Þjóðviljinn - 10.05.1980, Page 6

Þjóðviljinn - 10.05.1980, Page 6
6 StÐA — ÞJÓÐVXLJINN Laugardagur 10. mal 1980 Heilræði þessi eru ætluð þeim ágætu konum sem ákveðið hafa að bursta af sér rykið og arka nú vígreifar út á vinnumarkaðinn. Og hvert liggur nú leiöin i leit að gulli og grænum skógum? AUÐVITAÐ 1 BÓNUSVINNU 1 FRYSTIHUSINU. Þegar þið ágætu konur eruð nú komnar niður i frystihúsið, hafið skrýðst einkennisbúningrum ykkar — sem ná að visu mismunandi vel utan um ykkur, þrýst kaskeit- unum ofan á höfuðleðrið — þá eruð þið tiibúnar i slaginn. Þegar klukkan hringir kl. 8 skuluð þið spretta á fætur hver um aðra þvera og reyna að komast á sem skemmstum tima inn i vinnusalinn. Reynið samt að passa að það troðist ekki mjög margar undir. Það er dálitið leiðinlegt til afspurnar. Ef þiö hafið nú komist klakk- laust inn i salinn, snarist þá að hnifaborðinu og veljið ykkur hnif og ef þið eruð dálitið lagnar að veifa honum ógnandi i kring- um ykkur þá verður leiðin greið að svuntuhenginu. Passið ykkur á því að klæða ykkur, i svunturn- ar á leiðinni að borðunum. Það má ekki sjást til ykkar aö þið standið eins og viðundur á miðju gólfi og klæöið ykkur I svunturnar i rólegheitum. Þið gætuð tapað allt að 5 kr. á tim- ann i bónus á svoleiðis vitleysu. Jæja — nú eruð þiö væntan- lega komnar að borðunum ykk- ar og nú kemur mjög mikilvægt atriði. Semsé að velja sér réttan bakka. Ef þið sjáið engan góðan bakka nálægt ykkur — þá neyð- ist þið til að skríða eftir færi- bandinu þangað til þið rekist á einn góðan. Ég vil nú samt vara ykkur við þvi að á þessum ferð- um ykkar eftir færibandinu þá verða ykkur send mörg óhýr.allt aö þvi hatursfull augnatillit. En þau drepa engan — samanber það að ég er I fullu fjöri enn. Skera, skera Jæja — þegar þið eruð nú komnar með bakka að borðinu ykkar þá farið þiö að skera. Og þið skerið eins og þið eigið lífið að leysa. Talið eins litið saman og mögulegt er og bara um það sem viðkemur vinnunni — svo- sem hvað þið getið skorið marga beinagarða á ári; hvort það sé séns að breyta þessum fö!u og vesældarlegu ormapisl- Talið eins Htið saman og möguiegt er og bara um það sem viðkemur vinnunni. Bónusheilræði um Ifiskinum ifjögurra tommu, skoska drjóla sem við gætum hugsanlega selt ástkærum eig- inmönnum okkar þegar þeir fara i laxinn næsta sumar; helvítis frekjuna i þeim hinu megin við bandið sem hrifsuðu bakkann sem þið ætluðuð að taka o.s.frv.. Og nú eruð þið væntanlega búnar að skera svo mikið að það flóir alls staðar út af borðinu. Verið samt ekkert að tefja ykk- ur á þvi að tina eitt og eitt flak upp úr gðlfinu. Takið þau öll i einu og helst ekki fyrr en haugurinn er kominn upp undir borðplötuna. Þá er ágætt að taka eins og eitt fang um leið og maður fer aö pakka. Ef þú ágæta kona verður nú fyrir því að skera þig — þá skaltu ekkert láta það tefja þig ef það er ekki mjög mikið. Amerikönunum þykir nefnilega fiskur með tómatsósu alveg gressilega góður. En — ef þú skerð þig nú svo illa að fingur- inn lafir á einni taug og þú hefur svima yfir höfði og þér er alveg að blæða út þá skaltu nú samt Skerið einsog þið eigið Iifið að leysa. fara frá borðinu þvi láttu þér ekki detta þaö til hugar að vinnufélagar þinir fari