Þjóðviljinn - 06.06.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.06.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júní 1980. DJOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyf ingar og þjóðf relsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjó&viljans Framkvœmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaóur Sunnudmgsbiaós: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Afgreióslustjóri: Valþór Hlöóversson Blaóamenn : Alfheiður Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Otllt og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Landflótti og vanþróun • Tíminn gerir landflótta frá íslandi að umræðuefni í leiðara sínum I gær. Þar er á það minnt, að í fyrra f luttu rúmlega fimm hundruð fslendingar af landinu umfram þá sem heim sneru. Við höldum að sönnu enn nokkurri fólksf jölgun, en það var ekki síst vegna þess, að í fyrra f jölgaði fæðingum skyndilega. # Við höfum áður gert landflóttann að umræðuefni. Hann hef ur verið umtalsverður mestallan síðasta áratug — þau ár sem þar skera sig úr eru á valdaskeiði þeirrar vinstristjórnar sem tók við völdum 1971 og sat fram á árið 1974. Bæði fyrir og eftir þann tíma sýndu skýrslur mjög greinilegan landflótta. • Við vitum, að það er útbreiddur áhugi meðal þeirrar eyþjóðar sem viðtilheyrum á að reyna eitthvað nýtt í lífi og starf i, sjá sig um, kynnast löndum og siðum. Við þurf- um í ríkari mæli en f lestir aðrir að sækja ýmislega sér- þekkingu til annarra landa, enda þótt að námsbrautum hér heima hafi farið heldur f jölgandi. Slík staða býður jafnan upp á að þessi fámenna þjóð verði fyrir nokkru tapi í mannfólki — af fjölskylduástæðum, vegna þrengsla á sérhæfðum vinnumarkaði og þar fram eftir götum. Þó er líklegt, að íslendingar sem hafa t.d. stundað nám erlendis hafi jafnan sýnt meiri áhuga á að snúa heim en ætla mætti, bæði ef horft er á launakjör ein sér í ýmsum starfsgreinum og svo til samanburðar við ýmsar aðrar þjóðir, sem hafa þurft að kvarta undan því að ríkari lönd veiti frá þeim til sín fólki, sem býr yfir dýrkeyptri og nauðsynlegri sérþekkingu. • En tölurnar undanfarin ár hafa bent til þess, að tiltölu- lega fleiri væru í landflóttaskapi en oftast áður. Menn verða að horfa til harðindatíma, landleysis og almenns úrræðaleysis sitt hvorum megin við aldamótin, til tfma Ameríkuferðanna, til að fá svipuð dæmi. • Leiðarahöfundur Tímans vill telja það eiga sinn þátt í landf lóttanum „að oft er haldið uppi neikvæðum áróðri um lífskjörin hér og reyntaðgera þau sem óhagstæðust í samanburði við það sem erlendis er". klrippt ■ Geir og Gunnar I hætti II síOasta hefti Stefnis, mál- gagns Sambands ungra Sjálf- stæöismanna, skiptast þeir ■ Pálmi Jónsson landbúnaöarráö- Iherra og Friörik Sóphusson al- þingismaöur á skoöunum um rikisstjórn Gunnars Thorodd - • sens og ástandiö i Sjálfstæöis- Iflokknum. Athyglisvert er aö i skrifum sínum lýsir Friörik Sóphusson þvl ótvirætt yfir aö Ifinna þurfi nýja forystu fyrir Sjálfstæöisflokkinn eöa eins og Friörik segir þegar hann fjallar ■ um næstu verkefni flokksins: Friörik: Látum ekki bugast heldur setjum leiftursóknina á oddinn á nýjan leik. „Velja sér forystu, sem um , timabundiö skeiö setur sér þaö Imarkmiö, aö sameina alla flokksmenn undir einu marki. Leysa þarf flokksmenn úr þeim • álögum, aö vera sýknt og heil- Iagt dregnir I dilka einstakra forystumanna, I staö þess aö sameinast um hugsjónir”. • Til þess aö menn veröi ekki Iáfram dregnir i dilka sem stuöningsmenn Gunnars Thor- oddsens eöa Geirs Hallgrims- Isonar er ljóst aö þeir veröa báöir aö láta af forystustarfi I ■ Sjálfstæöisflokknum. Friörik er Iþannig I hópi þeirra manna sem telja aö eina leiöin sem komi til greina viö aö sameina flokkinn , á ný sé aö bæöi Gunnar og Geir Iláti af forystu flokksins á næsta landsfundi. : Leiftursókn ákveðin á 2 tímum 1 skrifum sinum fjallar Pálmi Jónsson mest um innanflokks- vandamál Sjálfstæöisflokksins og þær breytingar sem flokkur- inn hefur veriö aö taka á siöustu árum og Pálmi telur mjög alvarlegar. Pálmi tekur þar undir þá skoöun sem m.a. Guö- mundur H. Garöarsson hefur sett fram I Morgunblaöinu, aö Sjálfstæöisflokkurinn hafi mjög veriö aö færast til hægri á siö- ustu árum. Segir Pálmi aö þessi þróun hafi oröiö á kostnaö frjálslyndis og viösýni sem áöur hafi einkennt flokkinn undir forystu Ölafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Leggur hann á þaö áherslu aö hann og aörir stuöningsmenn Gunnars Thor- oddsens séu fulltrúar