Þjóðviljinn - 23.05.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.05.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. mal 1980 Athugasemdir viö „varnaðarorð” landlæknis Eftir Guöjón Jónsson, járnsmiö sfcák Umsjön: Helgi Ólafsson Mótiö í London Sterkasta mót ársins fer nú fram i Bugonjo i Júgóslaviu en þar hefur Bent Larsen náð all- miklu forskoti og er ekki að sjá að hann láti úr hendi sleppa. Larsen er nýkominn úr öðru ákaflega vel skipuðu móti i London en þar gekk honum herfilega, hlaut að- eins 5 1/2 v. af 13 mögulegum. Mótið i London var skipað 12 stór- meisturum, einum alþjóðlegum meistara og einum titillausum. Þarna voru engir sovéskir stór- meistarar á ferðinni enda Viktor Kortsnoj meöal þátttakenda. Hann vakti að sjálfsögðu hvað mesta athygli ásamt enska undrabarninu Nigel Short. Þegar Kortsnoj og Short mættust i 2. umferð var atgangur blaða- manna svo harður að bresk skák- saga kann ekki að greina frá neinu sambærilegu. Short var blásinn upp i blöðum sem næsti heimsmeistari og sennilega myndi Kortsnoj vera léttvægur fundinn i viðureign þeirra. Það fór á annan veg. Kortsnoj tefldi af miklu öryggi og vann öruggan sigur. Keppnin um 1. sætið var geysi- hörðog skemmtileg. í upphafi tók Kortsnoj forystuna en gaf sig nokkuð þegar á leið, Tony Miles komst upp viö hliðina á honum um miöbik mótsins, en um siðir komst Ulf Anderson alvarlega i gang, vann hverja skákina á fæt- ur annarri og munaði engu að hann hreppti einn efsta sætið. Þegar upp var staðið varð loka- staðan þessi: 1.-3. Kortsnoj, Anderson og Miles 8 1/2 v. hver (af 13) 4.-5. Sosonkoog Speelman7 1/2 v. hvor. 6.-8. Timman, Gheorghiu og Lju- bojevic 7 v. hver 9. Sax 6 1/2 v. 10. -12. Larsen, Browne og Stean 5 1/2 v. hver 13. Nunn 4 1/2 v. 14. Short 2 v. Frammistaða Spellmans frá Englandi kom mjög á óvart en hann tryggði sér stórmeistara- árangur með þvi að hljóta 7 1/2 v. Nigel Short vakti mikla athygli fyrr I vetur þegar hann vann 4 stórmeistara á Hastingsmótinu, en að þessu sinni var keppnin allt of hörð fyrir hann. 1 þokkabót var geysileg pressa á honum allan timann og slikt kann ekki góðri lukku að stýra. Þrátt fyrir þokkalega fram- kvæmd og allhá verðlaun var ýmislegt sem gekk á. Bent Lar- sen var t.a.m. ekki alltaf ánægð- ur. Hann er víst áreiðanlega eng- inn morgunhani og fer yfirleitt ekki framúr fyrr en um kl. 2-3 á daginn. Það plagaði hann þvi talsvert þegar ræstingarkonurn- ar óðu inn i herbergi til hans og virtist ekki skipta þær máli þó Bent hefði sett ,,Do not disturb” — skilti á huröina. Margar athyglisverðar skákir voru tefldar i mótinu en stystu vinningsskákina hygg ég vera eftirfarandi: Hvítt: Sax (Ungv. land) Svart: Ljubojevic (Júgóslavia) Sikileyjarvörn 1. e4-c5 3. c3-d5 2. Rf3-e6 4. e5-d4! (Best. Eftir t.d. 4.-Rc6 kemur 5. d4 og upp er komin staða i franskri vörn þar sem Sax er mikill sérfræðingur.) 5. Bd3-Rc6 ?• 0-0-Rg6 6. De2-Rge7 °e4 (Það er þegar orðið erfitt fyrir hvitan aö koma mönnum sinum á framfæri.) 8. Be7 10- cxd4-cxd4 9. Ra3-0-0 u- Rc2-Dc7! (Með hugmyndinni -Hd8-d5) 12. Hel-Hd8 13. h4-h5! (Það er ekkert vit I að hleypa h-peði hvits of langt) 14. g4? (Einkennandi leikur fyrir Sax, skarpur og sókndjarfur, en að þessu sinni stenst hann ekki til fulls.) 14. .. hxg4 15. h5-Rcxe5!! (Snilldarleg mannsfórn sem ber innsýni Ljubojevies glæsilegan vitnisburð.) 16. Rxe5-f5! 