Þjóðviljinn - 15.04.1980, Page 6
6 SIDA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 15. apríl 1980.
Sýslunefhd Skagajjarðarsýslu,
ÚTBOÐ
Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í
lagningu 21. áfanga dreifikerfis (bak-
rásarlögn i Þórunnarstræti).
ÍJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitunnar Hafnarstræti 88 B, gegn
50.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð i fundarsal bæjarráðs
Geislagötu O jíriðjudaginn 29. april 1980 kl.
11-M- Hitaveita Akureyrar.
Krefst úrbóta á
orkumálum
Nýlega var sýslunefnd Skaga-
fjarðarsýslu kölluð saman til
aukafundar til þess að ræða
ófremdarástand það, sem rikir f
rafmagnsmálum hérðasins,og
krefjast úrbóta á þvi. Samykkti
sýslunefndin eftirfarandi álykt-
un:
ibúðarhúsnæðis og iðnaðar.
2. Loks itrekar sýslunefndin
fyrri ályktanir sínar um Villinga-
nessvirkjun i Skagafirði og skor-
ar eindregið á orkumálaráöherra
að hlutast til um undirbúning á
framkvæmd þeirrar virkjunar án
tafar. Þaö er ljóst, aö Villinga-
nessvirkjun mun koma aö gagni
miklu fyrr en stærri virkjanir,
sem i kann að verða ráöist,og aö
orka þaðan mun nýtast að fullu,
hvaðsem öðrum virkjunum liður.
, -mhg
Vantar ykkur
vínnu í sumar?
Þjóðviljann vantar fólk til blaðburðar viðs veg-
ar um borgina i sumar. Hér er bæði um afleys-
ingar og föst störf að ræða. Komið eða hringið
og látið skrá ykkur til starfa timanlega.
DJÓÐVIUINN
Siðumúla 6
S. 81333.
• Blikkiðjan
Ásgaröi 7, Garðabæ
Onnumst þakrennusmlði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmfði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu
vekur athygli orkumálaráðherra
ogRafmagnsveitna rikisins á þvi,
að raforkuskorts gætir nú mjög I
Skagafirði, og er almennt i hérað-
inu kvartaö undan ófremdar-
ástandi i orkumálum á þessum
vetri. Lýsir það sér einkum í
miklu spennufalli, sem er hættu-
legt ýmsum rafmagnstækjum og
gerirnotkun þeirra einatt ómögu-
lega. Bent er á, að sjónvarpstæki
slökkva oft á sér sökum spennu-
falls, frystikistur og -skápar
skemmast oft og einnig mjalta-
vélar af sömu ástæðum. Vonir
standa til aðástand : rafmagns-
mála muni batna nokkuð þeg-
ár tekin verður i notkun
spennistöð sú, sem veriö er að
koma upp i nánd við Varmahlið.
Engu að siöur er fyllsta á-
stæða til aö lækka verulega
gjöld af rafmagni, sem látið
hefur veriö I té með svo miklum
annmörkum, sem verið hefur i
vetur, og skorar sýslunefndin á
Rafmagnsveitur rikisins, að láta
sanngjarnan afslátt koma til
framkvæmda þegar i stað. Þá er
ennfremur skorað á Rafmagns-
veitur rikisins aö endurskoöa þá
aðferð sina, að innheimta raf-
orkugjöld eftir ágiskun,og enn-
fremur að lækka stórlega gjald-
taxta fyrir raforku, sem kirkjum
hefur veriö gert að greiða eftir.
Til þess að ráða sem fyrst bót á
þeim viðtæku göllum, sem leiöa
af raforkuskorti i Skagafirði,
bendir sýslunefndin á eftir-
farandi:
1. Sýslunefndin leggur á það
áherslu, aö vel verði séð fyrir
endurnýjun og viðhaldi dreifilTna
fyrir rafmagn um héraðið, meö
sérstöku tilliti til upphitunar
Benedikt
Svavar
Að loknu hádegisverðarhléi kl.
13.30 fjalla þeir Asmundur Stefáns-
son f ramkvæmdastjóri ASI og Guð-
mundur Árnason formaður Lands-
sambands grunnskóla- og fram-
haidsskólakennara um stöðu samn-
ingamála.
