Þjóðviljinn - 06.05.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 06.05.1980, Page 7
ÞriOjudagur 6. maí 1980 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 á Borginni Bubbi Morthens og fleiri góöir á vísnakvöldi Rukka vanskilaskuldir fyrir aöra .Fyrir skömmu var stofnsett i Reykjavik, nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig I innheimtu vanskilaskulda eftir sérstöku kerfi, auk þess sem fyrirtækiö býöur viöskiptavinum sinum uppiýsinga- þjónustu varöandi greiöslugetu og áreiöanleika fyrirtækja, jafnt innlendra sem erlendra. Fyrirtækiö nefnist Lögheimtan h.f. og er til húsa á Laugavegi '18, en starf fyrirtækisins veröur skipulagt eftir erlendum fyrir myndum, svonefndum „Inkasso” fyrirtækjum. Meö samstarfi viö slik fyrirtæki erlendis er einnig boöiö upp á innheimtuþjón- ustu utan Islands. Lögheimtan hf. segist leggja höfuöáherslu á aö fá skuldir . greiddar án þess aö þurfa aö leita til dómstóla, en sé þaö nauö- synlegt sjá lögfræöingar fyrirtækisins um þá hliö málareksturs- ■ ins, en þeir eru Asgeir Thoroddsen hdl. og Ingólfur Hjartarson hdl. Skrifstofustjóri fyrirtækisins er Þórdls Hallgrlmsdóttir. Styrkur til náms í Kiel Borgarstjórnin I Kiel mun veita Islenskum stúdent styrk til námsdvalar viö háskólann þar I borg næsta vetur, aö upphæö 750 þýsk mörk á mánuöi I 10 mánuöi, frá 1. október 1980 til 31. jiilí 1981, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan , geta sótt stúdentar, sem hafa stundaö háskólanám I a.m.k. þrjú | misseri. Umsækjendur veröa aö hafa nægilega kunnáttu I þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla Islands eigi sföar en 31. mai 1980og þeim fylgja vottorö a.m.k. tveggja manna um náms- ástundun og námsárangur og eins manns, sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Ennfremur námsvottorö og upplýsingar um fjárhagsaöstæöur. Umsókn og meömæli skulu vera á þýsku. Hjördís var þaö, heillin Missagt var i frétt i sunnudagsblaöinu aö Hjörtur Bergsson væri einn þeirra sem ætti efni á snældu eöa kasettu, sem Visnavinir hafa gefiö út. Þar átti aö standa Hjördls Bergsdóttir.og leiörétt- ist þaö hér meö. Vortónleikar Tónlistarskólans Tónlistarskólinn I Reykjavlk heldur slna árlegu vortónleika I kvöld, þriöjudaginn 6. mai, kl. 19 I Austurbæjarbíói. Þar koma fram nokkrir af eldri neméndum skólans og nemendur sem eru aö ljúka kennaraprófi frá skólanum. A efnisskrá eru m.a. verk eftir Brahms, Mozart, Barók, Chopin og Schumann. Velunnarar skólans eru velkomnir á tónleikana meöan húsrúm leyfir og er aögangur ókeypis. Dugir ekki minna en hiö besta Fundur hjá Nemendafélagi Fósturskóla Islánds nýlega fagnaöi skipun starfshóps á vegum Dagvistunarnefndar til athugunar á innra starfi dag- vistarheimila og væntir mikils af starfi hans. Ef athugum þessi og tillögur til úrbóta, sem hópurinn mun væntanlega leggja fram, getur leitt til gróskumeira uppeldis- starfs á dagvistar- heimilunij þá er vel gert, en almenningur svo og rekstraraöilar veröa aö viöur- kenna nauösyn góöra upp- eldisstofnana 1 nútimaþjóö- félagi, segir I ályktun fund- arins, og gæti sú viöur- kenning falist I lögfestum, samræmdum markmiöun fyrir öll dagvistarheimiii og einnig i auknum fjár- veitingum til rekstursins. Jafnframt lagöi fundurinn þunga áherslu & nauösyn vel menntaös starfsfólks á þess- um stofnunum, „þvl viö getum ekki sætt okkur viö minna en hiö besta þeim til handa, er erfa eiga landiö,” segir aö lokum. Bubbi Morthens leikur listir sinar á Borginni I kvöld. i Vlsnakvöld veröur haldiö á Hótel Borg i kvöld og hefst klukkan 20.30. Þar koma m.a. fram Þrjú á palli, Bubbi Morthens og Prins Fats, en þau ásamt fleirum eiga efni á snældunni, sem Visnavinir hafa gefiö út og hefur aö geyma úrval efnis vísnakvöld- anna frá i vetur. 