Þjóðviljinn - 21.05.1980, Síða 15

Þjóðviljinn - 21.05.1980, Síða 15
Miövikudagur 21. mai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 I útvarp kl. 20.00 Nám á Ítalíu, Spáni og Þýska- landi „í fyrri þáttunum tveimur var fjallaö um nám á Noröur- löndunum og utan þeirra, en mér fannst nauösynlegt aö taka fyrir þýskumælandi svæöi og sföan Spán og ttalfu, en þagnaö leita lslenskir námsmenn i æ rikari mæli”, sagöi Kristján E. Guö- mundsson, þegar viö ræddum viö hann um þáttinn ,,(Jr skólalffinu” sem er á dagskrá útvarps f kvöld. Þar ræöir Kristján um nám i Þýska- landi, á Spáni og ttalíu. . „Aöalsteinn Ingólfsson mun segja frá námi á ítaliu, Mar- grét Björnsdóttir mun segja frá námi i Þýskalandi, en ekki er ákveðið hver svarar fyrir nám á Spáni. Ég mun reyna að fá svör við þvi hvernig er að fá húsnæði i viðkomandi löndum, hvernig opinberri aðstoð er háttað, dagvistun barna, heil- Kristján E. Guömundsson. brigðisþjónustu, tungumála- erfiðleikum og atvinnumögu- leikum.” — Hvaöa greinar eru það helst sem fólk sækir i þessum löndum? „Þýskumælandi svæöið er mjög stórt, en til Vinar sækir t.d. mikiö af tónlistarfólki. 1 Þýskalandi eru vinsælar greinar eins og tannlækn- ingar, dýralækningar og félagsvlsindi. Til Spánar og ttaliu sækir fólk helst tón- listar- og myndlistarnám eða annað listnám”, sagöi Kristján. — þs Sjónvarp kl. 21.05 Barátta verkalýðs og mennta- manna „Barátta þeirra.sem veröa sósialistar vegna þeirrar kúg- unar sem þeir eru beittir, og þeirra.sem veröa þaö af hug- myndafræöilegum ástæöum, þ.e. barátta verkalýös og menntamanna, er eitta af höfuöviöfangsefnum Evensmo og aö nokkru byggt á eigin reynslu.” Þessi orð eru höfð eftir Terje Mærli, leikstjóra norska sjón- varpsmyndaflokksins „Milli vita”,en i kvöld er á dagskrá annar þáttur myndaflokksins. Og ennfremur segir leikstjór- inn: „Aöalpersónan, Karl Mar- teinn.er milli vita, hann lifir á milli raunveruleika og Imynd- unar, hann kemur Ur borgara- legrifjölskyldu, verður verka- maður og siöan hafnar hann á milli verkamanna og mennta- manna þegar hann gerist blaðamaður.” Þeir sem sáu siðasta þátt Terje Mærli, leikstjóri „Milli vita". fylgdust með Karli Marteini, þar sem hann veröur að hætta I skóla vegna veikinda föður sins, þegar hann fer aö vinna erfiöisvinnu, hættir þvi og fær loks vinnu sem blaöamaður. Hann fær áhuga á verkalýös- málum, og tekur að sækja fundi og smátt og smátt vaknar pólitisk meövitund hans. Þátturinn er byggður á skáldsögum Sigurds Evensmo og er geröur af norska sjón- varpinu. Það er Jón Gunnars- son sem þýddi „Milli vita”. Þs Sýkingarvarnir á sjúkrahúsum Útvarp kl. 21.05 Gisli Helgason annast þátt i útvarpinu i kvöld sem hann nefnir Sýkingarvarnir á sjúkrahúsum. — A siðari árum hafa augu manna opnast fyrir þvi að sjúkrahús geta verið gróðrar- stiur fyrir bakteriur, — sagði Gisli, — en þessu hefur litiö verið sinnt hér fyrr en nú, að tveir hjúkrunarfræöingar i hálfu starfi á Landsspitalan- um og Borgarspitalanum hata verið ráönir til að skrá sýk- ingartilfelli og gera aörar ráö- stafanir. í þættinum tala ég viö þessa hjúkrunarfræðinga, Asu St. Atladóttur og Ingu Teits- dóttur. Það kemur m.a. I ljós að sýking getur lengt sjúkra- húsvist um 8-9 daga, og er auðéö að með þvi aö sinna þessu vandamáli ætti að vera hægt aö spara stórar fjárupp- hæðir, þvi aö legudagur á sjúkrahúsi kostar 80.000 krónur. _jh frá Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka\ daga eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Ég er að ná honum HW1S mgfl jfl OrleikKR og Vals. sl. laugardag. Hreiöar markvöröur er á eftir boltanum. — Ljósm. gel. Heiðra skaltu skálkinn „Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki”. Þetta máltæki kom mér i hug eftir furðuranglátan dóm I út- buröarmáli sem Þorsteinn Thorarensen fógeti kvaö upp i vetur. Forsögu þessa máls hef ég áður rakið á öðrum vett- vangi, en þar sem réttlætis- kennd minni var misboðið i máli þessu tel ég ekki eftir mér aö rifja þaö upp að nokkru, og skjóta þar inn nokkrum athuga- semdum við störf þeirra er telja sig hafna yfir almenning og af- skipti hans. Fógeti lét sig