Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 24. júnl 198«. ÞJ6ÐVILJ1NN — StÐA 5 Hugsunarlausar plur? (Asthildur Bernharösdóttir I hlutverki kaupfélagsstjóradótturinnar) Hrakfallasagan Óðal feðranna Þaö er full ástæöa til aö óska Hrafni Gunnlaugssyni til ham- ingju meö „Óöal feöranna”. Hér er um aö ræöa verulegt stökk fram á viö frá Blóörauöu sólar- lagi og Silfurtunglinu. „óöal feör- anna” er tæknilega vei unnin mynd, spennandi og vls tii aö hljóta meöaösókn. Mér viröist einsætt, aö allir sem stóöu aö gerö þessarar myndar hafa lagt sig fram um aö gera sitt besta. Einkum finnst mér at- hyglisvert hve vel leikararnir standa sig upp til hópa, þótt enginn þeirra sé leikari aö at- vinnu. Arangur þeirra veröur vitaskuld aö skrifast aö töluveröu leyti á afrekaskrá leikstjórans. Þaö er ekki öllum gefiö aö stjórna áhugaleikurnum svo vel fari, og satt aö segja kom þaö mér skemmtilega á óvart hve Hrafni viröist hafa fariö fram aö þessu leyti. Enn er þaö svo, aö sérhver islensk kvikmynd hlýtur aö höföa sterkar til okkar en erlendar myndir einfaldlega vegna þess aö hún er islensk, sýnir islenskt fólk i islensku umhverfi. Okkur hefur svo lengi vantaö þessa spegil- mynd af okkur sjálfum. Viö horf- um hugfangin á landslagiö i myndunum, könnumst viö fólkiö og vandamál þess. Nú er þó svo komiö aö islenskar kvikmyndir af fullri lengd eru ekki lengur hvitir hrafnar. Þaö fer aö koma aö þvi aö viö getum boriö saman, vegiö og metiö og jafnvel leyft okkur aö gagnrýna án þess aö eiga á hættu aö vera kölluö landráöamenn sem vilja islenska kvikmyndalist feiga. Fjölskyldusaga „Óöal feöranna” er unnin i hóp- vinnu einsog allar kvikmyndir, og endanlegur árangur þeirrar vinnu, kvikmyndin sjálf, er verk margra höfunda. 1 þessu tilviki er þó nauösynlegt aö tala um einn aöalhöfund, vegna þess aö Hrafn Gunnlaugsson skrifaöi sjálfur handritiö, og hugmyndin er frá honum komin; kvikmyndin sem viö sjáum á tjaldinu varö fyrst til i hans huga. Sagan sem Hrafn segir okkur er fjölskyldusaga. I upphafi myndarinnar erum viö viöstödd erfisdrykkju, þar sem bóndinn Hafsteinn er kvaddur. Viö kynnumst ekkju hans og börnum þeirra þremur, og myndin fjallar siöan um þaö sem á daga þeirra drifur eftir aö fyrir- vinnan er fallin frá. Þaö er ekkert smáræöi sem yfir þetta fólk dynur. Þegar upp er staöiö i myndarlok undrast maöur eiginlega aöeins eitt: þaö er ekkert morö i myndinni. Allt hitt er á sinum staö. Reyndar furöa ég mig á þvi aö myndin viröist ekki vera bönnuö börnum, og leyfi mér aö vara fólk viö þvl aö fara meö ung börn aö sjá hana. Ekki svo aö skilja aö hún sé neitt óhugnanleg fyrir þá sem hafa aldur og þroska til aö horfa á fulloröinskvikmyndir yfirleitt, en a.m.k. tvö atriöin eru þess eölis aö litil börn veröa dauöskelkuö, einsog sannaöist á frumsýning- unni. Flest af þvi sem gerist I mynd- inni gæti vafalaust gerst i raun- veruleikanum, og vissulega veit maöur um fjölskyldur sem viröast rata i allar hugsanlegar ógöngur. Stundum liggur þó viö aö manni þyki meira en nóg um óheppnina sem hundeltir fólkið, þaö er varla einleikiö. Hér er ekki ætlunin aö rekja