Þjóðviljinn - 15.04.1980, Side 9
8 StPA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 15. aprll 1980.
Þribjudagur 15. aprll 1980.' ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
á dagskrá
Svo virðist að menn séu í œ ríkari
mœli að hverfa frá þeirri hugmynd
að koma á einum lífeyrissjóði fyrir
alla landsmenn... Hér er um merki-
lega stefnubreytingu að rœða, sem
virðist hafa farið framhjá fjölmiðlum
Hrafn
Magnússon:
Rammalöggjöf uin starf-
semi lífeyrissjóðanna
I desember s.l. voru samþykkt
lög frá Alþingi um almenn eftir-
laun til aldraðra. Með setningu
þessara laga var vissum áfanga
náö í lifeyrismálum landsmanna.
Er nú unnið að breytingum á lög-
um um starfskjör launþega, sem
munu hafa það i för með sér að
komiö verði á skylduaðild aö líf-
eyrissjóðum fyrir þá stárfandi
menn, sem þátttökuskyldan nær
enn ekki til samkvæmt lögum eöa
kjarasamningum. Allt eru þetta
áfangar i þá átt að koma á ný-
skipan lifeyriskerfisins.
Næsti áfangi i heildarendur-
skoðun lifeyriskerfisins er sá að
semja rammalöggjöf um starf-
semi lifeyrissjóðanna. Svo viröist
aö menn séu i æ rikara mæli að
hverfa frá þeirri hugmynd að
koma á einum lifeyrissjóði fyrir
alla landsmenn. Sú stefnumótun
virðist i aðsigi að samræma beri
lög og reglugerðir lifeyrissjóð-
anna þannig, að lifeyrisþegar
njóti sömu bótaréttinda án tillits
til i hvaöa sjóði þeir eru gjald-
skyldir. I þessu sambandi vekur
m.a. athygli að i stjórnarsátt-
mála núverandi rikisstjórnar er
ekkert ákvæöi þess efnis að stefnt
skuli aö einum lifeyrissjóði fyrir
alla landsmenn, en hliðstætt á-
kvæði var i samstarfsyfirlýsingu
fyrri stjórnar. Hins vegar er i
stjórnarsáttmála núverandi
rikisstjórnar ákvæði um að komiö
verði á verötryggðum lifeyri fyrir
alla landsmenn, en sambærilegt
ákvæöi var i samstarfsyfirlýs-
ingu fyrri stjórnar.
Hér er um merkilega stefnu-
breytingu að ræða, sem viröist
hafa farið framhjá fjölmiðlum. 1
ljósi þessara staöreynda væri þvi
fróðlegt aö velta þvi fyrir sér,
hvað gæti falist i rammalöggjöf
um starfsemi lifeyrissjóðanna.
Ljóst er að framkvæmd slikrar
stefnu er mun átakaminni en
þeirrar aö leggja lifeyrissjóðina
niður eða steypa þeim saman i
eina heild undir einni yfirstjórn.
Þær spurningar kunna ennfremur
að vakna, hvort slik ráðstöfun sé
lögleg með tilliti til eignarréttar
og llfeyristilkalls einstaks sjóð-
iélaga. Sú hugmynd að lifeyris-
sjóðirnir starfi áfram sem lána-
sjóðir, þrátt fyrir einn heildar-
sjóð, veröur varla talin raunhæf.
1 væntanlegri rammalöggjöf
um lifeyrissjóði virðist rétt að
taka upp stigakerfi til grund-
vallar lifeyrisréttindum. Á þann
hátt veröur tekið mið af ævitekj-
um launþegans og iögjaldastofn
miðast þvi við heiidarlaun, en
ekki eingöngu dagvinnutekjur,
eins og nú tiökast hjá flestum lif-
eyrissjóðum. Komið verði enn-
fremur á fót jöfnunarsjóði, sem
aðstoði þá lifeyrissjóöi, sem búa
við óhagstæða aldursdreifingu,
likt og nú tiðkast hjá ASI-sjóðun-
um. Lágmarkskjör lifeyrissjóða
til útlána og lántökuskilyröi verði
lögfest og jöfnuður i lánskjörum
náist með aðstoð jöfnunarsjóðs.
