Þjóðviljinn - 19.06.1980, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. júni 1980
Að lifa eða deyja?
I tilefni Listahátiöar flutti
íslenski dansflokkurinn nýjan
■ ballet, sem Roberto
Dimitrievich hefur gert um
Galdra-Loft og tónlist eftir Jón
Nordal, og heitir ,,Cr dimm-
unni”.
Þessi ballet, sem er skyldari
leikriti Jóhanns Sigurjóns-
sonar en þjóösögunni
mögnuöu, er um margt
skynsamlega geröur. Dans-
höfundi hefur um margt tekist
furöuvel aö nýta tónlist, sem
til er oröin i ööru tilefni, til aö
segja þessa Fástsögu okkar
Islendinga. Ekki mun hann þó
sleppa viö ýmsar athuga-
semdir eins og þær, aö full-
mikiö hafi veriö um „natóral-
iskt” látbragö — eins og þeg-
ar harmsöguleg ólétta Stein-
unnar er sýnd meö þvi aö likt
er eftir velgju og uppköstum
aö morgni dags. Eöa þá aö
lokaatriöiö, þegar Loftur vill
ná Rauöskinnu meö
særingum, hafi veriö ansi
snubbótt. En aöferöin var
skynsamleg meö þeim hætti,
aö hún tók vel miö af
möguleikum dansflokksins,
nýtti þá — án áhættu.
Hitt er svo annaö mál, aö
þaö er dapurlegt aö þurfa aö
minna á aö þaö er eins og
Islenski dansfokkurinn geti
hvorki lifaö né dáiö. Þetta er
ekki sagt til lasts þeim sem
hafa lagt á sig mikiö starf til
aö halda upp listdansi: þaö
hefur blátt áfram ekki veriö
gert þaö átak sem þarf til aö
islenskur dansflokkur sé
fastur púnktur i tilveru þeirra
sem hafa lært til þeirrar listar
hérlendis.
Frammistaöa einstakra
dansara skal ekki rædd hér—
hún var fremur jöfn i þessari
tiltölulega fjölmennu sýningu
og um margt áferöarfalleg, en
án meiriháttar tilþrifa.
A undan og eftir dönsuöu
þau Maria Gisladóttir og
Roberto Dimitrievich. Fyrst
tvidans viö tónlist eftir Mahler
eftir Roberto: ekki sérlega
kröfuharöan dans, sem dró
vel fram kunnáttu dansaranna
og þá einkum mýkt og þokka
Mariu. Enn betur kom þaö
fram i tvidansi úr Þyrnirósu,
aö hún á sér margra kosta völ
I listdansi. En hinu er heldur
ekki aö neita, aö þaö þarf
mjög mikiö til aö áhorfandi á
miöjum aldri hrökkvi viö,
þegar svo háklassisk tækni-
þraut er á dagskrá.
Arni Bergmann. I
Kvikmyndin Óöal feöranna
veröur frumsýnd laugardaginn
21. júni i Háskóla og Laugarásbió.
Veröur myndin sýnd i báöum
bióunum tvær fyrstu vikurnar, en
sýningum veröur siöan haldið
áfram i Laugarásbió á meöan
aðsókn endist. Aö þvi loknu fer
myndin út á land.
Oðal feðranna er eftir Hrafn
Gunnlaugsson og er hann jafn-
framt leikstjóri, en kvikmynda-
töku stjórnaði Snorri Þórisson.
Aöalleikarar I myndinni eru
Jakob Þór Einarsson, Hómfriður
Þórhallsdóttir, Jóhann Sigurðs-
son og Guörún Þoröardóttir.
Ekkert þeirra hefur áður leikið I.
kvikmynd. Auk þeirra eru veiga-
mikil hlutverk i höndum Ingi-
mundar Jónssonar, Sveins M.
Eiössonar, Asthildar Bernharðs-
dóttur, Helgu Hjörvar og
Magnúsar Olafssonar.
Oöal feðranna verður
frumsýnt i Stokkhólmi I haust, en
sænska kvikmyndafyrirtækið
Viking Film hefur keypt
Sviþjóðarréttinn að myndinni og
mun jafnframt sjá um dreifingu i
Evrópu. Þá verður myndin kynnt
i þrem stórborgum Amerlku,
(New York, Chicago, Los
Angeles) á vegum The Museum
of Modern Art ásamt myndum frá
Norðurlöndum en kynning þessi
nefnist Scandinavia: Recent •
Films.
