Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 3
Þriftjudagur 24. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nýtt form á skírnarathöfn Tillögur um nýja helgisiði islensku kirkj- unnar er aðalefni Prestastefnunnar 1980, sem hefst i dag i húsa- kynnum Menntaskólans i Reykjavik. Þrettán manna nefnd presta og organista hefur starfaö i vetur aö tillögum um helgisiöi. Nefndin leggur einróma fram tillögur sin- ar en búist er viö nokkrum deilum um þær. I tillögunum er gert ráö fyrir lengra og ýtarlegra formi hinnar venjulegu sunnudagsguðsþjón- ustu, meöal annars þvi aö altaris- ganga veröi algengari en nú er. Þá er gerö tillaga um nýtt form fyrir skirnarathöfn og endurskoö- aö val þeirra texta sem liggja til grundvallar predikuninni. Prestastefnan hefst kl. 10.30 i dag meb messu i Dómkirkjunni. Hún verður sett eftir hádegi i Menntaskólanum og þá flytur biskup ávarp og yfirlitsræðu. Seinna um daginn flytur formað- ur handbókarnefndar, dr. Einar Sigurbjörnsson framsögu um til- lögur þær sem fyrr voru nefndar. —áb. r I fyrsta sinn: Beint sjón- varp úr Höllinni Bein útsending í sjón- varpi frá iþróttaatburðum í Laugardalverður í fyrsta skipti á laugardaginn kemur er sjónvarpað verður frá fimleika- sýningum i Höllinni á hátíð iSi. Sem kunnugt er á sjónvarpið ekki tæki til slikra sendinga, en þar sem venja er aö fá þau léö frá Noregi I sambandi viö kosningar og veröur einnig gert nú, þótti til- valiö aö nota tækifærið og senda einnig beint frá Iþróttahátiöinni. Aö sögn Bjarna Felixsonar iþróttafréttamanns hefst út- sendingin kl. 3 sd. og stendur hálfan þriöja tima. Engar auka- greiöslur koma i þessu tilviki til ÍSI vegna beinu sendingarinnar, einsog vera mundi td. um fót-: boltaleik hjá KSI, sem hefur jafn- vel krafist aukagreiöslna fyrir út- sendingu samdægurs þótt hún væriekki bein. Þvert á móti sagöi Bjarni, aö fullt samkomulag heföi náöst viö tþróttahátiðarnefnd og mjög góö samvinna. —vh Umferðarslys varð I Kópavogi sl. laugardag. Ungur piltur tók körfubil traustataki og fékk sér biltúr um bæinn. Honum tókst aö setja bllinn I gang með nagla, en sem von var réö hann ekki viö þetta stóra farar- tæki og endaði með aö aka á Litaskálann viö Kársnesbraut. Betur væri ef menn læstu slikum farar- tækjum þvi aldrei er að vita hvar óvita ber að garöi. __ Ég kann því vel að vera kallaður kóngur segir forsetabílstjórinn - föst aukavinna meö ýmsu móti og af misjöfnum ástæðum „Ég kann því vel að vera kallaður kóngur" sagði Snorri Jóhannsson bílstjóri forseta Islands er Þjóð- viljinn hafði samband við hann vegna fréttar í blaðinu um að hann væri tímakóngur hjá ríkinu varðandi fasta yfirvinnu með 82 tima á mánuði. Annars eru ástæður fyrir hinni föstu yfirvinnu ákaflega margar og getur verið villandi að bera saman einstaka menn. Snorri Jóhannsson sagöist vera bundinn trúnaöi I sinu starfi og þvl ekki geta tjáö sig neitt um sinn vinnutlma en þaö gæti hann þó eitt sagt aö frekar vildi hann fá borgaö eftir reikningi. Þá haföi Þjóöviljinn samband viö Guömund Matthlasson deildarstjóra hjá Flugumferðar- stjórn sem var næst hæstur á listanum meö 79 tima. Hann sagöi aö ástæðurnar fyrir sinni föstu yfirvinnu vera þær aö upphaflega hafi hann verið flugumferöar- stjóri og varöstjóri og þegar hann tók aö sér deildarstjórastarfiö hafi hann sett þaö sem skilyröi aö hann lækkaði ekki I launum. Til þess aö hann héldi slnum launum heföi þessi tímafjöldi veriö settur á sig I fasta auka- vinnu. Hann hefur nú veriö sá sami I 7-8 ár og sagöist Guö- mundur hafa dregist aftur úr flugumferöarstjórum I launum af þessum orsökum. Stefán Hilmar Sigfússon náttúrufræöingur sagöi þaö vera Þjóöviljanum til vansa aö birta tölur um fasta yfirvinnu án þess aö kynna sér málin ýtarlega. Hvaö sig snerti þá væri hann aöeins meö þessa 73 tlma á mánuöi þrjá til fjóra mánuöi ársins meðan verið væri aö dreifa meö flugvél Landgræöslunnar. Þá væri unniö alla daga vikunnar, um helgar jafnt sem aöra daga, og þessvegna heföi veriö ákvebin föst yfirvinna til einföldunar yfir þessa sumarmánuöi. Af sinni hálfu væri ekkert þvl til fyrirstööu aö skila