Þjóðviljinn - 21.05.1980, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 21.05.1980, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. mai 1980 Menningar og friðarsamtök islenskra kvenna Hin árlega bókmenntakynning okkar verður i Félagsstofnun stúdenta fimmtu- daginn 22. mai kl. 20.30. Kynnt verða rit- verk þessarra höfunda: BÓKMENNTA - KYNNING Guðrúnar Guðjónsdóttur Magneu Matthiasdóttur Olgu Guðrúnar Árnadóttur Steingerðar Guðmundsdóttur Svövu Jakobsdóttur og Ingibjargar Haraldsdóttur Einnig lesa: Nína Björg Árnadóttir og Kristin Bjarnadóttir ljóðaþýðingar. Auk höfunda eru flytjendur: Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurbjörg Árna- dóttir, Ása Ragnarsdóttir, Hjördis Bergs- dóttir og Fanney M. Karlsdóttir. Allir velkomnir — Undirbúningsnefnd M.F.I.K. LÖGTÖK Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðgjaldi, svo og söluskatti af skemmt- unum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu. vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbygging- um, söluskatti fyrir jan., febr., og mars. 1980, svo og nýálögðum viðbótum við sölu- skatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1980. skoðunargjaldi og vátryggingaiðgjaldi ökumanna fyrir árið 1980, gjaldföllnum þungaskatti af disilbif- reiðum samkvæmt ökumælum, almenn- um og sérstökum útflutningsgjöldum, aflatryggingasjóðsgjöldum, svo og trygg- ingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 16. maí 1980. Laus staða Skólastjórastaða við Gagnfræðaskóla Olafsfjarðar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. mai n.k. Upplýsingar veitir formaður skólanefndar i sima 96-62224. Heyrt og séð í Sovétríkjunum Dr. Hannes Jónsson sendiherra flytur spjall sem hann nefnir „Heyrt og séð i Sovétrikjunum” I MlR-salnum, Lindar- | götu 48, fimmtudaginn 22. mai kl. 20.30. Einnig verður kvikmyndasýning. — Að- gangur öjfflun heimill meðan húsrúm leyfir. —MtR Félagar I Samtökum sykursjúkra vinna aö undirbúningi bréfasendinga meö prufustrimlum — Ljósm. G.K. Samtök sykursjúkra á Akureyri 10 ára Gangast fyrir víðtækri þvagsykurathugun Samtök sykursjúkra á Akur- eyri og nágrenni, sem voru hin fvrstu sinnar tegundar sem stofnuð voru hér á landi, og áttu 10 ára afmæli snemma á þessu ári, hafa nú ákveöið aö gangast fyrir einskonar sykur- sýkisleit og gefa öllum Akur- eyringum á aldrinum 25-65 ára kost á aö athuga sjál'ir heima hjá sér hvort þeir kunni aö vera meö sykur I þvagi. Sykur i þvagi gæti verið vis- bending um sykursýki, þótt slikt geti einnig stafað af öðrum or- sökum, en sykursýki stafar af röskun á starfsemi briskirtils- ins, sem þá framieiðir ekki nóg ínsúlin. Afleiöingin er truflun á efnaskiptum kolvetna, fitu og eggjahvitu og skemmdir á æðum, stórum og smáum (t.d. æðastiflur). Sykursýki er oftast ólæknadi, en i sumum tilfellum er hægt að uppræta mælanlega skerðingu á sykurefnaskipt- unum finnist sjúkdómurinn nógu snemma. Sykursýki er meðhöndluð með sérstöku mataræði, töflum eða insúlini, allt eftir eðli sjúkdónsins hjá hverjum sjúklingi. Nákvæm athugun á fjölda sykursjúkra hér á landi hefur ekki farið fram, en ætlað er, að hlutfallslegur f jöldi sé svipaður og i nágrannalöndunum eða uþb. þrir aí hverjum þúsund ibúum. Hinsvegar er staðreynd, segja forráðmenn samtakanna, að sykursjúkir eru hlutfallslega fleiri á Akureyri og á Eyja- fjarðarsvæðinu en annars- staðar á landinu. I samtökunum á Akureyri eru nú um 100 manns, þaraf rúm- lega 70 með sykursýki á mis- munandi stigi. Er sú spurning áleitin hvort margir Akur- eyringar kunni aö ganga með sjúkdóminn eða visi aö honum án þess að gera sér það sjóst. Til þessara einstaklinga þarf að ná til að koma i veg fyrir alvar- legar likamsskemmdir hjá þeim af völdum ómeðhöndlaðar sykursýki og er það ma. til- gangurinn með þvagsykur- athuguninni sem samtökin efna nú til; er vonast eftir góðri þátt- töku bæjarbúa, sem fá