1 kvöld veröur einmitt byrjaö aö selja snælduna á Hótel Borg. Þá koma fram á visnakvöldinu þeir Bjartmar Hannesson bóndi á Hreöavatni og ná- granni hans, Haukur Ingi- bergsson skólastjóri Sam- vinnuskólans aö Bifröst, og flytja frumsamin lög og ljóö. — eös á dagskrá Skyldi nú ekki vera kominn tími til að hinn landlausi almenningur geri þá kröfu til þingmanna sinna að þeir semji og setji lög í þágu þjóðarheildarinnar, en ekki eingöngu tiltölulegra fárra eignamanna? Finnur Torfi Hiörleifsson: Landið okkar — eign eða öfugmæli „Land mins föður, landið mitt.” Þetta ákall siðasta þjóð- skáldsins hefur almenningur á hátíðastundum viljað gera að sinu. Með hvaða rétti? Þó að hér sé vafalaust um tiifinningalega afstöðu að ræða, þykir mér liklegt að hún sé i hugum flestra bundin viö einhvers konar eignarrétt, viö eigum landiö öll, a.m.k. vissan umferðar- og afnotarétt. Deilurnar um landréttinn Landréttur hefur nokkuð verið til umræðu, og þó einkum Ekki var það ætlun min með þessu greinarkorni að taka þátt i lögfræðilegum bollaleggingum um þessi mál, heldur einungis benda á nokkur atriði sem ég held að séu þess verð að almenningur hugleiði þau. Almannarétturinn er of veikur Nýlega (30. mars) gekkst Skot- veiðifélag tslands fyrir ráðstefnu um landrétt — veiðirétt. Þar var m.a. fjallaö um útiltfsréttindi almennings. Samþykktum þess- arar ráðstefnu hafa litil skil veriö Tvær greinar náttúruverndarlaga, nr. 47/1971, sem kveda á um rétt og réttleysi P1 almennings 11. gr. Almenningi er heimil för um landsvæöi utan landareigna lög- býla.svoogdvöláþesumsvæöum I lögmætum tilgangi. Gangandi fólki er þvi aöeins heimil för um eignarlönd manna, aö þau séu óræktuö og að dvöl manna þar hafi ekki I för meö sér ónæöi fyrir búpening né óhagræöi fyrir rétthafa aö landinu. Sé land girt, þarf leyfi landeiganda til aö feröast um þaö eöa dveljast á þvi. Sama gildir um ræktuð landsvæöi. 20. gr. Eigi má setja byggingar, giröingar né önnur mannvirki á sjávarströnd né á vatnsbakka og árbakka, þannig aö hindri frjálsa umferb fótgangandi manna. Akvæöi þessarar máls- greinar eiga þó ekki viö um þær byggingar eöa þau mannvirki, sem nauösynleg eru vegna atvinnurekstrar, þar meö talin ibúöarhús bænda, né þau, sem reist eru meö leyfi réttra yfir- valda á skipulögöum svæöum, eöa mannvirki, sem reist hafa verið fyrir samþykkt þessara laga. almahnaréttur til landsins. Meö ýmsum hætti hefur verið deilt um það á undanförnum árum hver skyldi vera réttur almennings til umferðar um landið og ekki siöur um ýmis landnot sem tengd eru útivist, svo sem veiðirétt. í þessum deilum er tekist á um hagsmuni landeigenda annars vegar og hins vegar þarfir flestra þéttbýlisbúa, hins landlausa al- mennings. Þær hafa birst i ýmsum myndum á ólikum vett- vangi, i fjölmiölum, á náttúru- verndarþingum, i árekstrum á fuglaveiðilendum, fyrir dóm- stólum. Einn anginn af þeim gægðist inn i kastljós Sjónvarps- inn 25. aprll sl., þar fór fram kappræöa um laxveiðar út- lendinga og það hvort Islendingar ættu aö hafa nokkurn forgang til landgæða i eigin landi. Deilurnar hafa kallaö á lögfræöilega um- fjöllun, og má i þvi sambandi benda á greinar eftir prófessor- ana Sigurð Lindal og Stefán Má Stefánsson (S.L.: Útilifsréttur, Clfljótur 1. tbl. ’78 (birtist fyrr i ársriti Otivistar 3 og síöar litiö breytt I ÍJtilifi, riti landverndar 6). St. M. St.: Almannaréttur og landnýting, Olfljótltr 1. tbl. '78 (birtist fyrr I Landnýtingu, riti Landverndar 