Þjóðviljinn - 30.05.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. maí 1980.
skák
Umsjón: Helgi ólafsson
AfNigel
Short
Allt frá árinu 1972 eöa þegar
Fischer og Spasski áttust viö hér I
Reykjavik hefur styrkur enskra
skakmanna vaxiö hrööum skref
um. t dag er enska landsliöiö eitt
þaö allra sterkasta i heimi jafnvel
þó þaö sé aö mestu skipaö skák-
meisturum I kringum 25 ára
aldur. 1972 áttu Englendingar
ekki einn einasta stórmeistara og
þaö var ekki fyrr en 1976 sem sá
fyrsti sá dagsins ljós, Tony Miles.
Hann hreppti um leiö 5 þús. pund-
in sem James nokkur Slater haföi
lofaö fyrsta stórmeistara Eng-
lendinga.
Siöan hafa nokkrir aörir fetaö i
fótspor Miles; Keene, Stearn,
Nunn og þeir Speelman og Mestel
eiga ekki langt i land meö titilinn.
Nýjasta stirniö á skákhimni
tjallans er án efa aö finna i hinum
14 ára gamla Nigel Short sem
vakiö hefur óheyrilega athygli
einkum fyrir sinn unga aldur og
svo auövitaö einnig ágæta
frammistöðu i nokkrum sterkum
mótum.Nigel varö m.a. efstur á
breska meistaramótinu i fyrra
ásamt John Nunn og Robert Bell-
in. Þar sigraöi hann t.d. Tony
Miles á einkar sannfærandi hátt.
Á jólamótinu i Hastings hlaut
hann 8 vinninga af 15 mögulegum
og lagði m.'a. Ulf Anderson að
velli i góðri skák.
Þegar stórmeistaramótið i
London fór fram á dögunum var
Short i upphafi umsetinn blaða-
mönnum, slika athygli vakti þátt-
taka hans. Skákar hans við Viktor
Kortsnoj hefur veriö nokkuð getið
hér en þar tók Kortsnoj piltinn i
hálfgerða kennslustund. Skákin
fer hér á eftir og mætti segja mér
að kennslustund Kortsnojs næði
til fleiri en Shorts.
Hvitt: Nigel Short
Svart: Viktor Kortsnoj
Spænskur ieikur
1. e4-e5
2. Rf3-Rc6 4. Ba4-Rf6
3. Bb5-a6 5. d4
(Sjaldgæft afbrigði sem m.a.
hefur þann kost að koma i veg
fyrir Opna afbrigðið. 5. ,.-Rxe4
sem Kortsnoj heldur mjög svo
uppá.)
5. ...-Rxd4
(5. ..-exd4er venjulega leikiö en
Kortsnoj er þekktur fyrir allt
annaö en aö fara troðnar slóðir.)
6. Rxd4-exd4
7. e5-Re4 9. Rc3-Be7
8. Dxd4-Rc5 10. Dg4?!
(„Teórian” mælir með 10. Rd5.
Textaleikurinn viröist afar beitt-
ur þvi hann kemur i veg fyrir
stutta hrókun. 10. ..-O—O 11. Bh6
o.s.frv.)
10. ...-Kf8!
(Galinn við staðsetningu
drottningarinnar kemur nú i ljós.
Hún stendur á skáklinu biskups-
ins á 8.)
11. 0-0-d5
12. Dd4-c6 13. Bb3
(Kortsnoj stakk uppá 14. Í4-BÍ5
14. g4! ? Bxg4 15. f5-Re4 með
miklum flækjum.)
13. —-h5! x7. Ddl-d4
14. Re2-Bf5 18 Bf4-g5!
15. Be3-Rxb3! 19 Bcl-h4!
16. cxb3-c5 '
(Einhverntimann þegar Korts-
noj var að bera sig saman við
aðra sovéska útlaga kvaðst hann
ekki hafa yfir að búa neinum
hernaðarleyndarmálum, hins-
vegar vissi hann hvernig byggja
mætti upp góða peðastöðu. Þessi
skák viröist renna stoðum undir
þá umræðu.)
20. Hel-Dd5 22. Rbl-g4
21. Rc3-Dc6 23. Bf4-h3
(Hvitur er algerlega varnar-
laus gegn myljandi sókn svarts.)
24. f3-Hg8
25. g3-gxf3 26. Kf2-Hg4!
(Og nú er hótunin 27. .. Hxf4.
Svar finnst ekkert.)
