Þjóðviljinn - 06.05.1980, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
Tito var bóndasonur, fæddur í
þorpi einu skammt frá Zagreb,
helstu borg Króatiu, þann 7nda
maf 1892. Faöir hans, Franjo
Broz, var Króati, móöirin
Slóveni. Josip, sem varö ekki Tito
fyrr en löngu siöar, ólst upp viö
þverstæöur og þjóöarig Balkan-
skaga: Króatia var hluti Austur-
risk-ungverska keisaradæmis-
ins og var látin undir yfir-
stjórn hins ungverska hluta
þessa tvirikis. I austri var
konungsrikiö Serbia smám sam-
an aö eflast, i suöri var Tyrkja-
veldi á undanhaldi og skildi eftir
sig ýmsar undarlegar þverstæöur
— m.a. serbneskumælandi mú-
hameöstriíarmenn í Bosniu.
Austurriki — Ungverjaland var
enn á æskudögum Titos i vexti —
en i raun komiö aö fótum fram og
dauöadæmt.
1906 komst Josip Broz i læri á
járnsmiöaverkstæöi; og þar læröi
hann ekki aöeins aö hamra járniö
heitt heldur fékk hann og fyrstu
tílsögn i marxiskum fræöum hjá
þýskum starfsbróöur.
Þegar heimsstyrjöldin fyrri
hófst var Tito kvaddur i austur-
riska herinn. Baröist hann á
austurvigstöövunum, særöist þar
og var handtekinn i marz 1915.
Hann neytti tækifæris aö læra
rússnesku i herfangabúöum.
Hann var virkur sjónarvottur aö
rússnesku byltingunni: i Omsk i
Siberiu gekk hann I liö meö
alþjóöasveit rauöliða
Ævintýri Titos i rússnesku
byltingunni eru góörar athygli
verð, en þaöan haföi hann með
1 miöju striöi náöi Tito allgóöu sambandi viö Churchill
Þrir helstu leiötogar hlutlausra: Nehru, Tito og Nasser.
Eldraun stríðsins
Það var margt auöveldara en
aö vera kommúnisti um þessar
mundir. Heimsstyrjöldin siöari
hófst: Hitler óö yfir Evrópu og
haföi skrifaö undir vináttu-
samning viö Stali'n, Mussolini
geröi tilkall til Adri'ahafsstrandar
Júgóslaviu. Tito beit á jaxlinn og
tóköllumeð þögnog þolinmæði —
einnig fyrirskipunum frá Moskvu
um aö flokkur hans skyldi ekki
sýna neinn f jandskap þýskum her
sem óð inn i Júgóslaviu i april
1940 til aðhjálpa Mussolini. Land-
iö var limaö i sundur. Búlgarar
tóku Makedóniu, Mussolini mik-
inn hluta strandlengjunnar. Þjóö-
verjar nokkur héruö i Slóveniu.
Stofnaö var fasistarlki i Króatiu
undir forystu Ante Pavelic og
gekk þaö i bandalag viö ttaliu og
Þýskaland. Serbia var þýskt her-
námssvæöi — en þar hófst innan
tiöar skæruhernaöur konung-
hollra Tjsetnika undir forystu
Drago Mihajlovic.
Tito faldi sig i Zagreb og beiö.
Allt þar til Hitler réöist á Sovét-
rikin sumariö 1941. Þá hófst hann
handa um að byggja upp and-
spyrnuhreyfingu og skæruher.
Hann átti svo sannarlega viö
ofurefli aö etja — þurfti aö berj-
ast á fernum vigstöðvum: gegn
Tsjetnikum i Serbiu, Ústösjum
(fasistum) Króatiu, og gegn
itölsku og þýsku hernámsliði. Þaö
þurfti aö útvega vopn og vistir —
ogþá fyrst og fremst meö ránum
og áhlaupum á vopnabúr her-
námsliöanna. Sovéski herinn
taldi sig ekki eiga neitt aflögu
FERILL TITOS
Krúsjof heilsar Tito: sovéski leiötoginn tók bannfæringarsæringarnar
aftur.
Brésjnéf heilsar Tito: vangaveltur um sovéska ihlutun eru á hæpnum
rökum reistar.
sér heim lifsreynslu drjúga,
byltingarkapp og eiginkonu.
Undarleg smíð
Júgóslavia var þá nýkomin á
fæturna og var satt aö segja
undarleg smlö sigurvegara
heimsstyrjaldarinnar fyrri. Rikiö
var sett saman úr mörgum þjóö-
um. Aö visu voru flestar þeirra
náskyldar aö tungu: Slóvenar,
Króatar, Serbar, Makedóniu-
menn og Svartfjallamenn eru
reyndar nánir frændur. En þjóöir
þessar höföu um margt átt mjög
ólika sögu, framleiösluhættir,
menning og lifskjör voru ólik.
