Þjóðviljinn - 06.06.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. júnt 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Átökin um erlenda stúdenta í Frakklandi
„Viljum ekki að
háskólarnir séu
ruslahaugar”
- ,'MW
“*• „ *yPr m * ■ * *
*%úP*&&ÍÉté
sæti aöilar úr háskóla-, sam-
vinnu- og utanrikisráðuneytinu.
Þessari nefnd er i fullvald sett,
hvort umsókninni er hafnað eður
ei. Vilji erlendur stúdent sem
þegar er við nám skipta um aðal-
fag, þarf hann að senda inn um-
sókn einsog byrjandi sem fer
fyrir þessa nefnd. Nefndin sér
einnig um að koma umsókninni til
einhvers af þeim háskólum þar
sem viðkomandi fag er kennt;
hún velur ekki aðeins háskólann
fyrir nemandann, heldur velur
hún einnig inn þá nemendur sem
henni þóknast. Vaknar þvi spurn-
ingin við hvað hún miðar „valiö”.
Hve margir?
Ef þeir vilja ofbeldi... sagði innanrtkisráðherrann. Baráttan einkennd-
ist af skyndiupphlaupum og rómantik.
Átök um stöðu er-
lendra stúdenta i Frakk-
landi hafa verið ofarlega
á baugi að undanförnu.
íslenskir námsmenn
hafa að vonum haft
áhuga á þvi máli og fyrir
skemmstu bað stjórn
SÍNE umbjóðanda sinn i
Paris að skýra frá „nýj-
um lögum og reglugerð-
um” um þetta mál.
Trausti Einarsson hefur
sent frá sér greinargerð
um þetta efni, sem hér
fer á eftir litið eitt stytt.
Þau lög sem núverandi rikis-
stjórn undir forystu Giscards og
Barre hefur komið á um rétt og
stöðu útlendinga (og erlendra
stúdenta) eru kennd við
„Stoléru”, „Bonnet” og
„Imbert”. Eru það sérstaklega
tveir siöastnefndu lagabálkarnir
sem snerta stöðu stúdenta.
Fyrsta atriðið er að erlendur
nemandi fær ekki aðgang að
frönskum háskóla nema hafa
lokiö stúdentsprófi.
Til þessa hefur verið mögulegt
fyrir nemendur án stúdentsprófs
að stunda nám t.d. i Vincennes;
svo mun án efa verða áfram
nema fyrir þá sem eru ekki
franskir rikisborgarar. 1 öðru lagi
hefur verið möguleiki að þreyta
inntökupróf sem gefur rétt til
framhaldsnáms; þar eru nú er-
lendir nemendur útilokaðir.
sagdi for-
sætísrádherrann,
Raymond Barre
Kemur þessi breyting sér mjög
illa fyrir þá sem hafa lagt á sig
timafrekt erfiði i heimalandi og
koma að lokuðum dyrum.
Trausti
Einarsson
skrifar
frá París:
Frönskukunnátta
I ööru lagi verður erlendur stúd-
ent að sanna nægjanlega kunn-
áttu i meðferð franskrar tungu til
þass að umsókn hans sé tekin til
greina; eru það frönsk sendiráð
erlendis sem fá það hlutverk að
kanna þessa hæfni umsækjenda.
Það kann að virðast réttmæt
krafa að stúdent viö nám skilji vel
það mál sem kennslan fer fram á..
en sé þetta atriði kannað nánar og
séð i viðara samhengi kemur i
ljós að hér er aðeins um tylliá-
stæðu að ræða. Einnig er rétt að
geta þess, áöur en haldið er
lengra. að hlutverk utanrikis-
þjónustu er ekki að velja nem-
endur inn i háskóla.
Umsókn nemanda fer eftir að
frönskukunnátta hans hefur verið
metin fyrir nefnd, þar sem eiga
I dagblaöinu „Le Monde” er
grein I dag um uppruna og fjölda
erlendra stúdenta i Frakklandi.
Kemur þar fram að einn af hverj-
um átta eru útlendingar eða ná-
kvæmlega 12,8%. Er þessi tala
mjög há miðað við önnur lönd:
V-Þýsk.: 5,5%, Bandarikin: 2,9%.
Það er ekki siður athyglisvert að
af 860.000 innrituðum stúdentum i
franska háskóla eru 86.000 frá Af-
riku eöa helmingur erlendra stúd-
enta. Það er þvi augljóst að
áöurgreind nefnd hefur það hlut-
verk að velja nemendur frá
„réttum” löndum sem ætla i
„rétt” fög. Það ætti einnig að
vera augljóst að stúdentar sem
koma til Frakklands frá Afriku
koma frá þeim löndum þar sem
frönsk áhrif eru þegar rikjandi
þe. fyrrverandi frönskum ný-
lendum.
Ein af ákvöðrunum stjórnar-
innar var sú aö erlendur stúdent
ætti að eiga 9000 franka (sumir
segja 15 þúsund) inni á banka-
reikningi áður en nám hefst.
Draugar
1 ljósi þessara staöreynda er
fróðlegt að virða fyrir sér um-
mæli franskra ráðamanna um
þau átök sem orðið hafa út af
stUdentamálum.
Christian Bonnet sagði m.a.:
Margir leiðtogar rikja vilja ekki
að stúdentar þeirra smitist af
þeirri pólitisku sárasótt sem rikir
i Frakklandi.
