Þjóðviljinn - 09.07.1980, Side 3
Miðvikudagur 9. Júli 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3
íslensk-
söngva-
keppni í
sjónvarp
Sjónvarpiö vinnur nii afi undir-
biíningi islenskrar söngvakeppni,
sem áætlaö er aö sjónvarpa I S
þáttum. t hverjum fjögurra
fyrstu þáttanna yröi valiö á milli
6 laga, en keppt til úrslita I þeim
fimmta.
Sjónvarpiöauglýsir eftir lögum
i keppni þessa. Skulu þau vera
frumsamin og ekki hafa birst
áöur, og meö þeim söngtexti.
Lögin ber aö senda Lista- og
skemmtideild Sjónvarpsins,
Laugavegi 176, merkt Söngva-
keppni, fyrir 10. ágúst n.k..Þau
þurfa aö vera skrifuö á nótur eöa
spiluö inn á snældur, merkt ein-
kennisnafni höfundar, en rétt
nafn fylgi i lokuöu umslagi.
Tekiö skal fram, aö val og út-
sending laganna er háö endan-
legri ákvöröun um gerö þáttanna.
íJtvarpið:
Fyrsti fundur stjórnarmanna I Húsnæöisstofnun. A myndinni eru m.a. Gunnar Helgason, Guömundur
Gunnarsson, Björn Þórhallsson, Gunnar S. Björnsson, Guömundur Vigfússon, Jón Helgason, Þráinn
Valdimarsson, Jón H. Guömundsson, Ólafur Jónsson formaöur og Siguröur E. Guömundsson fram-
kvæmdastjóri. ( Tveir siöasttöldu á innfelldu myndinni.) Ljósm. gel.
Fyrsti stjórnarfundur Húsnœðisstofmnar í gœr
Úttekt á skipulagi
Tvö presta-
köll laus
Tvö prestaköll hafa veriö aug-
lýst laus til umsóknar. Elsti starf-
andi prestur landsins, séra Val-
geir Helgason aö Asum I Skaftár-
tungu.lætur nú af störfum. Asar
eru i Skaftafellsprófastsdæmi og
undir embættiö heyra Grafar-,
Þykkvabæjar- og Langholts-
sóknir.
Hitt prestakalliö sem lauster til
umsóknar er Hof i Vopnafiröi,
sem tilheyrir Múlaprófastsdæmi.
Undir þaö heyra Hofs- og Vopna-
fjaröarsóknir.
Umsóknarfrestur um bæöi
prestaköllin er til 31. júlí n.k.. — ih
Innbrot
um há-
bjartan
dag
Innbrot var framiö I ibúöarhús
viö Hverfisgötu f gær um há-
bjartan dag. Þar gekk þjófur um
hús og haföi upp úr krafsinu eina
miljón islenskra króna og 4 þús.
sænskar krónur. Hann komst þó
ekki langt meö feng sinn, þvi
fyrir utan beiö lögreglan og greip
manninn glóövolgan. —ká.
Nauðgunarmálið:
Rannsókn
haldið
áfram
Siðdegis i gær var
ekkert að frétta af rann-
sókn nauðgunarmálsins,
sem skýrt var frá i Þjóð-
viljanum i gær, en
mennirnir tveir, sem
neyddu stúlkuna með
valdi til samfara við
annan þeirra, voru úr-
skurðaðir i eins mánað-
ar gæsluvarðhald.
Orn Guömundsson, rann-
sóknarlögreglumaöur, sem meö
máliö fer, sagöi I gær aö þeir
heföu hvorugur fyrr auglýst i
blööum eftir kynnum viö konur
eins og þeir geröu um helgina. Þá
sagöi örn einnig aö engir áverkar
heföu veriö á stúlkunni og má
geta nærri aö hún hafi ekki lagt i
aö berjast gegn þeim báöum.
— AI
Alls höföu um 800 laxar gengiö i
gegnum teljarann i ánum, en i
fyrra veiddust 1336 laxar I Elliöa-
ánum.
Mynd: —gel.
