Þjóðviljinn - 01.06.1980, Síða 19
Sunnudagur 1. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19
Frá Kvennaskólanum
i Reykjavík
Næsta vetur starfrækir skólinn uppeldis-
svið með 3 brautum:
1. MENNTABRAUT
sem lýkur með stúdentsprófi eftir 3ja—4ra
ára nám.
2. FÓSTUR- 0 G
ÞROSKAÞJÁLFABRAUT
sem er 2ja ára undirbúningsnám fyrir
fósturnám, þroskaþjálfanám og skyldar
greinar.
3. FÉLAGS- OG IÞRÓTTABRAUT
2ja ára nám, sem veitir undirbúning til
leiðbeinendastarfa og er góður undir-
búningur þeim sem hyggja á framhalds-
nám i kennslufræðum og iþróttum.
Tvær siðastnefndu brautirnar geta einnig
leitt til stúdentsprófs eftir 2ja ára
viðbótarnám.
Innritun fer fram i Miðbæjarskólanum
dagana 3. og 4. júni kl. 9—18 og á skrifstofu
Kvennaskólans i Reykjavik vikuna 2.-6.
júni kl. 9—15, simi 13819.
Skólastjóri
Lausar
kennarastöður í
V estmannaey jum
Almenn kennsla.
Nokkrar almennar kennarastöður við
Grunnskóla Vestmannaeyja.
Tónmenntakennsla
1—2 stöður tónmenntakennara.
Fjölþætt tónmenntastarf og góð aðstaða.
Til greina kemur starf við kórstjórn o.fl.
Mynd- og handmenntakennsla
2 stöður mynd- og handmenntakennara.
Mjög góð aðstaða til fjölbreytilegrar
kennslu.
Húsnæði fyrirliggjandi, á hitaveitusvæði.
Upplýsingar veitir skólastjóri i simum
98-1944 og 98-1793. Einnig skólafulltrúi i
simum 98-1088 og 08-1500.
Skólanefnd
Grunnskóla Vestmannaeyja
Framhaldsnám
að loknum grunnskóla
Athygli er vakin á aö umsóknarfresti um inngöngu á
ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi lýkur 9. júni, og
nemendur sem siöar sækja geta ekki vænst skólavistar.
Tilskilin umsóknareybublö&fást iþeim grunnskólum, sem
brautskrá nemendur úr 9. bekk, og i viðkomandi fram-
haldsskólum. Leiöbeiningar um hvert senda skuli
umsóknir eru á umsóknareyöublööunum. Bent skal á, aö I
Reykjavik veröur tekiö á móti umsóknum i Miöbæjarskól-
anum 3. og 4. júni kl. 10—17 báöa dagana og jafnframt
veittar upplýsingar um framhaldsskóla.
29. mai 1980
Menntamálaráðuneytiö
Rauðsokkahreyfingin:
ÁRSFIÓRÐUNGSFUNDUR
Verður haldinn 16. júni n.k. kl.
20.30 I Sokkholti, Skólavörðu-
stig 12.
Umræðuefni: Niðurstöður úr
grunnhópum, þing i haust,
kvennahátið, starfið i sumar,
kosning i miðstöð, húsnæðis-
mál, önnur mál.
Mætum öll, hress að vanda!
Miðstöð.
af görðum
og gróðri
Umsjón: Hafsteinn Hafliðason.
Sáðskipti — samræktun
Hvaða grænmeti á að
planta hlið við hlið?
Margir hafa spurt hversu
mikiö sé hæft i þvi, sem haldiö
hefur veriö fram, aö jurtir hafi
áhrif hver á aöra, beint sem
óbeint. Einkum þaö hvort mat-
jurtir dragi dám af sinum
sessunaut — svo aö segja.
Vissulega hefur þetta viö tals-
verö rök aö styöjast, enda þótt
ekki liggi fyrir neinar ýtarlegar
visindarannsóknir þessu til
stuönings.
