Þjóðviljinn - 01.06.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. júni 1980. ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 3
Njörður i simanum.
Ön?úlfur i shnanuni.
LISTAHÁTÍÐ HEFST f DAG, SUNNUDAG:
„Stöðugt stærri
og breiðari hópur
sem kaupir miða”
„ Jú, ætli við verðum ekki
að segja að það sé nóg að
gera. Við erum að fara yf ir
kynningar á dagskrár-
atriðum og Sólveig er að
skrá komutíma allra er-
lendu listamannanna"
sagði Njörður P. Njarðvík,
E*1
Dagskrá
Listahátíðar
Sunnudag
Klukkan 4 sunnudag verð-
ur hátiðin sett á Lækjartorgi.
Þaö er Ingvar Gislason,
menntamálaráðherra sem
setur hátiðina, kór Mennta-
skólans við Harmahliö syng-
ur undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur og spánski
leikhópurinn Els Comediants
leikur á torginu.
Sýning Antonio Saura er
opnuð kl. 2 i Listasafni
Islands og kl. 3 flytur Leik-
brúðuland „Sálina hans Jóns
mins” á Frikirkjuvegi 11. Kl.
7 veröur opnuð á Kjarvals-
stöðum yfirlitssýning á verk-
um Kristinar Jónsdóttur og
Gerðar Helgadóttur.
Kl. 8.30 á sunnudagskvöld
verða tónleikar i Háskólablói
með Sinfóniuhljómsveit
Islands, einleikari Göran
Söllscher, stjórnandi Rafael
de Burgos.
Mánudag
A mánudag verður sýníng
á „Sálinni hans Jóns mins”
hjá Leikbrúðulandi kl. 5.
Þriðjudag
A þriöjudaginn kl. 5 verður
sýning hjá Leikbrúðulandi á
„Sálinni hans Jóns mins” og
kl. 9 um kvöldið veröa pianó-
tónleikar Alicia de Larrocha
I Háskólabiói.
formaður framkvæmda-
stjórnar Listahátíðar þeg-
ar við litum inn með Ijós-
myndara á skrifstofuna í
Gimli fyrir helgina. Þar
sátu þau Njörður, örnólfur
Árnason, framkvæmda-
stjóri Listahátíðar og Sól-
veig Eggertsdóttir mót-
tökustjóri á kafi í pappír-
um. Þau buðu upp á kaffi
og hjónabandssælu á með-
an við spjölluðum saman
og síminn glumdi.
„Ég hef aldrei verið hér heima
á Listahátið fyrr og þetta er þvi
nýtt og spennandi fyrir mig. —
Nei, ég kviöi ekkert sérstaklega
fyrir. Það er helst að maöur kviði
þvi aö verða skammaður fyrir
veðrið ef það verður slæmt. Rokið
er það eina sem maður hefur
áhyggjur af þegar maöur þarf að
fara til Keflavikur og taka á moti
útlendingunum.”
„Og þarftu að berjast með
blómvendi á móti vindinum?”
„Nei, við förum ekki með blóm-
vendi út á flugvöll, — það er
ómögulegt fyrir fólkiö að burðast
með blómvendi til viðbótar viö
allan farangurinn. Hins vegar
biður blómvöndur á hveriu her-
bergi á Hótel Sögu.”
„Komast erlendu gestirnir til
með aö ferðast eitthvað um land-
ið?”
„Fæstir hafa tima til þess.
Japaninn Tanaka kemur hingað
meö kvikmyndatökumenn og ætl-
ar aö taka mynd hér. Spænski
leikhópurinn Els Comediants
verður hér alla hátiðina og þau
verða með sérstakan leiðsögu-
mann.
Það sem komið er af þessu fólki
er ákaflega elskulegt og ég kviði
engu. Það væru þá helst duttlung-
arnir I þessum tveimur sem mað-
ur gæti haft áhyggjur af”. segir
Sólveig brosandi og bendir á þá
örnólf og Njörð, sem þessa stund-
ina eru sinn I hvorum simanum i
mjög dularfullum samtölum.
Þegar örnólfur hefur sleppt
simanum segir hann okkur að allt
gangi samkvæmt áætlun, —
undirbúningi er að mestu lokið og
miöasala hafin.