Raymond Barre forsætisráð-
herra kallaði erlendu stúdentana
„drauga sem eru hér aðeins til að
halda uppi pólitiskri baráttu gegn
heimalöndum sinum.” Hann
bætti við: „Viö viljum ekki að há-
skólarnir séu ruslahaugar.”
Af ofansögðu er þvi ljóst að nú-
verandi rikisstjórn undir forsæti
RaymondBarre (fyrrv. prófessor
i hagfræði) hefur ekki I hyggju aö
vikja út frá núverandi stefnu: út-
lendinga- og kynþáttahatur eru
sennilega þau tvö orð sem lýsa
henni best.
Baráttan
Hvað varðar baráttu nemenda i
vetur gegn þessum lagagjörn-
ingum þá hefur hún verið háð i
helstu háskólaborgum Frakk-
lands siðan i mars: Angers,
Rennes, Nanthes, Grenoble,
Lyon, Marseille og Paris. Hreyf-
ingin hefur hins vegar bæði verið
mjög staðbundin og illa sam-
rýmd. í Paris takmarkaðist hún
svo til við Censier og Jussieu. Þar
sem seinni stofnunin hefur verið
nýverið i fréttum skal geta þess
helsta sem þar hefur farið fram.
Jussieu er meðal 11 háskóla
sem settir voru á laggirnar hér i
Framhald á bls. 13
Skáldagarður Van Goghs — karlanginn seldi vtst ekki nema eina mynd
lifandi.
Fimleikamaöur eftir Picasso.—Japani keypti hann d um 1400 miljónir
króna. Fyrst keyptu rlkir Amrikanar I Evrópu, nú kaupa rlkir Japanir I
Bandarlkjunum. Sic transit...
Mikil verðbólga á
listaverkamarkaði
Vincent van Gogh var einn
þeirra málara sem er oftast
látinn staðfesta helgisöguna um
misskilda snillinginn sem enginn
skiiur meðan hann lifir. Hann
seidi aðeins eitt málverk meðan
hann liföi sjálfur. En á dögunum
var verið að selja á uppboði I New
York málverk eftir hann sem
heitir „Skáidagarðurinn I Arles”.
Verðið var 5,2 miljónir dollara
eða um 2400 miljónir króna.
Þetta var næsthæsta verö sem
fengist hefur fyrir málverk á
uppboði. Arið 197<í voru 5.5
miljónir dollara greiddar fyrir
mynd eftir spænska meistarann
Velazquez.
Og við vitum ekki hvort við eig-
um heldur að hlæja eða gráta yfir
þeim duttlungum peninganna
sem gera list þær skráveifur sem
lesa má af tölum sem þessum.
Það fengust óvenju háir prisar
hjá tveim helstu listaverkasölum
New York um leiö og Skáldgarður
var seldur. Sá sem stærstri fúlgu
stakk i vasann var bllakóngurinn
Henry Ford annar, sem seldi
fyrir 18 miljónir dollara, m.a. eitt
verk eftir Picasso til Japan og
„Bónda I blárri blússu” eftir
Gezanne til safns I Bandarikjun-
um (verð 3,9 miljónir dollara).
Henry Ford kvaðst selja vegna
þess að hann væri að selja mál-
verk vegna þess aö hann væri „að
breyta um lífsstil”.
Meðal mynda bllakóngsins var
afstraktmálverk eftir Pollock,
það fór á röska hálfa miljón doll-
ara (um 240 miljónir Islenskra
króna) og er þaö hæsta verð sem
greitt hefur veriö fyrir málverk
málað eftir stríð. Listamenn
verða nefnilega að vera nokkuö
rækilega dauðir þegar þeir
komast i fréttir vegna verulega
hás verös á myndum þeirra.
Einn af erfingjum Cryslerauös-
ins seldi impressjónista og nú-
tlmaverk fyrir tæpar 15 miljónir
dollara.
Ástæöurnar fyrir þessari list-
rænu veröbólgu eru nokkrar. Ein
hin helsta er þessi almenna
verðbólga sem við þekkjum öll:
peningafölk er að leita aö
einhverju til að fjárfesta i sem
það heldur aö gefi betri arð við
endursölu en gull og verðbréf. I
annan stað hækkar verðið vegna
þess hve há verk eftir mjög
þekkta meistara eru enn utan
safna.
Fyrir veidi-
menn:,Vötn
og veiði’
Landssamband veiðifélaga
hefur gefiö út bæklinginn „Vötn
og veiði”. Fjallar hann um sil-
ungsvötn á suður og vestur landi,
en greinilega hefur verið þörf á
slikum upplýsingum i einni bók
sem þessari.
í bókinni eru kort af hverju
veiðivatni ásamt ýmsum upp-
lýsingum, svo sem um sölustaöi
veiðileyfa, fisk-tegundir, tjald-
stæði o.fl.. Formálsorð eru á
islensku, norsku og ensku.
Ætlunin er að dreifa
bæklingnum til sölu i bókabúðir,
einnig mun Landssambandið
senda hann I póstkröfu til þeirra
sem þess óska.
Guðlaugur
efstur hjá
Mjólkurbúi
Flóamanna
Skoðanakönnun um forseta-
framboð var nýlega gerð meöal
starfsfólks Mjólkurbús Flóa-
manna á Selfossi. 110 manns
tóku þátt og urðu úrslit, að.; Guð-
laugur Þorvaldsson varð efstur
með 56 atkvæði, þá Vigdis Finn-
bogadóttir með 26, Albert Guð-
mundsson fékk 15, Pétur Thor-
steinsson 9 og auðir seðlar voru 4.