Þjóðviljinn - 11.05.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 11.05.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 « Andlitsgrimurnar bjóða upp á mesta möguleika, en þær eru gerðar úr pappa sem siðan er máiaður og skreyttur. Aðbúa til grímur Hér er spennandi við- fangsefni fyrir krakka, þegar ekki er hægt að vera úti. Grímur er hægt að gera á ýmsa vegu og hér eru nokkrar hugmyndir. Grímur úr bréfpokum Þessar grimur eru mjög auöveldar og krakkar niður i 2ja ára geta tekið þátt i að búa þær til. Munið að nota aldrei plastpoka, þvi að þeir eru hættulegir. Setjið bréfpokann yfir andlitið og merkið fyrir augum, munni og nefi. Klippiö út fyrir augum. Siðan er pok- inn málaður t.d. með tússlitum eða vatnslitum, limdur á hann mislitur pappir t.d. fyrir hár, eyru, skegg, nef o.s.frv. Einnig má nota bast I hár og skegg. Hálfgrimur Hálfgrimur er tilvaliö að búa til ef von er á gestum, t.d. i barnaafmæli. Grimurnar eru klipptar út úr karton- pappa, gjarnan misstórar. Gerð eru göt fyrir bönd utan viö augun. Siöan eru grimurnar málaðar I öllum regn- bogans litum og skreyttar með garni, basti, pappirsbitum o.s.frv. Litlu grimurnar eru auðveldar viðfangs og fljótlegar. Pappagrímur Þessar grimur gefa mesta mögu- leika og eru erfiöastar I tilbúningi. Best er aö ákveða fyrst hvað maður vill búa til, t.d. indiána, svertingja, sjóræninga, draug, apa, tigrisdýr, kin- verja o.s.frv. Klippiö andlitiö út úr kartonpappa, geriö göt fyrur augun og jafnvel munninn og nefið. Festið bönd á hliöarnar, gjarnan á tveimur stöðum. Siðan má lima nef, augnahár eða munn úr bréfi á grlmuna, mála hana siöan eins og myndirnar sýna og lima hár úr basti, garni, tvist eða papplr á. Grimur úr bréfpokum eru bestar fyrir litlu krakkana, þvf þær tolla best á. Utboð Vestmannaeyjabær óskar hér með eftir tilboðum i byggingu 6 ibúða sambýlishúss fyrir aldraða við Hraunbúðir Vestmanna- eyjum. Verkinu er skipt i eftirfarandi 7 verk- hluta: 1. Fokhelt hús frágengið að utan. 2. Múrverk. 3. Pípulagnir. 4. Tréverk. 5. Raflagnir. 6. Málning. 7. Lóðarfrágangur. Heimilt er að bjóða i verkið i heild eða hvern einstakan verkhluta. Húsið skal fullgert 1. júni 1981. Panta skal útboðs- gögn hjá tæknideild Vestmannaeyjabæj- ar, simi 98-1088, eða Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar, simi 91-28740, i siðasta lagi 12. maí. útboðsgögn verða afhent 14. maí gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð i Ráðhúsinu Vest- mannaeyjum 30. mai kl. 14.00 að viðstödd- um þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjarstjórinn i Vestmannaeyjum. T Útboð — ~ hafnargerð Hafnarstjórn Hafnarfjarðar og Hafna - málastofnun rikisins bjóða út gerð 89m langs stálþilsbakka og smiði steypts kants á stálþilsbakkann við suður-hafnargarð- inn i Hafnarfirði. Tilboð geta verið i verkið i heild eða sér- tilboð i gerð stálþilsbakkanns annars vegar eða kantsmiði hins vegar. tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings i Hafnarfirði, Strand- götu 6, og á Hafnamálastofnun rikisins, Seljavegi 32 Reykjavik frá 14. mai n.k. gegn 50 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðin skulu afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings i Hafnarfirði. Skilafrestur tilboða er til 30. mai 1980. Arður til hluthafa A aðalfundi Hf. Eimskipafélags íslands 2. mai 1980 var samþykkt að greiða 10% — tiu af hundraði — i arð til hluthafa fyrir árið 1979. Arðgreiðslur fyrir árið 1979 verða frá 1. júni n.k. á aðalskrifstofu félagsins i Reykjavik. Hluthafar, sem ekki vitja arðsins innan eins mánaðar fá hann sendan i pósti. EIMSKIP Lítil íbúð 1—2 herbergja óskast nú þegar til leigu fyrir sænskan hjúkrunarfræðing i 6 mánuði. Upplýsingar veittar hjá skrif- stofu hjúkrunarforstjóra Landspitala i sima 29000. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.