„Þær segja mér sem hafa verið
hér i miðasölu frá upphafi, að hún
sé óvanalega jöfn og góö i þetta
sinn. Þú ættir að tala við hana
Guðriði —” um leið og örnólfur
sleppir orðinu birtist Guðriöur
Þórhallsdóttir miðasölustjóri og
Ornólfur kemst aftur i simann.
„Ég hef unniö viö miðasölu á
Listahátið frá upphafi og mér
finnst mjög ánægjulegt hvaö sal-
an er jöfn i ár. Það er þegar fariö
að selja miða á dagskráratriði
sem eru eftir þrjár vikur.”
„Hvaöa viðburðir á Listahátið
virðast ætla að verða vinsælast-
ir?”
„Það er ekki gott að segja um
þaö ennþá, þvi reynslan hefur
sýnt að fólk fer ekki að kaupa
miða I alvöru fyrr en um mán-
aöamótin, þegar það hefur feng-
ið útborgaö. Það er þó greinilegt
að Pavarotti ætlar aö verða einna
eftirsóttastur. En eins og ég sagði
er miöasalan mjög jöfn á öll
atriöin. Ég get nefnt sem dæmi
um atriði á dagskránni sem mikið
er spurt eftir: „Beðiö eftir God-
ot” frá Leikfélagi Akureyrar og
kemmertónleika, en hvort
tveggja er i siðustu viku Lista-
hátiðarinnar.”
„Er munur á þvi fólki sem nú
kaupir miða á Listahátiö og þvi
sem kom fyrsta árið sem Lista-
hátið var?”
„Já þróunin er mjög ánægju-
leg. Maður sér breytingu ár frá
ári. Hópurinn sem kemur verður
æ breiðari og ég held að hann hafi
aldrei verið fjölbreyttari en ein-
mitt núna. Miðaverðið er lika vel
viðráöanlegt fyrir flesta og ég
held að þeir séu fáir sem ekki
geta leyft sér aö taka þátt I Lista-
hátið vegna miðaverðsins. Svo
má geta þess aö ýmis atriöi eru
ókeypis, t.d. opnunin á Lækjar-
torgi.”
„Er mikið um að ungt fólk
kaupi miða?”
„Já, það er greinilega að auk-
ast. Mér finnst mjög gaman að
selja þessu unga fólki miða, þvi
það hefur góöan listasmekk,”
sagði Guöriður að lokum. Þegar
við höfðum lokið viö hjónabands-
sæluna kvöddum viö þau þre-
menningana og þökkuðum fyrir
okkur, enda var skrifstofan þegar
oröin full af fólki i ýmsum erinda-
geröum.
—þs
Litið inn á skrif-
stofu Listahátíðar
Spænski ieikhópurinn Els Comediants frá Barcelona sýnir á Lækjar-
torgi á opnun Listahátiöar I dag, sunnudag.
„Gaman aö selja þessu unga
fólki miöa”, sagöi Guöriöur
miöasölustjóri. Ljósm. — gel —
„Ælii maöur hafi ekki mestar
áhyggjur af rokinu”, s-,göi
Sólveig Eggertsdóttir
móttökustjóri.
UTBOÐ
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar
óskar eftir tilboðum i lögn aðveitu 3ja
áfanga.
Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf. 12. júni 1900 kl. 11
f.h.
Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúla 4
Reykjavik, Berugötu 12 Borgarnesi og
Verkfræði- og teiknistofunni sf.
Heiðarbraut 40 Akranesi gegn 50 þús. kr.
skilatryggingu.
Verkfræðistofa Siguröar Thoroddsen hf.
Armúla 4, Reykjavlk. Slmi 84499
Atvinna
í boði er hlutastarf við skipulagningu á
dreifingu og sölu timarits er kemur út árs-
fjórðungslega. Ahugasamir leggi inn nöfn
og heimilisfang með upplýsingum um
nám og fyrri störf á afgreiðslu Þjóðvilj-
ans, merkt SH 30.
Notuð útidyrahurð
með járnum og karmi til sölu á tækifæris-
verði. Einnig 2—3 innihurðir. Upplýsingar
i sima 82432.