Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 9
Þri&judagur 24. jiinl 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Örtölvubyltingin og verkafólk: Hver á ad ráda nýrri tækni? Kjaradeilur á tslandi fara enn fram meö þeim hætti, aö verka- lýðsfélög visa til dagiauna, sem eru lág, en atvinnurekendur svara með að visa til tekjumögu- leika og tekna sem fást með yfirvinnu og bónus, og eru þær upphæðir að sjálfsögðu allmiklu hærri. Að þessu leyti eru átök um kjaramál mjög ólik þvi sem ger- ist allt i kring: vfðast hvar er all- mikið atvinnuleysi, krafan um rétt til vinnu er mjög ofarlega á blaði — og tengist beinlinis bar- áttu um það, hver á að ráða þvf, með hvaða hætti ný tækni er upp tekin í fyrirtækjum. búnaðar — ekki sist um allar þjónustugreinar — muni stórlega fækka störfum i þjóðfélaginu. Til dæmis er gert ráð fyrir því, að starfsfólki viðbanka og trygging- arfyrirtæki muni fækka um 30% innan tíðar. Verkalýðshreyfing Evrópu hef- ur svipaðar áhyggjur og er þegar farin að hugsa sér til hreyfings eins og dæmið frá Danmörku minnir á. i fá hús að venda En sem fyrr segir: það er við ramman reip að draga. Sú tækni- Nýleg dæmi koma frá Dan- imörku. Þar hafði það gerst i verksmiðjum Haustrups i Odense, að gerður hafði verið samningur við starfsfólkið um upptöku nýrrar tækni og afleið- ingar hennar. Vinnuveitenda- sambandið danska reiddist þess- um samningi mjög þegar af hon- um fréttist. Svo er nefnilega mál meö vexti, aö Alþýöusambandið danska, LO, og atvinnurekenda- sambandið, DA, eru einmitt að taka upp samninga núna um nýja tækni, og i Odense höfðu verka- menn fengið I gegn þegar ýmsar helstu kröfur LO I samningaviö- ræðunum. DA kunni ekki við for- dæmið. Knud Christensen, varafor- maður Alþýðusambandsins, segir sem svo, að verklýössamtökin dönsku vilji ekki berjast gegn upptöku nýrrar tækni, það muni ekki hafa önnur áhrif en danskur iðnaður dragist aftur úr erlendum fyrirtækjum. Hann segir, að LO vilji ekki að Danmörk dragist aft- ur úr tækniþróun og örtölvubylt- ingu — en það þurfi að tryggja starfsöryggi verkafólks. Afleiðingar Vandinn er hinsvegar sá, að það er hægara sagt en gert. Að vísu eru til bjartsýnisskýrslur um þessi mál, eins og sú sem bresk stjdrnvöld hafa látið taka saman: þar segir, að reyndar sé harla erf- itt að segja fyrir um áhrif ör- tölvubyltingarinnar á atvinnu- leysi, en tæknilegar umbætur hafi sýnt, að þegar til reyndar lætur, þá muni þær bæði hafa jákvæð áhrif á afköst og fjölga störfum. Franska stjórnin (svonefnd Nora- skýrsla) er miklu svartsýnni. Hún segir, að sú tæknibylting sem nú er hafin með útbreiðslu tölvu- Fréttaskýring bylting, sem var aö þróast á ■ sjötta og sjöunda áratugnum, jók I mjög framleiðni i iðnaði, en um leið fækkaði hún iðnverkafólki, I geröi hún hlut iðnverkafólks 1 smærri innan vinnandi stétta. I Hagvöxturinn sem auknum af- I köstum fylgdi var siðan nýttur til I að efla ýmsa opinbera þjónustu * og það var þensla I sllkri starf- I semi (ekki sist I heilsugæslukerf- I inu) og svo öðrum þjónustugrein- I um á vegum einkafjármagnsins, j sem tók við nýju vinnuafli. Nú bú- I um viðhinsvegar viö þær aðstæð- I ur, að tölvubylting, sem skapar « fremur fá ný störf, ræöst af mik- J illi grimmd