Þjóðviljinn - 09.07.1980, Side 11
Miövikudagur 9. júli 1980. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
iþrottirW iþrottirrg íþróttir
Olympíumót fatlaðra
Afreksmaöur leikanna i Hollandi, Arnie Boldt, stekkur yfir 1.96 i hástökki. Hann á best 2.08,
Afrekin eru
hreint óírúleg
Olympiumót fatlaöra sem fram
fór i Hollandi ekki alls fyrir löngu
hefur vakiö talsveröa athygli fjöl-
miöla, ekki sist fyrir þaö aö
islensk stúlka vann þar olympiu-
gull og setti nýtt olympíumet.
Úrslita I allmörgum greinum
hefur þegar veriö getiö i fjöl-
miölum og engu á bætandi hér.
Þaö er á hinn bóginn ansi at-
hyglisvert starf sem fram fer hjá
iþróttafélagi fatlaöra hér á landi
og til aö komast eitthvaö inn i þau
mál fór Þjóöviljinn á stúfana og
spjallaöi viö formann félagsins,
Arnór Pétursson. Hann hefur
veriö formaöur allt frá stofnun
þess auk þess sem hann hefur
einnig veriö virkur þátttakandi i
mörgum þeim greinum sem fatl-
aöir fást viö. Er þaö mál manna
aö Arnór hafi unniö ómetanlegt
starf i þágu fatlaöra hér í landi og
sé sá maöur sem drifiö hefur
iþróttastarf fatlaöra áfram meö
þeim árangri aö tslendingar
standa hinum Noröurlanda-
þjóöunum fyllilega á sporöi i
þeim efnum og jafnvel spjari sig
betur ef á heildina er litiö.
Aö sögn Arnórs voru allar
aöstæöur á keppnisstaönum frá-
bærar og skipulagningin slik aö
meö miklum sóma hafi veriö.
T.a.m. hafi öll skátahreyfing Hol-
lands veriö virkjuö til starfa og
heföu skátarnir innt margvisleg
störf af hendi. Arnór sagöi aö
hreint ótrúlegt væri hvaö menn
næöu langt i hinum ýmsu
greinum. Þannig heföu bestu
kraftlyftingamennirnir á mótinu
staöiö mun framar en okkar
menn hér heima. Afreksmaöur
mótsins var þó tvimælalaust
hástökkvarinn Arnie Boldt frá
Kanada en hann stökk 1,96 á
leikunum, einfættur, en á best
2,08 metra en þaö er aöeins
tveimur sentimetrum undir gild-
andi Islandsmeti. Þegar keppnin i
hástökki fór fram var Boldt litils-
háttar meiddur og kom þaö
greinilega niöur á árangrinum.
Ýmsir aörir afreksmenn létu ljós
sitt skina en sá keppandi sem fór
meö flest gull heima var banda-
risk stúlka, Thirsley Jorn. Hún er
blind en lét sig ekki muna um aö
vinna 7 gullverölaun!
A leikunum unnu Bandarikja-
menn flest verölaun eöa 76 gull, 67
silfur og 55 brons. Pólverjar, sem
eru ákaflega framarlega i
Iþróttum fatlaöra, komu næstir,
en I 3. sæti voru V-Þjóöverjar.
Austurblokkin var ekki meö á
leikunum ef undan eru skildir
Pólverjar og Tékkar.
—hól
Siglfirðingar í 8-Iiða úrslit
Siglfiröingar unnu Fylkis- kvöldi 1:0 I 16 liöa úrslitum og
menn á Laugardaisvelli I gær- komast þvi I 8 liöa úrslit.
Guðni frá keppni
Einn af okkar sterkustu
kúluvörpurum, Guöni Hall-
dórsson KR, fer i meiri háttar
læknisaögerö á næstunni.
Guöni hefur átt viö leiöinda
meiösl aö striöa sem háö hafa
honum verulega I keppni.
Hann freistar þess nú aö fá bót
meina sinna og veröur fyrir
vikiö frá allri keppni i sumar.
—hól
NM-bikar
kvenna
Um næstu helgi hefst I Svi-
þjóö Noröurlandabikarkeppni
kvenna. Nokkrar konur halda
utan á þessa keppni og eru þaö
eftirtaldar:
Helga Halldórsd. KR:
100 m grind, 200 m og boöhl.
Þórdls Gislad. 1R:
Hástökk, langstökk og boöhl.
Lilja Guömundsd. 1R:
3000 m hlaup.
Guörún Ingólfsd. Arm.:
Kúluvarp og kringlukast.
Dýrfinna Torfad. KA: ■
Spjótkast.