En nú er vitaö aö frjósemi
lands eykst til muna viö
fjölbreytt gróöurval. Sömuleiöis
þegar oft er skipt um þær mat-
jurtir sem ræktaöar eru á þvi.
Uppskera rýrnar mjög aö
magni og gæöum (og umfram
allt geymsluþoli) þar sem sama
tegund er ræktuö ár eftir ár á
sama staö.
Astæöan er sú, aö plöntur
hagnýta sér gróðurmold jaröar
á mjög mismunandi hátt.
Einnig er það staöreynd aö
plönturætur gefa frá sér hvata
(ensim) sem ýmist verka
hvetjandi eöa letjandi á annan
gróöur. Flestar jurtir draga aö
sér ákveönar tegundir eöa
stofna af jar&vegsbakterium og
örsveppum, oft til gagns og oft
til tjóns. Afleiðingin verður þá
sú, aö öörum örgróöri fækkar
eöa aö hann liöur undir lok. En
þaö er umfram allt þessum
örgró&ri aö þakka aö nokkrar
æöri lifverur — jurtir og dýr —
geti dafnaö á jör&inni. Nú — viö
þessa uppsöfnun hinna ákveönu
stofna veröur lifiö I jarö-
veginum einhæft og snautt og
loks fer svo, aö enginn gróöur
þrifst þar fyrr en eftir langa
umsköpun örflórunnar. Þetta er
nefnt jarövegsþreyta.
Þegar uppskera minnkar er
gripiö til tilbúins áburöar, en
allt ber að sama brunni.
Skammtarnir stækka en
uppskeran stendur i staö eöa
bregst aö lokum. Tilbúinn
áburöur er tvieggja sverö. Þaö
er vissulega hægt aö pina fram
metuppskeru meö honum I
nokkur ár eöa áratugi en raun-
verulegt næringargildi mat-
jurtanna er aö afar litlu leyti I
réttu hlutfalB viö magnaukning-
una. Tilbúinn áburöur er
sótthreinsandi og þar af leiöir
aö hann gerir engar gælur viö
þaö smálif, sem nauösynlegt er
til aö viöhalda frjómætti jaröar.
Þaö er ihugunarvert, aö I Kina-
veldi er jarövegsþreyta óþekkt
vandamál. Síöan sögur hófust
hefur land veriö ræktaö þar —
þaö er i yfir fjögur þúsund ár.
Horfum viö hinsvegar vestur
um haf, til Ameriku þá má lita
yfir stórar spildur þess lands,
sem eitt sinn var talið gjöfulast
landa, þar sem ekki vex
stingandi strá og jaröskorpan er
eins og steypt stétt. Tæp tvö
hundruö ár eru slðan aö þetta
land var brotiö og I hundraö og
fimmtiu ár var það yrkt meö
eljusemi, súrum sveita og skit.
Þá gaf þaö góöan ávöxt. Fyrir
tæpum fimmtiu árum fóru stór-
virk tæki og tilbúinn áburöur aö
ry&ja sér til rúms. — Burt hross
og mykja! — Stopp sviti og
skitur! Og um 1940 haföi land-
búnaöurinn breyst úr hugguleg-
um smábúskap i „hagvædda
Radisur vilja gjarnan vera
nálægt karsa eöa káljurtum.
Selleri og blómkál fer vel aö
planta hliö viö hliö.
liart'ó1"1— i.uvelum og efnaiön-
aöi. Afraksturinn jókst, ekki
vantaöi þaö, en bara um stund.
Fuglar voru löngu hættir aö
fylgja þar eftir plógförum um
1960, þegar Móöir Jörö gafst upp
á aö næra sitt maröa kaun og lét
hril&ur eitt vaxa i sáriö.
