Þjóðviljinn - 19.06.1980, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.06.1980, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. júni 1980 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjódfrelsis útgefandi: útgáfufélag ÞjóBviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir. Auglysingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaftur Sunnudagsblafts: Þórunn Sigurftardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóftsson Afgreiftsiustjóri: Valþór Hlöftversson Blaftamenn: Álfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón Friftriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvörftur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríftur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guftrún Guftvarftardóttir. Afgreiftsia: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurftardóttir. Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárftardóttir. Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pólsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavlk, simi 8 13 33. Prentun: Blaftaþrent hf. Konur á tslandi q Jaf nrétti kynjanna er til umræðu í dag, 19. júní. Nú er sérstaklega spurt hvað miðað hafi sfðasta áratuginn. Ef til vill var vísbendingu um það að eitthvað haf i gerst að fá í útvarpsmessu sem f lutt var á þjóðhátíðardaginn. Þar var leitað orsaka fyrir upplausn og lausung í landi og sökudólgurinn f undinn í þverrandi virðingu fyrir hús- bóndavaldinu. Einhvers hljóta þeir aðsakna sem nú vilja endurreisa virðingu húsbóndans á heimilinu. Og þykir það brýnna en að ef la gagnkvæma virðing fyrir rétti og stöðu hvers einstaklings innan f jölskyldunnar. • Mála sannast er það að karlaveldið stendur enn óhaggað á heimilum og í valdastöðu þjóðfélagsins eins og verið hef ur f rá upphaf i byggðar í landinu. En það eru vissulega gerðar atlögur að því og menntunarbyltingin heggur að undirstöðum þess. Engum yrði það meir tii góðs en körlum sjálfum ef veldi þeirra minnkaði. Á Sturlungaöld, þeirri öld sem „karlmennskan" reis hæst, keyrðu karlar þjóðveldið í ógöngur og glötuðu sjálfstæði sínu í innbyrðis hjaðningavígum og valdabaráttu. Þær hefðu varla farið þannig að ráði sínu þær Sigríður Jóns- dóttir, Kirkjubæjarhúsfreyjan á Síðu, og „jarlsfrúin" Gró Álfsdóttir,hefðu þær ríkt í kvennaveldi á þeirri öld. • Margt hefur áunnist á síðasta áratug. Konur hafa sótt meira út í atvinnulífið, feður hugsa meira um börn sín, menntun kvenna hef ur aukist og það er mun algeng- ara að þær af li sér starfsmenntunar. ( stúdentsárgöng- um þeim sem nú útskrifast er jafnræði með körlum og konum. Ef til vill er sókn kvenna til jafnréttis í námi helsta einkenni síðasta áratugs. • ( öðru hef ur minna miðað. Launajafnréttislögin f rá 1962 hafa aldrei komist i framkvæmd i raun, og er alls- staðar smogið f ramhjá þeim. Konur eru í verstu störf un- um enn og þeim sem verst eru greidd. Mikið skortir á að jafnrétti sé innan f jölskyldu og heimilis, og afleiðing er oftar en ekki tvöfalt vinnuálag fyrir konurnar. • Ekki má þó vanmeta þá hugarfarsbreytingu sem átt hefur sér stað og vel má hyggja að því að hún gerir ekkert síður vart við sig hjá miðaldra fólki sem lokið hefur uppeldishlutverki sínu heldur en hjá ungu fólki sem er að byrja það. Konur á (slandi hafa líka verið sér vel meðvitandi um gildi hins táknræna í jafnréttisbar- áttu sem annarri pólitískri baráttu. Þannig hófu þær kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna með allsherjarverk- falli í einn dag svo heimsathygli vakti. Á miðjum kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna verða enn táknræn kaflaskipti með því að kona er í framboði til embættis forseta Islands. • Margar konur gegna nú þýðingarmiklum ábyrgðar- stöðum í þjóðfélaginu og ferst það vel úr hendi. Þó er hlutfallið miðað við