hafa það að dæma leigurétt af gamalli konu (en umrætt húsnæði er aleiga hennar) til fólks sem svikist hafði inná hana með þvi að skrifa undir samning sem það hétað standa við, en sveik siðan i skjóli nýrra laga. Eigandi ibúðarinnar reyndi með þvi.aö skjóta málinu til fógeta, að láta þau standa við samninginn.en fógeti synjaöi, og konan mátti borga I máls- kostnaö á annað hundraö þús- und króna. Fulltrúar hús- eiganda fóru til eftirlits á ibúö- inni nokkru seinna, en sam- býlismaður konu þeirrar sem ibúðina leigir, en hann heitir Donald Peters, réöst á þá með hnif svo þeir forðuöu sér. Þá var ööru sinni reynt að fá fógeta til aðtúlka lögin réttlátlega og láta bera þetta fólk út, en þaö var eins og f jandinn hefði lánað hon- um gleraugu sin, fólk þetta fékk að vera áfram og eigandi ibúðarinnar mátti borga lög- fræöingi öðru sinni, svo nú varð hún að slá á frest viögerö þeirri á gluggum ibúðarinnar, sem hún haföi ætlað. Meö hjálp fó- geta tókst útlendum vandræða- manni og sambýliskonu hans að hafa fé af gamalli konu og gera henni ókleift að halda þessari eign sinni viö. Ég hafði tal af fógeta eftir seinni úrskuröinn til að reyna að komast að orsök þessarar undarlegu breytni hans, en það samtal gaf ekki mikiö I aðra hönd, þvi maðurinn var svo öfugsnúinn og önugur að mér kom i hug að hann væri orðinn óánægður með sjálfan sig og fannst mér það góðs viti, en ég fann fljótt aö hann er þannig manngerð. Eg spurðist fyrir hjá lögregl- unni um Donald Peters og var sagt að lögreglan stæði ráðalaus gagnvart mönnum eins og hon- um, þvi þó hann hefði ekki ríkis- borgararétt og væri fyrrverandi hermaður af Keflavikurflug- velli ætti hann börn hér, sem gæfu honum mikinn rétt, jafnvel þó hann ynni litiö. Þegar ég heyri um útlendinga sem koma hingað til að lifa sem sni kjudýr á þjóðfélaginu verður mér hugsað til þess hvað þing- menn okkar eru greiðviknir á þægileg lög fyrir þá, en öörum útlendingum sem hingað koma til stuttrar dvalar til að vinna og verða sér og öörum til gagns eru lögin ekki eins hliöholl. Mér veröur lika hugsað til alls þess gamla fólks sem skammsýnir ráöamenn dæma til iðjuleysis með lögum eftir ákveðinn aldur þó nóg sé orkan og löngunin eftir, til aö vinna og að finna að þeirra sé þörf. Þess vegna er það sorglegt, að ekki skuli vera farið eftir getu og hæfni samfara löngun, til að láta gott af sér leiöa. Ef ekki væru hin úreltu lög um starfs- aldur mundi Þorsteinn hættur að kveða upp rangláta dóma. Þingmenn þeir sem drifu nýju húsaleigulögin i gegn með svo miklu flaustri hafa ábyggilega haft gott eitt i huga, það vel þekki ég til eins þeirra. En þeg- ar ofan á illa unnin lög bætist svo, aö þreyttur bókstafstrúar- lögmaður dæmir eftir þeim.þá er ekki von á góðu. Góður lögmaöur vlsar ekki réttlætinu á dyr. Ég óska svo Þorsteini fógeta alls góös og skora á hann að setjast i helgan stein; með þvi móti veldur hann ekki vandræð- um milli fólks. Aö endingu vil ég skora á almenning að láta ekki embættismenn, hverjir sem þeir eru, traðka á sér án þess að svara fyrir sig. Albert Jensson Hvar eru nú rauðsokkar (og annað jafnréttisfólk)? Fyrir nokkrum árum lá við, að rauðsokkar dræpu niöur I eitt skipti fyrir öll svokallaöa feguröarsamkeppni hér á landi með þvi að mæta til leiks á Akranesi meö kvigu i keppnina. Lengi á eftir vildi varla nokkur manneskja meö virðingu fyrir sjálfri sér ljá máls á þátttöku i þessum skrípaleik. Með þessari uppákomu, sem mörgum fannst nokkuð harkaleg.tókst þó jafn- framt að koma til skila rök- unum gegn þvi niðurlægjandi fyrirtæki, sem sllk keppni er fyrir konur. Nú er vaxin upp ný kynslóö, kvenna og karla, og litur út fyrir, að ekki hafi opnast augu hennar amk. fyrir niöurlæging- unni. Eða er sóknin eftir stundarfrægð og ábata virkilega orðin slik meðal æskufólks þessa lands, aðeinu gildi hversu fengiö er? Halda mætti, að það nýja upp- eldi sem þetta fólk á að hafa fengið, komi út I ennþá meiri eftirsókn eftir fáfengi og hé- góma. Þvi spyr ég: Hvar eru nú rauösokkar (og annaö jafn- réttisfólk)? Vonandi ekki sofn- aöir á verðinum! Þ.Guðm.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.