Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÚPVILJINN Þri&judagur 29. aprll 1980 Þórarinn Sigurbergsson — fyrsti nemandi sem lýkur burtfarar- prófi frá Tónlistarskóla Hafnarfjaröar. Þrennir tónleikar í Bœjarbíói 30. starfsári Tónlistarskóla Hafnarf jaröar lýkur meö þrennum tónleikum I Bæjar- bltíi. Miövikudaginn 30. april kl. 19 veröur lokaprtíf Þórarins Sigurbergssonar, en hanner fyrsti nemandinn sem lýkur burtfararprófi frá sktílanum. Þdrarinn er fæddur i Hafnarfiröi og hefur stundaö gítamám hjá Eyþóri Þorláks- syni. Þórarinn lauk stúdents- prtífi 1978 frá Flensborg. Laugardaginn 3. mai veröa vortdnleikar Forskóladeilda ásamt hiðrasveit skólans og hefjastþeir kl. 13. Efnisskráin veröur mjög fjölbreytt og m.a. veröa hljóöfæri lúörasveitar- innar kynnt sérstaklega. Vor- tónleikar í almennri hljdö- færadeild skólans veröa laugardaginn 10. maí kl. 14. en skdlaslit fara fram I Bæjarblói fimmtudaginn 15. mai kl. 15. Víkingagoðsögnin í frönskum bókmenntum 1 kvöld kl. 21.00 heldur Régis Boyer prófessor fyrirlestur á vegum Alliance Francaise f Franska bókasafninu aö Laufásvegi 12 um Vikingagoö- sögnina i frönskum btíkmennt- um. Regis Boyer prófessor. Régis Boyer er staddur hér á landi m.a. i þeim tilgangi aö taka viötöl fyrir franska út- varpiö viö Halldór Laxness, Vigdisi Finnbogadóttur og Thor VilKjálmsson. Hann var sendikennari viö Háskóla Islands á árunum 1961-63, og varöi doktorsritgerö 1970 viö Sorbonne háskóla, um þróun kristindóms á Islandi á 12. og 13. öld samkvæmt Sturlungu og Biskupasögum. Siöan hefur hanngegnt prófessorsembætti i norrænum fræöum viö Sor- bonne. Hér á landi er Regís Boyer kunnur fyrir þýðingar slnar á islenskum bdkmenntum bæöi fornum og nýjum. Má þar nefna Hrafnkelssögu, Auöunnarþátt, Víga Glúms- sögu, Eyrbyggju, Njálssögu, Haraldssögu haröráöa og Glslasögu Súrssonar. Af verk- um yngri höfunda sem Boyer hefur þýtt á frönsku má telja 2 bækur eftir Halldór Lasness, Gerplu og Islandsklukkuna, sem nýlega kom út I Frakk- landi, og verk eftir aöra höf- unda svo sem Jón óskar, Ein- ar Braga, Einar Ólaf Sveins- son og Stefán Hörö Grimsson. 1 fyrirlestri slnum mun Régís Boyer fjalla um þær hugmyndir sem Frakkar geröu sér um vlkinga allt frá miðöldum, en Imynd þeirra eins og hún birtíst i frönskum bókmenntum, hefur á sér óraunverulegan og goö- sagnarkenndan blæ. Fyrir- lesturinn er á frönsku og öllum heimill. Kvöldfréttirnar á stuttbylgju Þann 1. mal n.k., hef jast út- sendingar á kvöldfréttum Rlkisútvarpsins á stuttbylgju. Sent veröur út á 11855 klltí- rifium meö stefnu á Noröur- Evrdpu og veröur útvarpaö frd klukkan 18:30 — 20:00 dag hvern. Frá sama tlma falla niður útsendingar á hádegisfréttum útvarpsins á stuttbylgju. Tónleikar Tónlistarskóla Rangœinga Vetrarstarfi Tónlistarskóla Rangæinga lýkur nú um mánaöamótin. 1 vetur hafa rúmlega 200 nemendur stundaö nám I skólanum kennt hefur veriö á 12 tegundir hljóöfæra auk heföbundinna aukagreina. Þá er starfandi barnakór viö skólann auk kammerhljómsveitar og lúörasveitar. Kennt er á 7 stööum i sýslunni og eru kennarar 11. Yngri deild skólans kemur fram á tónleikum 1 Hellubiói 30. april kl. 9. Eldri deild skólans kemur fram á skólaslitum ál Hvoli 1. mal kl. 2. Barnakórinn mun syngja I Njálsbúö föstudags- kvöldiö 9 . mal kl.9.30. Fyrir- huguö er tónleikaferö um Vestfiröi og veröur barna- kórinn m.a. gestur Tón- ónlistarskólanna á Isafiröi og