reikningi til rikisins fyrir unna yfirvinnutima meöan á græöslunni stæöi eins og aðrir starfsmenn geröu og þaö yröu örugglega ekki góö skipti fyrir rlkiö. Aöra mánuöi ársins kvaöst Stefán H. Sigfússon fá reiknaða yfirvinnu vegna vikulegra feröa til Gunnarsholts á laugardögum þar sem hann sinnti nauðsynlegum störfum. Af þessum sökum væri frétt Þjóöviljans mjög villandi hvaö sig varðaði og hann vaffi I lægri kantinum ef miöaö væri viö t.d. einhvern vetrarmánuöinn. GFr /ekh Samningar BSRB og ríkisins: Allt galopið ennþá Allt er enn galopið í samningaviðræðum BSRB og ríkisins og frétt Morgunblaðsins um að samkomulag hefði náðst um félagsmálapakkann er villandi/ sagði Björn Arnórsson starfsmaður Starfsmannafélags Hlaup í Hagafellsjökli Hagafellsjökull eystri,skriðjökull suður úr Langjökli, hefur nýlega hlaupið fram i Hagavatn. Þekur jök- ullinn nú að heita má allan vatnsbakkann að ofanverðu austan Hagafells en undan- farna áratugi hafði jökull hopað af þessu svæði svo að þó nokkurt islaust belti var komið ofan vatns. Skriðjökulstungan er j feikilega brotin og bólgin og hin mikil- fenglegasta ásýndum. Allmikið er um jaka i vatninu og ört streymi um útfallið niður Nýja- foss og út i Farið, en svo heitir afrennslið niður i Sandvatn. Mikill vöxtur er i Farinu og þarafleiöandi einnig I ánum úr Sandvatni, Sandá og Arbrandsá-Tungufljóti, en báöar falla I Hvitá. Framburöur af jökulleðju og ööru gromsi er feikilegur og setur brúnn jökul- korgurinn svip sinn á Hvitá-ölfusá allt til sjávar. Um helgina kom þó nokkuð af feröafólki upp aö Hagavatni til að sjá hvað þar væri um að vera. Raunar eru umbrotin þar efra ekki stórkostleg eða óvenjuleg fram yfir það sem öðru hvoru gerist við skrið- jökulssporba, en mörgum þykir gaman aö fylgjast meö slikum breytingum. Göngubrú hefur veriö á Farinu ofarlega en hana tók af aðfararnótt sunnudags. Aö lík- indum hefur jaki rekist á vestari stöpulinn þvi hann sést ekki lengur og brúargólfiö allt farið. Svo vel vildi til, aö enginn var staddur vestan ár, þvl eila heföi sá sami þurft aö fara fót- gangandi til byggöa en styst er niður i Haukadal. Tveir striösmenn af Kefla- vlkurflugvelli voru þarna uppfrá við æfingar á jeppum sinum á laugardaginn. Öku þeir m.a. uppi felliö framan Haga- vatns og upp meö Jarlhettu- kvisl, og horföu meira á tæki sin og hallamál en á landslagiö. Skipti þá engum togum, aö Willysjeppi þeirra Jo-8588 missti jafnvægiö og fór þrjár fjórar hliðarveltur en náöi aö stöðvast á brlk áöur en hann ylti I sjálft gilið. Heföi þá oröiö manntjón þvi að kona og börn voru I jeppanum við hlið hins hugumdjarfa ökumanns. Hér fór hins vegar betur og ekkert laskaöist utan rúöur og annað brothætt I yfirbyggingu jepp- ans. Striösmennirnir sátu bjargarlausir meö tól sin, og þurfti íslenskur leiðangur aö bjarga þeim og setja þá á hjólin aftur. Llklega hafa þeir oröiö eitthvað miður sin, þvi heim- komnir i tjaldstað óku þeir upp um hliðar og grasflatir og skildu ekki viö landiö meö neinu þakk- læti. —hj- ríkisins í samtali við Þjóð- viljann i gær. Þröstur ólafsson aðstoðarmaður f jármálaráðherra stað- festi orð Björns í samtali. Samningarnir stóðu I gær en litill árangur varö af þeim. Veiga- mikil afriöi I félagsmálapakk- anum eru enn ófrágengin svo sem um lífeyriog eftirlaunaaldur. Þaö sem þegar hefur náöst samkomu- lag um er með fyrirvara um alls- herjarsamkomulag. Enn hefur ekki nábst samkomulag um stærstu málin svo sem gildistlma samnings, vlsitöluveröbætur og launastiga. —GFr Snorri Sturluson Góð sala í Cuxhaven Skuttogarinn Snorri Sturluson RE-219 seldi I gærmorgun 1 Cuxhafen I Þýskalandi 137,920 tonn af ufsa og karfa fyrir 270.900 þýsk mörk, eöa rúmlega 71 miljón kr. Islenskar. Meöalveröiö er 515 kr. fyrir kg. sem er aö sögn Einars Sveinssonar forstjóra BÚR óvenju gott miðað viö fisk- tegundir og árstlma. Snorri fór utan meö alls 230 tonn, en ákveöiö var aö selja afl- ann I tvennu lagi þannig aö I dag veröur afgangurinn, nlmlega 90 tonn, seldur á sama staö. Prestar rœða helgisiði: Messan veröi bæði lengri og ítarlegri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.