þeirra afla I flokknum sem vilji breytingar þannig, aö flokkurinn veröi aö nýju viösýnn og frjálslyndur flokkur. Aö mati Pálma Jónssonar var leiftursóknarstefna Sjálfstæöis- flokksins i siöustu kosningum kórónan á hægri þróun flokksins og þaö hvernig sú stefna var mótuö jafnframt lýsandi fyrir þá skúmaskotaákvaröanatöku sem einkenni Sjálfstæöisflokks- ins. Þannig hafi frambjóöend- um flokksins s.l. haust veriö stillt upp viö vegg oggert aö samþykkja leiftursóknina á tveimur klukkustundum. Um þessi vinnubrögö segir Pálmi: Stefnumótun í þröngum hópum „Stefnumótun hefur fariö fram I einhverjum lokuöum eöa þröngum hópum, sem erfitt hefur veriö aö fá vitneskju um hverjir skipuöu. Svo var t.d. meö leiftursóknina. Hún var birt frambjóöendum flokksins á fundi kl. 10 árdegis á tilteknum degi i Valhöll. Þar skyldi rædd stefnuskrá og vinnubrögö I kosningabaráttunni. Dagskrá sýndi sex bókaöa framsögu- menn. Tveir eöa þrir þessara ræöumanna komust aö meö slna framsögu. Einstakir frambjóö- endur gátu gert örfáar athuga- semdir, en kl. 12 á hádegi var fundi slitiö. Þá höföu forráöa- menn flokksins ekki tima til aö ræöa þessi mál lengur. Þeir «3 -----------------------------1 höföu lesiö okkur frambjóöend- , um formúlu aö leiftursókn, viö I vorum búnir aö fá nestiö. Aöeins I kurteisi hamlaöi þvl, aö okkur | væri sagt meö viöeigandi oröa- • lagi aö fara heim, sem heföi I veriö i stil viö fundarhaldiö. I Auövitaö var þörf á aö ræöa I kosningastefnuskrá flokksins á ■ tveggja daga fundi fremur en I eins dags, hvaö þá tveggja tima I fundi. Flestir okkar höföu aldrei I séö þetta plagg áöur”. 1 Pálmi: Leiftursóknin kóróna á hægri þróun Sjáifstæöisflokks- „Bugast við fyrsta mótbyr” ! Friörik Sóphusson telur hins I vegar enga ástæöu til aö bakka I meö leiftursóknina og leggur til ■ aö Sjálfstæöismenn haldi I ótrauöir áfram þeirri stefnu- I mótun I efnahagsmálum sem I boöuö var i siöustu kosningum. ■ Friörik gagnrýnir Gunnar I Thoroddsen og aöra Sjálfstæöis- I menn sem „láta bugast viö I fyrsta mótbyr”. Friörik leggur ■ eins og aörir stuöningsmenn I Geirs Hallgrimssonar áherslu á I aö leifturstefnan hafi veriö góö, • en þvi miöur hafi ekki tekist aö ] koma henni nægilega vel til ■ skila til almennings og þaö sé I þvi verkefni flokksins aö auka I skilning fólks á gildi leiftur- | sóknarinnar fyrir næstu kosn- , ingar. —þm skorrið #Slík skýring dugar skammt. Að minnsta kosti er erfitt að trúa því, að menn færu að kveðja land og granna til langframa ef aðeins væri spurt um einangraðan þátt lífskjara eins og vinnulaun. Hittersvoannaðmál, að það Tónskóli Sigursveins: mun ráða meiru um landf lóttann en nokkuð annað, að ís- land er í samanburði við granna sína vanþróað land í félagslegum efnum. Þá er átt öðru fremur við þann þátt lífskjara, Iffsgæða, sem snýr að möguleikum yngra fólks til að leysa húsnæðisvanda sinn, sem og stöðu dagvist- unarmála — en án þess að þau mál séu í góðu lagi verða formlegir ávinningar jafnréttisbaráttunnar lítils virði. Hver og einn þarf ekki að líta lengi í kringum sig til að f inna dæmi um að þessir þættir ráði miklu um ákvörðun ungs fólks að flytja úr landi. • Svarið við landf lóttanum —ef menn vilja á annað borð gefa slíkt svar — hlýtur fyrst af öllu að vera einmitt stórframtak í þeim tveim þáttum félagsmála sem nú voru nef ndir. Því er nauðsyn til að styðja við bakið á allri viðleitni stjórnvalda til umbóta á þessu sviði, sem kemur fram í húsnæðismálafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og í fleiri hlutum. Halda áfram á þeirri braut — og um leið spyrna á móti öllu lýðskrumshjali um sparnað og niður- skurð, sem í reynd tryggir það eitt, að því fólki f jölgar sem treystir sér ekki til að lifa á fslandi. — áb. Tónleikahald á vegum skólans var mun meira á árinu en nokkru sinni fyrr, Jólatónleikar voru I Fellaskóla og I Norræna húsinu og á útmánuöum voru haldnir 10 tónleikar, þar af þrennir sem Tónskólakórinn hélt á tónleika- ferö sinni um Snæfellsnes og Dali. Þá fékk skólinn til námskeiös- halds prófessor Georg Hedjinikos en hnn er þekktur pianóleikari og hljómsveitarstjóri. Var þátttaka I námskeiðinu góö og ánægja meö árangurinn. A myndinni eru þeir nemendur sem komu fram á tónleikum skólans i Norræna húsinu 7. mai s.l. Oflug starfsemi A þessu voru lauk 16. starfsári Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Alls voru i skólanum i vetur 512 nemendur og af þeim þreyttu 112 stigapróf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.