Þjóðviljinn - 23.05.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.05.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. maí 1980 Félagsstarf eldri borgara i Reykjavik Dagsferðir sumarið 1980 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar efnir til tólf dagsferða fyrir eldri Reykvik- inga á timabilinu 12. júni til 24. júll. Farið verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Ferðaáætlun liggur frammi að Norður- brún 1, þar sem gefnar eru allar nánari upplýsingar alla virka daga kl. 9.00—12.00, simi 86960. ■ ** Ftlagsmalastofnun Reykjavikurborgar Teiknisamkeppni grunnskóla- nema um orkusparnað Frestur til að skila teikningum, sem var 1. júni, er framlengdur til 1. nóv. 1980. Orkustofnun Húsnæðismálastofnun rikisins. Frá blaöamannafundi um ráöstefnuna. F.v. Hulda Jónsdóttir, Sigrföur Björnsdóttir, Helga Hannes- dóttir og Hertha Jónsdóttir. Ljósm. — gel. Rœða bœtta aðstöðu barna á sjúkrahúsum: Hafa fleiri þarfir en læknisfræóilegar Þriðjudaginn 27. mai verður haldin I Hjúkrunarskólanum við Eiriksgötu ráðstefna um þarfir barna á sjúkrahúsum. Þetta er i annað sinn sem slik ráðstefna er haldin hér á landi. i fyrra var það Hjúkrunarskólinn sem stóð að ráðstefnunni, en siðan hefur það gerst að stofnað hefur verið sam- norrænt félag til að vinna að bættri aðstöðu barna á sjúkrahús- um, og verður stofnuð íslands- deild þess félags á ráðstefnunni nú. Helga Hannesdóttir barnageð- læknir og Sigriður Björnsdóttir myndlistarmaður voru fulltrúar islands á stofnfundi norræna félagsins, NFSB, i Gautaborg i nóvember s.l. og voru báðar kosnar i stjórn félagsins. Þær hafa unnið að undirbúningi ráð- Þingstúka Reykjavikur, sem er sameiginlegur vettvangur allra stúkna innan IOGT I höfuðborg- inni, hefur skorað á borgarráð að láta fara fram atkvæöagreiöslu meöal ibúa i Breiðholti um áfengisútstölu, sem ráðgert er að opna i hverfinu. Þingstúkan vitnar i þessu sam- bandi til 10. greinar áfengislag- anna um atkvæðagreiðslu I kaup- stöðum um útsölur ATVR. Segir i samþykkt félagsfundar, aö telja veröi eðlilegt, aö þessu laga- ákvæði sé einnig beitt við Breiö- Byggingavöruverslun Kópa- vogs flutti nú fyrir skömmu megnið af starfsemi sinni að Skemmuvegi 2 Kópavogi. Er þar meö komin á einn staö öll sala fyrirtækisins á timbri, steypujárni, þilplötum, ein- angrunarefni o.fl. en auk þess veröur hafin vinnsla á timbri, sem er nýr þáttur i starfseminni. stefnunnar á þriðjudaginn, auk hjúkrunarfræðinganna Herthu Jónsdóttur og Huldu Jónsdóttur og fleiri. Þrir erlendir fyrirlesarar tala á ráðstefnunni: John Lind.fyrrver- andi prófessor við Karolinska sjúkrahúsið i Stokkhólmi og þekktur visindamaður, einkum fyrir rannsóknir á börnum; Yvonny Lindquist, deildarstjóri i sænska heilbrigðismálaráðuneyt- inu og heiðursdoktor við lækna- deild UmeS-háskóla fyrir stofnun leikmeðferðardeildar við sjúkra- hús þar i borg, sem nú er heims- frægt fyrir nýjungar á þessu sviði, og Emma Plank, prófessor og uppeldisfræðingur frá Cleve- land i Bandarfkjunum. íslenskir fyrirlesarar á ráð- stefnunni verða Sigurlin holtshverfi sem afmarkað og fjöl- mennt borgarhverfi, auk þess sem tiltölulega hátt hlutfall ibúa þar séu börn og ungmenni. 