atburöarásina 1 þessari slysasögu, enda væntan- legum áhorfendum enginn greiði geröur meö þvi. óöal feörannaer atburöarik mynd og spennan byggist á atburöunum fremur en á sálrænum eöa heimspekilegum „pælingum”. Út í hött Nokkur atriöi kemst ég þó ekki hjá ab nefna. Aöeins eitt atriöi myndarinnar fannst mér hróp- lega út i hött og forkastanlegt meö öllu. Þaö var geldingar- atribiö, sem reyndar var orðið frægt af slúöurdálkum blaöanna löngu áöur en myndin var full- gerö. Mér skilst aö þaö eigi að vera táknrænt fyrir þá andlegu og likamlegu geldingu sem fólgin er I þvi fyrir piltinn Stefán aö þurfa aö vera heima og stjórna búinu, komast ekki i skóla einsog hann haföi dreymt um, aö fá ekki aö njóta lifsins i höfuöborginni. Hinsvegar fáum viö þennan boöskaö rækilega framreiddan i myndinni, bæöi fyrir og eftir geldinaratriöib, svo þaö er i raun- inni óþarft meö öllu. Þaö eina sem getur legiö á bak viö þetta atriöi er löngun til aö „sjokkera” áhorfendur. Atriöiö er úr takti viö myndina i heild, ósmekklegt og óréttlætanlegt á allan hátt, aö minu mati. Annaö sem vekur til umhugs- unar og er reyndar miklu stærra mál, er kaupfélagiö og hlutverk þess i lifi fjölskyldunnar. Nú er ég aö visu ekki kaupfélagsfróö manneskja, en mér er stórlega til efs aö sú mynd sem viö fáum af þvi þarna sé raunhæf. Ef hún væri 'það hlyti niöurstaöa áhorfandans aö vera sú, aö íslenskir bændur væru ánaubugir þrælar og byggju i einskonar lénsskipulagi. Getur þetta veriö satt? Ég vona aö ein- hver mér fróðari taki sig til og svari þeirri spurningu einhvers- staöar. Fjölskyldan i myndinni viröist furöu varnarlaus and- spænis þeirri voöalegu mafiu sem kaupfélagiö er. Þaö er einsog fólkiö kunni ekki á kerfið, viti t.d. ekki aö til eru lánastofnanir. Ég er ekkert aö mæla gegn þvi aö spillingin i íslensku þjóöfélagi sé - tekin óvægilega fyrir, slöur en svo. En veröum viö ekki aö gæta þess aö fara meö rétt mál hver ju sinni? Dettur ekki botninn úr gagnrýninni ef hægt er aö sýna fram á aö hún er ekki á nægilega sterkum rökum reist? Kvenfyrirlitning Enn eitt sem aö minum dómi var ekki nægilega sannfæraandi, Framhald á bls. 13 Meö VIGDISI á Jónsmessuhátíó Laugardalshöll í kvöld kl. 20.30 Fundarstjóri: HALLDÓR E SIGURÐSSON tyrrv. ráðherra Ávörp flytja: ÞÓR MAGNUSSON, þjóðmlnjavörður GUÐRUN ERLENDSDÓTTIR, dósent KRISTJÁN THORLAClUS, lorm. B.S.R.B. SVAVAR GESTSSON, ráðherra GRÉTAR ÞORSTEINSSON, (orm. trésm.fél. R.víkur ÁSTHILDUR ÓLAFSDÓTTIR, húsmóðir SIGRlÐUR HAGALlN leikari PÁLL PÉTURSSON, bóndi og alþ.maður Séra BOLLI Þ. GUSTAVSSON, Laufásl VIGDfS FINNBOGADÖTTIR Fjórtán lelkarar flytja dagskrá undir stjórn KJARTANS RAGNARSSONAR lelkara. GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR konsertmelstarl flytur létta klassíska tónlist, undirleikari ÞORSTEINN GAUTI SIGURÐSSON. ÞORSTEINN Ú. STEPHENSEN Ijóðalestur INGVELDUR ÖLAFSDÓTTIR og JÚHANNA LINNET syngja undir stjórn SIGURÐAR RÚNARS JÚNSSONAR JÓNAS ÞÓRIR lelkur á orgel KARLAKÖR REYKJAVlKUR syngur Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts ieikur frá kl. 20.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.