Til greina gæti jafnvel komiö að
lifeyrissjóöir beindu ráðstöfunar-
fé sinu i æ rikari mæli til fjár-
festingalánasjóða, aðallega
Byggingarsjóðs rikisins, sem
tæki að sér ásamt bankakerfinu
að fjármagna ibúðarbyggingar i
landinu.
Almannatryggingar veiti á-
fram grundvallarvernd i lifeyris-
málum, en lifeyrissjóðir veiti hins
vegar áfram tekjuháðan við-
bótarlifeyri . Við mótun á sam-
ræmdum bótarétti verði lifeyris-
greiöslur almannatrygginga og
lifeyrissjóða samhæfðar.
Stefnt verði að fækkun lifeyris-
sjóðanna, t.d. stofnaður einn lif-
eyrissjóður fyrir starfsmenn
rikisins og bæjarfélaga, annar
fyrir bankastarfsmenn, þriöji
fyrir samvinnustarfsfólk og ýms-
ir litlir lifeyrissjóðir lagðir niöur
og sameinaöir stærri sjóðum,
sem búa við eins eða svipaða
starfsskiptingu sjóðfélaga. Sjóðir
á samningssviði ASI verði sam-
einaðir eftir landssamböndum
og/eða svæðasamböndum.
Við samningu samræmdrar
reglugerðar, sem lifeyrissjóðirnir
sniðu sinar eigin eftir, verður
varla hjá þvi komist að bótarétt-
ur yrði i einstökum tilfellum lak-
ari en hann annars mundi verða.
Varla er raunhæft aö miöa bóta-
rétt i samræmdri reglugerð i öll-
um tilvikum við það sem best
tiökast hjá lífeyrissjóöunum.
Hins vegar yrði við úrskurö lif-
eyris sérhvers sjóöfélaga aö miöa
viö áunnin lifeyrisrétt hans fram
að þeim tima, sem hinar nýju
reglugeröir tækju gildi, svo
framarlega sem áunninn réttur
samkvæmt eldri reglugerö gæfi
viðtækari rétt.
Gert er ráö fyrir aö I hinu nýja
kerfi verði greiddur verðtryggöur
lifeyrir, sem taki breytingum
annað hvort eftir kaupgjaldi eöa
framfærsluvisitölu. A næstu ára-
tugum má gera ráö fyrir að flest
allir lifeyrissjóðir geti staðið
undir greiöslu verötryggös lifeyr-
is. Hins vegar mun hæfni þeirra
flestra til útlána minnka veru-
lega. Sjóðirnir munu smám sam-
an breytast úr uppsöfnunarsjóð-
um I gegnumstreymissjóði. Þvi
er gert ráö fyrir stofnun sérstaks
jöfnunarsjóös lifeyrissjóöanna til
að létta byröunum af þeim sjóð-
um, sem verst kunna að standa.
Að lokum skal tekiö fram aó
nauðsynlegt er að lifeyrissjóðirn-
ir starfi eftir sérstökum sam-
skiptareglum, þar sem kveöiö er
nánar á um flutning réttinda,
bótaréttindi og önnur atriði, sem
auðvelda samskipti þeirra. Verð-
ur að telja eölilegast að slikar
reglur verði lögfestar, enda yrði
efni þeirra að öðru leyti i fullu
samræmi við væntanleg lög. Að
endingu skal áréttað að fullt sam-
ráð verður að hafa viö aðila
vinnumarkaðarins, þegar hafist
verður handa að semja ramma-
löggjöf um starfssemi liféyris-
sjóðanna.
Leiðsögu-
menn
þinga í
Reykjavík
Ráðstefna og aöalfundur IFC
1980 (International Guides Club)
var haldinn I Reykjavik 9.-14.
þ.m., og sátu hann leiðsögumenn
frá Norðurlöndunum.
Þetta er i fyrsta sinn, sem aðal-
fundur IGG er haldinn á Islandi en
Félag leiösögumanna (á Islandi)
gekk i samtökin 1974. Fundirnir
eru haldnir til skiptis á Noröur-
löndunum og verður næsti fundur
i Þrándheimi trúlega I april að
ári. Um 50 erlendir gestir sækja
fundinn og ráðstefnuna að þessu
sinni og eru þeir mjög ánægöir
með dvölina hér. Styrkur fékkst
úr Norræna menningarmála-
sjóðnum til þessa fundahalds hér
nú.
