Þjóðviljinn - 11.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.05.1980, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mai 1980 Sunnudagur 11. mal 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 talsveröir. En menn voru fljótir aö gripa upp orö og orö, einkum yngri menn. Sumir fengu sér tima i ensku. tslensk-ensk samtalsbók kom fljótlega út og hjálpaöi mikiö tu. Ég kynntist einum þrem Bret- um sem læröu þó nokkuö i islensku. Einn fékk sér tima, hann var óbreyttur hermaöur. Ef maöur þarf aö vera hérna, þá þarf maöur aö skUja fólkiö, sagöi hann. Hann baö okkur oft aö leiö- rétta sig og var áhugasamur. Þaö tókst alloft kunningsskapur milli manna af þessum tveimur þjóöum. Þaö var ekki nándar nærri alltaf aö Bretar væru endi- lega aö skoöa kvenfólk ef þeir komu f heimahús. Menn voru blátt áfram aö heilsa upp á kunn- ingjana. Svarthvítur draugur! En ég man eftir atviki sem er bæöi tengt hræöslu kvenna viö hermennina og svo þeirri hjátrfl sem útbreidd var meöal Bret- anna. Ég átti heima viö Nýbýla- veg eins og ég sagöi áöan. Þar hjá var braggahverfi fyrir ofan Sæból og svo annaö inn viö Blesugróf og nokkur samgangur á milli. Á kvöldin voru dátar á ferli og þá I stelpusnatti. Konum var ákaflega illa viö þetta. Svo skeöur þaö eitt kvöld þegar komiö var fram I október, aö ég er kominn heim og sestur viö aö hlýöa krökkunum mlnum yfir. Þá er bariö hart aö dyrum. Ég fer fram og opna huröina, standa þá þrir Bretar útifyrir og ætla aö ryöjast inn. Ég kæröi mig ekkert um þaö. Þeir voru mjög flumósa og hrópuöu: Ghost, ghost! Ég áttaöi mig ekki strax á hvaö þeir voru aö fara, en mundi svo aö þetta var eitthvaö I sambandi viö drauga. Ég fór eitthvaö aö taka undir viö þá, og spuröi hvar þeir heföu séö ghost. Þeir bentu niöur á veg og voru lafhræddir, þrýstu sér upp aö mér og húsinu og sögöu: Black and white ghost. Þeir ætluöu austur í Blesugróf, þaö skildi ég. En rétt I þvi kemur hvlt flygsa fyrir húshorniö og reka hermennirnir upp mikiö óp, þetta var draugurinn. Aö visu mátti ekki milli sjá, hvort Bretarnir voru hræddari en draugsi sjálfur og tók hann stökk niöur á veg og vestur eftir. Þeir voru mjög hræddir, en ég sagöist mundu fylgja þeim áleiö- is? draugurinn, sagöi ég, gerir ykkur ekkert ef ég er meö. Þeir þáöu þaö. Gátan leyst Þeir fóru nú aö jafna sig á göngunni og spuröu mig hvort nokkrir fleiri draugar væru þarna á kreiki. Ég var ekki frá þvl, aö einn lítill skratti léti á sér bæra ööru hvoru og væri eins og eldur logaöi I glyrnunum á honum. Viö göngum svona áfram, austur Alfabrekkur og sjáum heim á býl- iö Grænahliö. Þeir spuröu hvort ekki væru stelpur þar. Ég taldi þaö af og frá, hinsvegar væru þar þrjár kýr I fjðsi. Ja, svei, sögöu þeir. Þegar viö vorum svo komnir austur á brekkubrún vlsaöi ég þeim veginn áfram og sagöist ekki fara lengra. Þeir þökkuöu fyrir og fór vel á meö okkur. Þeir voru komnir skamman spöl frá mér, loft var skýjaö, tunglskin og bjart til jaröar. Þá kemur út úr myrkrinu karl einn litill, sem haföi veriö i kindasnatti og heilsar mér, hann gekk meö gleraugu. Þá heyri ég Bretana reka upp óp og hlaupa af staö — llklega hafa þeir séö karlinn llta upp á mig og hefur þá glapmaö I gleraugun og hefur þeim þótt þetta hæpinn vegfarandi eins og á stóö. Morguninn eftir hitti ég á Ný- býlaveginum mann sem ég þekkti, hann átti svarta tlk. Þeg- ar viö vorum búnir aö tala um veöriö þá