Ráðinn nýr
fréttamaður
Helgi Pétursson, sem nýlega
sagöi upp starfi sinu sem ritstjóri
Vikunnar, hefur veriö ráöinn
fréttamaöur hjá rikisútvarpinu,
hljóövarpi, aö þvi er Guöbjörg
Jónsdóttir starfsmannastjóri
staöfesti viö Þjóöviljann I gær.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri
réö Helga á mánudag I kjölfar
einróma meömæla útvarpsráös.
Umsækjendur voru alls fimm og
vekur athygli, aö ekki var nú
fariö aö meömælum fréttastjóra
útvarpsins, Margrétar Indriöa-
dóttur, sem mælti með Halldóri
Halldórssyni I starfiö, en hann
hefur auk annarra starfa viö
blaöamennsku tveggja ára
reynslu á fréttastofu útvarpsins
og hefur nýlega lokiö MA prófi I
greininni frá bandariskum há-
skóla. — vh
A fyrsta fundi nýkjörinnar
stjórnar Húsnæöisstofnunar
rikisins sem haldinn var i gær var
samþykkt tillaga frá formanni
um aö fara þess á leit viö Fjár-
laga- og hagsýslustofnun aö gerö
veröi athugun á skipulagi og
rekstri Húsnæöisstofnunar meö
hliösjón af setningu nýrra laga
um stofnunina. Lögö er áhersla á
aö verkinu veröi hraöaö svo sem
viö veröur komiö.
Þá var samþykkt aö kjósa
þriggja manna nefnd sem ásamt
framkvæmdastjóra vinni aö
samningum viö viöskiptabanka
varöandi afgreiöslur lána og inn-
heimtur þeirra. 1 þeim samning-
um veröi lögö áhersla á aö samiö
veröi viö eina bankastofnun á
hverju svæöi utan Reykjavikur
um aö annast þjónustustarfsemi
fyrir Húsnæöisstofnun.
—ekh.
Hafnajjaröarvegurinn við Kópavogsbraut
Ekki gert ráð fyrir
gangbraut né göngum
Það hefur vakið at-
hygli manna, eftir þau
tiðu banaslys i umferð-
inni undanfarnar vikur,
þar sem ekið hefur verið
Athugasemd frá Karli Steinari Guðnasyni
Undrandi á,
ummælum Ólafs
i viðtali við Þjóðviljann í
gær er haft eftir ólafi
Jónssyni nýskipuðum for-
manni Húsnæðismála-
stofnunar ríkisins að hálf-
ur Alþýðuflokkurinn hafi
verið á móti aðild A.S.i. að
stjórn Húsnæðismála-
stofnunar.
Mjög varö ég undrandi er ég sá
þessi ummæli og datt mér helst I
hug aö rangt væri eftir Olafi haft.
Reyndar trúi ég þvi aö svo hafi
verið. Annaö er óhugsandi, þvi
enn hefur enginn mér vitanlega
efast um heiöarleik Ólafs Jóns-
sonar. Hiö sanna um afstööu Al-
þýöuflokksins er þaö aö allir
þingmenn flokksins voru sam-
þykkir aöild ASÍ aö stjórn Hús-
næöismálastofnunarinnar. Viö
umfjöllun um frumvarpiö á Al-
þingi færöu þingmenn flokksins
gild rök fyrir afstööu sinni og I
nefndum böröust þeir fyrir þvi aö
heildarsamtök verkafólks, — Al-
þýöusambandiö.heföi þau áhrif I
stjórn Húsnæöismálastofnun sem
þvl ber.
Þá er rétt aö geta þess aö þaö
var Magnús H. Magnússon fé-
lagsmálaráöherra, sem ýtti hús-
næöismálafrumvarpinu úr vör.
Fyrri ráðherrar höföu lagst á þær
umbætur er verkalýössamtökin
höföu hvaö eftir annaö samiö um.
Magnús H. Magnússon baröist vel
og drengilega fyrir þvi innan
rlkisstjórnarinnar aö tryggja
samstööu um aöild ASI aö stjórn
Húsnæöismálastofnunarinnar.
Sú samstaöa náöist ekki.
