Þjóðviljinn - 11.05.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mai 1980
40
ár frá
upphafi
hernámsins
Bförn Th. Björnsson, listfræðingur
rifjar upp brot úr llfsreynslu
róttæks unglings á hernámsárum
Ég sá herskipin á ytri höfninni og þóttist vita hvaft hafhi gerst...
Við horfðum á þá með
særðu umburðarlyndi
Hernámsdaginn bar dá-
lítið einkennilega að mér.
Ég var i próflestri og bjó
hjá bróður minum upp á
Snorrabraut til að hafa
meira næði/ en átti heima
niður í Hafnarstræti 4.
Þennan dag hefi ég farið
óvenju snemma á fætur,
því þetta var afmælisdag-
ur móður minnar og það
var venja að snæða morg-
unverð með henni. Þetta
var bjartur morgunn og
fallegur. Þegar ég kom
niður á Laugaveg sé ég
mikinn skipagrúa úti á ytri
höfninni og veit þá strax
hvað til stendur. Menn
halda að hernámið hafi
komið á óvart, en svo var
ekki, þetta hafði verið á
sveimi i nokkra daga.
Þegar ég svo kom niöur i kvos-
ina streymdu þessar örmu her-
mannafylkingar upp frá höfninni,
þessi strákagrey sem kunnu
varla aö ganga i stigvélunum og
viö horföum á meö vorkunnar-
brosi. Ég held þetta hafi lagst i
okkur meö einskonar særöu um-
buröarlyndi — viö höföum fylgst
meö fréttum, viö vissum aö þetta
hernám var liklegt, en viö vorum
ekkert hressir yfir þvi.
Hvar er amma þín?
Hernámiö snerti mig, persónu-
lega skoöað, dálitiö meira en
marga aöra af jafnöldrum min-
um. Heimili móöur minnar var
miðstöö nokkurs hóps af Þjóð-
verjum sem voru i bænum — þaö
voru Gyðingar og ýmsir land-
flótta menn aðrir, tónlistarmenn
og annað menntafólk. Fólk sem
ekki fór I Eintopfessen hjá Ger-
iach, aöalræöismanni Þjóðverja.
En Bretar byrjuöu á aö tina upp
mikiö af þessu fólki. viö horfðum
strax á fyrsta degi eftir allstórum
vinahópi um borö i herskipin.
Ekki tóku þeir samt alla menn
ættaöa frá Þýskalandi, þeir virt-
ust hafa lista yfir þá sem ætti aö
sleppa, einkum landflótta Gyö-
inga.
Strax þennan dag kom fylking i
Hafnarstræti fjögur til að sækja
ömmu mina, sem var þýsk. Ég
varö til aö svara þvi ég kunni eitt-
hvaö hrafl i ensku. Ég sagöi þeim
aö hún væri ekki hér og gaf þeim
upp á miöa hvar hana væri aö
finna. A miöann skrifaöi ég meö
prentstöfum: Fossvogskirkju-
garöur.Fossvogi — og meö þaö
fóru þeir.
Þetta sýnir að eitthvað var far-
iö að slá i upplýsingaþjónustuna
hjá þeim, þvl gamla konan var þá
dáin fyrir tveim árum.
Heimsveldi og
alþýðumenn
Hernámið snerti okkur og á
margan hátt annan. Viö vorum til
dæmis reknir úr Menntaskólan-
um og upp á háaloft i Háskólan-
um. Það geröi ungum mönnum
litiö til, en hleypti illu blóði i okk-
ur meö ööru.
Nokkur hópur af róttækum
ungum mönnum stofnaöi fljótlega
til fastra funda meö vinstrisinn-
um innan hersins, mig minnir
þeir hafi hist í Hafnarstræti 15.
Þetta var i óleyfi hersins og aga-
bort. Ég fylgdist nokkuö meö
þessu en var aldrei i félagsskapn-
um. Min afstaöa var sú aö halda
árunni hreinni ef svo mætti segja.