segi ég sisóna: — Heyröu, til hvurs varst þú aö klæöa tikina þina i hvlta skyrtu? — Ha, segir hann, veist þú eitt- hvaö um þaö? Ég sagöi sem var. — Þaö var mátulegt á helvltin, sagöi hann. Eftir þetta uröum viö ekki varir viö kvöldráp á hermönnum langa hríö. Draugarnir höföu séö fyrir þvi. Kvenfólkiö þurfti ekki aö hræöast 1 bili, þaö haföist þó. AB skráöi Bretar höfðu þad umfram Bandarfkjamennina „Þegar bretar gengu hér á land var ég kennari viö Austurbæjar- skólann I Reykjavik. Viö vorum aö vinna i prófi aö morgni 10. mai þegar þaö fór aö kvisast út aö her heföi gengiö á land um nóttina. Fréttin flaug eins og eldur I sinu um bæinn og fyrst vissu menn ekki hvort þetta væru bretar eöa þjóöverjar. Ég fór niöur i bæ og hitti séra Sigurö Einarsson, en hann haföi þá nýlega flutt erindi I útvarpiö gegn nasismanum. „Mér létti þegar ég frétti aö þetta væru bretar”, sagöi Siguröur viö mig. Bretarnir tóku þýska sendiráö- iö i Túngötu 18, simstööina og siö- an ýmsar fleiri byggingar. Bær- inn var tekinn úr simasambandi og huröin brotin upp meö öxi, þar sem útvarpiö var til húsa og slmstööin. Bretarnir komu svo til okkar upp I Austurbæjarskóla i 3 bilum og foringi þeirra baö um aö fá aö tala viö skólastjórann. Sig- uröur Thorlacius skólastjóri kom út og tilkynntu þeir honum aö þeir vildu fá aö taka skólann undir sina menn. Siguröur kvaö þaö ekki hægt og baö um aö fá aö tala viö borgarstjórann Pétur Halldórsson. Fékk hann þaö og svaraöi Pétur: „Viö leyfum þetta ekki, en þaö þýöir ekki aö mót- mæla, þvi þeir taka húsiö hvort sem er.”. Og þaö geröur þeir. „Hvar getum viö látin kolin” spuröi foringinn. „Hér þarf engin kol”, svaraöi Siguröur. „Hér er allt hitaö meö hveravatni.” „Slikt er hvergi I breska heims- veldinu”, svaraöi foringinn hissa, en þá var nýbúiö aö leggja hita- veitu I skólann, auk Land- spltalans og 56 húsa I bænum. Skólahald leystist aö sjálfsögöu upp, kennarar fóru heim til foreldra barnanna og könnuöu hvort foreldrar vildu aö börnun- um yröi komiö fyrir I sveit, en reynt var aö koma sem flestum börnum út úr bænum vegna inn- rásarhættunnar. Þá var einnig pakkaö niöur skjölum og verö- mætum úr Landsbókasafni og Þjóöskjalasafni og fóru 12 bil- hlöss aö Flúöum.”. „Kom hernám breta íslending- um mjög á óvart?” „Nei, þaö held ég aö varla sé hægt aö segja, þvi mánuöi áöur, 11. april.voru Danmörk og Noreg- ur hernumin. Fóru þá aö berast fregnir um aö Island væri næst. Breska konsúlatiö skrifaöi islensku rlkisstjórninni og baö um aö fá aö setja hér her á land, en rikisstjórnin svaraöi þvi til aö hún gæti ekki fallist á þaö, þar sem lsland væri hlutlaust land. Hinsvegar fékk ég staöfest aö talsmanni Islensku rikisstjórnar- innar heföi veriö faliö aö láta þaö fylgja óformlega meö svari stjórnarinnar aö hún vissi aö breski herinn væri ekki langt und- an. Þarna tel ég aö hún hafi veriö aö gefa I skyn aö bretar væru ekki óvelkomnir og varö slöar mikiö fjaörafok út af þeim ummælum I bók minni. Snæbjörn Jónsson svaraöi mér og stefndi siöar, en Hermann Jónasson haföi sýnt mér skjöl sem staöfestu aö þetta var rétt. Uröu út af þessu og ööru nokkur blaöaskrif eftir strlöiö, ég gagn- stefndi Snæbirni og fór svo aö lok- um aö viö vorum báöir dæmdir I 500 króna sekt fyrir meiöyröi. Þetta voru talsveröir peningar i þá daga, en aldrei hef ég veriö rukkaöur um þaö fé.” „Hvaö meö þjóöverja hér á landi, — voru þeir viöbúnir