Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1980, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. júnf 1980. UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag ÞjóDviljans Framkvæmdastjóri: EiDur Bergmann Riutjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson Fréttaitjóri: Vilborg HarDardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaóur SunnudagsblaDs: Þórunn SigurDardóttir Rekstrarstjóri: Ulfar ÞormóDsson AfgreiDslustjóri: Valþór HlöDversson BlaDamenn: AlfheiDur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuDjón FriDriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnós H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. lþróttafréttamaDur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. SaínvörDur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: SigrfDur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Skrifstofa: GuDrUn GuDvarDardóttir. AfgreiDsla-.Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurDardóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, SigrfDur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Sigrún BárDardóttir. HúsmóDir: Jóna SigurDardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiDsla og auglýsingar: SIDumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: BlaDaþrent hf. Siðblinda? • Bandarískir og ástralskir hermenn, sem börðust í Víetnam, hafa sumir hverjir tekið heim með sér hörmu- leg áhrif eiturefna, einkum díoxíns, sem úðað var yfir skóglendi Víetnams til þess meðal annarsaðfella lauf af trjám og koma þannig í veg fyrir að skógarnir væru felu- staðir skæruliða. Það versta er, að eiturverkanir þessar koma niður á afkvæmum þessara fyrrverandi hermanna. Þau hafa haft þau áhrif á erfðastofna, að börnin fæðast afskræmd eða fötluð með einum eða öðr- um hætti. Um það hefur allmikið verið skrifað, meðal annars í sambandi við skaðabótakröfur hermannanna fyrrverandi á hendur bandarískum stjórnvöldum, sem stunduðu eiturhernað þennan. • Af sjálfu leiðir, að þessi harmleikur er miklu stærri í Vfetnam sjálf u. Eiturefni, sem kallað var Agent Orange, var sprautað yf ir þau svæði einkum, þar sem talið var að víetnamskir hermenn væru fyrir, og það mun sjálfsagt aldrei verða mögulegt að komast að því hve margir ein- staklingar, hermenn og óbreyttir þegnar landsins urðu fyrir einhverjum skammti af eitrinu. Það bætir heldur ekki úr skák, að díoxín, sem er ein uppistaðan í fyrr- greindri blöndu, er mjög lífseigt ef ni, og því er líklegt, að enn, tíu árum eftir að hætt var að úða eitrinu yf ir gróður landsins, sé allmikill hluti landsfólksins enn í hættu. • MartinWoollacott frá breska blaðinu Guardian hefur verið í Vietnam og m.a. tekið saman frásagnir af þessu máli. Hann skýrir f rá því, að smám saman sé að hlaðast upp mikið saf n gagna sem staðf esti beint samband milli eiturhernaðarins og krabbameins, einkum krabbameins i lifur, og svo stóraukins f jölda fæðinga vanskapaðra barna. Blaðamaðurinn breski hefur rætt við lækna sem þessi mál rannsaka, og hann hefur einnig heimsótt eina af þeim f jölskyldum sem eiturhernaðurinn bitnar nú á með því móti, að tvær dætur hennar haf a fæðst með ónýt augu. Og, eins og Woollacott bætir við, Víetnam er fátækt land og það eru fáir blindraskólar þar. • A þessa hluti er minnt meðal annars vegna þess, að í Morgunblaðinu var nýverið skrifaður sérstakur leiðari tilþess að lýsa það sérstaka siðblindu að stofnað hefur verið á íslandi félag manna sem vilja vinna að vináttu- sambandi við Vietnam . Undarlegt. Leiðarahöf undar þess blaðs höfðu aldrei sérstakar áhyggjur af þeim hernaði sem Bandaríkjamenn ráku í Víetnam á sínum tíma? dæmalaus lofthernaður þeirra með napalmi og eituref num kom aldrei við þeirra viðkvæmu sálir. Þaðan af siður f innst þeim nein siðblinda koma fram i því, að eftir að bandaríski herinn skildi við Indókína í rústum hafa bandarísk stjórnvöld eftir föngum beitt áhrifavaldi sínu til að koma i veg f yrir, að önnur riki veittu Víetnam aðstoð við að lækna þau sár sem stríðið skildi eftir og eru miklu geigvænlegri en þau sem Evrópulönd þurftu að láta gróa eftir 1945. Nei — það eina sem kemst að í hugum þessara manna er það, að Víetnam hefur nána samvinnu við Sovétríkin,— og blindan er svo mikil, að þeir geta ekki einu sinni komið auga á það, að Víetnamir reyndu að komast hjá því í lengstu lög, að verða of háðir einu stórvelda,— en hafa nú orðið það í reynd, einkum fyrir saKir harðvitugs f jandskapar af hálfu Bandarfkj- anna og nýrra bandamanna þeirra í Kína. • Vináttufélögum við erlendar þjóðir hefur hætt við að koma sér í eins og sjálfvirka réttlætingarstöðu gagnvart öllu því sem frá stjórnvöldum viðkomandi lands kemur. Það er ástæða til að vara við slíkri afstöðu og minna fremurá