3)). gerö I fjölmiölum. Þess vegna m.a. þykir mér rétt að taka hér upp þann kafla þeirra er þetta mál varða: „Ráðstefnan bendir á að sam- kvæmt gildandi lögum á almenn- ingurýmsan rétt til landsins, sem öllum er ekki kunnugt um, s.s. umferðarrétt, dvalarrétt, rétt til endurgjaldslausra afnota (berja- tinslu), til vatnsafnota og á víö- áttumiklum svæöum til fugla- veiða. Nokkur brögö viröast vera aö þvi að landeigendur virði ekki almannarétt og krefjist jafnvel gjalda fyrir afnot sem almenningi eru heimiluð i lögum, t.d. fyrir tjaldstæði á ógirtu og óræktuöu landi. Afstaða sumra landeigenda til fuglaveiða á afrettum er dæmi um hiö sama. Svo virðist sem dómsvaldiö sé i þessum málum tregt til aö fella stefnumarkandi dóma, heldur einskorði þá viö afmörkuð mál. Þrátt fyrir þann almannarétt sem lög kveða á um, er hann samt illa tryggður. Hann er ekki varinn af 67. gr. stjórnarskrárinnar, getur ekki unnið hefö gagnvart tiltekinni eign og aðild skortir fyrir dómi til aö fylgja honum fram. Ráðstefnan telur aö mjög brýnt sé að stofnanir og félög, sem starfa á sviði útilifs eða náttúru- verndar, taki höndum saman til aö 1) festa i sessi þann rétt sem almenningur á nú samkvæmt lögum og 2) berjast fyrir frekari nauðsyn- legum réttindum. Þetta er brýnna nú en oft endranær vegna þess aö yfir stendur endurskoöun á ýmsum þeim lögum sem varöa almanna- réttindi, t.a.m. náttúruverndar- lögum og lögum um fuglaveiöar og fuglafriðun:1 Er löggjafinn tæki í höndum landeigenda? Það væri með ólikindum að deilur þjóðlifsins um landréttinn endurómuðu ekki i sölum Alþingis. Þvi miður hefur i þessum málum, sem ýmsum öðrum er varða rétt almennings, fremur farið að ólikindum en likindum. Alþingismenn viröast hafa verið furðu vel samtaka um að þjóna hagsmunum eigna- manna, þ.á.m. landeigenda, en láta almannaréttinn lönd og leið. Helsta undantekningin frá þessu er þingsályktunartillaga og siðar frumvarp, sem Alþýöuflokks- menn fluttu á árunum 1971—’77, um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum. Núgildandi náttúruverndarlög eru frá 1971. Þar er með ýmsum hætti kveðið á um rétt (og rétt- leysi) almennings til landsins. Svo hörmulega tókst til i með- förum Alþingis að með þessum lögum var umferðarréttur almennings um landið þrengdur verulega frá þvi sem var i fyrri lögum. Samkvæmt einu ákvæði 11. greinar laganna er það laga- legur möguleiki að landeigendur geti lokað viðáttumiklum land- svæðum fyrir almenningi með girðingum. Bót er I máli að laga- ákvæðið er svo fjarri réttarvitund almennings að flestum góöum ferðamönnum hefur þótt sjálfsagt að brjóta það hvenær sem þeir hafa þurft þess með. Þvi hefur verið haldið fram aö setningþessa ákvæðis i lög hafi verið „slys”. Þvi fer þó fjarri. 20. grein sömu laga bendir til þess að um mjög fastmótaða stefnu hafi veriö að ræöa. Þar eru hnýttar sllkar undantekningar við frjálsan umferðarrétt um sjávarströnd og vatns- og árbakka að til mikils baga er. Það liggur lika i augum uppi að löngu væri búiö aö leiö- rétta 11. greinina, ef hún heföi verið slys. Hitt er sönnu nær að hagsmunagæsla löggjafans fyrir hönd landeigenda komi viöar fram I lögum, og mætti t.d. nefna lög um fulgaveiöar og fuglafriðun frá 1966. Skyldi nú ekki vera kominn timi til að hinn landlausi alm^nningur geri þá kröfu til þingmanna sinna að þeir semji og setji lög I þágu þjóðarheildar, en ekki eingöngu tiltölulegra fárra eignamanna? Hvernig væri að reyna a’i veita þeim dálltið aðhald? Annars kynni svo að fara að ákall þjóö- skáldsins yrði aö öfugmæli i munni lýös án föðurleyföar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.