1 lögunum er gert ráð fyrir að samþykki meirihluta kosninga- bærra manna þurfi til að áfengis- útsala sé opnuö i viðkomandi bæjarfélagi. Fundurinn taldi ástand áfengismála I höfuðborg- inni oröiö óþolandi og hvatti yfir- völd til að stemma stigu við frek- ari fjölgun sölustaða áfengis og stefna heldur að fækkun þeirra. — vh Hafa til þess verið keyptar sagir kilvél og aðrar helstu vélar til timburvinnslu. Byko - verslunin verður enn um hrið aö Nýbýla- vegi 6, en fyrirhugað er aö reisa nýtt verslunarhús á svæði fyrir- tækisins að Skemmuvegi 2. Byko var stofnaö vorið 1962 og er nú stærsta byggingavöruversl- un landsins með úm 80 starfs- menn. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Borgarspitalans og Atli Dagbjartsson barnalæknir. Hall- dór Hansen yfirlæknir mun setja ráðstefnuna kl. 10 f.h. á þriðju- daginn og Sigriður Björnsdóttir kynnir norræna félagið NFSB. Umræður verða að fyrirlestrum loknum, bæði fyrir og eftir hádegi, og kl. 16 hefst hringborðs- umræða um efnið „Foreldrar og veik börn” undir stjórn barna- læknis frá Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem starfa aö barnalækningum, hjúkrun og meðferð barna á sjúkrahúsum, og einnig foreldr- um sjúkra barna og öðru áhuga- fólki um málefnið. Á fundi með blaðamönnum i gær sagði Helga Hannesdóttir m.a. að þótt ýmislegt hefði breyst til hins betra varðandi málefni sjúkra barna hér á landi á undan- förnum árum. skorti enn mikið á að ástandið væri gott, og nefndi hún sem dæmi að engin barna- deild væri starfandi við Borgar- spitalann, þrátt fyrir það að um 10.000 börn kæmu árlega á slysa- deildina þar og um 1800 börn væru lögð inn þar á hverju ári, sem er um 12% af heildarsjúklingafjöld- anum. Læknisfræðilega er komið til móts við þarfir barna, en veik börn hafa fleiri þarfir, — sagði hún, og nefndi t.d. vandamál sem skapast af aðskilnaði við foreldra og erfiðleika i sambandi við að- lögun að þvi framandi umhverfi sem sjúkrahús eru. Þá sagði Helga að skortur væri á sérhæfðu starfsfólki, aðstöðu til leikmeöferðar og ráðleggingum til foreldra, sérstaklega varðandi mikilvægi þess að foreldrar heimsæki börnin og séu i tengsl- um viö starfsfólk sjúkrahúsanna. Allt þetta verður ýtarlega rætt á ráðstefnunni. Athugasemd: Ekki eftir mér haft Vegna fréttar á forsiðu Þjóð- viljans I gær um að Björn Bjarna- son bafi ekki lagt I útvarpsum- ræður um herstöðina i fyrradag vil ég taka fram að sú frétt blaös- ins er ekki eftir mér höfð, og ekki var haft samband við mig vegna hennar. í öðru lagi vil ég taka fram að þegar ég bað Björn Bjarnason um að koma i útvarpsumræður um herstöðina náði samtal okkar aldrei svo langt áður en hann neitaði þeirri bón minni aö ólafur Ragnar Grimsson væri tilbúinn til þátttöku. Persóna ólafs Ragnars var þvi ekki ástæðan fyrir neitun Björns. I þriðja lagi sóttist fréttastofan eftir að fá Björn I umræðurnar ekki endilega vegna leiðara- skrifa hans I Morgunblaöið heldur vegna þess að hann var talinn hafá þekkingu á málefnum her- stöövarinnar. Hallgrimur Thorsteinsson Kosning um útsölu ÁTVR í Breidholti? Starfsmenn og eigendur Byko viö nýju húsakynnin að Skemmuvegi 2. Ljósm. Róbert. Byko flytur aö Skemmuvegi 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.