Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.06.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. jlinl 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 r Veraldarundrið Pavarotti | Luciano Pavarotti syngur I . Laugardalshöll I kvöld, maöur- ■ inn sem um hefur veriö sagt, aö I hann sé ekki aöeins primo ten- 1 ore, frábær tenör, heldur pri- a missimo — bestur allra þeirra ■ sem klifra upp á háu séin. A tón- J leikunum 1 kvöld mun hann | syngja ariur ár óperum Doni- ■ zettis. Verdis, Puccinis, Mass- I enet — og Sinfóniuhljómsveitin | mun þar aö auki flytja forleiki | eftir Rossini og Verdi. Hljóm- b sveitarstjóri er Kurt Herbert I Adler, sem stjórnar hljómsveit | óperunnar I San Fransisco. | Meistarar hins ítalska söng- ■ sktíla eru i þeim sjaldgæfa I flokki manna, sem njóta feikn- | arlegrar alþýöuhylli — án þess | aö þurfa að fylgja vinsældum ■ slnum eftir meö þvi valdi sem I gerir áhrifamenn af öörum J sviöum ymist aö dýrlingum eöa | djöflum. Til aö komast í þennan • sjaldgæfa hóp manna þarf nátt- Ióran aö hafa sýnt af sér sjald- gæfa góðvild. Eöa eins og hljómsveitarstjórinn Richard Onynge segir:Rödd hans er eitt * af þessum náttUruundrum, sem 1 gerast örsjaldan á hverri öld. 1 Hún er skær og sterk, hljómi I hennar er I senn likt viö skiran * málm og undraveröa mýkt, 3 þeirri röö tóna sem slik rödd i framleiöir er likt viö gallalausa “ perlufesti. I Sambandið við hlust- j endur ■ Pavarotti er I þeirri dýrlinga- | tölu, aö menn eru ófeimnir viö I aö likja honum viö Beniamino ® Gigli, Jussi Björling og Giu- ' seppe di Stefano. Caruso er þó I sá maöur, sem oftast er tekinn 1 til samanburöar viö Pavarotti. ■ Og þá er fyrst og fremst átt viö ! þaö, aö báöir þessir söng- meistarar hafi kunnaö þá ólýs- anlegu list aö faöma aö sér áhorfendur, ná viö þá þvi sam- bandi, aö hverjum og einum finnist aö þaö sé einmitt veriö aö syngja sérstaklega fyrir hann. Þessu fylgir, aö velviljaöur og hrifinn áheyrendaskari er eins og ábót á þann Klnalifselixir sem rödd Pavarottis er — undir- tektirnar eru drjúgur partur af sigursælum hljómi hennar. Ævisögubrot Pavarotti fæddist fyrir 44 ár- um I borginni Modena á Noröur- Itallu. Faöir hans er bakari og áhugamaður um söng; hann safnaöi plötum þekktra tenóra, og Luciano reyndi aö herma eft- ir þeim fyrir framan spegil. Þeir feögar sungu saman i kirkjukór og óperukór staöar- ins, en framan af sýndist engin sérstök tónlistaralvara aö baki þvi dútli. Átján ára gamall hóf Pavarotti kennaranám. Tveim árum siöar fór hann meö kór frá Modena á alþjóölegt kóramót i Wales, og fékk sá kór fyrstu verölaun. Upp frá þvi tók hann til viö söngnám, jafnframt þvi sem hann vann fyrir sér meö tryggingasölu. Tuttugu og fimm ára gamall vann hann til verö- launa i söngvarakeppni I Reggio Emilia og hlaut I viöurkenn- ingarskyni sitt fyrsta hlutverk i óperu — þaö var i La Bohéme eftir Puccini. Eitt leiddi af ööru — hann fékk hlutverk I ýmsum smærri óperuhúsum I Evrópu og La Scala i Milano bauö hon- um að vera varaskeifa i helstu tenórhlutverkum. Hann hafnaði að visu þvi boði þvi að „þegar ég kem til La Scala ætla ég inn um aðaldyrnar” eins og hann hugs- aöi þá með sér. Þaö var 1963 aö frægöarferill Pavarottis hófst fyrir alvöru. Þaö er ekki út I bláinn aft Pava- rotti hermir eftir hval; maftur- inn