að tefja sig frá bónusnum á þvi að tina þig upp úr gólfinu i yfirliði Enga pásu Eftir þennan útúrdúr getið þið nú farið að pakka og i öllum bænum reyndu að svindla á vigtinni. Það er nauðsynlegt uppá nýtinguna. Vigtaðu eins marga pakka út á boröið og þú mögulega getur. Það gerir ekk- ert til þó pakkarnir ruglist sam- an. Hugsaðu þér hvað sá Kani gerir hagstæð innkaup sem verslar sér of þungan pakka. Ég veit ekki um hinn sem fær þann létta. Pakkaðu nú öllu sem þú varst búin að skera — lika þvi sem liggur á gólfinu. Blessuð vertu samt ekkert að skola það! Og nú er um að gera að halda sama hraðanum allt til enda vinnudagsins. Og alls ekki fara i pásu. Reynið svo að forðast eftirlitskonurnar eftir megni. Hagiö pakkningunni þannig að tækjamenn séu búnir að hirða fiskinn áður en eftirlitið kemur á staöinn. Ef það gengur ekki má svo sem reyna að múta eftir. litskonunum þó að það hafi reyndar gefist misjafnlega þvi að þær hafa svo dýran smekk að til vandræða horfir. Lita helst ekki við ööru en konfekti i sér- pakkningum. Vandlifað Muniö að vera góðar við verk- stjórana þvi að þeir eiga sko ekki sjö dagana sæla þessir vesalingar. Meðal' þess sem góður verkstjóri á að sjá um er að flytja konunum sinum nytja- tónlist af segulbandi hússins og einnig að sjá um að hiti i vinnu- sal sé nægjanlegur. Semsagt að sjá um að öllum konunum sé passlega heitt. Og hugsið ykkur aðstöðuna sem maðurinn er í. Þegar hann ætlar kannski að laumast til að spila uppáhalds- lagið sitt þá heimtar ein konan að hann spili lagið: „Slappaðu af!” — og önnur stendur yfir honum með brugðinn brandinn og heimtar að hann spili: „Do you think I’m sexy.” Ekki tekur betra við þegar velja á rétta hitastigið. Þá er einni konunni svo kalt að niöur úr nefinu á henni hanga tvö grýlukerti plús ljósker en kon- unni sem stendur við hliðina á henni er svo heitt að hún ihugar alvarlega þann möguleika að gerast fatafella. Á þessu má sjá að það er oft vandlifað hjá verk- stjórunum. En ef þið ágætu konur farið nú eftir þessum ráðleggingum þá skal ég hundur heita — ef þið komist ekki I 2098 kr. i bónus á klukkutima. Skrifiö í Forvitna rauöa! Sem kunnugt er kom 1. tölublað Forvitinnar rauðrar á þessu ári út i mars. Nú er I undir- búningi annað hefti, enda er stefnt að þvi að gefablaðið út fjórum sinnum á ári. Forvitin rauð er málgagn Rauðsokkahreyfingarinnar, og blaðinu er ætlað að vera vett- vangur framsækinnar umræðu um jafnréttisbaráttuna. Til þess að svo megi verða er bráðnauð- synlegt að sem flestir skrifi i blaðið. Ritnefndin hefur beðið jafnréttissiðuna að koma þeim skilaboðum á framfæri, að tekið verði fegins hendi við aðsendu efni: greinum, ljóðum, smá- sögum, lesendabréfum.teikn- ingum.....Sama er að segja um tillögur að efni i blaðið. Hringið eða skrifið Rauðsokka- hreyfingunni, Skólavörðustig 12. Siminn er 28798 og svarað er i sima kl. 17- 18.30 alla virka daga og á laugardagsmorgnum. — ih FORVITIN RAUD l.tbl. mars 1980. Ingibjör g Haraldsdóttir. Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dótfir Bryndís Þórhalls- dóttir, Stöðvarfirði Eirikur Guðjónsson Hildur Jónsdóttir Elisabet Bjarnadóttir Katrin Didriksen

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.