komu breta?” „Nóttina sem bretarnir gengu á land var vakaö bæöi I breska og þýska sendiráöinu hér. Bretarnir héldu skirnarveislu til aö hafa ástæöu til aö vaka og þýski ræöis- maöurinn haföi einnig einhvern pata af þessu, þvl þegar bretar komu til hans um nóttina höföu kona hans og dóttir boriö ýmis skjöi fram 1 baökeriö og kveikt i. Ræöismaöurinn, dr. Gerlach, fékk aö fara fram á gang þar sem hann sótti skammbyssu I vasa sinn en bretar afvopnuöu hann strax og handtóku ásamt fjöl- skyldu. Var merki Hitlers-Þýska- lands tekiö af húsveggnum aö Túngötu 18 og daginn eftir hófu breskir hermenn rannsókn á ræöismannsbústaönum og þv! sem þar var aö finna.” „Haföir þú einhver persónuleg afskipti af bretunum?” 40 ár f rá upphafi Frá bækistöö Breta hjá Landakoti. Hermenn meö gasgrlmur. Ctieldhús fyrir framan bækistöö breska hersins viö Landakot. Aöfaranótt 28. febrúar 1941 geröi ofsarok og tvö skip er lágu á höfninni rak á land I Rauöarárvik. Annaö var danskt, en sigldi i þjónustu Breta, „Sonja Mærsk”, en hittfrá Portúgal, „Ourem”. safna aö mér efni áöur en bretarnir fóru en eftir þvi sem á leiö varö erfiöara og erfiöara aö fá fólk til aö tala um þennan tlma. Hermann Jónasson sagöi mér margt sem geröist á þessu tima- bili. M.a. var hér breskur ihalds- þingmaöur, eins konar fréttarit- ari breta, sem kæröi Islenska blaöamenn fyrir aö segja frá kvennafari breta hér á landi. Hermann skrifaöi breska utanrlkisráöuneytinu vegna manns þessa og baö um aö hann ætti ekki fleiri göngur I stjórnar- ráöiö, enda haföi Hermann sjálf- ur oröiö vitni aö ástandinu eins og aörir. Breti þessi var slöan lækk- aöur I tign og sendur heim.” „Var mikiö um aö menn vildu leyna eöa gleyma þvl sem geröist á þessum árum?” „Já, ég lenti I ýmsum vandræö- um þegar ég fór aö grafast fyrir um stúlkur sem höföu veriö I ástandinu, eins og þaö var kallaö. Þaö var skipuö sérstök nefnd til aö kanna siöferöi þjóöarinnar meöan bretar voru hér, og þess var krafist aö lögreglan tæki I taumana. Þann 30. júli 1940 sagöi lögreglustjóri opinberlega aö lög- reglan áliti þaö ekki verkefni sitt aö skipta sér af fulltlöa kvenfólki, en reynt var aö hafa eftirlit meö stúlkum undir 16 ára aldri, þótt þaö gengi misjafnlega. Þetta keyröi þó um þverbak þegar bandarikjamennirnir komu, þvi þeir áttu meiri peninga og voru finni I tauinu en bretarnir.” „En tslendingar hafa haft lítil opinber samskipti viö bresku her- mennina?” „Já, en þó þótti mér þaö mikil hneisa aö tþróttasamband Islands opnaöi kynningarsamband viö bresku hermennina meö þvi aö láta þá keppa viö islendinga 1 ýmsum iþróttum. Vitanlega sigraöi Island breska heimsveldiö I þessum greinum, en þarna var opnaö fyrir kunningsskap inn á Islensk heimili, sem ég taldi óviöeigandi ”, sagöi Gunnar aö lokum. —þs Amerlskar herflugvélar á Reykjavflcurflugvelli Breskir tundurspillar og eitt breskt farþegaskip á ytri höfninni I Reykjavik 6. aprfl 1941.1 forsýn er sveitabýliö Rauöará sem Vilhjálmur Bjarnason geröi aö stórbýli á fyrri hluta aldarinnar. Lengst til vinstri má sjá portúgalska skipiö Ourem strandaö I f jörunni. „Nei, þaö get ég ekki sagt, en ég átti ákaflega erfitt meö aö sætta mig viö veru þeirra hér. Einu sinni kæröi ég breta þó fyrir aö hafa skotiö yfir höföinu á mér og fleiri Islendingum og þeir báö- ust afsökunar, en ég er þannig geröur aö ég mun aldrei geta sætt mig viö erlenda hermenn á lslandi.” „Helduröu