Ekki bætti þaö úr skák að Serbar
fengu sérstöðu i rikinu, þeir áttu
flesta embættismenn og konungs-
ættna, sem haf:öi fullan hug á að
halda sem mestum völdum. Kér
viö bætist aö fyrir utan suöur-
slavneskar þjóöir bjuggu i land-
inu fjöldi Albana, Þjóöverja,
Tyrkja og Ungverja — sem og
þaö, aö trúarbragöasundrung var
mikil. Sigurvegarar heimstyrj-
aldarinnar höföu ekki leyst vanda
Balkanskaga meö þessu nýja riki
heldur skapaö forsendur fyrir
nýjum átökum.
/
Aróðursmaður
kommúnista
1 þessu landi hóf Tito aö ber jast
fyrir Kommúnistaflokkinn, sem
var sterkur flokkur, einkum i
Króatiu. Skömmu eftir kosningar
1920 var flokkurinn bannaöur.
Tito geröist áróöursmaöur hans,
stofnaöi flokksdeildir og verka-
mannaráö, sat oft i fangelsum.
Ariö 1928 fékk hann fimm ára
dóm, og notaöi þá tfmann vel til
aö læra; fangelsiö var minn há-
skóli, sagöi Tito siöar. í fangelsi
kynntist hann Mosje Pijade, á-
gætlega menntuöum kommúnista
af Gyöingaættum, sem siöar átti
eftir aðhafa mikil áhrif á stefnu
Titos eftir aö þeir félagar voru
komnir til valda.
1934 slapp Tito Ur haldi og hvarf
aftur til ólöglegrar starfsemi.
1935 var hann sendur til Moskvu
Iog starfaöi fyrir Komintern,
Alþjóöasamband kommúnista.
Þetta var á þeim erfiöu timum
þegar hreinsanaæðiö var aö grípa
um sig. Mikill fjöldi þeirra
erlendu kommUnista sem störf-
uöu I Moskvu eöa voru þar land-
flótta, voru handteknir sem
njósnarar heimsauðvaldsins og
fréttist fátt af þeim siöan. Meöal
þeirra voru ófáir Júgóslavar En
Tito lét aldrei neinn bilbug á sér
finna, spuröi ekki óþægilegra
spurninga, og honum var treyst.
Ariö 1937 var hann sendur til
Júgóslaviu til aö endurskipu-
leggja flokkinn; Gorkic, formaöur
hans, var kvaddur til Moskvu og
átti þaöan ekki afturkvæmt. Tito
tók viö, margfróöur og marg-
reyndur afreksmaöur i skipu-
lagningu baráttu viö erfiöar aö-
stæöur og meö afbrigöum snjall i
aö snúa á leynilögregluna.
handa skæruliöum, og hann var
lika langt I burtu. Sovétstjórnin
var hinsvegar óspör á ráö —
meöal annars vildi hún alls ekki
aö Tito viöraöi einhverjar róttæk-
ar hugmyndir um framtiö Júgó-
slaviu: hann mátti ekki einu sinni
boöa afnám konungdæmisins.
Hinsvegarkomst á nokkuögott
samband milli Breta og Titos.
Churchill sendi hernaöarfulltrúa
tilTito I mai 1943, og hann gaf svo
jákvæða umsögn um skæruliða-
her Titos aö Churchill hætti
stuöningi sinum viö konungholla
Tjsetnika og sendi Tito hergögn
og læknishjálp í staöinn.
Saga striösinsweröur ekki sögö
hér, en þab er almenn skoðun, aö
frammistaöa JUgósalva hafi
veriö mesta og fómfrekasta afrek
andspyrnuhreyfinga I hinum her-
numdu löndum. Meira máli skipti
þó fyrir framtiöina, að Tito tókst
aö frelsa land sitt sjálfur aö
mestu leyti — og varö þaö honum
drjúgt tromp i sjálfstæöisviðleitni
hans eftir stríö.
