Þjóðviljinn - 19.06.1980, Qupperneq 15
Fimmtudagur 19. júni 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Hvers vegna Albert?
Senn liður að þvi að þjóðin kýs
sér nýjan forseta. Fólk er að
ákveða sig þessa dagana og allt
fram að 29. júni. Fyrir mig var
enginn vandi að velja. Ég styð
Albert Guðmundsson. Hvers
vegna hann? spyrja sumir.
Vegna mannkosta hans og
góðra eiginleika. Vegna þekk-
ingar hans á islensku þjóðlifi.
Vegna starfs hans sem stjórn-
málamanns og þátttöku hans og
reynslu i stjórnsýslu, sem
alþingismaður, borgarfulltrúi
og borgarráðsmaður. Vegna
árangursriks starfs hans fyrir
ýmis félagasamtök og
uppbyggingar hans á iþrótta og
æskulýðsstarfi heima og
erlendis. Vegna áhuga hans
fyrir einstaklingum, smáum og
stórum, og viðleitni hans til að
hjálpa þeim sem eru hjálpar
þurfi. Vegna dugnaðar hans og
ósérhlifni i hverju þvi starfi sem
hann tekur að sér. Vegna þess
að hann er harður samninga-
maður, ákveðinn en dreng-
lyndur. Vegna þess að hann
getur sagt nei þegar honum
finnst það við eiga. Vegna þess
að Albert er eini frambjóö-
andinn i þessum forseta-
kosningum sem einn og sjálfur
ákvað að gefa kost á sér til
embættis forseta Islands, til að
vinna þjóð sinni enn betur en
oröiö er, óragur að takast á við
nýtt verkefni. Vegna þess að
hann er giftur Brynhildi
Jóhannsdóttur, mikilli mann-
kostakonu, sem er svo mild og
hlý I reisn sinni. Vegna þess að
Albert spyr aldrei hvað fæ ég
fyrir að hjálpa, heldur hvernig
get ég hjálpaö.
Albert Guömundsson hefur
sýnt með lifshlaupi sinu, að þar
fer traustur maður, sem er
verðugur þess að verða forseti
tslands, og ég tel þjóðhöfðingja-
heimilinu velborgiö með Albert
Guðmundsson og Brynhildi
Jóhannsdóttur sem húsbændur.
bau eru glæsileg i framgöngu,
samstillt, háttprúð og virðuleg,
vel menntuð og gjörþekkja is-
lenska þjóðarsál. Vegna þessa
og margs annars mun ég kjósa
Albert til forseta, og heiti á allar
góðar vættir að veita þeim
hjónum brautargengi 29. júni.
ALBERT OG BRYNHILDUR
TIL BESSASTAÐA.
Reykjavik, 13/6 1980,
Loftur Magnússon,
nnr. 6158-9120
Meira um
mataræði
Sigrún hringdi:
Eitt er það sem mér hefur
löngum þótt vanta i annars
ágætt blað Þjóöviljans,en það er
sérstakur þáttur um mataræði,
uppskriftir og annað það sem
viö látum ofani okkur. Jafnvel
mætti vera létt spjall um vin-
tegundir, þvi það er mesti
unaöur, fagurkera að borða
góðan mat og skola honum niður
með léttu vini. Ekki má þvi
gleyma að matuur er mannsins
megin og mikill hluti hins dag-
lega brauðstrits gengur jú út á
að hafa eitthvað til matar.
Beðið.
— Ljósm. gel
frá
lesendum
I komandi kosningum til for-
setaembættis Islands er um
fjóra kandidata að ræða. Mjög
óljóst er um úrslit og eflaust
verður kosninganóttin spenn-
andi, þar eð helmingur kjósenda
hefur ekki gert upp hug sinn.
Þvi munu næstu tvær vikur vera
afdrifarikar fyrir þá frambjóð-
endur sem telja sig ofaná og
virðast hafa mest hrópfylgi.
Greinilegt er þó að sá fram-
bjóðandi, er minnst hefur borið
á.eykur stööugt fylgi sitt. I
fyrstu leit út fyrir að hinar
hvimleiðu skoðanakannanir
yrðu mótandi og þá Pétri Thor-
steinssyni i óhag, vegna litillar
auglýsingastarfsemi á sinum
starfsferli. Er þaö vel að
Islendingar láta ekki slika
kosningaherferð hafa áhrif á
sig.
Ég hef ákveðið að setja kross-
inn minn fyrir framan nafn
Péturs á kjördag. Slfk ákvörðun
byggist á þvi, að Pétur er sá
maður sem við þörfnumst á
þeim viðsjárverðu timum sem
við lifum. Þar á ég viðiinnan-og
utanrikismál Islendinga. Þar er
,,....Pétur er sá maður sem við
þörfnumst á þeim viösjárverðu
timum sem við lifum....” segir
bréfritari.
Pétur öllum hnútum kunnugur,
og hefur iðulega sýnt i verki að
hann er farsæll fulltrúi hinnar
islensku þjóðar. Má þar nefna
hinn mikla viðskiptasamning
við Sovétrikin 1953, þegar
Bretar settu löndunarbann á
Islendinga. Þeirri staðreynd
skýtur óhjákvæmilega upp i
kollinum þegar hugsað er út i
þann vanda sem við Islendingar
stöndum frammi fyrir i frysti-
iðnaðinum.