Forráðamenn IGC á fundi með fréttamönnum á Hótel Loftleiðum, frá
v.: Birna Bjarnleifsdóttir, Aud Mikkelsen, Noregi, Jón Gunnar Arnt-
zen, Noregi, Per Olsson, Sviþjóð, Bo Grönholm, Finnlandi, Julla Svein-
bjarnardóttir snýr baki I ljósmyndarann. — Mynd: — gel.
Fariö var i ferðalög um
nágrenni Reykjavikur og til Þing-
valla.
Ýmsir sérfræðingar eru fengnir
til þess aö rabba við ráðstefnu-
gesti og fræöa þá um land og þjóð.
Þannig hefur Hallgrimur Snorra-
son hagfræöingur flutt erindi og
trúlega talaö um efnahagsmálin á
Islandi Siguröur Þórarinsson
jaröfræðingur um jarðfræði ís-
lands og Siguröur Lindal pró-
fessor um söguna.
Á fundi með fréttamönnum á
Loftleiðahótelinu lýstu hinir
erlendu gestir áhuga sinum á þvi
aö auka samstarf Noröurland-
anna á sviöi ferðamála og
gagnkvæma kynningu þeirra,
sem að þeim málum vinna.
Nánar verður sagt frá ráöstefn-
unni og Félagi leiösögumanna
siöar.
— mhg
veiöum og fiskiðnaöi hér á Islandi
að halda vöku sinni og slaka ekki
á gæöakröfunum, hvorki á sjó né i
landi. Og þar sem slakað hefur
verið á i meöferð aflans svo sem
blóðguninni á togaraflotanum,
þar þarf að færa vinnubrögöin i
fyrra horf, áður en þau valda
meiri skaða en orðið er. Menn
skulu gera sér það ljóst strax,
að þvi aöeins höldum við velli á
mörkuðunum að við vöndum alla
meðferö á fiskinum frá fyrsta
handtaki um borð i skipunum til
siðasta handtáks á vinnslu-
stöðvum i landi. I þessari vinnslu-
kveðju verða allir hlekkir að vera
jafnsterkir svo árangur geti orðiö
viðunandi.
A styrjaldarárunum hrakaði
meöferö á fiski miðaö viö það
sem áður var á Islandi og miða ég
þá viö þann tima þegar saltfisk-
verkun stóð hér á landi með
mestum blóma. Við höfum svo
veriö að sækja á i bættri meðferð
á fiski á ýmsum sviöum nú i
siðasta hálfan annan áratug. En
þó vantar mikið á að vöru-
vöndunarmál I okkar fiskfram-
leiðsiu séu komin i viðunandi
horf. Þar þarf ennþá að sækja á
brattann og gera betur á ýmsum
sviöum. Sú afturför sem orðið
hefur á blóðgun fisksins um borð i
togurunum siðustu árin og ég
hef gert hér i þessum þætti að
sérstöku umræöuefni, hún spáir
ekki góðu ef þannig verður
fram haldið. Þessa ábendingu
mina um óviðunandi vinnubrögö
ber þvi að skoða sem viðvörun til
þeirra sem þarna hafa mestra
hagsmuna að gæta. Fiskveiöar
ásamt fjölbreyttri fiskvinnslu,
hafa skilyröi til að standa undir
góðum lifskjörum hér á landi, sé
vakað yfir öllum þáttum okkar
sjávarútvegs og hvergi slakaö á
gæðakröfum i meöferö á
fiskinum. Þetta hlýtur á hverjum
tima að verða veigamikill þáttur i
hinni fjárhagslegu afkomu fyrir-
tækja. Hinsvegar veröur að
tryggja þaö gegnum fjármála-
stjórn rikisins á hverjum tima,
aö afkoma vel rekins sjávar-
útvegs sé viöunandi, þannig aö
hann sé fær um að byggja sig upp
sjálfur gegnum afkomu bestu
áranna.