17. De2-Rf4 18- Dfl-b5! — 1 þessari stööu kaus Sax að leggja niður vopnin. Of fljótt er auðvelt að álykta, en við nánari athugun kemur i ljós að hvitur er varnarlaus gagnvart hinum fjölmörgu hótunum s.s. - Bb7, -Rh3, og - Bf6. Framhald af 7 . siöu. fyrirtækja sem þurfa að dómi Vinnueftirlits að framkvæma umbætur á vinnu-umhverfi starfsfólks sins. Heilbrigðis- nefndir sveitarfélaga, sem heyra undir landlækni, hafa ekki getað og geta ekki bætt úr óviðunandi ástandi aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum og hafa heldur ekki traust verkafólks I þvi efni. 5. aðfinnslur landlæknis við lagafrumvarpið hljóðar svo: „Frumkvæði heilsugæslu- stöðva er afnumið og gert ráð fyrir samningum við þær um þjónustu. Það mun taka mörg ár að koma sliku i kring ef það verður hægt. Hér veröur þvi komiö á fót tvöfaldri heilsu- gæslu sem nágrannaþjóðir okkar hafa slæma reynslu af.” 1 þessum aðfinnslulið sinum talar landlæknir um frumkvæöi heilsugæslustöðva. Væntanlega þvi er varðar læknisskoðanir verkafólks og/eða lækniseftirlit á vinnustöðum. Hvar hefur slikt frumkvæði komið fram? Hverjir hafa heyrt um að heilsugæslu- stöðvar hafi boöið fram læknis- skoöanir fyrir verkafólk? Hins- vegar hafa mörg verkalýðsfélög reynt að fá fram i samningagerð við atvinnurekendur samnings- ákvæði um árlegar læknis- skoðanir verkafólks. Hafi slikt fengist I kjarasamninga hefur mjög erfiölega gengið að fá lækna eða heilsugæslustöövar til að framkvæma þær. Einstaka fyrir- tæki hafa látið framkvæma að eigin frumkvæði reglulegar læknisskoðanir á starfsfólki sinu. 1 11. kafla, 66. grein lagafrum- varpsins segir svo: „Heilsuvernd starfsmanna skal falin þeirri heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi, sem næst liggur og/eða auðveldast er að ná til, samanber 19. gr. laga nr. 57/1978. Þessi grein lagafrumvarpsins svo og aðrar greinar 11. kafla lagafrumvarpsins sem vitnað er til hér að framan 1 svari við 2. aðfinnslulið landlæknis, koma i veg fyrir hið „tvöfalda” heilsu- gæslukerfi sem landlæknir er aö imynda sér I lokaorðum 5. aðfinnsluliðar, enda mun ekki af veita, þar sem „einfalt” heilsu- gæslukerfi er vlða ekki fyrir hendi. 6. aðfinnsluliður landlæknis við lagafrumvarpið hljóðar svo: „Hafa ber I huga að umbætur I atvinnuheilbrigðismálum hafa ekki strandað á lagasetningu til þessa, heldur fjármagni, stuðn- ingi vinnuveitenda og launþegasamtaka við þá aðila, sem um þessi mál fjalla nú, þekkingu og mannafla.” Fullyröingar landlæknis I þessum aðfinnslulið hans við lagafrumvarpið um að umbætur i atvinnu-heilbrigðismálum hafi strandað á að samtök launþega hafi ekki veitt málefninu stuðning er fráleitt og enn eitt dæmi um óvandaöan málflutning hans. Samtök launþega, svo sem Alþýðusamband Islands, sérsam- bönd þess og einstök aðildarfélög, hafa margoft, með samþykktum og ályktunum á fundum slnum og þingum, látið i ljósi óskir og til- mæli um umbætur i atvinnuheil- brigðismálum og óskað eftir sam- starfi við heilbrigðisyfirvöld, lækna og samtök atvinnurekenda til að koma fram umbótum I at- vinnuheilbrigöismálum. A ráð- stefnu Læknafélags Islands sem haldin var 28. sept. 1979, þar sem landlæknir var viðstaddur, var óskað sérstaklega eftir sliku sam- starfi við fulltrúa Alþýðusam- bands íslands. Afstaða atvinnu- rekenda til samstarfs kemur væntanlega óbeint fram I þvi að fulltrúar þeirra i nefndinni sem samdi lagafrumvarpið, gerðu til- lögu um innihald og orðalag á 77. grein