aö þetta hafi veriö afstaöa Islendinga almennt?” „Já, aö minnsta kosti til aö byrja meö. Fólk tók þeim meö fálæti, en ekki fjandskap. Þaö sem geröi þaö aö verkum,aö fólk sætti sig smátt og smátt viö her- mennina, var hin mikla vinna sem þeir færöu landsmönnum. Um þetta leyti var glfurlegt at- vinnnuleysi á landinu. Heims- kreppan, sem átti upptök sln I Bandarlkjunum, var I algleym- ingi og þaö var ákaflega erfitt aö fá vinnu hér á landi. Þessi ára- tugur heimskreppunnar á milli 1930 og 1940 var hinsvegar ein- hver mesti félagsmálaáratugur aldarinnar. Þá voru stofnuö 20-30 verkalýösfélög og fyrsta íslenska rithöfundafélagiö, „Félag bylt- ingasinnaöra rithöfunda,” sem stofnaö var á 100 ára afmæli Fjölnis 1935. Auk bretavinnunnar, sem fjöldamargir Islendingar tóku þátt I, stuöluöu bretar aö aukinni fisksölu Islendinga erlendis og allt átti þetta sinn þátt I aö gera veru þeirra þolanlegri fyrir Bretarnir voru hér I rúmt ár, en Tundurdufl á Hafnarbakkanum I Reykjavik þá voru bandarlkjamenn kommr vegna samninga þessara stór- þjóöa og samtals voru hér 68 þús- und hermenn á meöan Ibúar Reykjavlkur voru aöeins 38 þús- und. Menn samþykktu komu bandarikjamanna meira eöa minna nauöugir. Fræg er setning Siguröar Hliöar á þingi: „Þaö þýöir vlst ekki annaö, þvl hnlfur- inn er á barka okkar”. Þetta átti eftir aö vera afdrifarlkt fyrir okk- ur Islendinga eins og öllum er kunnugt um, þvl þegar Atlants- hafsbandalagiö var stofnaö fengu bandarlkjamenn samning um aö fá aö hafa hér her I nafni NATO og framhaldiö þekkja allir.” „Hvenær byrjar þú aö safna heimildum um þessa atburöi?” landsmenn. Þaö er ekki hægt aö segja aö bretar hafi á nokkurn hátt komiö illa fram viö Islend- inga miöaö viö þaö ástand sem rikti á striösárunum og I aöalat- riöum fóru samskipti þeirra viö islendinga vel fram.” „Hvaöa afleiöingar telur þú aö hernám breta hafi haft fyrir Islendinga?” „Fyrir utan þær persónulegu afleiöingar, sem samskipti hers- ins viö margt Islenskt kvenfólk höföu, þá tel ég aö bandaríski her- inn heföi aldrei fengiö aö setjast hér aö heföu bretar ekki veriö hér fyrir. Þótt ófrelsi og þvingun hafi hvllt yfir landinu á meöan bretar voru hér, þá stóöu þeir þó viö sln loforö og fóru, en þaö er meira en hægt er aö segja um bandarikja- menn. Rætt við Gunnar M. Magnúss, rithöfund, sem manna mest hefur ritað um hernámið „Ég var ritstjóri útvarpstlö- inda ásamt Jóni úr Vör 1941 þegar Hitler sneri sér frá bretum aö rússum. Þá var ákveöiö aö skrifa sögu styrjaldarinnar og tók Sverrir Kristjánsson sagn- fræöingur aö sér þaö erlenda, en ég innlent. Ég var byrjaöur aö Gort lávaröur — hinn heimsfrægi hershöföingi Breta — steig á land hér hinn 15. október 1940 og geröi liöskönnun. Koma hans vakti mikla athygli, hann skammaöi breska herlibiö fyrir aö hafa dreift bröggum út um alla boíg, og um hann voru ófáar visur.enda nafniö kjöriö sem rlmorö. Gunnar M. Magnúss blaöar I bók sinni, Virkiö I noröri. — Ljósm. Gel. Einn þeirra islendinga, sem hvaö mest hafa kynnt sér og ritað um hernám breta á Islandi, er Gunnar M. Magnúss rithöfundur. Bók hans „Virkið í norðri” er ýtarleg heimild um þetta timabil, sem einstakt er i sögu landsins. í til- efni þess að nú eru 40 ár frá breska hernáminu, hittum við Gunnar M. Magnúss að máli og spjöliuðum við hann um hernámiö, aðdrag- anda þess og afleiðingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.