Bolungavfk. Skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga er Sigríöur Siguröardóttir og formaöur skólanefndar Siguröur Haraldsson Kirkju- bæ. Vigdís efst hjá Heimi Karlakórinn Heimir I Skagafirði var á söngferöalagi um Eyjafjörö og Þingeyjasýslur um helgina og var þá gerö skoöanakönnun I kórnum meðal félaga hans og maka þeirra. Úrslit uröu þau aö Vigdis fékk 19 atkvæöi, Guðlaugur 10 , Albert 3, en Pétur og Rögnvaldur 1 hvor. Nýstárlegt afmœlishald Búnaðarbankans: 2 þúsund tré til gróðursetningar Hinn 1. júli I sumar veröa liðin • 50 ár frá þvi aö Búnaöarbanki tslands ttík til starfa I Reykjavfk. Stjórn bankans hefur ákveöiö aö halda upp á afmæliö meö ýmsum hætti, sumpart nokkuö nýstárleg- um, og veröur afmælisháldiö aö mestu helgað fslenska birkinu og skógræktarstarfi á tslandi f háifa öld, en á þessu Ari trésins eru einnig liöin 50 ár frá aö Sktíg- ræktarfélag islands var stofnaö. Einn þáttur I framlagi bankans ( til þessa málefnis veröur sá, aö 400 eigendum sparisjóösbóka og vaxtaaukaskirteina viö bankann veröa meö tölvuúrdrætti gefin samtals 2000 birkitré til gróöur- setningar. Framkvæmd verk- efnisins verður I höndum Skóg- ræktar rlkisins, Skógræktar- félags Reykjavlkur og starfs- manna Búnaðarbankans. Hver afmælisgjöf veröur fimm birkitré en fólki veröur gefinn kostur á aö skipta og fá aörar tegundir eftir samkomulagi viö gróörarstööina, sem afgreiöir trén á hverjum staö, samkvæmt gjafabréfum Búnaöarbankans. Bjarkir Búnaöarbankans veröa sérstaklega valdar af fulltrúa Sktígrætkar rlkisins. Tré þessi veröa 1-1.25 m. á hæö og tilbúin til grtíðursetningar. Er til þess ætl- ast, aö þeir, sem eignast þessi tré, gróöursetji þau viö heimili sin eöa á þeim stööum, sem þau yröu flestum til yndisauka. Númer sparisjóösbóka og vaxtaaukareikninga veröa dregin út f hlutfalli viö fjölda reikninga i aöalbanka og útibúum Búnaöar- bankans um land allt. Afhend- ingartími birkitrjánna veröur frá 15. mai n.k. fram til 1. júll, en eftir þann tlma renna ósótt tré til viökomandi skógræktarfélags, sem sér um gróöursetningu þeirra eöa ráöstöfun I sambandi viö Ár trésins. —mhg Velkomin um borðf frá v.: Halldór Júlfusson og Siguröur Siguröason, framkvæmdastjórar.og Siguröur J. Sigurösson, yfirþjónn. Mynd: —elk Diskótek í Glæsibæ Opnaö hefur veriö nýtt disktítek I Glæsibæ viö Alfheima en þaö er Ludent hf., sem rekur alla skemmtis tarfsemina og veitingar I Glæsibæ. Lftill salur, sem þarna var opinn áöur, hefur nú veriö stækkaöur svo, aö hann rúmar 250 manns. Opiö veröur aö jafnaöi milli aöaldanssalarins, og diskó- teksins þannig aö gestir geti „flakkaö” á milli aö vild. Hugmyndin er aö diskótekiö hæfi öllum aldurshópum. Boöiö veröur bæöi upp á innlenda og er- lenda skemmtikrafta, blandaöa - tónlist, og leitast viö aö halda hávaöa viö hóf, svo aö fólk geti mælst viö án verulegra erfiöleika. Er guösþakkarvert ef einhver skemmtistaður vill stuöla aö þvl, aö fólk geti þá haldiö sæmilegri heyrn eitthvaö frameftir ævinni. Salurinn er skemmtilega skreyttur meö ýmsu, sem minnir á sjtísókn: slldarnætur og neta- kúlur hanga I loftí, yfir barnum siglir likan af teinæring meö sunniensku lagi, gert af völundin- um Hinrik ívarssyni f Merkinesi, svo aö eitthvaö sé nefnt. Hönnun innréttinga önnuöust arkitektarn- ir Guörún Jónsdóttir og Snorri Hauksson, tæknibúnaö og hljóm- burö Radiobær og Hans Kragh Júlfusson. Einar Þórir Jónsson I Hafnarfiröi sá