Þjóðviljinn - 16.07.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.07.1980, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 16. júli 1980 Minning Kristín G. Björnsdóttír F. 7. F. 19. 7.1904 ■ D. 9. 7.1980 Nú er hUn Stina okkar Björns látin og engum, sem til þekkir, kom lát hennar á óvart. En þvert á móti mætti segja, að við vinir hennar heföum bUist við þvi fyrir löngu siöan. NU er löngu og erfiðu sjúk- dómsstrlöi lokið. Og ber frekar að þakka endalokin en harma. Hver var svo Stlna Bjöms? Fullt nafn hennar var Kristln GuörUn Bjömsdóttir, fædd á Isa- firði 19. jUlí 1904 og var þvl tæp- lega 76 ára, þegar hún lést að Há- túni lOb hér I borg. Foreldrar hennar voru Sigur- fljóð Sigurðardóttir og Björn Jónsson og rek ég ekki frekar ættir hennar. HUn ólst upp á lsa- firði og að einhverju leiti I Reyk- hólasveit. HUn giftist 27. des. 1925 Magnúsi Jensen, sem var fær- eyskrar ættar. Þau eignuðust átta böm og náðu fjögur þeirra full- orðnisaldri, en fjögur dóu I frum- bernsku. MagnUs lést 1937 og frá þeim tlma bjó hún ein með börn- um slnum, þar til þau flugu hvert af öðru úr hreiðrinu. Hún fluttist til Reykjavlkur 1947 og bjó þar og I Kópavogi uppfrá þvl, utan tvö ár, er hún dvaldi á Akureyri. Þetta er I stuttu máli llfshlaup hennar, en segir auövitaö ekkert um alla þá baráttu fyrir eigin Ilfi og barnanna og slðustu árin við erfiöan sjúkdóm. Atvikin höguöu þvi þannig , að haustiö 1937 sett- umst við hjónin, þá nýgift, að á Oldunni á ísafirði. I húsi þessu bjuggum viðá neðstu hæðinni, en Stina (en svo var hún alltaf nefnd af vinum og kunningjum og svo mun ég einnig gera nú, er ég kveð hana hinstu kveðju) og maður hennar Magnús bjuggu á efstu hæðinni ásamt börnum slnum. Stuttu slðar I árslok 1937 dynur ógæfan yfir. Magnús maður Stlnu deyr, og Stlna situr eftir ekkja með fjögur börn á aldrinum fjögurra til ellefu ára. A þessum ámm var slður en svo bjart yfir efnahags- og atvinnumálum Is- firðinga og afkoma almennings þvi mjög bágborin. Ekkja meö fjögur börn á framfæri gat siður en svo litiö björtum augum til framtlðarinnar. En Stlna lét ekki hugfallast, þvert á móti tókst hún á viö öröugleikana með djörfung og þrótti, eins og ekkert hefði I skorist. HUn stundaði alla þá vinnu, sem mögulegt var að fá,og hllfði sér hvergi. 1 vinahópi var hún manna glöðust rétt eins og ekkert hefði breyst. Viss er ég um það, að hennar létta lund hefur áreiðanlega þá og sfðar veriö sá eiginleiki, sem best dugöi henni á llfsleiöinni. Erfiðleikunum mætti hún með brosi á vör. Þrátt fyrir alla erfiðleikana kom hún öllum börnum sinum til manns og siöar á ævinni sá hún þau verða hiö nýtasta fólk. Og átti hún eftir að uppskera ávöxt þrautseigju sinnar og þolgæöis, er hún hin síðustu ár, er hún háöi sitt langvinna dauðastrlð, varð aö- njótandi umhyggju þeirra og ástúöar. En þau ræktu þá skyldu slna við móöur slna af einstakri prýði og ber þeim fagurt vitni, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Eftir að Stina fluttist hingaö suöur, stundaði hún ýms störf fyrstu árin, meðal annars annað- ist hún um eins árs skeið heimili bróður slns Jóns I forföllum hús- móöurinnar og um tveggja ára skeiö vann hún á Akureyri. 