það sem annarsstaðar gerist í Vestur-Evrópu skammarlega lágt. Hvað sem því líður sjást þess nú hvarvetna merki að konur hafa meiri kjark, og eru óhræddari og áræðnári en áður við að standa á sínu. En margt er þeim andstætt. Ætli það sé ekki nærri lagi að kona þurfi að sanna að hún sé karl- mönnum f remri ætli hún að gera tilkall til að vera metin til jafns við þá. Þá letur það áreiðanlega margar að kon- ur í ábyrgðarstöðum eru mjög undir smásjá og mistök þeim síður fyrirgefin en körlum. Síðast en ekki síst veigra margar konur sér við að taka þátt í opinberri valdastreitu á forsendum karlaveldisins. Þær vilja ógjarnan fórna sínum eigin stíl og tilfinningum til þess eins að falla inn í leikreglur karlaþjóðfélagsins. • Ef litið er til annarra átta sést að það er ekkert sjálfsagt mál að ætíð miði áfram í jafnréttismálum. Öfsatrúarmenn í Arabalöndum herða á kvennakúgun og reyna jafnhliða að múta Vesturlandabúum til þess að þegja um þetta grimma afturhald. Fleiri ógnvekjandi dæmi mætti nefna. • Hér heima er það brýnt verkefni að knýja stjórn- málaf lokkana til þess að setja saman samræmda stefnu í málefnum fjölskyldunnar í víðasta skilningi. Sam- félagið hefur á engan hátt komið nægilega til móts viö ný jafnréttisviðhorf og breytta atvinnuhætti. Af því leiðir aðsá vandi sem ber aö leysa með samhjálp heildarinnar hefur verið fluttur inn á heimilin og eftirlátinn einstaklingum hverrar fjölskyldu. Það er þessi þróun sem margan er að sliga og slíta í sundur, en ekki þverrandi virðing fyrir húsbóndavaldinu. — ekh Hlrippt Fróðlegt? í slöasta Reykjavikurbréfi er Solsjenitsin mjög á dagskrá. Þar er meöal annars vikiö aö ummælum eftir undirritaöan og segir þar: „I þessu samhengi heföi veriö frtíölegt aö sjá ummæli Solsjen- itsins um eftirfarandi orö i bók Arna Bergmanns, Miöviku- dagar i Moskvu: „Og þótt undarlegt megi viröast eiga viö- horf hans (Solsjenitsins) mörg, þrátt fyrir allt, fleira sameigin- legt með gagnrýni nývinstri- sinna á þróun vestrænna sam- félaga en ætla mætti”. Bréfritari gerir sér bersýni- lega ekki grein fyrir þvi hvað hér er átt viö, og er sjálfsagt aö reyna aö bæta úr þvi. Siðferðilegt mat Þaö liggur I augum uppi, að i mörgum greinum er mikiö djúp staöfest milli manna eins og Solsjenitsins, sem þykir venju- legir kratar stórhættulegir undanlátsmenn, og svo nýja vinstrisins svonefnda. En þaö sem þessir óliku aöilar geta átt sameiginlegt er fyrst og fremst þaö, aö i dómum um vestræn samfélög samtimans meta þeir frammistööu þeirra ekki fyrst og fremst á efnahagslegan mælikvaröa, heldur siðferði- legan. Bæöi nývinstrimenn og hinn rússneski útlagi hafa ekki sérlega mikinn áhuga á fram- leiöslutölum, hagvexti og fleiru þesslegu. Þvert á móti: þeir eru tortryggnir á svokallaö neyslu- kapphlaup, sem Solsjenitsin finnst aö smækki menn, afvopni gegn hinu illa og snúi hjarta þeirra frá Krisi. En nývinstri- menn margir hverjir telja aö sama kapphlaup splundri mannlegri samstööu og sam- hjálp. Austur og vestur Iþvi köldu strlöi sem nú er hafiö af fullum krafti hafa margir veist harölegaaöGiscard d’Estaing Frakkaforseta fyrir aö skjótast til Varsjár til aö ræöa viö Brésnjéf — án þess aö ráögast um þaö viö nokkurn bandamann sinn og án þess aö koma aftur með neinn þann ár- angur sem sýnilega mætti telj- ast eöa jákvæöur. I grein sem viö rákumst á fyrir nokkru i vikuritinu Le Nouvel Observateur er aö finna nokkuö fráölega athugasemd, sem gæti veriö hluti skýringar á viöhorfum Giscards (þaö skal tekiö fram, aö greinin er eldri en Afganistanmálin og þaö sem þeim fylgdi). Þar segir á þessa leiö: Moskva hefur endanlega glat- að öllum geislabaug sem „fyrir- mynd” róttækum öflum i Ev- rópu, og á seinni árum hefur byltingarorðstfr Sovétrikjanna einnig beöiö mikinn hnekki i rlkjum Afríku og Asiu. Sjálf sú mynd sem