Eftir framsögu um samningamál-
in hefjast umræður og afgreiðsla
mála. I fundarlok verður kosin ný
stjórn verkalýðsmálaráðs. Ráðgert
er að Ijúka fundinum kl. 18 á sunnu-
dag.
I Verkalýðsmálaráði Alþýðu-
bandalagsins eru um 270 fulltrúar
víðs vegar að af landinu.
Guðmundur
Fundurinn er
opinn öllum
áhugasömum
liðsmönnum
Alþýðubandalagsins
um
verkalýðsmál.
Verkalýdsmálaráð Alþýðubandalagsins
Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins
Aðalfundur Verkalýðsmálaráðs
Alþýðubandalagsins verður haldinn
að Hótel Loftleiðum sunnudaginn 20.
apríl næstkomandi. Fundurinn hefst
kl. lOárdegis með setningu formanns
Benedikts Davíðssonar. Að setningu
lokinni flytur Svavar Gestsson fé-
lagsmálaráðherra ræðu. Síðan verða
almennar umræður tii hádegis.
Asmundur
Aðalfundur
Haldinn 20. apríl nk.
að Hótel Loftleiðum
Magnús Jónsson og Hrefna Traustadóttir f hlutverkum Halldórs og
Signýjar i Sjóleiðinni til B.agdad.
Sjóleiðín tíl Bagdad
sýnd í Keflavik
Leikfélag Keflavikur sýnir i
kvöld og annað kvöld leikritið
„Sjóleiðin til Bagdad” eftir Jökul
Jakobsson. Sýningarnar veröa I
Félagsbiói I Keflavlk og hefjast
kl. 21.00 bæði kvöldin.
Leikritið var frumsýnt i
Stapanum s.l. miðvikudagskvöld
við mjög góöar undirtektir áhorf-
enda. Leikstjóri er Þórir Stein-
grimsson. Aðstoðarleikstjóri er
Aslaug Bergsteinsdóttir og leik-
mynd og lýsing eru eftir aöstand-
endur sýningarinnar.
Með hlutverk fara: Hrefna
Traustadóttir, Ingibjörg Hafliða-
dóttir, Jóhann Glslason, Magnús
Jónsson, Dagný Haraldsdóttir,
Þór Helgason og Arni Ólafsson.
-ih.
TU styrktar heymar-
skertu fólki
Skurðaðgerð á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspftalans, sem
er þjónustustofnun fyrir alla landsmenn.
Lionsmenn bjóða Rauðu fjöðrinaum helgina
Landssöfnunin Rauða
fjöðrin sem Lionsmenn
standa fyrir hefst nú á
föstudaginn og stendur
yfir helgina.
Þetta er i þriðja sinn
sem Rauða fjöðrin er
boðin til sölu hérlendis,
vegna f járöflunar Lions-
manna til liknarmála.
1 þetta sinn mun söfnunarféð
renna til styrktar heyrnarskertu
fólki um land allt. Háls-,nef- og
eyrnadeild Borgarspitalans er
eina sérhæfða sjúkradeild lands-
ins i heyrnarskemmdum.
Stefán Skaptason yfirlæknir
deildarinnar hefur lagt fram til-
lögur varöandi kaup á tækjum til
deildarinnar og öörum þeim
tækjum sem gætu komiö heyrnar-
skertu fólki til góða, fyrir
söfnunarféð sem Lionsmenn ætla
aö ná inn fyrir sölu á Rauðu fjöðr-
inni þetta áriö.
Stefán leggur m.a. til, að komið
verði upp skurðstofueiningu af
fullkomnustu gerö við sjúkra-
deildina á Borgarspitalanum,
keypt verði heyrnarmælingar-
tæki sem hægt er aö koma fyrir I
heilsugæslustöövum vlöa um land
og eins til notkunar við heyrnar-
mælingar I skólabörnum. Byggð
verði upp svokölluö rafsegulsviö i
samkomuhúsum, kirkjum, leik-
húsum og á fleiri stöðum, svo að
heyrnarkskert fólk geti notiö þess
sem farm fer á þessum stöðum
hverju sinni. Einnig að veittur
veröi fjárstuðningur til textunar
fréttaflutnings i' sjónvarpi a.m.k.
einu sinni í viku, auk ýmissa fleiri
tillagna.
-lg.