I þessu sambandi getur oröið
nauösynlegt að tryggja meö lög-
ciöf. aö fjármagn sjávarútvegs-
ins haldist innan hans sjálfs, en
sé ekki dælt út I óskyldar starfs-
greinar þegar vel gengur. Sjávar-
útvegur á Islandi hlýtur um langa
framtiö að verða sú undirstaöa I
okkar þjóðarbúskap sem treysta
veröur á. Þessvegna mega
launakjör annarra starfsstétta
sem beint og óbeint lifa á sjávar-
útveginum, ekki vaxa launa-
kjörum fiskvinnslufólks og sjó-
manna yfir höfuð, eöa aö þjón-
ustustörfum sé hlaðið upp án til-
lits til þarfa og getu þeirrar und-
irstöðu sem sjávarútvegur er og
veröur um langa framtlð.
31/3 1980.
Fiskveidar og fiskvinnsla
Allir sjómenn á Islenska fiski-
skipaflotanum þurfa að vita, að
góð blóögun á fiskinum er undir-
staða sem veröur aö byggja á I
allri fiskverkun. Sé þessi nauð-
synlega undirstaða á einhvern
hátt vanrækt, þá kemur það fram
I lakari hráefnisgæöum og verri
nýtingu. Mér er það ljóst að það
er ekki vinsælt aö vanda um við
menn, en það veröur þó aö
gerast, þegar það er að verða
algengt að sjómenn framkvæmi
blóðgun á fiski um borð I togurum
á eftirfarandi hátt:
Fiskurinn er hálsskorinn og
samtimis ristur á kviðinn og tekiö
innan úr honum; siðan gengur
hann I þvottakariö. Þetta eru
röng vinnubrögð. A þennan hátt
tæmast ekki æðar fisksins af blóði
til fullnustu. Nýting fisks sem
þannig er með farinn, verður
bæði viö flökun.i frystingu,svo og
við flatningu i salt, lakari en efni
standa til væri hann rétt
blóðgaður. Vart verður blóöæða i
þunnildum slíks fisks, sem
verðfellir hann á milli gæðaflokka
sem saltfisk. Og i vinnslu frysti-
húsanna nýtist fiskur sem þannig
er ranglega blóðgaður talsvert
lakar heldur en rétt blóðgaður
fiskur. Þessu til viðbótar veröur
svo geymsluþol fisks sem
Isvarins hráefnis talsvert styttra,
ef æöar hans tæmast ekki af
blóði.
Rétt blóðgaður
fiskur
Rétt blóögaður fiskur, er sá
fiskur sem látinn er liggja hreyf-
ingarlaus eftir blóðgun þar til
blóðæðar hans eru tæmdar af
blóði. Þá fyrst má rista fiskinn á
kviðinn og fara innan i hann. Svo
lengi aö kippir merkjast i fisk-
holdinu, þá hefur fiskinum ekki
fullkomlega blætt út. Mér er það
vel kunnugt, að hin ranga blóðgun
á fiski sérstaklega um borð i
togurunum hún er réttlætt með
þvi, að þetta sé mikið fljótlegri
aðferð, og aö ekki vinnist timi til
réttrar blóðgunar þegar mikið
veiðist, meö þeim mannafjölda I
skipshöfn sem nú er algengust á
togurunum. Slika skýringu er
ekki hægt að taka gilda, þvl sé
skipshöfn það fámenn aö hún
komist ekki yfir að vinna verkin
eins og nauðsyn ber til aö vinna
þau, þá verður að fjölga mönnum
um borð.
Ef við ætlum okkur að lifa I
þessu landi af fiskveiðum og fisk-
vinnslu sem miklum atvinnuvegi
sjóinn I stað þess aö nýta hana i
dýra vöru. Sé togari ekki
lengur en eina viku að veiðum,
sem heföi þurft að lögbinda hér
fyrir löngu, þá er lifrin úrvals
hráefni til niöursuðu með þvi að
setja hana i plastpoka og isa siðan
pokana niður i venjulega fiski-
kassa. Þetta er ekki sagt út I
bláinn, þvi að slika meðferð á
lifur er kominn góð reynsla, hjá
lifrarniðursuðuverksmiöju
þeirri sem norska matvælafyrir-
tækið Staburet rekur viö Lófót.
Og markaður fyrir niðursoðna
lifur,sérstaklega léttreykta, hefur
verið meiri en hægt hefur veriö aö
fullnægja á undanförnum árum.