Á eigin fótum
Ariö 1945 stofnaöi Tito Sam-
bandslýðveldið Júgóslaviu. Ariö
1948haföi viöleitni hans til að fara
eigin leiöir bæöi f innanlands og i
utanrikismálum oröiö til þess, aö
Stalin lét reka JUgóslava úr
Kominform, samtökum rikja
undir stjóm kommúnista. Um
hriö var dembt yfir Tito og Júgó-
slava firnalegum sviviröingum i
öllum fjölmiölum Austur-Evrópu,
og skilja mátti, að reynt yröi að
steypa Tito ef þess væri nokkur
kostur. En skæruliöaforinginn
snjalli stóð þær hrinur allar af
sér. Hann hóf merka tilrauna-
starfsemi i sósialisma meö
verkamannaráöum og beitti sér
fyrir samstööu hlutlausra rikja
ogvarðeinnhelstileiðtogi þeirra
ásamt Jawaharlal Nehru og
Nasser Egyptaforseta. Svo fór aö
Sovétmenn iöruöust synda sinna
og friðmæltust við Tito, og hefur
hann haft viö þá þolanlega sam-
búö siöan, þótt stundum hafi
verið æriö kalt á milli, einkum
eftir innrás Sovétmanna i Tekkó-
slóvakiu 1968. En um þýöingu
Titos 1 júgóslavnesku samfélagi
og þau vandamál sem þar eru
uppi er rætt í viötali hér viö hliö-
ina.
—áb.
JUGOSUWIEN
UNGARN
IQQkm
AL8ANIEN
GRlECHEN-
LAND
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Viðtal við Stefán Bergmann
líffræðing frá Belgradháskóla
örin bendir á járnsmiöslærlinginn Tito, þá um tvitugt og nýfarinn að glugga I Marx og Engels.
stjórn á fjögurra ára fresti. Leng-
ur velgja menn ekki þá stóla i
senn. Forsætisráöherrann hefur
til skiptis komið frá hinum ýmsu
lýðveldum. 1 forsetastarfi mun
skipt um mann árlega.
Þróun kerfisins til valddreif-
ingar og sjálfstjórnar hefur geng-
ið mishratt. Þegar seinagangur
hefur oröiö hefur spenna komiö
upp, t.d. 1965 og 1971. Hún hefur
verið leyst meö þvi aö stlga nýtt
skref i uppbyggingu sjálfsstjórn-
ar — eftir átökin hefur jafnan tek-
ið viö allhröö þróun. Hlutverk
Titos hefur ekki sist verið aö
halda fast utan um þessa þróun
og þær meginhugmyndir sem
henni eru til grundvallar.
Sambúð þjóða
— Hvaða -mál eru erfiðust f
sambúð þjóða?
— Tvö svæöi eru öörum erfiö-
ari, Króatia og Kosovo, sem er
sjálfstjórnarsvæði Albana i Ser-
biu. I Kosovo hafa Serbar skipaö
lykilstööur, en verið sjálfir i
minnihluta — þróunin á aö snúa
þvi dæmi viö og láta Albani taka
við. Þá þybbast Serbar við,
árekstrar hafa komiö upp. Stund-
um hefur orðið að beita utanað-
komandi þrýstingi til aö tryggja
umskipti i rétta átt.
í Króatfu kom sfðast til meiri-
háttar árekstra árið 1971. Þeir
einkenndust af kröfum sem uppi
voru haföar innan kommúnista-
flokksins þar um aukna vald-
dreifingu i efnahagsmálum. Þeim
fylgdu og aörar kröfur sem gátu
vfsað miklu lengra og túlka mátti
sem viðleitni Króasta til að ein-
angrast meira frá júgóslavnesku
sambandsriki. Samhliða þessu
vöknuöu upp utan flokksins ýms-
ar raddir um sérstöðu Króata,
sem skirskotuðu til sérhagsmuna
(viö eigum bestu baöstrendurnar,
af hverju fáum viö þá ekki allan
ferðamannagjaldeyrinn?) — og
jafnvel raddir um beinan aöskiln-
aö frá Júgóslaviu. Þetta kallaöi
fram viöbrögð i öörum hlutum
landsins, einkum Serbiu, og fóru
skeyti á milli I fjölmiðlum. Þró-
unin leiddi til uppgjörs I króatfska
flokknum og mannaskipta mikilla
bæöi þar og I Serbiu. En upp úr
þessu hafðist I leiöinni aö rutt var
úr vegi ýmsum hindrunum fyrir
þróun til sjálfstjórnar á efnahags-
og menningarsviöi.
Sovéska hættan?
— Nú er oft talað um utanað-
ktmandi hættur sem beinist að
samheldni i Júgóslaviu, að Sovét-
menn viljihræra f potti andstæðn-
anna.
— 1 Júgóslaviu sjálfri er þaö
Utbreidd skoöun, aö bein afskipti
Sovétrikjanna séu ekki likleg.
Þaö ber litiö á formælendum
Sovétrikjanna þar i landi, helst
væru þaö ihaldssamari öfl i Ser-
biu sem stæöu Sovétmönnum
næst i ýmsum viöhorfum, en
mjög hefur veriö aö þeim þrengt,
Framhald á bls. 10.