Framsókn var andvig málinu og
vitaö var aö er til þings kæmi
legöist Sjálfstæöisflokkurinn
einnig á móti þessu réttlætismáli.
Er húsnæöismálafrum varp
Magnúsar H. Magnússonar var til
umræöu á Alþingi I vor voru sam-
þykktar fjölmargar breytingar-
tilllögur viö frumv.. Margar
þeirra voru láglaunafólki til
óþurftar. Hinsvegar á Svavar
Gestsson hrós skiliö fyrir aö hafa
beygt Framsóknarflokkinn til
fylgis viö stjórnaraöild ASI aö
Húsnæöismálastofnun.
I áöurgreindu viötali er og
minnst á kuldalega framkomu
miöstjórnar ASl gagnvart Bene-
dikt Davlössyni. Ég tek aö nokkru
leyti undir þau ummæli og einnig
þaö aö Benedikt Davlösson átti
verulegan hlut aö þvl aö ASI fengi
beina aöild aö stjórn Húsnæöis-
málastofnunarinnar.
Þaö var hinsvegar mat Alþýöu-
bandalagsmanna I miöstjórn aö
fremur ætti aö tryggja sjálf-
stæöismanninum Birni Þórhalls-
syni stjórnarformanni Dagblaös-
ins setu I stjórninni en Benedikt
Davlössyni. Alþýöuflokksmenn I
miöstjórninni voru reiöubúnir aö
kjósa Benedikt svo framarlega
sem Jón Helgason formaöur eins
stærsta félags láglaunafólks á
landinu fengi atkvæöi Alþýöu-
bandalagsmanna.
Meö vinsemd,
Karl Steinar Guönason.
á gangandi vegfarend-
ur, hversu litið er um
merktar gangbrautir
yfir fjölfarnar umferð-
argötur, þar sem
strætisvagnastöðvar eru.
Um siðustu helgi lést
ung, sex barna móðir og
eldri kona stórslasaðist
á Hafnarfjarðarvegi,
þar sem þær voru á leið
yfir götuna á móts við
strætisvagnastöð Hafn-
arfjarðarstrætós.
Eyvindur Jónasson vegaverk-
stjóri Vegageröarinnar sagöi i
samtali viö Þjóöviljann i gær, aö
samkvæmt skipulagi Hafnar-
fjaröarvegarins væri ekki gert
ráö fyrir gangbraut né undir-
göngum viö þessar strætisvagna-
stöövar. Hins vegar væru tilbúin
undirgöng við Kópavogshælið yfir
að Fifuhvammsvegi.
„Umferðarljós eru neyöarúr-
ræöi á miklum umferöarvegi eins
og Hafnarf jaröarvegurinn er, þar
sem umferöarhraðinn má helst
ekki fara niöur fyrir 50 km. á klst.
ef vegurinn á aö geta borið alla
umferöina. Þaö þótti framsýni á
sinum tima, þegar vegakerfiö var
útbúiö I Kópavogi, meö tilliti til
hraöbrautar i gegnum miðjan
bæinn. Strætisvagnar ganga upp
á sjálfan hálsinn og hafa sinar
stoppistöövar þar.
Eyvindur sagöi einnig, aö sér
vitandi heföu ekki komiö fram
neinar óskir um aö sett yröi
merkt gangbraut á þessum um-
rædda stað, en menn yröu aö gera
sér grein fyrir þvi hversu stór-
hættulegt þaö væri aö stööva bif-
reið fyrir gangandi fólki á hraö-
braut eins og Hafnarfjarðarveg-
urinn, vissulega er á þessum
kafla, og eins þyrftu gangandi
vegfarendur aö gæta fyllstu var-
úöar og helst, ef mögulegt væri,
aö ganga yfir veginn á brúnum
uppi á hálsinum.
-lg.
1 gær var búiö aö landa 170
löxum úr Elliöaánum, sem er
nokkuð svipaö magn og á sama
tima I fyrra.
Þar af höföu 102 veiöst frá þvi
um mánaðamót, en léleg veiöi
var i ánum i júni-mánuði.
Sá stærsti sem fengist hefur
hingaö til var 15 pund og gómaður
I Þrepunum 22. júni.