Þjóðviljinn - 23.05.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.05.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. rnai 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Audvelt ad leyna kjamorkuvopnum Ein helsta röksemd talsmanna íslenska utan- ríkisráðuneytisins gegn því að kjarnorkuvopn geti verið geymd á Kefla- víkurf lugvelli er sú að útilokað sé að fela þau. Var hún m.a. ítrekuð af ólafi Egilssyni sendifull- trúa I Tímanum i gær. Þessi rök sýna e.t.v. best hversu illa upplýst ráðu- neytið er í kjarnorkumál- um nema þá að þau séu notuð gegn betri vitund. Henry Kissinger fyrrver andi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði eitt sinn bók er nefnist „Kjarnorkuvopn og utan- ríkisstefna". Þar segir orðrétt: „Framleiddar hafa verið svo margar tegundir kjarnorku- vopna, og af svo mörgum stærðum og þau er svo auðvelt að f ela að jaf nvel K vennaáratiigsráð- stefna SÞ: Þátttaka undirbúin Nýlega skipaði félagsmálaráð- herra nefnd til aö gera yfirlit yfir það sem áunnist hefur I jafn- réttismálum hér á landi frá þvi að kvennaársráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haidin i Mexikó 1975. Nefndin er skipuð nii vegna þess að I sumar verður haldin ráðstefna á vegum Sameinuöu þjóðanna I Kaupmannahöfn þar sem fjallað er árangurinn að hálfnuðum áratug frá Mexikóráö- stefnunni og mótuö stefna fyrir siðari helming áratugsins. í nefndinni eiga sæti: Vilborg Harðardóttir, fréttastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Berglind Asgeirsdóttir, tilnefnd af Kven- réttindafélagi íslands, Bergþóra Sigmundsdóttir, tilnefnd af Jafn- réttisráöi, GuðrUn Erlendsdóttir, hæstaréttarlögmaður, Ingibjörg Hafstað, tilnefnd af Rauðsokka- hreyfingunni, Marta Péturs- dóttir, tilnefnd af Kvenfélaga- sambandi tslands og Sigriður Thorlacius, hUsmjðir. Með nefndarskipuninni á að tryggja sem bestan undirbUning af tslands hálfu vegna ráðstefn- unnar i Kaupmannahöfn. Ekki síst hér á landi þar sem ekkert eftirlit er af íslenskri hálfu nákvæmustu leitartæki gætu ekki fundið þau öll." Ummæli ólafs I Timanum I gær eru orörétt þessi: „Alls staðar þar sem kjarnorkuvopn eru geymd, er svo mikill viö- bUnaður I kringum þau, vegna öryggis- og varUðarráöstafana að það er Utilokað að slikt dyljist nokkrum manni.” 1 framhaldi af þessu má geta aö I september 1978 var upplýst aö fjórum sinnum á ári kæmu til Keflavlkurflugvallar flutninga- vélar af gerðinni C-141 frá McGuier-herflugvellinum i New Jersey i Bandarikjunum meö svokallaöan „heitan flutning” (hot cargo). tslensku flugmála- stjórninni er þá gert viðvart og miklar varUðarráðstafanir hafðar I frammi á Keflavikur- flugvelli, flugvélin flutt á af- vikinn stað undir strangri öryggisgæslu og fá engir tslend- ingar að vera þar viðstaddir. Perry Bishop, þáverandi blaöa- fulltrUi bandariska hersins, staðfesti þessa „heitu flutn- inga” i samtali við Þjóðviljann. Við sama tækifæri var haft samband við Hannes Guð- mundsson, sendiráðunaut I varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytinu og sagði hann að Islendingar hefðu ekkert eftirlit með þessum flutningi og hygö- ust ekki taka það upp. Þeir vissu aðeins af honum og fengju um hann skýrslur frá Bandarikja- mönnum sjálfum. Hér má svo bæta viö að kom- ist hefur upp aö Bandarlkja- menn hafa geymt kjarnorku- vopn i ýmsum löndum (Græn- landi og Spáni) án vitundar við- komandi þjóða, en neyðst til að viðurkenna þau þegar slys urðu. „Heitu flutningarnir” til Keflavikurflugvallar skyldu þó ekki vera kjarnorkuvopn? — GFr j Salan hefst formlega I dag. Mynd: — ge Listahátið í Reykjavík 1980: Miðasalan hefst í dag Aðgöngumiðasala á hina ýmsu dagskrarliði Listahátiðar i Reykjavik 1980 hefst i Gimli við Lækjargötu i dag. Verð aðgöngumiöa er mjög stillt i hóf, eða frá 2500 kr. uppi 6000 kr. að undanteknum tónleik- um tenórsnillingsins Pavarotti, sem er dýrasta stjarna hátiöar- innar, en aögöngumiðar á tón- Kvikmyndun Ráðningaskrifstofa Reykjavíkurborgar: 100 færri en í fyrra á skrá en svo til sami fjöldi skólafólks t gærdag voru alls 383 karl- menn og konur á skrá hjá Ráðningaskrifstofu Reykjavlkur- borgar, sem er nokkuð færra en á sama tima i fyrra, en þá voru alls 488 á atvinnuleysisskrá að sögn Gunnars Helgasonar forstjóra ráðningaskrifstofunnar. 168 karlmenn eru nú á skrá þar af 119 skólapiltar 16 ára og eldri, en voru 114 á sama tima I fyrra. 