Óðal feöranna er kvikmynd um
islenska fjölskyldu i gleði og sorg.
Mynd sem gerist i dag bæði úti á
landsbyggðinni og I Reykjavik.
Söguþráðurinn snýst öðru fremur
um yngsta son fjölskyldunnar,
Stefán; baráttu hans fyrir aö ráöa
sinu eigin lifi og láta þá drauma
rætast sem hann á sér. Inn I þenn-
an söguþráö fléttast síðan lýsing
á harðsnúnum veruleika og
mannlegum ástriöum.
Vinnan við myndina hófst i
febrúar á siðasta ári og lauk I vor,
svo I allt hefur myndin veriö meir
en ár i vinnslu.
Tónlit viö myndina gerðu þeir
félagar Magnús Eiriksson og
Gunnar Þóröarson, en reynt hef-
ur verið að vanda mjög til alls
tæknilegs frágangs, og nemur
kostnaur viö myndina um 65
miljónum króna.
Framleiðendur myndarinnar
eru þeir Hrafn Gunnlaugsson, Jón
Þór Hannesson og Snorri Þóris-
son. Gunnar Baldursson sá um
leikmynd, Guðrún Sigriður
Haraldsdóttir um búninga,
Guðlaugur Jónasson um leik-
muni. Ragnheiður Harwey var
skrifta og sá um föröun.
Aðstoðarleikstjóri var Valgaröur
Guðjónsson, en aðstoð við val
leikara veittí Helga Hjörvar.
1
Vinsælar sumarkeppnir
Skilið inn bronsstigum!
Látiö vita um úrslit
Úrslit i 2. sumarspilakvöldi
bridgefélaganna I Reykjavik I
Domus:
A-riðiil: stig
1. Sigriður Ingibergsd. —
Jóhann Guðlaugss. 245
2. Guðrún Bergsd. —
SigriðurPálsd. 239
3. Alda Hansen —
N ann a Agústsd. 234
4. Baldur Asgeirsson —
Zophanias Benediktss. 233
B-riðill:
1. Valur Sigurðss. —
Gissur Ingólfss. 277
2. —3. Jón Þorvarðars. —
ÞórirSigursteinss. 224
2.-3. Guðm. Eirikss. —
AuðunnGuömundss. 224
4. Matthias Kjeld —
SigurðurB.Þorst. 222
C-riðill:
1. Björn Eysteinss. —
Þorgeir P. Eyjólfss. 262
2. Sævar Þorbjörnss. —
Þorbergur Leifss. 260
3. Aðalst. Jörgensen —
Stefán Pálss. 248
4. Steinberg Rih. —
Tryggvi Bjarnason 232
D-riðill:
1. Sigfús 0. Arnason —
Sverrir Kristinss. 137
2. Magnús — Guöjón 129
3. Ragnar Björnss. —
Tryggvi Gislason 128
Meðalskor I A-B-C riðlum er
210 stig en 108 stig I D-riðli.
Keppnisstj. var Ólafur
Lárusson.
Geysileg þátttaka var eða 58
pör. Keppendur eru minntir á að
mæta vel timanlegá til
skráningar, sökum fjölda, svo
hægt sé að hefja keppni i fyrstu
riðlum sem allra fyrst.
I heildarstigakeppni sumars-
ins, hefur Valur Sigurösson
þegar tekið forystu (að sjálf-
sögðu..).
Staöan er þessi eftir 2 kvöld:
stig
1. ValurSigurðsson 6
2. -3. Sigfús örn Arnason 5
2.-3. Sverrir Kristinss. 5
4.-5. JóhannGuölaugsson 4,5
4.-5. Sigriöur Ingibergsd. 4,5
6. Þorgeir P. Eyjólfss. 4
Keppt er I Domus Medica.
Keppni hefst kl. 19.30. Allir vel-
komnir. Gjald kr. 1.800 pr.
keppanda.