1952 hóf hún störf á Kópavogs- hæli og bjö þar I starfsmannahús- inu. Þá hygg ég að hafi hafist ánægjulegasti kaflinn I lifi hennar og undi hún sér þar vel og naut þess aöhlynna eftir mætti að vist- mönnunum, og veit ég aö henni var einkar hlýtt til húsbænda sinna þar, þeirra hjóna Björns Gestssonar og Ragnhildar Ingi- bergsdóttur. Einnig mat hún mik- ils þáverandi hjúkrunarkonu hælisins, Hrefnu Ólafsd. sem nú er látin, sem annaðist Stlnu af sérstakri alúð þann tlma, sem hún lá SjUk á heimili slnu á Kópa- vogshæli,og sleit aldrei sambandi við hana meðan báðar lifðu. Arið 1977 lætu hún af störfum sinum á hælinu og nokkru siðar sama ár leggst hún inn á sjúkra- hús og átti ekki afturkvæmt af sjúkrahúsi slðan. Nú hefst erfiö- ast kaflinn af ævi Stinu, sem nú er lokið eftir þriggja ára stríð. HUn leggst inn á Landsspital- ann vegna dreps, sem hafði hlaupið I annan fótinn. HUn er dæmd til að missa fótinn. Þrjár aðgerðir fara fram áður en kom- ist erfy rir meiniö. En ekki var allt búiö enn, að ári liönu missir hún hinn fótinn.og nú var þessi létt- fætta, glaöværa kona bundin við rúmið og hjólastólinn, það sem eftir lifði ævinnar. En þrátt fyrir allt þetta, sem löngum fylgdu sárar þrautir, þá lifði ennþá I gömlum glæðum, hún tók vinum slnum og vandamönnum með sömu glaðværðinni og áður, eins og ekkert hefði i skorist. Andlegu jafnvægi slnu hélt hún til hinstu stundar. Eftir að Stlna lagðist inn á sjúkrahús kom ég nokkrum sinn- um I heimsókn til hennar. Hún tók mér ávallt meö sömu glaðværð- inni, jafnvel gáska, eins og I gamla daga og við skeggræddum llfiö og tilveruna I gamni og al- vöru. Þessar heimsóknir færðu mér heim sanninn um það, hversu vinsæl Stlna var. Ég held að ég hafi aldrei komið svo i heimsókn til Stlnu að ekki væri einn eöa fleiri vinir hennar eöa venslamenn hjá henni ásamt mér. Og sýnir þaö best.hve traust vinaböndin voru og hefur það áreiðanlega stytt henni stund- imar. Sem dæmi um þaö vil ég nefna þetta. Ég held að ég hafi aldrei komiö svo I heimsókn til Stinu að ekki væri þar annaö hvort þeirra hjóna, Bjöm, sonur hennar.eöa Svanhvlt, eða þá eitt- hvert barna þeirra. Þetta fannst mér vera einstaklega fagurt dæmi um ræktarsemi og þá um- hyggju sem hún var aðnjótandi af hendi skyldmenna og vina. Börn þeirra Stlnu og MagnUsar, sem upp komustu,eru þessi: Mar- geir Jón, sem lést fyrir nokkrum árum á besta aldri, kvæntur var hann Sesselju Har- aldsdóttur, synir þeirra voru Sig- uröur og Magnús. Ellsa, hjúkr- unarkona, sem giftist Utii Eng- landi pólskættuðum manni, Valek Kwaszenko að nafni, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, og börn þeirra eru MagnUs og Soffla. Jensina, hjúkrunarkona, búsett I Englandi, gift Jim Hutton, börn þeirra Stephen og Martin. Björn Magnússon, sem er yngstur þeirra systkina.búsettur I Garða- bæ, kvæntur Svanhvlti Gunnars- dóttur, börn þeirra Gunnar, Kristln, Auður og Axel. Allt þetta fólk er hið mesta efnisfólk, sem sýnt hefur Stínu sérstaka ástúð og umhyggju, og áreiðanlega mat hún umhyggju þess að veröleikum. Stlna tók þátt 1 félagsmálum, meðal annars I verkalýöshreyf- ingunni. HUn var um margra ára