Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. april 1980 UJÓÐVILJINN — SIÐA 3 1. maí 1. maí 1. maí Baráttusamkoma á Eskifirði Dagskrá um verka- konur í fiskiðnaði Frá fréttaritara ÞjóðvUjans á Eskifirði, Hrafnkeli A. Jóns- syni: Verkamannafélagið Arvak- ur á Eskifirði gengst fyrir baráttusamkomu 1. mai n.k. og hefst hún í Valhöll kl. 13.30. Hefur verkamannafé- lagið boðið kennurum á Eski- firði samstarf um samkomuna og samantekt dagskrárinnar. Er það i þvi augnamiði gert, að sýna samstöðu með B.S.R.B. Dagskráin verður f stórum dráttum þessi: Formaöur Verkamannafé- lagsins, Bragi Haraldsson, setur samkomuna. Ræður og ávörp flytja Guðmundur Hall- varösson, verkamaður I Reykjavik, Gunnar Finnsson, kennari Eskifiröi, og Hrafkelí A. Jónsson, verkamaöur Eski- firði. . Þá verður fluttur leikþáttur- inn Tiöindalaust f kirkjugarð- inum, sem er leikgerð af sögu eftir Jónas Arnason. Flytjend- ur eru: Guðmundur Ingólfs- son, Ragnar Lárusson og Jón Snorrason. Sönghópurinn „Veikar raddir” flytur baráttulög. Flutt verður dagskrá um verkakonur i fiskiðnaði og er hún tekin saman af þeim Dag- nýju Kristjánsdóttur mennta- skólakennara á Egilsstöðum og Stellu Hauksdóttur verka- konu i Vestmannaeyjum. Flytjendur lesefnis eru Sigrið- ur Kristinsdóttir, Anna Jóna Pálmadóttir og Erna Arin- bjarnardóttir. Stella Hauks- dóttir syngur baráttuljóð, sem eru hluti af þessari dag- skrá. Klukkan 5 (17.00) býður svo verkamannafélagið Arvakur börnum staðarins i bfó og er það gamall siöur hjá Arvakri þennan dag. haj/mhg Borgarnes: Hátíð í samkomuhúsinu Hátiðardagskrá stéttarfé- laganna f Borgarnesi og ná- grenni hefst I samkomuhiisinu kl. 14. A sama tima og hátföardag- skráin er, verður kvikmynda- syning fyrir börn i skólanum og að lokinni dagskránni veröur kaffisala i Snorrabilð. Kröfuganga og fundur á Akranesi Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir aðafræðumaður Hátfðarhöldin 1. maf á Akranesi hefjast með kröfu- göngu frá Akratorgi kl. 14.00. Liiðrasveit Mosfellssveitar leikur fyrir göngunni. Gengiö verður eftir Kirkjubraut, Merkigerði og niöur Vestur- götu að Biöhöllinni, en þar fara 1. mai hátiðarhöldin fram að þessu sinni. Aðalræðu dagsins flytur Að- alheiður Bjarnfreösdóttir, for- maður Sóknar. Stutt ávörp flytja Þórarinn Heigason, Verkalýðsfélagi Akraness, og Kjartan Guömundsson, Sveinafélagi Málmiðnaðar- manna. Upplestur: Garðar Halldórsson, Verkalýðsfélagi Akraness. Fluttur verður leik- þátturinn Vals eftir Jón Hjartarson, leikara, sem flytur hann ásamt félögum sinum. Lúðrasveit Mosfells- sveitar leikur I Bi'óhöllinni milli atriða. —S.dór Frá þingi MSt sem stóðyfir frfi fimmtudegi tlllaugardags i slðustu viku. (Ljósm. -eik-) Þing Sambands málm- og skipasmiða um samningamálin: Átelur harðlega seinaganginn Þing Málm- og skipasmiða- sambands tslands hófst sl. fimmtudag og þvi lauk siðdegis sl. laugardag. Þingið sóttu rúm- lega 80 fulltrúar viðsvegar að af landinu. Þingforseti var kjörinn Hákon Hákonarson frá Akureyri, en varaforseti Kjartan Guðmundsson frá Akranesi. Ritari var kjörinn Hafsteinn Guð- mundsson frá Reykjavik. Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra ávarpaði þingið á föstudag og greindi frá stöðunni f þessum greinum eins og hún er um þessar mundir. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu. 1 ályktun um kjara og atvinnumál segir m.a. „9. þing MSI átelur harölega þann seinagang sem verið hefur á gerð nýrra kjarasamninga og telur óhjákvæmilegt aö verka- lýöshreyfingin beiti samtaka- mætti sfnum til að knýja fram bætur fyrir kaupmáttarskerðingu siðustu mánaða og aörar brýnar úrbætur á fyrri kjara- samningum”. A öðrum stað i ályktuninni segir: „9. þing MSI beinir þvi til allra samtaka launafólks að haldin verði ráðstefna um mótun heildarstefnu verkalýðsfélaga um eölileg launabil fækkun kaup- taxta og jöfnun launa. Stuðst verði við fræðilegt starfsmat við fyrstu ákvörðun launabila, sem siðan verði leiðrétt miðaö við reynslu i framkvæmd”. Að sögn Guðjóns Jónssonar, sem endurkjörinn var formaður sambandsins er þarna hreyft afar þýöingar -*miklu máli. Reynsla fyrir þessu sem þarna er farið fram á liggur fyrir I Straumsvik, hjá rikisverksmibjunum og á Grundartanga svo og við virk junarframkvæmdir og reynslan hefur sýnt aö þeir lægst- launubu hagnast mest á þessari Eitlr