Ég man aö menn voru aö ræöa
það nokkuö I okkar hóp. hvort
heldur ætti aö lita á komumenn
fvrst og fremst sem her þess
breska heimsveldis sem margt
misjafnt haföi brallaö, eða leggja
áherslu á að hermennirnir væru
raunar fyrst og fremst ungir al-
þýöumenn sem lagaboö kvaddi i
strið. En þó slikar vangaveltur
beri þvi vitni, að menn voru litiö
hrifnir af hernum, þá þýddi þetta
i raun ekki ab viö ungkommar
legðum Breta og Þjóöverja að
jöfnu. Þar kom bæði til hernám
Danerkur, innrásin i Noreg og svo
haföi nasisminn allar götur frá
þvi um 1930 verið höfuðfjandinn i
aukum okkar sem vorum i Félagi
ungra kommúnista og svo Æsku-
lýðsfylkingunni. Einn af foringj-
um okkar, Hallgrimur Hall-
grimsson, haföi barist á Spáni.
Tveim árum áður höföu um 70
Baskar af spænskum togurum
marséraö með okkur fyrsta mai
— allt þetta skerpti linurnar. En
semsagt: viö vorum andsnúnir
hernámsliðinu, en meö vissu um-
burðarlyndi vegna aöstæönanna.
Sjálfur kynntist ég engum Breta,
nema litillega i Bretavinnunni.
Svo komu dómarnir i dreifibréfa-
málinu og bannið á Þjóöviljanum,
sem við getum vikið að siöar, og
þá tók steininn alveg úr.
Annars fór svo ekki hjá þvi að
við tækjum nokkurn toll af herlið-
inu sem hingaö kom? Island sigr-
aöi suma þeirra, einn þeirra sem
þá kom i khaki og stigvélum er nú
forseti heimspekideildar Háskól-
ans. Fáir hefðu trúað þvi hern-
najri/ádaginn að i herliðinu væri aö
finna einn af væntanlegum yfir-
mönnum Háskóla tslands.
Þú spyrö um þá sem héldu meö
Þjóðverjum. Vist voru þeir til og
mátti heyra I þeim á umræðu-
fundum hjá okkur i Menntaskóla-
num, Heimdallarliöiö var ansi
hallt undir Þjóöverja margt. En
allt var þetta nokkuö málum
blandaö — þeir báru vissa virö-
ingu fyrir Bretum um leið, þeir
voru heimsveldi, þangaö lágu
vibskiptatengsli o.s .frv.
Þægilegir
grjótflutningar
En allt þetta blandaðist hjá
okkur unglingum spaugsamri
vorkunnsemi yfir aðförum Breta
þegar þeir fóru að búa um sig og i
Bretavinnunni. Okkur hafði verið
sagt, að það væri prófun á þeim
sem á Klepp komu að láta þá
moka sandi i botnlausa tunnu og
nú horföum viö á mörg slik atvik.
Enda var það og svo, aö foringja-
stöður i hernum voru ekki veittar
eftir hæfni eða menntun heldur
stétt og þvi gat það meira en veriö
að þeir sem áttu aö stjórna verk-
um hefðu aldrei séö skólfu á æv-
inni.
Vorið næsta, 1941, fór ég i fyrsta
og eina skiptiö I Bretavinnu á-
samt nokkrum skólafélögum
minum, Skúla Norðdahl, As-
mundi Sigurjónssyni, Ingvari
Hallgrimssyni, minnir mig, og
var þessi vinna stunduö upp viö
Lágafell i Mosfellssveit. Hún
byggðist á þvi aö flytja grjót úr
brekkunni fyrir neöan Brúarland
upp aö Lágafelli til ab hlaða þar
upp eitthvert plan fyrir bila,
bensingeymslur og þessháttar.
Þessi grjótflutningur fór fram á
einum vörubil meö hálfkassa. Við
sem vorum i áhleðslunni vorum
þrjár minútur aö setja á bílinn og
hálftima gátum við flatmagað
meöan bfllinn var aö skrölta sina
leiö meö þessa fáu steina. Billinn
gat ekki einu sinni sturtað, það
þurfti aö tina af honum og þeim
mun lengri tima höfðum við til
svefns og fflósóferinga.
Svo var stundum verið að reka
fólk úr vinnunni fyrir uppsteit og
pólitiskan kjafthátt. Einn skóla-
bróöir minn, Sigurður Baldvin
Magnússon. var rekinn úr Breta-