Það er kominn tlmi til að stöðva
þá ómenningu sem hér hefur
viðgengist að kasta lifur i sjóinn I
staö þess aö nýta hana. Og ef þeir
sem rába togaraútgerö sjá ékki
sóma sinn I þvl að hirða lifrina og
nýta hana, þá veröur rlkisvaldiö
að grlpa inn I og banna að lifur úr
fiski sé hent aftur I hafið, þvi þaö
er ómenning, sem ekki er sam-
boðin fiskveiði- og fiskvinnsluþjóð
með langa þróun að baki. Með þvi
að nýta alla lifur togaranna árið
um kring, þá er kominn I landinu
grundvöllur undir mikiö full-
komnari lifrarvinnslu bæði til
niöursuðu og lýsisvinnslu, en nú
er fyrir hendi. Það er þvl algjör-
lega óforsvaranlegt frá þjóðlags-
legu sjónarmiði að nýta ekki
þennan iðnaðarmöguleika til full-
nustu eins og efni standa til.
Samrœmi þarf að
vera á milli
veiða og vinnslu
A s.l. sumri kom það átakan-
lega fram i dagsljósið hve mikið
skorti á, að nauðsynlegt samræmi
væri á milli fiskveiða annars-
vegar og fiskvinnslunnar i landi
hinsvegar. Fiskur safnaðist fyrir
i móttökum frystihúsa sem ekki
höfðu undan I vinnslunni,
sérstaklega á þeim tima þegar
sumarfrl starfsfólks stóö yfir og
húsin að hluta starfrækt með
óvönu fólki, eða i sumum til-
fellum vantaði beilinis fólk til
þess að hámarksafköstum yrði
náð. Af þessum völdum verð-
rýrnaði nokkuð af hráefni sem
komiö hafði að landi i forsvaran-
legu ástandi sem efni I gæöavöru,
vegna þess að biöin eftir vinnslu
varð of löng. I nokkrum tilfellum
urðu beinlinis stórskemmdir á
hráefni sökum of langrar
geymslu. Svona mistök verður að
fyrirbyggja, þvi þau eru vel
viðráöanleg, með góðri skipu-
lagningu. Ég hef áður I þessum
þáttum bent á að nauösyn ber til,
að setja reglugerð um hámarksúti-
verutima fiskiskipa sem veiöa i
is, en það mundi stuðla að lengra
geymsluþoli fisks i landi. Hér i
þessum þætti hef ég lika bent á,
aö röng aðferö við blóðugun um
borð I togurum okkar. afkasta-
mestu veiðiskipum flotans,
veldur tvennskonar skaða.,
Annarsvegar lakari nýtingu á
hráefninu, sökum þess að æöar
fisksins tæmast ekki fullkomlega.
Þetta veldur mestum skaða á
þunnildum fisksins. Hinsvegar
hefur svo fiskur með ekki full-
komlega blóðtæmdar æöar minna
geymsluþol, en sá sem rétt er
blóögaður. Aukinn hraði I aögerð
Jóhann J.E. Kúld telur aö afturför hafi oröiö i blóögun á fiski hjá sjómönnum. Hér eru menn aö blóöga.
og við fiskvinnslu getur verið
góður að ákveðnu marki, svo
lengi sem hann veldur ekki skaða
á hráefninu eöa fullunnu vörunni.
En sá aukni hraði sem næst við
hina röngu blóögun um borð i
togurunum þar sem það er sam-
einað að blóöga fiskinn og fara
innani hann, sá hraði er of dýru
verði keyptur og veldur skaöa.
Sjómenn, útvegsmenn og fisk-
stöðvaeigendur, ásamt þjóðinni
allri eiga mikið undir þvi, að við
veiðar og vinnslu sé rétt staðiö að
málum og þau ein vinnubrögð
séu viöhöfð sem besta fjárhags-
lega afkomu gefa. Allt sem rýrir
nýtingu á hráefni ber þvi að
varast, en undir þab flokkast
tvlmælalaust hin ranga blóðg-
unaraðferð um borð I Islenskum
togurum.
Harðnandi
samkeppni frá hendi
Kanadamanna
framundan
Allt fram á slðustu ár hafa
Kanadamenn staðið að baki
okkur islendingum I meöferö á
fiski bæði um borö I skipum svo
og á fiskvinnslustöðvum I landi.