Hrönn Guömundsd. UBK:
400 m og boöhlaup
Rut Ólafsd. FH:
800 m og boöhlaup.
Ragnheiöur ólafsd. FH:
1500 m hlaup.
Fararstjóri veröur Magnús
Jakobsson.
Steinunn hætt
ir á skíðum
Þaö hefur vakiö mikla
athygli aö Steinunn Sæmunds-
dóttir, skiöakonan góökunna,
hefur uppá siökastiö unniö
hvert afrekiö ööru betra á
golfsviöinu. Hefur hún hvaö
eftir annaö skotiö okkar
snjöllustu kylfingum i hópi
hins veikara kyns ref fyrir
rass, og er sú staöa komin upp
aö engin kona getur meö réttu
talist betri en hún hér á landi.
Þetta er býsna athyglisvert
þvi Steinunn er svo til nýbyrj-
uö golfleik. Hún hefur nú gefiö
út þá yfirlýsingu aö hún ætli aö
leggja skiöin uppi hillu og
altént ekki taka þau fram til
þess aö keppa. 1 staöinn ætlar
hún aö einbeita sér aö golfleik.
Má fastlega búast viö aö hún
nái jafngóöum árangri þar og
hún náöi á skiöabrautunum.
—hól.
9. umferð íslandsmótsins hefst í kvöld
V íkinpur (»> Valur leika
9. umferö tslandsmótsins I
knattspyrnu hefst I kvöld með
tveimur leikjum, en annað kvöld
fara fram þrir leikir I deildinni. 9.
umferð Islandsmótsins er fyrir
margara hluta sakir ansi at-
hyglisverð, þvi að henni iokinni er
mótið hálfnað og menn sem hafa
gaman af að velta fyrir sér töium
og öðru sllku geta farið að spá I
hlutina.
Aöalleikur kvöldsins er aö
sjálfsögöu leikur Vals og Vikings
á Laugardalsvellinum og þarf
ekki aö fara mörgum oröum um
aö hann er geysiþýöingarmikill
fyrir bæöi liöin. Víkingar veröa
hreinlega aö vinna ef þeir ætla sér
aö eiga einhverja möguleika i ís-
landsmeistaratitilinn, en tapi þeir
má segja aö möguleikar þeirra
séu úti. Valsmenn halda, hvort
sem þeir tapa eöa vinna, allgóö-
um möguleikum i deildinni, en
auðvitað skiptir hvert stig tals-
vertmiklu máli. I siöustu leikjum
hefur liöinu ekki vegnaö sem best
og eitthvert slen hangiö yfir liös-
mönnum. Ekki er viö aö búast aö
Vikingar taki á móti þeim meö
vettlingatökum eins og reyndar
fæst liö I Islenskri knattspyrnu
gera þegar Valur er andstæö-
ingurinn.
A Kaplakrikavelli fá FH-ingar
heimsókn Þróttara. Leikur þess-
ara liöa hefur mikiö aö segja og
má vera nokkuö ljóst að Þrótt-
arar veröa aö vinna til aö bæta
stööu slna eitthvaö á botni 1.
deildar. FH-ingar eiga tæpast
neina möguleika á sigri i deildinni
en verða á hinn bóginn aö huga
vel aö hvaö er aö gerast á botni
deildarinnar. Raunar er það synd
ef annaöhvort þessara liöa, svo
maöur tali ekki um bæöi, mæta
þeim örlögum aö falla ofan I 2.
deild því að ekki er aö sjá að liöin
þar séu betri.
Á fimmtudagskvöldið fara svo
fram þrír leikir, allir sérlega
spennandi. KR-ingar leika viö Is-
landsmeistara IBV og veröur þar
án nokkurs vafa um hörkuleik aö
ræöa. KR-ingar sýndu snilldar-
takta gegn Fram á mánudags-
kvöldiö, og nái þeir einhverju
svipuöu mega Eyjamenn svo
sannarlega vara sig. Bæöi liöin
eiga möguleika i titilinn, svo aö
leikurinn hefur mikla þýöingu. I
Keflavlk leika heimamenn viö
Akurnesinga. Þar er engu hægt
aö spá um úrslit. Þaö sama gildir
þegar Framar leika viö Breiöa-
blik á Kópavogsvellinum. Þar
geturallt gerst og þyrfti engan aö
undra ef Blikar næöu aö velgja
bikarmeisturunum undir uggum.
Allir leikir 9. umferöar hefjast
stundvlslega kl. 20. — hól
Markakóngur 1. deildar, Matthlas Hailgrlmsson, veltur yfir núverandi félaga sína I Val. Tekst honum
aö bæta viö mörkum Ikvöid þegar Valsmenn mæta Vlkingiá Laugardalsvellinum?