einmitt á þjónustu- I greinarnar: til eru spár sem boða það, að á næstu tlu árum munu I um fimm miljónir af 17-18 miljón J manna her skrifstofufólks I Evrópu missa atvinnuna vegna tilkomu nýrrar tækni. Og þetta • fólk getur ekki farið I fram- J leiðslugreinar, þar fækkar störf- I um einnig. Og hægrisveiflan, Friedmanisminn, heimtar um ■ leið, að umsvif opinberra aðila j séu skorin niöur. Þetta þýðir, að það dugir I skammt að vlsa á endurhæfingar- 1 námskeið fyrir það fólk sem j tölvubyltingin nú hrekur úr störf- I um. Það er kallað I nýtt frum- I kvæði af hálfu verklýðshreyfing- ] arinnar, sem hefur til þessa I J mjög rikum mæli hrakist á milli I heldur ófrjós fjandskapar við I nýja tækni og sinnuleysis — með- * an einmitt tölvubyltingin hefur J fært fjölþjóðlegum stórfyrirtækj- I um aukin raunveruleg völd yfir I framleiðslu og vinnumarkaði. ] Það er lika spurt um það, hvort . velferðarrikin svonefndu eiga að I sætta sig viðað þróunin gangi yfir I án þess, aö þeim sé leyft að koma ] ööruvlsi við sögu en meö þvt aö ■ taka við þeim á atvinnuleysis- I styrki, sem kapitalistar segjast | ekki lengur hafa not fyrir. á dagskrá >,Því er þaö engin tilviljun aö boöberar frjálshyggjunnar hafa kosiö aö fœra hana i > búning visinda. IÞeir hafa gert sér grein fyrir þvi aö slík blekkingariöja er áhrifarikasta leiöin til þessa aö vinna þessari draumsýn fylgis” Málaliðar markaðshyggjunnar Bragi Guðbrandsson, kennari Þaö hefur vlst ekki farið fram- hjá þeim sem fylgjast meö stjórn- málum, að til nokkurra tlðinda hefur dregið I herbúðum hægri aflanna á undanförnum misser- um. Eitt af þvl sem athygli hefur vakið er uppreisn „frjálshyggju- manna”, sem kalla sig svo, I Sjálfstæðisflokknum. Hér er um aö ræöa hóp manna sem telja sig hafa á takteinum forskrift um það hvernig leysa megi þá efnahags- kreppu sem nú hrjáir auðvalds- heiminn, án þess aö hróflað sé við undirstööuatriðum borgaralegs þjóðfélags. Sú lausn sem boöið er uppá, felur I sér afturhvarf til frjálshyggju aldarinnar um leið. Höfuðáhersla er lögð á mikilvægi þess að markaðsöflin fái að leika lausum hala, og aö hlutverk rlkis- valdsins eigi að takmarkast við það eitt að setja samkeppni ein- staklinganna á markaönum al- mennar leikreglur og að sjá til þess að þær séu ekki virtar að vettugi. Hér verður ekki leitast við að sýna fram á villur þessarar draumsýnar.heldur er ætlunin aö vlkja nokkrum orðum að þeim stéttarlegu hagsmunum sem liggja henni til grundvallar og þeim búningi sem draumsýnin er að jafnaði klædd. Segja má aö trúin á visindin gegni að vissu leyti hliðstæðu félagslegu hlutverki I dag og trúin á heilaga ritningu foröum daga. Fyrr á öldum þótti vænlegt til árangurs að sklrskota til trúar- bragða þegar menn vildu réttlæta gerðir sinar eöa finna oröum sln- um stað. Bókstafstrúnni, sem var mönnum sjálfgefin og yfir allar efasemdir hafin, er mark- aöur annar bás I heimsmynd nú- timamannsins. I hennar stað hefur trúin á vlsindalega þekk- ingu tekið við þessu réttlætingar- hlutverki. Niðurstöður vlsind- anna eru taldar algildur, óum- breytanlegur sannleikur, sem öll- um viti bornum mönnum beri skylda til að horfast I augu við og taka mið af. Stoðar þá litt að halda fram viðhorfum sem á ein- hvern hátt