Þjóðviljinn - 06.05.1980, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 6. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
• Útvarp
kl. 23.00
Björn Th. Björnsson list-
fræöingur hefur umsjón meö
þættinum ,,A hljóöbergi”, sem
i kvöld er helgaöur þýska rit-
höfundinum Kurt Tucholsky
og nefnist „Fimmti og fegursti
ársfjóröungurinn.”
Tucholsky fæddist 1890.
Hann varö þekktur sem rithöf-
undur og blaöamaöur á þriöja
áratug aldarinnar, gagnrýn-
inn og þjóöfélagslega sinn-
aöur, og var ádeila hans ýmist
I léttum reviudúr eöa þyngri.
Hann skrifaöi m.a. i timaritiö
„D i e W e 1 t b u h n e ”.
Stjórnmálaskoöanir hans voru
vinstra megin, nánast
kommúniskar, en hann var
aldrei flokksbundinn neins-
staöar. Þegar nasistar komust
til valda fór hann til Sviþjóöar
Gisela May, Brecht-söngkon-
an heimsfræga, er meöal flytj-
enda i þættinum „A hljóö-
bergi”.
Fimmti og fegursti
ársf j órðungurinn
og var sviptur þýskum
rikisborgararétti. 1 Svlþjóö
framdi hann sjálfsmorö áriö
1935.
Efniö sem veröur flutt i
þættinum er frá minningar-
hátiö um Tucholsky, sem
haldin var i Berlin. Meöal
flytjenda eru margir frægir
listamenn: Gisela May, Lu
SSuberlich, Carl Raddatz ofl.
Aö sögn Björns eru atriöin
stutt, gamanvisur og reviu-
þættir, frá seinnihluta þriöja
áratugarins.
— ih
/
Stórmyndir
Sjónvarp
. kl. 20.40
1 kvöld veröur haldiö áfram
aö kynna sjónvarpsáhorfend-
um sögu kvikmyndnna. Annar
þáttur myndaflokksins
„Dýröardagar kvikmynd-
anna” fjallar einsog hinn
fyrsti um stórmyndirnar, sem
geröar voru uppúr aidamótun-
um, á bernskuskeiöi kvik-
myndarinnar.
Aöallega veröur fjallaö um
tvo kvikmyndastjóra, Frakk-
ann Georges Melies
(1861—1938) og Italann Geu-
seppe Liguiro. Melies er jafn-
an talinn til frumkvööla kvik-
myndalistarinnar, enda var
hann sá fyrsti sem umgekkst
kvikmyndina sem list, en ekki
bara sem sniöuga uppfinn-
ingu. Hann var sá fyrsti sem
geröi „litmyndir” og fór
þannig aö þvi, aö hann málaöi
filmuna, þvi þetta var löngu
fyrir daga litfilmunnar. 1
þættinum I kvöld fá þeir sem
eiga litasjónvarp aö sjá
árangurinn af þessari tilraun
hans.
Kynnir myndaflokksins er
Douglas Fairbanks yngri, sem
var afar skær stjarna i kvik-
myndunum allt frá þvi hann
lék I sinni fyrstu mynd 13 ára
aö aldri 1920.
— ih
F orsetakosningarnar
í Bandaríkjunum og
málefni Kampútseu
Sjónvarp
kl. 21.35
Bogi Ágústsson fréttamaöur
sér um þáttinn Umheimurinn i
sjónvarpinu i kvöld.
— Ég verö meö tvö mál i
þættinum, — sagöi Bogi. I
fyrsta lagi forsetakosningarn-
ar i Bandarikjunum, og mun
ég ræöa viö Björn Bjarnason
um þær, og síöan málefni
Kampútseu. Hungursneyöina
þar I fyrra og svo yfirvofandi
hungursneyö aftur núna er
þaö sem aöallega veröur
fjallaö um. Ég fæ til liös viö
mig þá Guömund Einarsson,
framkvæmdastjóra Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, og Ólaf
Mixa, formann Rauöa kross
Islands, til aö ræöa um
hjálparstarfiö I Kampútseu,
hvernig þaö hefur fariö fram
og hvar heiði verið hægt aö
gera betur, osfrv.
Ég hef tekiö saman myndir
úr safni okkar hér á sjónvarp-
inu, og sýni þær. Formið á
þættinum er þvl ósköp likt og
venjulega, — sagöi Bogi.