Forsetaembættið á ekki aö
felast i veilsuhaldi og orðu-
veitingum eingöngu. Heldur
þarf forsetinn að vera vel heima
I þeim málum sem varða okkur
tslendinga mest,sem skipta til-
veru landsins i náinni framtið
miklu máli eins og utnarikismál
þar sem sigla verður milli skers
og báru I hildarleik stórveld-
anna sem stjórna heiminum i
dag. 1 stuttu máli sagt,
tslendingar þurfa islenskan
Kekkonen eins og forseti Finn-
lands hefur sýnt og sannað.
Þvi verða tslendingar að
grandskoða hug sinn, er þeir
ganga að kjörborðinu, hvort
þeir vilja þann hæfasta, Pétur
Thorsteinsson, i þýðingarmesta
embætti Islands i framtiðinni.
Með þökk fyrir birtinguna.
5504-0206
Karl V. Matthiasson,
kennari,
Grundarfirði.
Islenskan Kekkonen
A fætur, á fætur!
•Útvarp
kl. 7.20
Þó nú sé sumar og sól og
sundlaugarnar opnar til gleði
og ánægju fellur morgunleik-
fimin hans Valdimars aldrei
úr gildi. Hve hressilegt er það
ekki aö vakna kl. 7.20,kveikja
á útvarpinu, spretta fram og
taka nokkrar armbeygjur og
lyftur eftir tilsögn Valdimars?
Komist menn ekki i sund og
séu i ofanálag billausir er
hægt að framlengja trimmið
meö þvi að taka snögga spretti
aö biðskýli SVR, hoppa létti-
lega uppi vagninn og setjast
innanum syfjulega farþega,
sem misst hafa af morgun-
leikfiminni. Valdimar
Ornólfsson hefur séð um leik-
fimi Útvarpsins um áratuga-
skeið viö gifurlegar vinsældir
morgunglaðra hlustenda.
Leikstjóri fimmtudagsleikritsins, Gunnar Eyjólfsson.
Galdra-Loftur
•Útvarp
kl. 20.30
Hiö klassiska verk Jóhanns
Sigur jónssonar „Galdra
Loftur” verður fimmtudags-
leikrit útvarpsins að þessu
sinni. Hér er um aö ræöa glæ-
nýja uppfærslu og fara meö
helstu hlutverk Hjalti Rögn-
valdsson, Steinunn Jóhannes-
dóttir, Valgerður Dan, Þór-
hallur Sigurðsson, Jón Sigur-
bjömsson og Valur Gislason.
Efni leikritsins er öllum
kunnugt og væri þaö nánast að
æra óstöðugan að rifja það upp
þó það sé gert að einhverju
leyti að þessu sinni.
Loftur er i meira lagi ódæll
skólapiltur á Hólum sem með
öðru vondu hefur það- fyrir
Stafniaðreyna aðhremmabók
máttarins úr höndum
Gottskálks biskups grimma I
þvi augnamiði að beisla
myrkrið.Hannsvifsteinskis til
að ná sinu fram, skellir skolia
eyrum viö hollum ráðum
góöra manna og gerist i hæsta
máta ótérlegur við biskups-
dótturina á staðnum sem
fellir hug til piltsins. Ast
hennar og annarrar konu
notarhann einungis sem tæki i
baráttunni um aö ná bókinni.
Veröur leikurinn brátt
æsilegurogharöurog endirinn
eftir þvi damatiskur og
magnaður.
Jóhann Sigurjónsson
fæddist á Laxamýri i Suður-
Þingeyjarsýslu 19. júni 1880 og
er þvi leikritiö flutt þegar i
nákvæmlega 100 ár eru frá |
fæöingu hans. Þekktastur er
Jóhann fyrir leikrit
sin*,Galdra-Loftur” og Fjalla
Eyvindur” auk annarra
þekktra verka sem margoft
hafa veriö flutt hér á landi við
ýmis tækifæri. Ljóöskáld var
Jóhann einnig afbragðsgott en
ljóð hans hafa flest veriö sótt
i heldur dapurlegt form svo
sem vartiðarandinn i þá daga.
Leikstjóri fimmtudags-
leikritsins er Gunnar Eyjólfs-
son en tæknimenn eru Hreinn
Valdirmarsson og Hörður
Jónsson. Tónlist með
leikritinu er eftir Askel Más-
son og stjórnar Páll P. Páls-
son flutningi hennar.
Rokkað
*Útvarp
kl. 23
Hinn sivinsæli þáttur þeirra
Asmundar Jónssonar og
Guðna Rúnars Agnarssonar
verður á dagskrá Útvarpsins
kl. 23 i kvöld. Þátturinn hefur
flust yfir á fimmtudaga aftur
þeim félögum og unnendum
þáttarins til óblandinnar
ánægju.
Aö sögn Guöna Rúnars
veröur uppistaðan i þættinum
umf jöllun um breska rokktón-
list og teknar fyrir nokkrar
hljómsveitir sem vakiö hafa
mikla athygli að undanförnu.
Þungamiðjan beinist að
hljómsveit sem nefnist
„Cure” en hún rokkár með
nokkrum öðrum hætti en
menn eiga að venjast. Þannig
er gargandinn sem þykir hafa
einkennt rokktónlist i lág-
marki. Þá má nefna tvær
aðrar hljómsveitir, „The
Elvis Presley, konungur
rokksins. Heldur verður
mildilegar rokkað I áföngum i
kvöld.
Passions” sem skipuð er
konum að hálfu leyti og má
það kallast heldur óvenjulegt
og svo „Seventy seconds”.
Þáttur þeirra félaga tekur
þrjá stundarfjóröunga.