En þetta hefur verið að breytast
siöustu árin, og stefnir nú allt i
þeim efnum til bættrar
meðferðar. I gangi er nú áætlun
um stórauknar fiskveiðar
Kanadamanna á austurströnd-
inni og reiknað er með að heildar
botnfiskafli Kanadamanna verði
kominn upp i 700 þús. tonn árið
1985. En samhliða auknum afla er
lögð á það mikil áhersla að auka
fiskigæðin með bættri meöferö á
sjó og i landi. Til aö hrinda þessu 1
framkvæmd á sem skemmstum
tima hefur að undanförnu verið
lögð á það áhersla að fá til starfa i
Kanada annarra þjóða menn sem
skarað hafa frammúr I meðferð á
fiski á sjó og i landi, og voru
nokkrir slikir ráönir frá Noregi á
s.l. ári. Það er þvi áreiðanlega
betra fyrir forráðamenn i fisk-
i framtiðinni, þá er ekki leiðin sú
að slaka á vöruvöndun oe íaka
upp vinnubrögð þeirra sem aftar-
lega hafa staðið i meöferð á fiski,
en það er einmitt verið að gera
með hinni röngu blóðgun. Margir
hafa skrifaö um nauðsyn á betri
nýtingu á fiskhráefninu, sérstak-
lega i frystihúsunum þar sem hún
hefur verið of misjöfn. En menn
þurfa að gera sér ljóst, aö til þess
að hámarksnýting fáist i fisk-
vinnslunni, þá veröur vöruvönd-
unin að byrja á sjónum viö veið-
arnar og einn veigamikill þáttur
þar, er að fiskurinn sé rétt
blóögaður. Með rangri blóögun,
og þar með slakari vöruvöndun,
er verið að grafa undan velgengni
okkar sem fiskveiði- og fisk-
vinnsluþjóðar en þá þróun er
nauðsynlegt að stööva.
Að henda verðmœtum
í sjóinn
Það hefur viögengist til margra
ára, að mestallri lifur úr fiski
togaranna hefur verið hent i
Siglaugur Brynleifsson skrifar um bækur:
við Breiðafíörð
Játvarður J. Júlfusson:
Umleikinn ölduföldum.
Agrip ættarsagna
Hergilseyinga.
Skuggsjá 1979.
Játvarður Jökull Júliusson
skrifar þessa bók sína um örlög
fólks viö Breiöafjörö af ræktar-
semi, virðingu og ást og næmum
skilningi á samspili þeirra þátta,
sem ollu örlögum þess. Sagn-
fræðilegur skilningur hans kemur
glöggt fram i inngangsköflunum,
þar sem hann rekur ástæðurnar
fyrir samantekt sinni og dregur
upp mynd samfélagsins i stórum
dráttum. Höfundurinn rekur at-
buröarásina innan vissra ætta
við Breiöafjörð. Heimildir segist
hann sækja aö mestu til Gisla
sagnaritara Konráðssonar, en
hann setti saman rit um Barð-
strendinga og Flateyinga m.a.
Ritið hefst á kaflanum ,,I hópi
leiguliða”, en þegar frásögnin
hefst á 17. öld var svo ástatt að
meginhluti þeirra sem stunduðu
búskap hér á landi voru leigu-
liðar, rúml. 90% bænda. Vinnu-
fólk var fjölmenn stétt og þegar
illa áraði jókst stdrlega hópur
vergangsmanna, þótt fjöldi
þeirra yrði þó aldrei slikur sem
Fólk
hann var á sama tima viöa i
Evrópulöndum.
Gunnar heitir sá sem fyrstur
kemur til sögunnar að viöurnefni
Baröstrendingur. Höfundur álitur
að Gunnar þessi og Gunnar Jóns-
son bóndi á Auöshaugi á Hjaröar-
nesi sé sami maðurinn og siðan
freistar hann þess að leiða likur
að hverrar ættar móöir Gunnars
hafi veriö, en hún hét Bergljót
Ormsdóttir, og er hennar og
Gunnars getið I manntalinu 1703.
Höfundur ætlar aö Gunnar þessi
sé afkomandi Hólmara I móður-
ætt sina, en þeir frændur voru
hirðstjórar hér á landi á fyrri
hluta 15. aldar. Steinunn dóttir
Gunnars á Auöshaugi giftist Ólafi n.