leiðangurmn til Irans Vance utanríkisráð- herra segir af sér Hinn misheppnaði herleiðangur til írans hefur orðið til þess, að Cyrus Vanœ, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, hefur sagt af sér og er það talið verulegt áfall fyrir Carter forseta. Vance ér sagður hafa verið einn manna í öryggisráði Bandaríkjanna andvígur því að reynt væri að leysa gíslana í bandaríska sendirað- inu í Teheran úr haldi með vopnavaldi, m.e. vegna þess hve tvísýnt það taf I væri og varasamt að gíslarn- ir næðust lifandi. Vance mun reyndar hafa veriö óánægöur meö utanrfkis- stefnu Carters I fleiri greinum og þá með vaxandi áhrif harö- linumanns eins og Brzezinskis öryggismálaráögjafa. Ferill Kissingers hjá Nixon sýnir reyndar, að þaö reynist banda- riskum forseta erfitt að hafa tvo tigulkónga á hendi — m.ö.o. bæði öryggismálaráðgjafa og utanrikisráðherra og hefur sá fyrrnefndi betur nú i annað sinn. Þótt ýmis blöð I Bandarikj- unum hafi lýst þeirri skoöun, að leiðangurinn. misheppnaði beri vott um skort á dómgreind áf Carters hálfu, hefur hann ekki oröiö fyrir teljandi skakkaföll- um heimafyrir út af málinu enn sem komið er, að frátalinni af- sögn Vance. Um 70% Banda- rikjamenn telja að það hafi verið rétt aö reyna að leysa gisl- ana úr haldi. En 62% eru óá- nægðir meö það hvenær Carter stóð að málinu. Bandamenn Carters I Vestur- Evrópu hafa stillt sig um að gagnrýna hann, enda hafa sumir verib i svipaðri stöðu og hann í gfslamálum, t.d. Vestur- Þjóöverjar, sem endurheimtu gfsla i þýskri flugvél.sem lent Vance; mesta pólitlska áfallið fyrir Carter til þessa. hafði i Sómaliu, með áhlaupi 1 hitteðfyrra. Efnahagsbanda- lagsriki hafa staðfest, að þau muni lýsa viöskiptabanni á Iran um miðjan næsta mánub hafi gislunum ekki veriö skilað þá. Allvfða er lýst nokkurri samúð meö viðleitni til aö ná gislunum og látiö þar við sitja. Fordæmingar á herleiðangrin- um berast fyrst og fremst frá þriðja heiminum: Arabalönd- um, frá Thailandi og Singapore, Júgóslavar hafa og tekib i sama streng. Margir telja það alvarlegustu niðurstöðu þessa máls, ab það dreifi athyglinni frá innrás Sovétmanna i Afganistan. Hafa menn þóst veröa þess varir að Sovétmenn séu fegnir tiðindum. 1 þvf sambandi hafa ýmsir fréttaskýrendur rifjaö það upp, að hér hafi gerst hliðstæö tföindi viö innrás Frakka og Breta I Egyptaland 1956, sem dreifði at- hygli frá þvi að sovéskir skriö- drekar voru aö bæla niður uppreisn f Ungverjalandi. Er þó sá munur á, aö innrás Frakka og Breta átti ekki marga for- mælendur, en gislatakan i sendiráöinu þykir hafa svipt Irönsk yfirvöld rétti til mót- mæla leiðangri bandarisku vik- ingasveitarinnar nú I nafni full- veldis og friðhelgi landamæra. AB 1 ■ I i i i ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i Guðjón Jónsson formaður MSl. skipan, þótt einnig hafi komið i ljós augljós hagnaður allra sem vinna eftir þessu kerfi. Guðjón sagði aö gott hljóð hefði veriðí mönnum og baráttuhugur I komandi kjarasamningum. Hann sagði það hafa einkennt málflutn- ing manna að nauðsyn bæri til að lyfta iöngreininni upp, kjaralega, með aukinni menntun manna og bættu vinnuumhverfi og verk- efnalega. Þá sagöi Guðjón aö fyrir þinginu hefði legið ósk um inn- göngu I sambandið frá Nót, félagi netagerðarmanna og heföi verið samþykkt að taka félagið inn. Þama er um að ræða fagfélag, sem ekki hefur fundið sé&greina- samband, en hefur átt I félags- legum erfiðleikum. Þaö var álit manna að Nót ætti fullt erindi i MSl þar sem félagar þess vinna á sömu kjörum og félagar I MSÍ auk þess að vera þjónustuaöili fyrir sjávanltveginn eins og MSI. Þá flutti Guðjón Jónsson for- maöur MSI tillögu um að sam- bandið gerðist aðili að Hjálpar- sjóði norrænna málmiðnaðar- manna og var þaö samþykkt. Stjórn MSl var endurkjörin en miðstjórn sambandsins skipa: Formaður: Guöjón Jónsson, jámsmiður, Reykjavik. Varaformaöur: Guömundur Hilmarsson, bifvélavirki, Reykjavik. Ritari: Tryggvi Benediktsson, jámsmiöur, Kópavogi. Vararitari: Astvaldur Andrésson, bifreiðasmiður, Kópavogi. Gjaldkeri: Helgi Arnlaugsson, skipasmiður, Reykjavik. Meöstjórnendur: Kristján Ottósson, blikksmiður, Reykjavfk, Hákon Hákonarson, járnsmiður, Akureyri, Kjartan Guðmundsson, blikksmiður, Akranesi, Hermann Breiöfjörö Jóhannesson, bilamálari, Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.