skeið virkur þátttakandi I starfs- stúlkna félaginu Sókn, og sat um nokkurt skeið I trúnaðarráöi félagsins. Hún aðhylltist snemma róttækar stjórnmálaskoöanir og vann að framgangi þeirra mála allt sem hún mátti. Segja má að ekki verði héraðs brestur, þótt gömul kona, sárþjáð falli I valinn, en öll eigum við okkar sögu. Llfsganga okkar er jafn mismunandi og ein staklingarnir eru margir. Llfs- ganga Stínu var þyrnum stráð, en þrátt fyrir alla þá erfiðleika, sem hún varö aö takast á viö og sigr- ast á, þá laöaöi hún fólk að sér með glaöværö sinni og léttu lund, enda mörg vináttubönd, sem ent- ust ævilangt. Og nú að leiðarlok- um munu ótrúlega margir minn- ast Stlnu með vinsemd og virð- ingu. Við hjónin viljum nú, er leiðir skiljast, þakka vinkonu okkar áralanga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Viö þökkum órofa tryggö hennar og hjálpsemi hennar I okkar garð. Þökkum allar þær gleöistundir er við átt- um með henni. Bömum hennar, tengdabörnum og öðru vensla- fólki flytjum við innilegar samúðarkveðjur, um leið og viö þökkum þessu fólki, allt það er það var vinkonu okkar, þegar hún þurfti mest á að halda. Blessuð sé minning Kristlnar GuðrUnar Bjömsdóttur. Guðmundur Bjarnason. Kveðja Far þú I friði, friöur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guöi, Guöþér núfylgi, hans dýröar-hnoss þú hljóta skalt. HUn er að kveöja hún Stlna frænka, þetta er hinzta kveðja. Við söknum hennar sárt, ættingj- ar og vinir, en þó getum við unnt henni þess, eftir þá höröu lffs- baráttu og veikindi sem hún er búin að eiga I. Það hlýtur aö hafa verið oröin langþráö stund eftir þriggja ára sjúkdómslegu, að ganga til fagnaðarfunda viö herra sinn og meistara handan landamæra llfs og dauöa. Mln fyrstu kynni af Stlnu eru orðin nokkuð gömul, en ég man eftir henni frá þeim árum er ég varlltil telpa og pabbi og mamma voru að koma I heimsókn til Isa fjaröar. Þar sem amma og Stfna bjuggu. En faðir minn átti móöur á tsafirði, sem einnig var móðir hennar, þau voru nefnilega alsystkin. Stlna frænka á einnig tvær systur eftirlifandi sem voru dætur afa mlns frá slöara hjóna- bandi og.veit ég að þar er söknuö lfka aö.finna. A heimili frænku minnar fannst manni vera öryggi aö finna, og hljóp þar út og inn fullur gleði og llfsfjörs. Þá skildi maður ekki hvað áhyggjur og erfiðleikar llfs- ins voru, hjá fólki sem stóð eitt uppi I llfinu með fjögur börn sem þurftu mat og fatnað. Stlna frænka fékk snemma aö reyna hvað var alvara lifsins og harða baráttu þess. Hún missti manninn frá öllum börnunum ungum. Atta börn átti hún alls, fimm börn missti hún, þar af fjögur á unga aldri. Kjarkurinn og þrekiðvoru óbifanleg , svo hún stóð alltaf upprétt. Stlna var glað- lynd, kát kona og hefur það áreiðanlega hjálpað henni mikið I erfiðleikunum. Þrátt fyrir það að hún berðist áfram ein slns liös, til að sjá börnum sfnum farboröa, átti hún samt þrek og vilja til aö hjálpa öðrum og var oftast manna fyrst til að bjóða aöstoð slna ef hún vissi að einhver þurfti einhvers með. Hún flutti hingað til Reykjavikur áriö 1947, þá fyrst til að hjálpa bróður sln- um á heimili hans, en Ilengdist hér fyrir sunnan. Hún var