Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. april 1980 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyf ingar og þjódfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: EiÖur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnils'H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. SafnvörÖur:Fviólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla:Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bánöardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Eafn Guömundsson. ' Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Síöumtila 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Stefnumörkun í menningarmálum • Fyrr í þessum mán. hreyfðu þau Guðrún Helgadóttir og Helgi Seljan þörf u máli á Alþingi. Eins og kunnugt er kemur það viðhorf fram í stjórnarsáttmáia ríkis- stjórnarf lokkanna að auka þurf i framlög til menningar- mála. Þar er þó ekki um beina stef numörkun að ræða og því hafa þingmennirnir tveir gert tillögu um að Alþingi feii ríkisstjórninni að beita sér fyrir gerð almennrar stefnumörkun í menningarmálum í því skyni að jafnt atvinnu sem áhugamennska í þessum efnum hafi við ákveðnari viðmiðun að styðjast frá ríkisvaldinu. • Á slíka viðmiðun hafa menningarfélög og samtök listamanna mjög kallað í nágrannalöndum okkar og á það ekki síst við um einstök menningarleg átök, viss f or- gangsverkefni, sem útundan hafa orðið, og aukna tryggingu fyrir eðlilegum, skipulegum f járstuðningi við alhliða menningarstarfsemi. Þingmennirnir leggja til að kannaðar verði sem best allar mögulegar leiðir, beinar sem óbeinar, til aðstoðar áhugafélögum í listsköpun. Sömuleiðis hvernig best megi auka stuðning hins opin- bera við íslenska menningarstarfsemi með beinum f jár- framlögum, niðurfellingu ýmissa tolla og skatta og með öðrum örvandi aðgerðum. • Hér er um það að ræða að marka ákveðna ramma- stefnu í menningarmálum og eru leidd að því rök að því fylgi kostir bæði fyrir fjárveitingarvaldið og listskap- endur að hafa slíka viðmiðun í starfi sínu. í greinargerð með þingsályktunartillögunni er einmitt vitnað til orða Helgu Hjörvar framkvæmdastjóra Bandalags ísl. leik- félaga, þar sem hún tekur fram að með stefnumörkun sé ekki átt við pólitíska einstefnu eða einhverjar tilteknar stefnur i iistum, heidur heildarstefnumörkun um sem frjóust samskipti opinberra aðila og listskapenda. Ekki sé síður mikilvægt að setja saman áætlanir um for- gangsverkefni i menningarmálum heldur en til að mynda að semja áætlanir um atvinnuuppbyggingu og virkjunarframkvæmdir. • Á öðrum stað í greinargerðinni er vitnað í ummæli Njarðar P. Njarðvík lektors þar sem hann leiðir rök að því að i raun sé styrkur ríkisins til ista og listtúlkunar enginn, þrátt fyrir nær tveggja miljarða kr. framlags á f járlögum. „Það skýrist af því að tekjur ríkisins vegna söluskattsaf bókum íslenskra rithöfunda og þýðenda og tollar og skattar af efnum og tækjum til listsköpunar námu í fyrra trúlega sömu fjárhæð. og stendur þannig rfkiö í raun og veru í beinni f járhagslegri skuld við lista- menn." • Njörður P. Njarðvík segir að slíkt ástand geti ekki verið réttlætanlegt og því beri brýna nauðsyn til að endurskoða tollskrá ogsöluskattslög með það fyrir augum að auðvelda listsköpun fjárhags- lega og stuðla um leið að lægra verði á bókum og öðru því er til listneyslutelst. Þá víkur Njörður að því að eini f jöl- miðill landsmanna sem nær til landsmanna allra, alla daga vikunnar árið um kring, mesti fréttamiðill Islend- inga, stærsti hljómleikasalurinn og mikilvirkasta leikhúsið hafi um árabil verið hafður í f jársvelti. Gera verði þá kröfu að f jársvelti sé létt af Ríkisútvarpinu og því