Evrópumenn al- mennt gera sér af Sovétrikj- unum hefur tekiö stórfelldum breytingum. Um þetta hefur m.a. fjallað þekktur sérfræö- ingur f samskiptum austurs og vesturs, Pierre Hassner (i bók sem heitir „Western European Perception of the USSR”). Hann ræöir meöal annars um þaö, aö sovétf jandskapur menntamanna Evrópu, sem seint um siöir geröu sér grein fyrir alræöinu i Sovétrikjunum, samsvari með einkennilegum hætti vissum sovétvinskap rikisstjórna og viöskiptahölda. Þeir leggi stund á slikan vin- “ skap i nafni raunsæis og alþjóö- I legrar verkaskiptingar i efna- I hagsmálum — og stundum i J anda einskonar þrár eftir lögum og reglu, sem ber sterkan I fúkkaþef „Bandalagsins helga” I Athyglisvert. Allavega er það J ljtíst aö evrópskir menntamenn . hafa aldrei veriö gagnrýnni á J sovéskt þjóöfélag en nú um ■ stundir — hvort sem sú gagn- I rýni er stunduö frá hægri eða | vinstri. Hvort þær taugar sem . gæslumenn hins óbreytta > ástands geta boriö til hvers I annars, hvort sem þeir sitja I | valdastólum i Parisog Bonneba . Moskvu, veröa sterkari' þeirri • firnaspennu sem hlaöist hefur I upp I samskiptum austurs og | vesturs aö undanförnu — þaö ■ skal hinsvegar ósagt látiö. Lítið spennandi \ Peter Jenkins skrifar I siðasta I Guardian Weekly um kosninga- | baráttna milli Ronalds Reagans 1 og Jimmy Carters, sem hann ■ spáir aö veröi mjög persónuleg | og illkynjuð. En hann telur aö 1 þótt aö þessir tveir keppinautar I sýnist um margt ólikir, hafi ■ óllkan pólitiskan stfl, þá sé mis- | skilningur aö gera ráö fyrir þvi I aö stjórn Regans mundi veröa I svo um munar ööruvisi en ■ stjórn Carters. Hvaö sem ööru I liöur, segir Jenkins er þaö svo, I aö þegar kemur aö skoöunum 8 þeirra á kapitalisma, frelsi eöa * eöli hinnar sovésku hættu, þá er B munurinn á þeim miklu minni I en til dæmis á Margaret That- J cher og James Callaghan. Jenkins segir að Bandarikja- I menn séu ekki sérlega hrifnir af | þvi aö eiga kost á þessum ná- , ungum tveim, finnist það litt ■ spennandi. — ág 1 09 skorié Norrænt kristilegt framhaldsskólamót haldid á Akranesi í sumar, dagana 25. júli-1. ágúst, stendur Kristilega skóla- hreyfingin fyrir norrænu framhaldsskólamóti á Akranesi. A hverju sumri koma saman 400—500 framhaldsskólanem- endur frá öllum Noröurlöndunum á norrænt kristilegt framhalds- skólamót, SUM („Skole-ung- domsmöte”) Kristilegu skólahreyfingarnar á Noröurlöndum standa fyrir þessum mótum og skiptast þær á um aö halda þau. Aö þessu sinni kom það i hlut Islendinga aö halda mótiö. Þetta er fyrsta skipti sem slikt mót er haldiö hér á landi, en áriö 1975 var haldiö i Reykjavik norrænt kristilegt stúdentamót af sömu aöilum. Stúdentamótin eru eins og nafniö gefur til kynna miöuð viö háskóla fólk en „SUM”-mótin eru miöuö viö framhaldsskólanemendur, en aldurstakmark er 15 ár. Undanfarin ár hafa 20—50 íslendingar fariö á SUM-mót á hinum Noröurlöndunum og kynnst unglingum á slnu reki viöhorfum þeirra og áhugamál- um. Yfirskrift mótsins á Akranesi er GUÐ AÐ STARFI og verður það efni tekið fyrir á kvöldsam- komum — sem eru öllum opnar — mun biskup Islands hr. Sigur- björn Einarsson fjalla um efniö fyrsta kvöld mótsins. Fjóra morgna mótsins mun framkvæmdastjóri norsku skóla- hreyfingarinnar, Anfin Skaa- heim, taka fyrir efniö, þá munu þátttakendur skipta sér niður I litla umræöuhópa þar sem rætt veröur aðalefni mótsins og ýmis önnur sem tengjast kristinni trú. A mótinu veröur boöiö upp á skoöunarferöir um nágrenni Akraness, fjallgöngur, bátsferöir um Hvalfjörö, flugferöir, föndur og kórsöng' einnig veröa leiknir landsleikir i hinum ýmsu iþrótta- greinum svo eitthvað sé nefnt. Bækling og allar nánari upplýs- ingar er aö fá á skrifstofu Kristi- legu skólahreyfingarinnar aö Freyjugötu 27, s: 28710.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.