er engin smásmifti. Hann haföi þá sungið á Covent Garden meö Joan Sutherland, og maöur hennar, Richard Bonynge hljómsveitarstjóri, bauö honum I fjórtán vikna tón- leikaferð um Astraliu sem varö hinum efnilega tenórsöngvara mjög lærdómsrik. Eftir þann leiöangur voru honum allir veg- ir færir: La Scala 1965, San Fransisco 1967 og Metropolitan I New York 1968 og endalaus feröalög og hljómleikahald um allan heim. Fjölmiölaheimur samtimans og svo plötuiönaður vinna saman aö þvi, aö gera stórstirni tónlistar enn stærri en þau gátu orðiö I vitund manna fyrr á tiö — og þvi skammrifi fylgir sá bögull, þvi miöur, aö þeir sem eru blátt áfram ágætir tónlistarmenn, vantar einhvern þann herslumun sem úrslitum ræöur, eiga erfiöar uppdráttar en fyrr. En, eins og góöi dátinn Sjveik sagöi: Það er önnur saga. Pavarotti er spáö löngum söngferli enn, hann hafi allar forsendur til aö geta sungiö fimmtugur og sextugur og leng- ur. Hann er vinnuþjarkur hinn mesti — en bregöur samt ekki út af þeirri venju aö taka sér fri mánuö á hverju ári og verja þvi I nánd viö æskustöövarnar á íta- liu, nánar tiltekið i bóndabæ sem hann hefur breytt sér i hag i bænum Pesaro á strönd Adria- hafs. ábtóksaman j MINNING Helga Bjarna- dóttir F. 17. apríl 1905 — D. 12.júní 1980 I dag verður útför Helgu Bjarnadóttur frá Hlemmiskeiði; hún fórst i umferöarslysi 12. þ.m Helga var fædd aö Hlemmi- skeiöi á Skeiðum 17. april 1905, elst af ellefu börnum þeirra hjóna Ingveldar Jónsdóttur frá Vorsa- bæ á Skeiöum og Bjarna Þor- steinssonar frá Reykjum i sömu sveit. Ung aö árum giftist hún sveit- unga sinum, Gisla Ingimundar- syni frá Andrésfjósum. Þau bjuggu allan sinn búskap i Reykjavik. Gisli andaöist áriö 1976. Helga og GIsli eignuöust fjögur börn, þau eru: Bjarni málara- meistari giftur Erlu Þorvalds- dóttir, þau eiga 3 börn; Maria, gift Ólafi A. Ólafssyni málarameist-. ara þau eiga 5 börn; Trausti vél- j virkjameistari, giftur Svövu ; Gestsdóttur, þau eiga 3 börn og Emil trésmiöameistari giftur Asdisi Gunnarsdóttur og eiga þau 4 börn. Allt er þetta traust og gott fólk. Hinn stóri hópur barna hennar og barnabarna hefur mikiö misst viö fráfall hennar, svo mikil var umhyggja hennar fyrir þeim öllum. Meö Helgu og systkinum hennar var alltaf náið samband og sem elsta barn I stórum i systkinahóphefurkomið snemma i hennar hlut að veita þeim yngri liösinni og skjól. Löng samleiö hlýtur að skilja eftir margháttaðar minningar. Eftir nær 40 ára náin kynni hefi ég aðeins bjartar minningar um þessa ágætu mágkonu mlna. Það verður ávallt svo, að i stórum hóp samferðafólks á hvaða sviöi þjóö- lifsins sem um er skygnst veröa einstaklingarnir mismunandi eftirminnilegir. Þegar stórar stundir áttu sér staö innan okkar fjölskyidna, var Helga ávallt hinn eftirminnilegi persónuleiki. Hin bjarta og heiða rödd þess- arar glaðværu alvörukonu hijómar ekki lengur, en minning ástvina og fjölmargra vina lifir um sanna sómakonu. Einar ögmundsson Lokað eftir hádegi í dag (frá kl. 13.00) vegna flutnings G. Ólafsson hf. Suðurlandsbraut 30 I Laugardalshöll annað kvöld, laugardaginn 21. iúni kl. 21.00. POPPHLIOMS VEIT 9. ÁRATUGSINS Á TÓNLEIKUM ALDARINNAR Miðasala í GIMLI kl. 14-19,30. Simi 28088. Einnig í hljómplötudeildum Karnabæjar og Fálkans LISTAHÁTÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.