leyft að njóta sín og sýna hvað raunverulega í því býr sem menningartæki fyrir landsmenn alla og ekki síst fyrir landsbyggðarfólk, sem á litla hlutdeild í menningarframlögum hins opinbera. • Þjóðviljinn tekur undir það sjónarmið að gerbreyta þurfi afstöðu ríkisvaldsins til menningarstarfsemi. Menningarverðmæti verða ekki alltaf vegin og metin á f járhagsgrundvelli,en það er síður en svo að opinber menningarframlög séu óarðbærari í krónum og aurum talið en ýmislegt annað sem hinir vísu landsfeður eru fúsari til að veðja á. Fyrst og síðast er þó um að tefla andlega reisn þjóðar sem vill teljast í hópi menningar- þjóða og þau lifskjör sem felast í því að vera þátttakandi í frjóu menningarlffi. • (slensk menning hefur of lengi verið hornreka í f jár- lögum Alþingis. Um leið og blaðinu verður snúið við með auknum framlögum til menningarmála þarf að efna til víðtækrar umræðu um heildarstefnumörkun meðal allra sem þar eiga hlut að máli og ná samkomulagi um þá framvindu sem menn helst vilja sjá á menningarsviðinu hér næstu árin. —ekh ingum i fiskirækt. Ástæöa er þvi til þess a& hvetja almenna hlut- hafa I Fiskeldi h.f. til þess að vera vel á veröi gagnvart þvi aö félagsskapur þeirra þróist ekki upp i að lúta fámennisstjórn peningamanna. Undirbúningsnefnd aö stofnun Fiskeldis h.f. lagöi fram lista til stjórnarkjörs á stofnfundinum 17. þ.m. Á þeim lista var aöeins einn maöur sem unniö hefur aö fiskeldi og hefur reynslu og þekkingu á þvi sviði. Eftir- tektarvert var að á listanum voru tveir framkvæmdastjórar stórfyrirtækja, þaö er að segja Sambandsins og Skeljungs h.f. SÍS-forstjórinn datt hinsvegar út af lista i kosningu og inn kom Jakob Hafstein sem um langan aldur hefur sýnt fiskeldismálum mikinn áhuga. I sjö manna stjórn almenningshlutafélags- ins sem hefur á stefnuskrá sinni uppbyggingu rekstur fiskeldis- fyrirtækis eru aðeins tvö nöfn sem tengd eru fiskeldi. Hinir síðustu fyrstir Á stofnfundinum kom i ljós aö þeir tveir menn sem telja má aö kunni nokkur skil á fiskeldis- málum, Eyjólfur Friögeirsson fiskifræöingur og Jakob Haf- siein áttu mestu fylgi aö fagna meöal fundarmanna auk full- trúa landsbyggöarinnar Bjarna Aöalgeirssyni bæjarstjóra á Húsavik. Næstur i kosningunni kemur siöan verkfræöinaur en fræöingur aö mennt svo ljóst er að þeir sem munu fara meö daglega stjórn þess á næstunni eru þekktari af öðru en sér- stakri kunnáttu á sviöi fiskeldis- mála. Þekkingin rœöur úrslitum Peningamennirnir ráöa feröinni i stjórn Fiskeldis h.f. enda þótt þveröfugur vilji hafi endurspeglast i kosningunni á stofnfundinum. Enda þótt gróðavonin sé ærin i fiskeldinu þegar fram liða stundir verður sá gróöi hvorki auðsóttur né skjótfenginn nema aö unniö sé af kostgæfni og kunnáttu að uppbyggingu þessarar atvinnu- greinar hérlendis og byrjunar- örðugleikar yfirstignir i krafti þekkingar og reynslu. Annars veröur allt i þeim stil andabúa, glerverksmiðja og axlabanda- stassjóna sem Halldór Laxness segir okkur af i útvarpslestri á Guösgjafaþulu þessa dagana. Hér er ekki um dauða fram- leiöslu að ræöa sem viöskipta- og peningamenn geta komiö á laggirnar svo vel fari meö venjulegri peningasláttu og stórbrotnum framkvæmdum i húsum og vélabúnaði. Hér er um framleiöslu á lifandi dýrum að tefla, þar sem umhirða, aöbúnaður og þekking skiptir meginmáli. Fregnir af ýmsum byrjunaröröugleikum og sjúk- dómum hjá frumherjum fiski- í Undlrbúnlngsnefnd Flskeldis h.f. á blaöamannafundl: Hverju munu almennlr hluthafar ráfta I framtfö- ftlíppt ; Ahuga- eða pen- ingamannafélag? Almenningshlutafélög lita vel út á blaði þegar hundruö manna úr öllum stéttum reiða fram fé til þess að koma fram þörfu málefni