bréf sin þessa dagana. Samtökin hafa notiö mikil- vægs stuðnings nokkurra fyrir- tækja og einstaklinga, sem hefur gert þeim mögulegt að framkvæma þessa athugun. Félagsmenn hafa lagt fram mikla vinnu i þessu sambandi, einkum við undirbúning og út- burð bréfanna, sem eru um 5.700 talsins. Þvagsykurathugunina er harla einfalt fyrir hvern mann að framkvæma. Til þess eru notaðir svonefndir Tes-Tape strimlar, sem framleiðandinn, Lilly Research Laboratories i Bandarikjunum, var svo vin- samlegur að gefa til þessarar athugunar. Nákvæmt leiðbein- ingabréf fylgir hverjum strimli, svo og sérstakt bréf, sem merkja skal inn á niðurstöðu at- hugunarinnar og koma siðan i merkta kassa i apótekum bæjarins eöa Læknamiðstöð- inni. Þaö er afar mikilvægt, að ailir skiii þessum bréfumþvi að á þeim byggjast heildar niður- stöðurnar. En kassarnir verða opnaðir og svörin athuguð af Ölafi H. Oddsyni, héraðslækni. Með niðurstöðu athugunar hvers manns verður farið sem trúnaðarmál. Samband mun siöan haft við þá, sem ástæða þykir til að athuga betur. Samtök sykursjúkra eru opin öllum sykursjúkum svo og öllum, sem gerast vilja styrktarfélagar. 1 stjórn Sam- taka sykursjúkra á Akureyri og nágrenni eru : Gunnlaugur P. Kristinsson, formaður, Stefán Ingólfsson, ritari, Jóhann Bjarmi Simonarson, gjaldkeri, Maria Pálsdóttir og Þóra Franklin meðstjórnendur Hver vill þjálfa blóðhund? Landssamband hjálparsveita skáta ráögerir aö koma á fót hérlendis sveit manna sem áhuga hafa á aö eiga og þjálfa leitarhunda. Hugmyndin er sótt til Noregs en þar er starfandi sérstakur félagsskapur „Faringen Norske Lavine- hunder” og er i honum ca 400 hundaeigendur. Félagar úr L.H.S. hafa sótt námskeiö sem F.N.L. héldu i Noregi og kynnt sér þessi mál bæði þar og vlðar i Evrópu. Um langt skeiö hefur Hjálparsveit skáta i Reykjavik átt og rekiö sporhunda. Árangur af þvi starfi hefur veriö mjög góöur og eru sporhundarnir algjörlega ómissandi hjáipar- tæki við leit aö týndu fólki. Hafnfirðingarnir hafa undan- farin ár eingöngu notað hunda af blóðhundakyni, en þeir hafa þá eiginleika að geta rakið slóðir, jafnvel þótt þær séu orðnar meira en dagsgamlar. Hins vegar hefur L.H.S. nú áhuga á að útvikka þessa starf- semi þannig aö virkja einstak- linga sem áhuga hafa á útilifi og hundaþjálfun. Flestar tegundir hunda eru nothæfar sem leitar- 4^1 A myndinni sjást Sheffer tikin sem þekkt helur verið undir nafninu „Hasshundurinn” og tveir Sheffer hvolpar sem LHS hefur þegar til umráöa til þjálfunar sem leitarhunda. hundar t.d. Scheffer, Labrador, Doberman o.fl. Skilyrði er þó aö hundarnir séu sterkbyggöir og séu þétthærðir og þoli vel kulda og vosbúð. Þessir hundar hafa ekki sömu eiginleika og blóðhundarnir og koma ekki að sömu notum við sporrakningu. Hins vegar geta þeir orðið mjög góðir leitarhundar t.d. i snjó- flóðum. Þjálfun hundanna kostar mikið erfiði og tima. Þannig þarf að þjálfa þá I að minnsta kosti 2—3 tima daglega til að ná árangri. Miklar kröfur þarf einnig að gera til þjálf- arans að öðru leyti t.d, hvað fyrstu hjálp og kunnáttu I feröa- mennsku snertir. Björgunar- skóli L.H.S. mun standa fyrir námskeiðum fyrir væntanlega þjálfara og fá hingað til lands norskan sérfræðing i þjálfun leitarhunda til námskeiðahalds ef áhugi verður á þessu máli. Vitað er um nokkra menn á landinu sem eiga hunda af þessum tegundum og vonast L.H.S. til að fá þá til samstarfs. Einnig er hugsanlegt að L.H.S. geti útvegað fáeina hvolpa til þjálfunar. Leitað hefur verið samvinnu við bæði Hundavinafélagið og Hundaræktarfélagið i þessu máli og verður það kynnt sér- staklega á vegum þessara félaga. Þeir sem áhuga hafa á að afla sér nánari upplýsinga eru beðnir að hafa samband við skrifstofu L.H.S. Nóatúni 21, Reykjavík, simi 91-26430. Skrif- stofan er opin á milli klukkan 13—16 mánudaga til föstudaga. |

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.