Þetta kort sýnir lýðveldi og siáifstjórnarhéruð Júgóslaviu og búsetu
þjóðerna, einnig hlutfall hverrar þjóðar af ibúatöiu landsins.
Fá dæmi eru um það á okkar öld, að einn maður
hafi jafn lengi og i jafn rikum mæli og Josip Broz
Tito mótað þjóðfélag sitt, sögu þess, innri gerð, al-
þjóðlega stöðu þess. Um þetta er Stefán Bergmann
liffræðingur spurður, en hann stundaði nám sitt við
Belgradháskóla.
Hvað ætlar sá
gamli að gera?
— Hvernig hugsuðu menn til
Titos meðan þú varst nær vett-
vangi?
— Mjög vinsamlega, þaö fór
ekki á milli mála. Og ekki hægt að
greina neinn verulegan kynslóöa-
mun i þvi efiii. Hann var greini-
lega talinn hafinn upp fyrir
hversdagsþras. En þegar upp
kom ágreiningur Ut af samskipt-
um þjóða eöa einhverju stórmáli
öðru, þá fann maöur aö leitaö var
eftir hans viöhorfi. Spurt: hvaö
ætlar sá gamli aö gera.
1 stúdentaóeiröunum 1968 uröu
háskólar óstarfhæfir i vikutima,
mikil spenna var uppi. Fyrstu
viöbrögð ráöamanna voru nei-
kvæö gagnvart stúdentahreyfing-
unni, en lengi vel var ekkert vitaö
um viöbrögö Titos. Miklar póli-.
tiskar umræöur leiftruöu um há-
skólann i Belgrad meö setuverk-
föllum og uppákomum. En vand-
inn var sá aö ljUka þessu meö
fullum sóma. Og þaö geröist meö
frægri ræöu Tltos, sem tók upp
ýmsar meginkröfur stUdenta,
setti þær I samhengi viö þróun
stjórnmála innanlands, viöur-
kenndi seinagang og stöðnun á
ýmsum sviöum — en varaöi jafn-
framt viö ýmsu hæpnu sem hafði
flotiö meö i þessum stúdentaaö-
geröum.
Þetta dugöi, menn dönsuöu á
götum úti og voru glaöir.
Þaö má nefna fleiri dæmi um
þaö, hvernig Tito kunni aö koma
fram á heppilegu augnabliki þeg-
ar spenna haföi skapast. Hann
var jafnan laginn viö þaö. Þaö er
ofthnýtt lleiðtoga af almenningi I
Júgóslaviu, en mér fannst mjög
algengt aö menn ekki kenndu Tito
beinlinis um það sem aflaga fór,
heldur bundu þeir vonir sinar viö
jákvæö áhrif hans á gang mála.
Dreifing valdsins
— Hvað verður um þá JUgó-
slaviu sem Tito hefur öðrum
fremur skapað?
— Þvi getur enginn spáö. En
minna má á aö f rösk 30 ár hefur
átt sér staö markviss uppbygging
á stjórnkerfi þar sem meginatrið-
iö er valddreifing á sem flestum
sviöum. Höfuöforsendan sem
menn þá gefa sér er nauösyn þess
aö tryggja i allri stjórnsýslu og
efnahagsmálum jafnrétti allra
þjóöa og þjóöerna f landinu.
Þaö kerfi sem nú tekur við er
rökrétt framhald af þessu starfi:
samstjórn fulltrUa lýöveldanna
sex og sjálfstjórnarsvæöanna
tveggja. Þaö hefur aldrei komiö
til greina aö einhver einn maöur
tæki viö, reyndi aö fylla út I stööu
Titos. Þetta hefur þegar veriö
reynt aö vissu marki. Um
hríö hefur verið skipt um rikis-
Tito árið 1942:
hann reyndist snjallasti
skæruhernaðar-
foringi hinna
hernumdu landa.
WOJWODINA 1
9 ^
BOSNIEN- í' Belgrad
HERZEGOWINA
. Saiajevo SER8IEN
rumanien
Slowonen
Kroaten
Mazedoníer
Montenegriner
Serben
Albaner
í Bosníer
Ungarn
i Turken Serben 39,7 “/•
Kroaten 22,1 */o
Bosnier 8,4 °/o
Slowenen 8,2 9/»
Aibaner 6,4 •/«
Mazedonler5,8 “/o
Montenegriner 2,5 %£
Ungarn 2,3°/»
Turken 0,6 •/«
Obrige 4,0%
Hvaða þýðingu
hefur Tito haft
fyrir Júgóslavíu?