .
fremur ábyrgð á þessu fjárlaga- I
frumvarpi — og áhuginn á þessu (
máli var bara ekki meiri en !
,þetU.
Dagheimilin I
verði
verzlunarvara
Enn eitt atríði er og athyglis-
vert varðandi þetU mál. Á
sameiginlegum fundi þingmanna
og borgarfulltrúa Reykjavikur,
þarwmnettvsr
fjárvei
'm rsett var um fjárlögin og I
‘itingar til Reykjavikur, I
a fjárvt
dagvistunarstofnana á dagskrá. 1
Þá gaf Svavar Gestsson fé- -
lagsmálaráðherra athyglisverða
yfirlýsingu. Hann sagði. að i "
vatnUnlegum samningum við ,
verkalýðsfélögin yrði hugsan-
lega samið um aukið fjármagn -
til byggingar dagvistunarheim-
ila. Ekkert var upplýst. hvaðan
það fjármagn «tti að koma. Átti
þaö að koma með nýjum skött- j
um? Það veft enginn. !-
Átelur seínagang í samningamálum
Aðalfundur Starfsmannafélags
Vestmannaeyjab æjar, s.l.
fimmtudag, samþykkti eftir-
farandi ályktun um samninga-
málin:
„Aðalfundur Starfsmanna-
félags Vestmannaeyjabæjar,
haldinn 10. april 1980, ályktar að
vita harðlega þann óeölilega
seinagang sem viðgengist hefur i
samningamálum opinberra
starfsmanna á siðustu mánuðum.
Fundurinn skorar á rikisvaldið,
sveitarstjórnir og samninganefnd
BSRB að setjast niður i fullri
alvöru til þess að semja um kaup
og kjör opinberra starfsmanna.
Aðalfundurinn vill vekja
athygli á þvi, aö sú afstaða rikis-
valdsins og sveitarstjórna að
reyna leynt og ljóst að draga
samningagerð á langinn er I raun
Framhald á bls. 13