brjóta I bága viö hina vlsindalega þekkingu. Þvl er þaö engin tilviljun að boðberar frjáls- hyggjunnar hafa kosið að færa hana I búning vlsinda. Þeir hafa gert sér grein fyrir þvl að slik blekkingariöja er áhrifarlkasta leiðin til þess að vinna þessari draumsýn fylgis. Uppreisn frjáls- hyggjunnar, eins og þeir kalla draumfarirnar, hefur einmitt verið fólgin I þvl að sveipa nokkra aldna frjálshyggjuprófessora dýrðarljóma vlsindaþekkingar. Þannig hafa þeir M. Friedman, F. Hayek og Ö. Björnsson oröið persónugervingar hinnar heilögu þrenningar I nútimatrúarbrögð- um stjórnmálanna. Það ofurkapp sem boðberar frjálshyggjunnar leggja á að samsama hana vlsindalegum sannindum á sér annan snertiflöt og ekki ómerkari, en þann er að ofan greinir. Frjálshyggjan er nefnilega stéttahugmyndafræði. Hún gengur fyrst og fremst út á það, að réttlæta efnahagslega hagsmuni eignastéttanna og póli- tiskt og hugmyndalegt forræöi þeirra. Eins og kunnugt er, mun þaö vera viðtekin skoðun manna að visindaleg þekking sé „hlutlaus” I þeim skilningi að hún geti ekki þjónað hagsmunum eins þjóðfélagshóps frekar en annars, heldur hljóti allir að hafa af henni jafnan hag. Þvi þjónar visinda- grlman ágætlega þeim tilgangi að dylja stéttaeðli frjálshyggjunnar, svo það valdi ekki meltingatrufl- unum alþýöunnar. Vlkjum nánar aö þessu stéttaeöli. Þaö er I sjálfu sér ekki vand- kvæðum bundiö að afhjúpa frjáls- hyggjuna með tilvlsun til stéttar- legs inntaks hennar, enda hefur það oftar en einu sinni verið gert. En sú spurning hlýtur að vakna hvort málsvarar hennar séu sér meðvitaöir um þá hagsmuni sem hún er öðru fremur fulltrúi fyrir. Það skal viðurkennt, að lengi vel stóð ég I þeirri meiningu aö frjálshyggjumennirnir væru hug- sjónamenn, sem raunverulega tryðu þvl aö draumsýnin væri vis- indaleg undirstaða allsnægtar- skipulagsins. En við lestur greinar I „Frjálsri Verslun” frá I vetur eftir „einn mikilvirtasta og skeleggasta talsmann frjáls- hýggjunnar hérlendis”, svo visað sé til kynningar blaösins á höf- undi, var ekki laust við að rynni á mann tvær grímur. Greinin sem ber yfirskriftina „Hvenær skipu- leggur einkaframtakið gagn- sókn?” er nefnilega hvatning til islenskra atvinnurekenda um að feta 1 fótspor bandarlskra kollega sinna og beita sinu efnahagslega valdi til að veita frjálshyggjunni brautargengi. Svo hvatningin megi hafa áhrif, þarf höf. að sjálfsögðu að brýna það fyrir at- vinnurekendum að slikt sé fyrst og fremst I þágu hagsmuna þeirra. Greinilegt er, aö það er hinum „mikilvirta” og „skelegga” talsmanni ekki þrautalaust verkefni aö viður- kenna á prenti stéttainntak frjálshyggjunnar. Lltum á mál- flutninginn með hans eigin orð- um: 1. „Stjórnmálabaráttan er hug- myndabarátta”. 2. „Frjálshyggjumenn eru ekki að verja hagsmuni atvinnurek- enda”, en — 3. „Hugsjónir og hagsmunir geta farið saman og gera þaö þessi árin”!! 4. „Ekki ber að ætlast til þess af útgeröarmönnum, iðnrekendum, kaupsýslumönnum og öörum at- vinnurekendum, að þeir berjist sjálfir I hinni hugmyndabaráttu sem framundan er. Til þess hafa þeir ekki tlma, þeir veröa aö skapa verðmætin”! 