215 konur eru nú á skrá, þar af 171 skólastúlka en þær voru 169 á sama tima i fyrra. Samkvæmt þessum tölum er svo til sami fjöldi skólafólks á skrá hjá ráðningaskrifstofunni og var I fyrravor, en mun færra af almennu verkafólki. Gunnar Helgason sagði að ráðningaskrifstofan reyndi að út- vega öllu þessu fólki störf sem fyrst, en það gæti oft dregist eitt- hvað fram eftir sumri, þar sem svo stór hópur kemur til skrán- ingar á sama tima, þegar skólum lýkur. -lg leika hans i Laugardalshöll þann 20. júni sem jafnframt verður lokaatriði hátiðarinnar kosta 10 þús. kr. Listahátiö verður sett á Lækjartorgi sunnudaginn 1. júni með ávarpi menntamálaráöherra Ingvars Gislasonar, auk þess sem kór menntaskólans við Hamra- hlið mun syngja, og útileikhúsiö Els Comendiants frá Barcelona bregður á leik. Framkvæmdastjórn listahá- tiðar 1980 undir forsæti Njarðar P. Njarðvik kynnti á fundi með blaöamönnum i gær endanlega dagskrá hátiöarinnar, en þó er ekki ljóst enn hvort rokkhljóm- sveitin Clach kemur á hátiðina. A tuttugu daga listahátíð kennir margra grasa, en hæst ber tón- leika tenórsöngvarans Luciano Pavarotti. Þá má nefna frumsýn- ingu Þjóðleikhússins á leikriti Kjartans Ragnarssonar „Snjór” miðvikudaginn 4. júni. Sýningu Japanans Min Tanaka á dans- og hreyfilist I Laugardalshöll 7. júni. Listahátiöardansleik i Laugar- dalshöll ki. 22 sama dag, þar sem Þursaflokkurinn og Els Comediants skemmta. Tónleika Wolfs Biermann i Háskólabiói fimmtudaginn 12. júnl. Jasstón- leika Stan Getz Quintet I Laugar- dalshöll laugardaginn 14. júni. Dagskrá i tilefni 100 ára afmælis Jóhanns Sigurjónssonar i Þjóð- leikhúsinu 19. júni og fjöldinn all- ur af öðrum merkum listviðburð- um sem betur verður gerö grein fyrir siðar. Helsta nýnæmiö á Listahátið nú, er svokallaður Klúbbur Lista- hátiðar sem verður til staöar i Félagsstofnun stúdenta v/Hring- braut. Klúbburinn verður öllum opinn daglega frá kl. 18 til 01, en þar verður boðið uppá tónlist, skemmtiatriði og veitingar, auk þess sem listafólk sem skemmtir á Listahátið litur þar við og rabb- ar við gesti. Miðasala Listahátiðar i Gimli verður opin daglega frá 14.00—19.30. — lg Snorra Sturlusonar: Lelkarasamn- ingur klár Smátöf varð á æfingum fyrir kvikmyndun Snorra Sturlusonar frá hádegi i fyrradag og stafaði hún af þvi að gera þurfti breyt- ingar á samningi milli Leikara- féiagsins og Sjónvarpsins áður en hann var samþykktur. Að sögn Þráins Bertelssonar leikstjóra myndarinnar leystist mál þetta I gærkvöidi. Þráinn sagði aö legið hefði fyrir samningur en vegna þess aö Gisli Alfreðsson formaður leikara- félagsins var erlendis dróst að undirrita hann. Voru æfingar hafnar I trausti þess að samning- urinn væri I lagi. Siöan kom i ljós að gera þurfti dálitlar breytingar og vár ákveðið aö hætta æfingum þar til ljóst var að samkomulag næðist og gerðist það I gærkvöldi eins og fyrr segir. — GFr Uppsetning tölvuskerma: Heðsuþátturiim útundan segir Harald Holsvik hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins Mörg tölvufyrirtæki hafa þvi miður fyrst og fremst hugsað um að selja tölvur sinar en ekki gefiö þvi nægilegan gaum hvernig leiðbeina megi þeim, sem vinna við tölvuskerma, svo að þeir hljóti ekki heilsutjón af, sagði Harald Holsvik, starfs- maður Heilbrigðiseftirlits rikis- ins, I samtali við Þjóðviljann I gær en hann hefur kynnt sér vinnuvernd i sambandi við tölvuskerma I Sviþjóð. Harald sagði að staösetning tölvunnar og umhverfi skipti miklu máli I þessu sambandi. Helsta hættan af stöðugri vinnu viö tölvuskerma eru sjón- skemmdir. Augu hafa tilhneig- ingu til að leita i birtu og skiptir þvi miklu máli að bakgrunnur tölvuskerms sé ekki bjartari en skermurinn sjálfur svo að þau hvarfli ekki mikið til og frá. Oft er best að koma skerminum fyr- ir innarlega I herbergi, eins langt frá glugga og unnt er, þvi að sólskin og birta speglast gjarnan i honum. Best er að bakgrunnur tölvunnar sé álika dökkur og skermurinn og stund- um er ráðlegt aö draga glugga- tjöld fyrir. Fjarlægð þess sem vinnur viö skerminn skiptir lika miklu máli. Gleraugu eru t.d. yfirleitt miðuð við 35 cm fókus og þarf þá skermurinn helst að vera i þeirri fjarlægö. Titringur á skerminum á ekki að vera og má oft laga hann með smávægilegum breytingum t.d. þétti I rás eða einhverju sliku. Harald sagði að tæknimenn sem ynnu að þvi að setja upp tölvubúnaö hugsuðu oft alls ekki út I fyrrgreind atriöi sem gætu þó orðið til stórskaða og vanlið- unar þeirra sem vinna við hann. Ekki hefur enn komið til þess aö Heilbrigöiseftirlitið skipti sér af vinnustöðum vegna tölvu- skerma, en það hefði sótt án árangurs um fjárveitingu til þess að kaupa nauðsynleg mæli- tæki til þess að hægt væri að hefja rannsóknir á þessu hér- lendis. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.