27. Hgl
(Eða 27. Dxf3-Hxf4! 28. gxf4
(28. Dxf4-Dg2 mát) mát Bh4+
o.s.frv.)
27. ...-Hxf4!
28. gxf4-Bh4+
29. Hg3-Bxg3+
30. hxg3-De4
31. Dxf3-Dc2+
32. De2-d3
33. Dd2-Ke7
34. Kgl-h2+
35. Kxh2-Hh8+
36. Kgl-Be4
— og hvltur gafst upp.
Stöður í Tanzaníu
Danska utanrikisráðuneytið hefur óskað
eftir þvi að auglýstar verði hér á landi,
sem og annarsstaðar á Norðurlöndunum,
16 stöður ráðunauta við norræna sam-
vinnuverkefnið i Tanzaniu.
Þar er um að ræða eina stöðu yfirmanns (Project
Co-ordinator) og 15 stöður leiðbeinenda við ýmsa þætti
stjórnunar, bókfærslu, innlánastarfsemi, samband við
fjölmiðla o.fl.
Nánari upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð fást
hjá Aðstoö islands viö þróunarlöndin, Lindargötu 46,Rvk.
Skrifstofan er opin:
Laugardaginn 31. mai, kl. 14.00-16.00,
Þriðjudaginn 3. júni og fimmtudaginn 6. júni kl.
17.15-19.00.
Umsóknarfrestur er til 7. júni n.k.
Aðstoð íslands við þróunarlöndin.
29. JIJNÍ
Pétur J. Thorsteinsson
Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J.
Thorsteinssonar i Reykjavik er á Vestur-
götu 17, simar:
2-81-70, 2-81-71 og 2-85-18
% Allar upplýsingar um forsetakosningarn-
ar.
£ Skráning sjálfboðaliða.
Tekið á móti framlögum i kosningasjóð.
% Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteins-
son.
Stuðningsfólk Péturs.
r-------------------------------------------i
■ ; .. ~ " _ ■; - ■ ■
| Reist á 50 dögum í Stykkishólmi: |
Vinna hafin viö fyrsta eininga húsiö i Stykkishólmi.
jEin-
jbýlishús
Imeð
öllu
ösp hf. Stykkishólmi hefur
hafið framleiöslu á eininga-
hdsum úr timbri eftir nýrri
teikningu Hróbjarts Hróbjarts-
sonar arkitekts. Fyrsta húsiö er
risið aö Arnatúni 9, Stykkis-
hólmi og var mælt út fyrir
grunni 9. april 1980. Byrjaö var
aö reisa einingar 21. april og var
fokhelt 23. aprfl. Eigendur flytja
inn á morgun, 31. mal og veröur
húsiö þá fullbúið bæöi utan og
innan.
Augljóst er hvllikur
sparnaður það er fyrir húsbygg-
jandann að fá húsið fullbúið á
svo stuttum tima, en ösp sá um
grunninn og allt tréverk, þam.
innréttingar.
Að sögn Gunnars Haralds
sonar framkvæmdastjóra
Aspar hf. er undirbúningur aö
uppsetningu næstu húsa þegar
hafinn og risa þau m.a. I
Stykkishólmi og á Hellissandi.
Nýju einingahúsin eru sér-
stæö að þvi leyti, að einangrun
er meiri en almennt gerist. 6”
glerull I útveggjum og 8” glerull
I þaki. Hönnun húsanna
miöaðist viö að halda
kyndingarkostnaði I lágmarki.
Auk þess er lögð áhersla á vand-
aðan frágng og frisklegt útlit.
Húsin eru i 3 grunnstæröum 95
fer. 115 fer. og 138ferm. vinkil-
hús. Vegna hagstæðrar stæröar
eininga má breyta uppröðun
þeirra, og fá þannig annað útlit
og innra skipulag. öll loft eru
hallandi i samræmi við þakhalla
og gefa stafngluggar þvi
skemmtilega birtu.
Fyrirtækið hyggst leggja
aðaláherslu á framleiöslu ein-
ingahúsa i framtiöinni, enda er
eftirspurn mikil. Hægt verður
að fá húsin afhent á mis-
munandi byggingarstigum allt
frá fokheldu til fullbúins að
innan og utan.
15-20 manns starfa við fram-
leiðsluna auk uppsetningar-
manna, en hún verður i höndum
okkar sjálfra til að tryggja
vandaða uppsetningarvinnu.