5. „Én þó ber að ætlast til þess af þeim að þeir skilji að þessi hug- myndabarátta er I rauninni lifs- barátta þeirra”. Tilhvaða ráða geta atvinnurek- endur gripið I „llfsbaráttu” sinni? Efla Sjálfstæöisflokkinn eöa hagsmunasamtök atvinnu- rekenda? Hvort tveggja er að mati talsmannsins nauðsynlegt en ekki nægjanlegt. Þaö er ekki nægjanlegt vegna þess aö Sjálf- stæöisflokkurinn er og verður „bandingi aldarandans” til að afla sér kjörfylgis, og samtök at- vinnurekenda „hrifa ekki aöra en þá sem hafa hagsmunina”. Eina leið atvinnurekenda til lifsins er fólgin I þvi að „koma til liðs við frjálshyggjumennina sem berjast I hugmyndaheimnum”. Næsta skref hins „skelegga” talsmanns er að leggja fram tillögur er varða skipulagningu þessarar lifsbaráttu, sem hann upplýsir aö sé fengin að láni úr merkri bók eftir W.E. Simon. Simon þessi er f.v. fjármálaráðherra Bandarikj- anna, og að sögn talsmannsins „stjórnarformaður Ohlin-sjóðs- ins” sem „reynir að auövelda þeim mönnum verkin, sem verja einkaframtakiö”. Þessar tillögur eöa „óskir”, sem stungiö er upp á eru I 10 liðum og verða ekki raktar hér. Þó get ég ekki stillt mig umaðdrepa ánokkrar þeirra. Efst á óskalistanum er farið fram á að atvinnurekendur stofni sjóö til styrktar frjálshyggjumönnun- um. Ekki er nema sanngjarnt aö atvinnurekendur beri kostnaðinn. af hugmyndabaráttu frjáls- hyggjumannanna. Þá er lagt til að þeir kosti útgáfu rita sem koma að gagni og „nota má til kennslu I skólum” jafnframt þvi aö auka beri aðhald aö skólunum „þar sem borið hefur á róttæklinga- áróðri”. M.ö.o. á að búa svo um hnútana, að aörar hugmyndir en þær er lúta að lifsbaráttu at- vinnurekenda, eigi ekki upp á pallborðiö I skólum landsins. Aö lokum skal getiö þeirrar óskar hins „mikilsvirta” talsmanns frjálshyggjunnar, aö einkafram- takið hafi með höndum „aðhald að þeim fjölmiðlum sem njóta auglýsinga þess”. Fróðlegt væri að fá nánari útfærslu á þessu atriði, en talsmaöurinn lætur sér nægja að benda á að atvinnurek- endum beri engin skylda til að auglýsa I fjölmiðlum svo sem Þjóðviljanum og Rétti. Af mörgu er aö taka I þessari óviðjafnanlegu grein frjáls- hyggjumannsins, en hér verður látiö staöar numiö. Ljóst má vera, að boðberar frjálshyggj- unnar reynast, þegar grannt er skoðað, ekki vera ungir menn I þekkingarleit og þaðan af siður útveröir frelsishugsjónarinnar, eins og þeir vilja vera láta. Þeir eru málaliðar markaðshyggj- unnar, en frelsishjalið og þekk- ingarmaliö yfirvarp. Fiskiræktarrádi falinn reksturinn Borgarstjórn Reykjavikur hef- ur samþykkt að fela veiði- og fiskiræktarráði borgarinnar rekstur klak- og eldisstöðvarinn- ar við Elliðaár. Jafnframt hefur borgarstjórn þvl samþykkt aö vlsa frá samningi við Stanga- veiðifélag Reykjavikur þess efnis aö félagiö annist rekstur áður- greindrar stöövar næstu 3 ár. Björgvin Guömundsson borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins lagði til að samningsdrögin við Stanga- veiðifélagið yrðu felld og fékk til- laga hans stuðning fulltrúa Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Sveins Björnssonar varaborg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gegn tillögu Björgvins greiddu atkvæöi aðrir fulltruar Sjálf- stæðisflokksins og Gerður Stein- þórsdóttir varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. —þm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.