um tréverk, Setrus um bólstrun og Davlö Haraldsson á Akureyri um skreytingar. Eigendur skemmtistaöarins og framkvæmdastjtírar eru þeir Siguröur Sigurösson og Halldór Júllusson en yfirþjónn Siguröur J. Sigurösson. —mhg Orkustofnun og Húsnœðismálastofnun: Orkusparnaður á heimilum Út er kominn bæklingur, „Leiöir til orkusparnaöar á heim- ilum”, á vegum Orkustofnunar og Húsnæöismálastofnunar. útgafa hans ep iiöur f starfsemi vinnu- hóps um orkusparnaö, sem orkumálastjtíri skipaði I febrúar 1979, og faliö var aö benda á leiðir til orkusparnaöar I húshitun f bráö og lengd. 1 vinnuhópnum starfa fulltrúar Orkustofnunar, Húsmálastofnun- ar, Rannstíknarstofnunar bygg- ingariðnaöarins og Félags ráö- gjafarverkfræöinga. 1 júlf f fyrra kom út Afangaskýrsla I um orku- sparnaö I hitun húsa, þar sem bent var á ýmsar leiöir til bættrar orkunýtingar, tæknilegar og stjórnunarlegar. Vinnuhópurinn skipulagöi einnig viöamikla könnun á ástandi húsa og orku- notkun til húshitunar og heimilis- halds. Rannsóknarstofnun bygg- ingariönaöarins framkvæmir könnunina, en hún er kostuö af Orkustofnun. Endanlegar niöur- stööur könnunarinnar eru væntanlegarísumar, ennú þegar hefur ýmisiegt komiö í ljós, eins- og fram kom á blaöamannafundi I gær, þar sem bæklingurinn og störf hdpsins voru kynnt. Könnunln nær til rúmlega 300 húsa á ýmsum stööum á landinu. 1 ljds kemur aö talsveröur munur er á orkunotkun eftir stööum, og taldi Jakob Björnsson orkumála- stjtíri þaö standa f beinu sam- bandi viö eiangrun húsa. T.d. kom i ljós að orkunotkun er þriöjungi meiri á Raufarhöfn en á Hvolsvelli, og aö einangrun húsa er stórum betri á siöarnefnda staönum. Orkumálastjóri sagöi aö víöa á olíusvæöunum væru mörg hús illa einangruö, einkum eldri hús. Til húshitunar á s.l. ári fóru 101 þúsund lftrar af oliu, en þaö sam- svarar á verölagi nú 15,7 miljörö- um króna, þar af I gjaldeyri 11.7 miljöröum. Um 70% íslendinga njóta nú hitaveitu, um 11% hafa rafhitun, en 19% hita hús sfn meö oliu. Taliö er aö á verölagi I febnlar s.l. hafi sparnaður þeirra • sem nota innlenda orku til hitun- ar, numið a.m.k. 50 miljöröum króna á einu ári. Viö fyrrgreinda könnun á ástandi húsa og orkunotkun hefur komiö i' ljtís aö olíunotkun til hit- unar er mjög mismunandi, eöa frá 10-40 litrar á rúmmetra hitaös húsnæöis á ári. Þaö er þvl ' augljtíst aö hér má spara stórar fjárhæöir, og sagöi orkumála- stjdri aö aögeröir þar aö lútandi væru mun brýnni en greíösla ollu- styrkja. Fjármagn sem variö er til bættrar einangrunar húsa kemur aö varanlegu gagni, einnig eftir aö olíunotkun er hætt og hitaveita komin I þessi hús. Sigurður E. Guömundsson, framkvæmdastjóri Húsnæöis- málastofnunar, sagöi á blaöa- mannafundinum aö stofnunin heföi um árabil haft heimild til lánveitinga til orkusparandi endurbóta á húsnæöi sem aldraö fólk og öryrkjar búa I, en tiltölu- lega lltiö heföi borist af umstíkn- um um sllk lán. Taldi Siguröur þaö stafa af þvl aö aldraö fólk væri oft hrætt viö lántökur, og treysti sér auk þess ekki til aö standa aö ramkvæmdum af þessu tagi. Þvl væri spuming, hvort sveitastjtímir ættu ekki aö hafa fmmkvæöi I þessum málum. I bæklingnum „Leiðir til orku- spamaöar á heimilum” er aö finna ýmis gagnleg ráö, sem sum hver er auövelt aö notfæra sér án nokkurs tilkostnaöar. Má þar nefna einfaldar aögeröir einsog t.d. aö lækka hitastigiö innan- Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.