Bjarnasyni frá Haukabergi á á
Barðaströnd og átti með honum m
m.a. Eggert I Hergilsey, en frá
honum og systkinum hans og
afkomendum þeirra ,,segir nokk-
uð á blöðum þessum...”
Ólafur og Steinunn hófu búskap
i Tungumúla á Baröaströnd og
gekk sú saga af Steinunni að hún
hafi smalað sjálf sauðkindum
þeirra hjóna og var nefnd
„húsmóöirin i hjásetunni”.
Tungumúli var kirkjujörö frá
Haga samkvæmt Jaröabók A.M
og P.V. Þau Steinunn og Ólafur
flytjast slöan búferlum frá
Tungumúla I Flatey og höfðust
viö þar I Vesturbúðum. Þar hefst
saga Eggerts ólafssonar sem er
kenndur viö Hergilsey og er hann
aðalpersóna þessarar bókar
ásamt konum sfnum og
afkomendum.
Játvarður rekur jafnframt
frásögninni af uppvexti Eggerts,
sögur og ættir þeirra einstaklinga
sem siðar snerta sögu Eggerts*
þessi þáttur fyllir samtiöar.
myndina, því að auk ættfærsla er
einnig fjallað um kjör og hag
viökomandi.
Eggert nemur slðan land i
Hergilsey, en eyjan hafði þá verið
notuð sem selstaða Flateyjar-
bændaog verið óbyggð I þrjár ald-
ir eða lengur. Eggert auðgaöist
brátt af sjósókn sinni og i Móðu-
haröindunum varð hann viða
kunnur fyrir að flytja örbjarga
fólk af vergangi út I Oddbjamar-
sker, alls sextiu eöa fjötiu manns
og „næröi þetta fólk allt eigin
hendi, skammtaði þvl sjálfur”.
Eggert vissi að til þess að koma
örbjargafólki sem orðiö hefur aö
þola langvarandi hungur, til
heilsu, þarf nákvæma skömmtun
matar fyrst i stað, enda lifði þetta
fólk allt af. Viða vildi það brenna
við, aö þegar hungrað vergangs-
fólkið komst I mat, þá var farið
of geist og fólkið hrundi niöur.
Þetta geröist undir Jökli og i
Bolungarvik og víðar.
Mannlýsingar Játvarðar eru
margar hverjar með miklum
ágætum, hann lætur persónurnar
lýsa sjálfum sér með viöbrögðum
sinum eða snjöllum tilsvörum og
umsagnir hans um persónurnar,
málfarið og næmleikinn bera
listamanni ritaðs máls vitni.
Innlifun hans á tiðarandann,
umhverfiö, lifsbaráttuna og
persónuskilningur hans endur-
Játvarður Jökull Júliusson
lifga þessa löngu liðnu tima á
þessum blaðsiðum. Efnið er stór-
brotiö, stöðug barátta við óbllð
náttúruöfl, hrikalegar slysfarir
og lífshlaup þeirra, „sem gæfan
átti við erindi næsta fá”, dauöinn
var þessu fólki alltaf á næstu
grösum, en einnig vorkoman,
iöandi fuglinn, græn jörðin oglífs-
björgin úr sjó og af landi.
Játvarðurrekur siöan ævihlaup
afkomenda Eggerts og skyld-
mennahans og þeirra allra sem á
einhvern hátt tengjast ættum
hans og örlögum. Fjöldi manna
og kvenna koma hér viö sögu, og
þaö furðulega er að höfundi tekst
að blása i það lifsanda, það sem á
annaö borð snertir at-
buröarásina.
Höfundur segir i formála:
„Veruleikinn i lifinu er stundum
skáldlegri harmleikur eða skáld-
legra afrek en á nokkurs manns
færi væri aö hugsa upp” og hon-
um hefur tekist aö koma þessum
veruleika þriggja alda til skila.
„Hann hefur skilaö arfi for-
feöranna vel áleiöis til framtiöar-
innar”.
Með þessari samantekt sinni
hefur Játvarður Jökull gert
minnisstæöa mynd af mannllfi
við Breiðafjörð i þrjár aldir,
alhliöa mynd sem er ekki á færi
annarra að gera en manna sem
eru f æddir sagnfræðingar og hafa
notiö þess besta af arfi
forfeöranna i uppvexti og ræktaö
þann garö af trúnaöi og virðingu.