lagafrumvarpsins 1. og 2. málsgr., sem hljóðar svo: „Til þess að standast kostnað af framkvæmd laga þessara, skulu fyrirtæki þau er lög þessi gilda um, greiða I rikissjóð ið- gjöld, sem innheimt skulu ásamt slysatryggingagjaldi, sbr. lög um almannatrygg- ingar. Iðgjöld skulu reiknast af sama stofni og slysatryggingaiðgjald sbr. 1. mgr. þessarar greinar. Hundraðshluti iðgjalds skal ákveðinn með reglugerð fyrir eitt ár I senn, með hliðsjón af fjárhagsáætlun Vinnueftirlits rikisins, ásamt leiðréttingu vegna tekjuafgangs eða tekju- halla næsta reikningsárs á undan.” 7. aðfinnsluliður landlæknis við lagafrumvarpið hljóöar svo: „Landlæknir og margir læknar, heilbrigðisfulltrúar og heil- brigöisnefndarmenn, sem hann hefur rætt við vegna þessara mála lýsa áhyggjum sínum vegna þeirrar stefnu sem nú er yfirvofandi að þessi mál taki.” 1 þessum siöasta aðfinnslulið viö lagafrumvarpið lýsir land- læknir áhyggjum slnum vegna þeirrar stefnu sem nú er yfirvof- andi að þessi mál taki. Grund- vallarstefna lagafrumvarpsins er samstarf eins og lögö hefur veriö áhersla á fyrr I þessari grein, þ.e. samstarf allra aðila sem hlut eiga að máli, starfsfólks, atvinnurek- enda, heilbrigðisyfirvalda og Vinnueftirlits rikisins til að fyrir- byggja heilsutjón og slys við vinnu. Væntanlega er landlæknir fús til sliks samstarfs og vonandi ekki ástæða til að lesa neitt annað milli linanna I lokaorðum hans. Hér með hefur aðfinnsluliðum landlæknis við lagafrumvarpið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum verið svarað liö fyrir lið. I upphafi þessarar greinar er sagt að vikið verði síðar lítils- háttar að starfi heilbrigðisnefnda og Heilbrigöiseftirlits varðandi atvinnuheilbrigðismál, og skal þaö nú gert. Litlar sem engar skráðar heimildir eða upplýsingar um starfsemi heil- brigðisnefnda munu vera til frá 1975, eða eftir að Baldur Johnsen hætti sem forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits. Það er undarlegt að ekki skuli liggja fyrir upplýsingar um starf fleiri hundruð manna” (að sögn land- læknis i 4. aðfinnslulið hans) i heilbrigðisnefndum. Væntanlega er þessum „fleiri hundruðum manna” kunnugt um að þeir eru I nefndunum. Eitt er vist að verka- fólk og verkalýðsfélög viðsvegar út um landiö hafa ekki orðið vör við afskipti þessara „fleiri hundr- uð manna” af aðbúnaði, hollustu- háttum og öryggi á vinnustöðum. Verkefni heilbrigðisnefnda sem talin eru upp I Heilbrigðisreglu- gerð eru býsna margvísleg, svo sem um hreinlæti og þrifnað utan húss, um vatnsveitur og vatnsból, um frárennsli og salerni, um hreinsun og meðferð sorps og úr- gangs, um meindýr og ónytjadýr, um Ibúöarhúsnæöi, um gistihús, matsölur og veitingastaði, um skóla og barnaheimili, um sam- komuhús, um peningshús og skepnuhöld, um meðferð og dreif- ingu matvæla og annarra neyslu- vara og margt fleira. Vegna hinna margvislegu verkefna hafa atvinnuheilbrigöismálin ef til vill orðiö útundan hjá heilbrigöis- nefndunum. I 4. aðfinnslulið landlæknis við lagafrumvarpiö segir hann að að- búnaði og hollustuháttum sé heist ábótavant i smærri fyrirtækjum. En hvaö um hin stærri fyrirtæki þar sem f jöldi starfsfólks skiptir tugum eða jafnvel hundruðum? Tökum aðeins tvö dæmi, Kisiliðj- una og Sementsverksmiðjuna. Báðar þessar verksmiðjur hafa starfað I mörg ár. I september 1979 lágu loks fyrir niðurstöður mælinga á mengun I andrúmslofti starfsmanna Klsiliðjunnar. Eyj- ólfur