— ih
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Framboð Vígdísar:
ÁVINNINGUR í JAFN-
RÉTTISBARÁTTUNNI
Einn af stuöningsmönnum
Péturs Thorsteinssonar, Guö-
rún Egihson, skrifar grein sem
birtist hér i Þjóöviljanum á
laugardag. Þar sem ég er ósam-
máia flestu þvi, sem fram kem-
ur i grein þessarar ágætu konu,
finn ég mig knúöa til aö svara
henni.
Gúörún endar grein sina á þvi
að hún voni að ekki liöi langur
timi þar til fyrsta konan veröi
kjörin forseti Islands — kona
sem hefur menntun, hæfileika
og umfram allt reynslu er geri
henni kheift að leysa erfiðar
stjórnarkreppur, sætta striö-
andi öfl á stjórnmálasviðinu og
koma fram fyrir þing og þjóö af
þeirri festu, sem prýðir ábyrgan
þjóðarleiötoga. Aö mati Guö-
rúnar hefur slfk kona ekki kom-
ið fram i þessari kosninga-
baráttu.
Þarna greinir okkur á. Ég
styð Vigdísi Finnbogadóttur
vegna þess að ég tel hana vera
þessum kostum búna.
Vigdis hefur að visu ekki
reynslu i stjórnmálum, en hún
hefur reynslu og þekkingu á
menningarmálum, sem við
hljótum öll að geta verið sam-
mála um að er ómetanleg
reynsla i forsetaembætti.
1 siöustu forsetakosningum
stóðu Islendingar frammi fyrir
þvi að velja á milli manns með
reynslu á stjórnmálasviöinu og
annars, sem ekki bjó yfir þeirri
reynslu heldur reynslu á sviöi
menningar og fræðimennsku.
Þjóöin valdi þann siöarnefnda
og hefur ekki þurft að iörast
þess.
Reynsla er nokkuð sem
maður öölast i starfi sinu og lif-
inu, en hæfileika hafa menn i
sér, en rækta misjafnlega vel
með sér.
Ég ætla ekki að fara dult meö
það að forsetaframboö jafn-
hæfrar konu og Vigdisar gladdi
mig mjög, þvi ég tel af þvi mik-
inn ávinning i jafnréttis-
baráttunni, þegar kona brýst út
úr hinu hefðbundna munstri og
nær langt i þjóðfélaginu. En til
þess þurfa konur stuðning kyn-
systra sinna. Þaö er veruleg
hvatning til annarra kvenna
fólgin i þvi ef hæfar konur tak-
ast á hendur lykilstöður i þjóö-
félaginu.
Guðrún telur að við sem
styðjum framboð Vigdisar
séum aö snúa gömlu leikreglun-
um viö og ætlum ekki að kjósa
hæfasta frambjóöandann heldur
konu af þvi að hún er kona og aö
viö litum á forsetaembætti sem
innihaldslitla táknmynd þar
sem hæfni og reynsla manna
skipti litlu máli. Við dettum i
þann pytt að álita að konur eiga
aö vera til skrauts og augnaynd-
is, en áhrif og völd séu ekki
þeirra meðfæri.
Þarna held ég aö Guörún tali
gegn betri vitund — hún gerir
okkur upp skoöanir sem viö höf-
um ekki og ég kannast ekki viö
aö hafi nokkurs staöar kom-
iö fram hvorki I ræöu né riti.
Ég held að enginn stuönings-
manna Vigdisar myndi kjósa
hvaða konu sem væri einungis
af þvi aö hún er kona. Hins
vegar er ég viss um aö margir
sem telja Vigdisi langframbæri-
legasta hika við að kjósa hana
einmitt af þvi að hún er kona.
Og þaö er aldeilis ekki jafn-
rétti eða hvað?
Við vitum lika að konur hafa
átt við að striöa aldagamla for-
dóma, og hafa þurft að berjast
erfiðri baráttu til að ná fram þvi
litla jafnrétti sem náöst hefur.
Við vitum lika að um leiö og
konur slaka sjálfar á jafnréttis-
kröfum sinum fer allt niður á
viö aftur og þaö þarf aö hefja
nýja sókn. Þetta hefur gerst oft-
ar en einu sinni á þessari öld.
Hins vegar er það skoöun min
aö nái kona umtalsverðum
árangri, hvort sem það er á
sviði visinda, lista eða stjórn-
mála, þá sé þaö hvatning til
kvenna sem ekki verður af þeim
tekin.
Guörún Ágústsdóttir
fra
lesendum