Skilið inn
bronsstigum
Nú er sá tlmi kominn, er
keppendur eiga aö hafa skilað
inn til B.I. öllum stigum sinum,
ef menn vilja fá þau skráö
(brons-silfur-gull). Tfminn er
miöaður viö 15. júni. Skila
veröur miöunum öllum saman,
og skráöum af keppendum
sjálfum á þar til gerö eyöublöö
■■
^ Umsjón:
Ólafur
Lárusson
er liggja frammi i félögunum.
Undirritaður mun aöstoöa þá er
vilja á morgun og næstu
fimmtudaga meö þessi blöö og
leiðbeina um útfærslu. Síðan
verða menn að sjá um að skrif-
stofu B.I. berist gögnin. Þar
verður fariö yfir þetta og niöur-
stööur birtar hið fyrsta.
Látið vita
um úrslit
Eindregið er skoraö á for-
ráöamenn svæöasambanda aö
hafa samband viö bridgeþætti
blaöanna, til aö kynna úrslit
móta er haldin eru á vegum
svæöanna.
Sýnið áhuga á þvl sem þiö
eruö aö framkvæma og birtiö
úrslit. Gjarnan mættu fylgja
myndir meö, til aö lifga upp á
greinar.
Ingjaldssandur
Sumar
ferð
um
sólstöður
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum efnir til sumarferðar helgina 21. og
22. júni n.k.
Farið verður um önundarfjörð og Dýrafjörð.
Gist verður á Ingjaldssandi. — Þar munu Vestur-ísfirðingar sjá um
kvöldvöku á laugardagskvöldið og siðan verður harmónikan dregin
upp og dansað fram á rauðanótt.
Sérfróöir menn um sögu, sagnir og náttúrufar
fjaröanna veröa með i för og gott tóm gefst til aö
staldra viða viö og fræöast. Stuttar gönguferöir
verða farnar.
Farið veröur I rútubilum frá Isafiröi og Patreks-
firöi á laugardagsmorgun þann 21. júni, en frá
Hólmavik kvöldiö áöur. Nánari brottfarartlmi
auglýstur siðar.
Þátttakendur hafi með sér viðlegubúnaö og
nesti til feröarinnar. Þátttökugjald kr. 14.000,-
fyrir fullorðna og kr. 7.000.- fyrir börn innan 12
ára aldurs. Þátttaka tilkynnist hiö allra fyrsta
til einhvers þessara manna:
Gils Guðmunds-
son rithöfundur
og fyrrverandi
alþingismaður.
Sagnaþulur ferðarinnar og fyrsti leiösögumaður
veröur Gils Guðmundsson rithöfundur og fyrrv.
alþingismaöur. Fræöslu um jarövisindi annast
Jón Reynir Sigurvinsson jaröfræöingurfrá Sæbóli
á Ingjaldssandi. Fararstjórn: Aage Steinsson,
Guövaröur Kjartansson og Kjartan ólafsson.
tsafjöröur: Aage Steinsson slmi 3680 eöa
Margrét óskarsdóttir simi 3809.
Bolungarvik: Kristinn H. Gunnarsson kennari,
simi 7437.
Súgandafjörður: Þóra Þóröardóttir, sími 6167.
önundarfjörður: Guövaröur Kjartansson,
Flateyri, simi 7653.
Dýrafjöröur: Daviö H. Kristjánsson, Þingeyri,
simi 8117.
Arnarfjörður: Sverrir Garöarsson, Bildudal,
simi 2150.
Tálknafjörður:Höskuldur Daviösson, simi 2561.
Patreksfjörður: Bolli Ólafsson, simi 1433 eöa
1477.
Rauðasandshreppur: Gunnar össurarson, Asi
örlygshöfn.
Reykhólasveit og nágrenni: Jón Snæbjörnsson,
Mýrartungu.
Hrútafjörður: Guðbjörg Haraldsdóttir, Borð-
eyri.
Hólmavlk og nágrenni: Höröur Asgeirsson,
skólastjóri, slmi 3123.
Ka!drananeshreppur:Pálmi Sigurösson, Klúku.
Arneshreppur: Jóhanna Thorarensen, Gjögri.
Inn-Djúpið: Astþór Agústsson, Múla.
Súðavlk: Ingibjörg Björnsdóttir, sími 6957.
Reykjavik: Guðrún Guövaröardóttir, simar
81333 og 20679.
Ingjaldssandur
Ingjaldssandur