Sæmundsson núverandi öryggismálastjóri vann að mæl- ingunum á vegum Heilbrigðis- eftirlits rikisins. Niðurstööurnar eru uggvænlegar. Viö útskipun reyndist reykmengun 15 föld hættumörk og á nokkrum vinnu- stöðum starfsmanna i verk- smiöjunni 10 föld hættumörk. Hvenær knýr Heilbrigðiseftirlitið fram ráðstafanir til að draga úr rykmenguninni? Niðurstöður mællnga á mengun andrúmslofts starfsmanna i Sementsverk- smiðjunni hafa ekki verið birtar. öllum er ljóst að rykmengun and- rúmslofts starfsmanna I ýmsum vinnusölum Sementsverksmiðj- unnar er mikil og trúlega yfir hættumörkum. Unnið hefur verið að úrbótum sem trúnaðarmenn starfsmanna hafa knúið fram. Hvað hafa viökomandi heil- brigðisnefndir aðhafst varðandi Kisiliðju og Sementsverksmiðju? Fjöldamörg önnur dæmi um slæmt ástand i atvinnu heil- brigðismálum er auðvelt að nefna en það yrði of langt mál i blaða- grein. Niðurstöður könnunar á ástandi aðbúnaöar, hollustuhátta og öryggis á um 160 vinnustööum sem Heilhrigðiseftirlit og öryggiseftirlit framkvæmdu á vegum nefndarinnar sem samdi margumrætt lagafrumvarp, staðfestu ótvirætt slæmt ástand I þessum efnum. Til lélegs aðbúnaðar, slæmra hollustuhátta, ófullnægjandi öryggisbúnaðar á vinnustöðum og óhóflegs vinnutlma og vinnu- álags má áreiðanlega mjög oft rekja orsakir heilsutjóns, sjúk- dóma óg slysa, sem leiða til varanlegrar örorku. Aö fyrir- byggja slikt og fá fram verulegar umbætur i atvinnuheilbrigðis- málum er þýðingarmikiö félags- legt verkefni. Hið margumrædda lagafrumvarp sem landlæknir var með aðfinnslur við hefur verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Úrelt lög sem hafa veriö slælega framkvæmd verða að víkja fyrir nýrri löggjöf byggðri á nýjum viðhorfum og reynslu frændþjóðanna á hinum Norður- löndunum. Endurskoðun laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit stendur nú yfir. Eðlilegt og sjálfsagt er að viö þá endurskoðun verði þeim lögum breytt með hliðsjón af hinum nýju lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og ein stofnun, Vinnueftirlit rikisins, látin sjá um eftirlit með aöbúnaði hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum I stað tveggja eða jafnvel fleiri stofnana eins og verið hefur. Þegar hin nýju lög koma til fullra framkvæmda skapast grundvöllur fyrir nauö- synlegum umbótum i atvinnu- heilbrigðismálum. Forsenda árangurs i þeim efnum er að gott samstarf takist milli allra aðila sem atvinnuheilbrigðismál varða, verkalýössamtaka, at- vinnurekendasamtaka, heil- brigðisyfirvalda og lækna. IgSÖLUSKATTUR l' “ Viðurlög falla á söluskatt fyrir aprilmán- uð 1980, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4,5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 20. mai 1980. SÖLUSKATTUR Hér með úrskurðast lögtak fyrir van- greiddum söluskatti I. ársfjórðungs 1980 svo og viðbótum söluskatts vegna fyrri timabila, sem á hafa verið lagðar i Kópa- vogskaupstað. Fer lögtakið fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Jafnframt úrskurðast stöðvun atvinnu- rekstrar þeirra söluskattsgreiðenda sem eigi hafa greitt ofangreindan söluskatt I. ársfjórðungs 1980 eða vegna eldri tima- bila. Verður stöðvun framkvæmd að liðn- um 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa. Bæjarfógetinn i Kópavogi, 19. mai 1980. • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verötilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.