hiðfornkveðna: sá er vinur er til vamms segir. En vilji félag Víetnamvina vinna einmitt gegn siðblindu þeirra manna,sem vilja að stríðshrjáðri þjóð séu allar bjargir bannaðar; takist því þótt ekki væri nema að gefa einu blindu barni úr eiturhernaðinum skólagöngu — þá hefur það félag gegnt nauðsynlegu hlutverki. —áb. Klíppt Flokksbrœður talast við Ótt og tltt vegast þeir á Sjálf- sUeBismenn utan stjórnar og innan.Halldór Blöndal alþingis- maður hefur „sjálfstæöismenn” I rlkisstjórninni innan gæsa- lappa I forystugreinum Islend- ings á Akureyri og segir um flokksbræöur sina: „Ekki hefur frést af þvi, aö þeir hafi haft skoöun á þessu máli fremur en öörum nema þvl einu, aB þykj- ast fara vel I ráöherrastól”. Gœti klofnað — Hefuröu hugleitt stofnun nýs flokks? „Þaö hef ég nú ekki gert, og á ekki von á aö til þess komi. Auö- vitaö veit enginn hvaö framtlöin ber i skauti sér, en ég og Friöjón Þóröarson reyndum mikiö til þess aö ná saman afstööu flokksins þegar viö gengum til þessarar stjórnarmyndunar. Ég vonast til þess, aö þótt þessar tilraunir okkar færu þá út um þúfur, sé þaö vilji mikils meiri- hluta flokksmanna aö þaö þurfi aö búa svo um hnúta innan Sjálfstæöisflokksins, aö hann geti á ný starfað sem heill flokkur, og þá á þessum grund- -----------------------------------j störfum fyrir Sjálfstæöisflokk- I inn og hvernig hann fékk aö I gjalda þess aö hafa stutt dr. , Kristján Eldjárn I forsetakosn- ■ ingunum 1968. Valdabaráttan I innan flokksins milli manna | varö þess m.a. valdandi aö . Magnús fjarlægöist flokks- i starfiö og dró sig aö lokum út úr I þvi. Magnús segir að hann og | margir aörir telji vart púkkandi ■ upp á Sjálfstæöisflokkinn svo I hrumur sé hann oröinn fyrir I aldur fram. Hann segir m.a.: . Innviðir fúnir „Mig tekur sárt, sem og NAFN: Pálmi Jónsson STADA: Landbúnaðarráöherra F/EDDUR: 11. nóv. 1929 HEIMA: Bólstaðahliö 31 HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Helga Sigfúsdóttir, og eiga þau þrjú börn BIFREIÐ: Volvo, árg. 1974 ÁHUGAMAL: Útivist, íþróttir og sauðfjárrækt i S/á/fstæðisflokkurínn gæti klofnað Fðstudagur ao/ júnt ™±J)elgarpásturinrL t yfirheyrslu Helgarpóstsins I siðustu viku ræöir Pálmi Jóns- son opinskátt um klofninginn I Sjálfstæðisflokknum. Þar kemur m.a. fram þaö sjónarmiö aö auöveldara gæti oröiö fyrir nýjan forystumann aö ná fram þeim breytingum á flokknum sem leiddu til þess aö þaö tækist aö ná honum aö fullu saman aö nýju heldur en aö óbreyttri forystu. Vinstri snú En forsenduna fyrir þvl aö hægt sé aö „ná flokknum saman” telur Pálmi vera þessa: „...þaö veröur aö gerast meö þeim hætti, aö flokkurinn breyti um aö nýju, frá því aö færast lengra yfir á hægri kant eins og gerst hefur á siöustu árum og misserum, i þá átt aö hann veröi aö nýju frjálslyndur flokkur allra stétta eins og var aöall hans áöur”. Síöan kemur þetta fram i viö- talinu: Stefnuúgrein- ingur — Ertu þá einskonar „vinstri Sjálfstæöismaður”? „Ég hef nú aldrei taliö mig vinstri mann. En ég met stööu mina þannig, aö ég hef ekki aö- hyllst þau sjónarmið, sem á siö- ustu árum hafa, á grundvelli leiftursóknarinnar, rikt I Sjálf- stæöisflokknum, aö láta markaöslögmálin gilda alfariö. Sllkar kenningar get ég ekki haft aö leiöarljósi. Ég vil taka tillit til þeirra, en ég vil jafn- framt beita þvl viösýni og þvi frjálslyndi aö taka mikiö tillit til annarra hluta. Ég tel aö óheft markaöslögmál samrýmist ekki þvi sem ég vil berjast fyrir, til dæmis málefnum strjálbýlisins og landbúnaðarins;’. velli sem ég hef minnst á: Flokkur allra stétta, flokkur frjálslyndis og viösýnis”. — Með áframhaldandi þróun flokksins I átt til aukinnar frjálshyggju, gæti þá orðiö klofningur á hinn veginn? „Ef sú verður raunin, aö áfram á aö ganga þá braut, fikra sig lengra og lengra yfir á hægri kant stjórnmála, sem ég vil nú ekki trúa, getur auövitaö fariö svo, aö Sjálfstæöisflokkur- inn klofni”. Reynslusaga 1 Helgarblaöi VIsis fyrir rúmri viku segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarflugs frá reynslu sinni af -_og mörgum sjálfstæöismönnum, aö sjá hvernig flokkurinn er nú leikinn og hversu gjörsamlega hann viröist vera búinn aö missa tengsl við hina daglegu llfsbaráttu einstaklingsins. Þaö er illt aö segja þaö, en þaö er eins og hann sé aö eldast fyrir aldur fram. Ég verö aö viöurkenna aö þegar menn tala um endurreisn Sjálfstæöisflokksins þú hvarflar aö mér I fullri alvöru hvort ekki sé áhrifarikara og hreinlegra fyrir þá, sem vilja hafa afskipti af stjórnmálum, aö skapa nýjan vettvang, þar sem menn geta snúiö sér beint aö verkefnunum og vandamálunum I stað þess aö reyna aö blása lifi I Sjálfstæöis- flokkinn þar sem of mikil orka fer I aö styrkja fúna innviöi”. — ekh skorM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.