Kinverjar hafa alla tfö stund-
a& fjölbreytta vixlræktun meö
handverkfærum og skarni og
nú, þegar notkun tilbúins
áburöar og tæknivæöing eykst i
Kina, fara þeir mjög hægt af
staö og beita hvorutveggja i
miklu hófi. Kinverjar vita hvaö I
húfi er og fáar ef nokkur þjóð er
þeim samhli&a hvaö varöar
rannsóknir á lifrænni ræktun og
samanburö á henni gagnvart
efnaræktun.
Tilbúinn áburður á rétt á sér,
en notiö hann I lágmarki. Hafiö
þaö til marks, aö heilbrigö og
frjó móld er kvik af ánamöðkum
og mori. Anamaökurinn flýr
ekki frjóa mold fyrr en i fulla
hnefana er komiö.
Til þess aö komast hjá
jarövegsþreytu þarf aö færa
plönturnar til i garölöndunum
ár frá ári. Rækta t.d. kartöflur i
ár, þar sem káliö spratt i fyrra
og öfugt.
Samræktun er lika gott ráö til
aö komast hjá jarövegsþreytu,
önnurhver planta i rööinni eöa
sin hver rööin samsi&a af mis-
munandi tegundum skila oft
góöri ábót viö uppskeruna, ann-
aöhvort i magni eöa gæöum.
En nú er ekki sama hvaöa
tegundir eru valdar saman. Hér
fer á eftir upptalning á plöntum
sem passa hver með annarri og
hverjum skuli varast að planta
saman. Vona ég aö mörgum
komi vel aö vita.
Blómkál vex vel meö selleri
(blaö ög rótsillu) og verður
bragöbetra. Blómkál þrifst ekki
vel meö spinati eöa þar sem
spinat hefur vaxið á&ur.
Dilla ér góö meö graslauk,
gúrkum, káli, rófum, lauk,
gulrótum, steinselju og rauöróf-
um. Dilla þarf oft aö skipta um
beö sé hún ræktuö einhliöa.
Graslaukur á vel viö gulræt-
ur.
Gulrætur þrlfast vel meö
dillu, öllum kryddjurtum, lauk,
blaöbeöju, hreökum, salati og
tóma.t.
Kál og rófurdafna meö öllum
kryddjurtum (og eins öllum
óskyldum jurtum meö stækri
lykt sem fælir kálfluguna frá),
rauörófum, gúrkum, lauk,
kamillu (baldursbrá !)
blaöbeöju og rabbarbara. Ekki
meö kartöflum, jaröarberjum
og púrrum.
Kartaflan veröur bragöbetri
nálægt piparmyntu, spinati og
hrlmblööku. Flauelisblóm villir
alveg ótrúlega um fyrir
kartöfluhnúöormum, þar sem
þeir eru á feröinni, auk þess aö
gefa kartöflunum mjög eftir-
sóknarvert kryddbragö. Hins-
vegar er mjög óheppilegt aö
setja niður kartöflur nálægt
birki, stikilsberjum, rauörófum
og selleri.
Hreökur (radisur) kunna vel
viö a& hafa karsa, jaröarber,
lauk, káljurtir, blaöbeöju,
gulrætur og steinselju í návist
sinni. Sömuleiöistómata.Aftur á
móti er samspiliö milli gúrkna
og hreökna mjög neikvætt.
Morgunfrúin hefur mjög
bætandi áhrif á allt kálkyns!
Rau&rófur dafna alls ekki
meö kartöflum, púrrum e&a
spinati. Hinsvegar vel meö róf-
um, lauk og salati.
Salatfær þéttari höfuö sé þvi
sáö meö kerfli og losnar aö
mestu viö heimsóknir bla&lúsa,
Gulrdt, dilla, piparmynta og
rabbarbari eru góöar sambýlis-
plöntur meö salati.
Spinat vex vel meö rósum og
jarðarberjum. Einnig kartöfl-
um og rabbarbara. Aö rækta
spinat meö rauörófum eöa
tvisvar I röö á sama staö gefst
ekki vel.