Húsiö komiö upp. A morgun veröur flutt inn
I
ösp hf. hóf framleiöslu
einingahúsa árið 1974 I smáum
stil, en einmitt þess vegna hefur
fengist ómetanleg reynsla, sem
þróast hefur alveg fram á
þennan dag. Við horfum þvi
björtum augum til komandi
tima sagði Gunnar Haraldsson.
Húsakönnun 1
Stykídshólnii
í kvöld, 30. mai, verður hald-
inni Félagsheimili Stykkis-
hólms almennur fundur þar sem
Hörður Agústsson mun kynna
nýútkomna bók sina um húsa-
könnun I Stykkishólmi með
fyrirlestri og skuggamyndum.
Þá verður einnig opnuð sýn-
ing I veitingasal hótelsins þar
sem verkið er sýnt ásamt
stækkuðum ljósmyndum úr
safni Jóhanns Rafnssonar, og
myndir, lýsingar og uppdrættir
úr fyrri rannsóknum Harðar.
I viðtali við Þjóðviljann um
það leyti sem bókin kom út I vet-
ur sagöi Hörður, að að svona
húsakönnun væri byggingar-
listaleg, byggingarsöguleg og
byggingarumhverfisleg
rannsókn á húsaþyrpingum i
þorpum eða borgum, Markmiö
hennar er tviþætt, annarsvegar
að benda á hús eða samstæður
húsa, sem vert er aö huga að
vegna menningarsöguleg gildis
þeirra og hinsvegar að vera
hjálpartæki skipulagsfræöinga
er þeir þurfa aö endurskoða eða
endurskipuleggja gömul hverfi.
Að könnuninni stóðu Hús-
friðunarnefnd, skipulagsstjóri
rikisins og Stykkishólmshrepp-
ur, en hugmyndina að henni áttu
Hólmarar sjálfir vegna þess aö
fyrir dyrum stendur hjá þeim
gerð nýs aðalskipulags I
Stykkishólmi, en þar standa enn
uppi fjölmörg gömul og söguleg
hús, sem áhugi er fyrir að varð-
veita af ýmsum ástæðum. Mun
við gerð aöalskipulagsins verða
tekiö fullt tillit til könnunar
Haröar og ábendinga hans, aö
þvi er Sturla Böðvarsson
sveitarstjóri lét hafa eftir sér
viö útkomu bókarinnar.
Öldungadeildin i Hveragerði:
Fyrstu skólaslitin
Fyrstu skólaslit öldunga-
deildarinnar i Hveragerði fóru
fram fimmtudaginn 22. mai sl.
Deildin tók til starfa i janúar sl.
og hófu þar nám 83 nemendur
frá Hverageröi, ölfusi
(Þorlákshöfn), Selfossi, Stokks-
eyri og Gnúpverjahreppi.
Þar sem deildin naut engra
rikisstyrkja vegna launa-
kostnaðar né annars var farið
fram á við sveitarfélög nem-
enda, að þau styrktu deildina
með fjárframlögum. Hvera-
gerði, ölfus og Gnúpverja-
hreppur uröu mjög rausnarlega
við þeirri málaleitan, en Selfoss
og Stokkseyri sáu hinsvegar
ekki ástæðu til að hlaupa undir
bagga, þótt deildin sé eini
kostur útivinnandi fólks austan-
fjalls til aö stunda framhalds-
nám með atvinnu sinni án þess
að þurfa að leita til Reykja-
vikur, segir i fréttatilkynningu
frá öldungadeildinni, sem jafn-
framt vonast nú til, að öll
sveitarfélög nemenda bregðist
vel við málaleitun hennar næsta
haust.
öldungadeildin I Hveragerði
starfar I náinni samvinnu við
Menntaskólann við Hamrahlið I
Reykjavik. Voru prófin lögð á
sama tima fyrir nemendur
beggja skólanna og úrlausnir
metnar til einkunna af kenn-
urum MH. Prófin gengu mjög
vel og hafa flestir hinna 62ja
próftaka i Hveragerði þegar
innritast á næstu námsönn, sem
hefst i byrjun september nk.
Námsefnið, sem I boöi veröur á
haustönn 1980 mun samsvara
námsefni tveggja fyrstu náms-
annanna I MH, fjölbrauta-
skólum og frumgreinadeild
Tækniskóla Islands.
Innritun nýrra nemenda til
náms á haustönn 1980 I ÖH fer
fram i dag, kl. 20 og á morgun,
laugardag kl. 14 (30.-31. mal) i
Gagnfræðaskólanum i Hvera-
geröi, simi 99-4350. •'