og hefja til vegs nýja atvinnugrein. Allt er þar lýðræðislegt að forminu til en reynslan er yfirleitt sú að völdin og hlutaféö safnast á fárra hendur og úr verða samsteypur innan félaganna sem ráöa svo miklu að áður en varir nennir enginn að standa i þvi að halda uppi einhverju lýöræðisstreði innan almenningshlutafélags- ins. Fyrir stuttu var haldinn I Reykjavik stofnfundur almenn- ingshlutafélags um fiskeldi og fór vel á stað. Sex hundruö tuttugu og tveir höföu gerst hluthafar og hlutafjárloforð reyndust vera alls kr. 104 miljónir króna. Áhugamenn hafa tekið höndum saman um stofnun þessa hlutafélags, sem á að vera alislenskt, og öllum gafst kostur á að vera meö. Greinilegt var á stofnfund- inum að þessi hugmynd á sér sterkan hljómgrunn manna á meöal. Sá eindregni vilji fundarmanna kom fram aö ekki yröi fariö hraöar en svo i hluta- fáraukningu aö félagsmönnum inni innan almenningshlutafélagsins? I sjálfum gæfist tækifæri á aö I tryggja sér eölilega hlutdeild i • henni. Jafnframt var fellt aö I skrá hlutabréf á handhafa og I ákveðið aö þau yröu skráö á I nöfn. Meö þessu var veriö aö I' koma i veg fyrir að stórfyrir- Í* tæki og fjársterkir einstaklingar gætu keypt upp stóran hlut I félaginu og tryggt sér meiri- J hlutaitök i stjórn þess. I Tvö nöfn tengd : fiskeldi I Fiskirækt og sjávarbúskapur I er talinn mjög arðvænlegur at- vinnuvegur og þvi eðlilegt að peningamenn hugsi sér gott til glóðarinnar á þessu sviöi. Minna má á aö viða um heim eru auðhringir nú aö færa út landhelgi sina með fjárfest- lestina ráku nokkrir kunnir peningamenn af höfuðborgar- svæðinu. Eins og annarsstaöar kemur fram i blaöinu hefur stjórn Fiskeldis h.f. skipt meö sér verkum og kemur þá i ljós aö hlutum hefur verið snúiö viö og eru hinir siöustu nú or&nir fyrst- ir i kristilegum bræöralags- anda. Sá sem hafði fæst atkvæði sér aö baki i stjórnarkjöri, bæjarstjórinn i Garðabæ, er kjörinn formaður stjórnar, og Jón Friðjónsson rekstrarhag- fræðingur varaformaöur og Skeljungsmaðurinn Arni ól. Lárusson ritari. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er viöskipta- —og ræktar á tslandi eru óræk sönnun þessa. Þaö er þvi full ástæöa fyrir I hinn almenna hluthafa i Fisk- I eldi h.f. að vera á veröi og gæta ■ þess að hlutafé þeirra sé ekki I eytt i yfirbyggingu fyrirtækis I áður en nokkur rekstur er I hafinn, og að félagiö veröi ekki ■ 'stökkpallur handa peninga- I mönnum og framagosum sem I ávallt fara á stjá þar sem þeir I telja auögunarvon. Slikt fyrir- * tæki verður aldrei óskabarn I almennra hluthafa, hvað þá I óskabarn þjóöarinnar eöa far- I sæl byrjun á nýrri atvinnugrein | i landinu. I —ekh I skorrið Tryggt fyrir áföllum af náttúruhamförum? Heilbrigöis — og tryggingar- ráöherra hefur skipaö nefnd til þess aö kann amöguleika á þvi aö tryggja þjóöina fyrir áfölium af meiriháttar náttúruhamförum. Formaöur nefndarinnar er Asgeir Ólafsson, forstjóri Bruna—bótafélagsins. Verkefni nefndarinnar verða að enduskoða lög um Við- lagatryggingu íslands, td. vegna eigna sem nú falla utan trygginga, flokka náttúrhamfarir i skilningi laganna og gera spá um hugsanlega tjónatilvik i hverjum flokki, gera grein fyrir fjárhagslegum og félagslegum afleiðingum meiriháttar tjóna, kanna möguleika og köstnað við endutryggingar vegna eignatjóna og framleiöslutaps þjóöarbúsins og að lokum gera tillögur um stefnumörkun varðandi byggð og mannvirkjagerð eftir áhættu- svæöum. Viðlagatrygging tslands kostar störf nefndarinnar. I henni eiga sæti auk formanns: Guðmundur Hjartarson, bankastjóri, Pétur Stefánsson, verkfræðingur og Þorleifur Einarsson, jarð- fræðingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.