góöur heimilisvinur móður minnar og ævinlega boðin og búin til að greiöa fyrir henni og hjálpa ef á þurfti að halda. Það var svo fyrir þremur árum sem sjúkdómurinn fór að gera vart við sig á ósköp sakleysislegan hátt I byrjun, sem smá jókst og lagði hana alveg I rúmið. Þannig aö hún fór að þurfa mikillar hjúkrunar og umönn unar viö. Þaö er erfitt fyrir konu sem hefur barist sjálfstæð gegn um llfiö með miklum dugnaði að þurfa svo allt I einu að vera háð hjálp annarra að öllu leyti, þó kærleiksrlkar hendur séu að verki. Held ég þvl að frænka mln hafi verið farin að þrá það að ganga inn til fagnaðar við herra sinn. Viö kveðjum þið kært, Vigdis, Björn, Hanna Kolbrún og fjölskylda. HUmiö þótt hylji sitt, heiörað er nafnið þitt, hjá þeim, sem manngildiö meta. Raunir þú stóðst með snild, sterk, en þó gæf og mild. Fari þeir framar, sem geta. (Þyrnar — Þ.Erl.) Þessi orð uppáhaldsljóöskálds tengdamóður minnar, Kristínar G. Björnsdóttur, vildi ég gjarnan gera að mlnum. Okkar samleiö hefur varaö nær þrjátlu ár. Fyrstu árin má segja, að ég og min fjölskylda höfum átt hana ein, þvi báöar dæturnar, Ellsa og Jenslna, giftust og settust að I Englandi. Lisa er alkomin heim, en Jensina er enn búsett ytra. Hlotnaðist mér þvl öll sú ást og umhyggja, sem fjarlægöin mein- aði Ommu Stinu að gefa dætrum slnum. Tón tók mig, kornunga, undir sinn verndarvæng og hlúði að mér og mlnum öll sln bestu æviár. Amma Stlna var mér mikið meira en tengdamóðir. Hún var trúnaðarvinur minn og félagi i gleöi og sorg og hjálparhellan mln, ef eitthvaö bjátaði á, sem var ekki ósjaldan á þeim árum. Til að lýsa Ommu Stínu, vil ég láta skáldið hennar hafa orðið: Og þó það sé best hann sé þrekinn og stór, sem þjóöleiöum urðir vill brjóta, þá hræðstu þaö ei, að þinn armur er mjór, þvi oft verður lltiö til bóta. Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið að iðju þótt margir sé knáir, þá velta þó fleiri þar völum Urleiö, sem veikburða eru og smáir (Þyrnar — Þ.Erl.) Amma Stína hræddis ei, aö armurinn var mjór, sem urðir þurfti aö brjóta, og hún velti mörgum völum úr leið, þó veikburða væri og smá. Aö ytra atgervi var hún mjög smávaxin og fíngerð, en hiö innra var hún „þrekin og stór”. Það sýndi sig best I þvl nöturlega veikindastrlöi, sem hún háði s.l. þrjú ár. En hún háði þaö ekki ein og yfirgefin. Vinir og vandamenn reyndu að létta henni byrðina og ber þar hæst fórnarlund LIsu. HUn umvafði móður slna ást og umhyggju allan þennan tlma og heimsótti hana daglega, þó llfs- barátta hennar sjálfrar krefðist slns tima. En hún átti ekki langt að sækja ræktarsemina og þessa sönnu góðvild, þvl þær voru eins og steyptar I sama mót, mæögumar. Amma Stlna var mjög trúuð og kom það best fram I æöruleysi hennar gegn ósköpunum, sem yfir dundu. Hún trúði þvl, að ekki væri meira á hana lagt en hún gæti boriö; þó haföi hún einu sinni á orði, þá sárþjáö : „Lengi skal manninn reyna.”. Stundum efaðist maður um góðvild Guðs, þegar hún lá svona kvalin og eng- inn mannlegur máttur gat hjálp- að. En skammaðist sín fyrir að efast, þegar maður leit I augu hennar og sá ekkert nema bliðu og umhyggju speglast þar. Þvl þar gekk kona á Guös vegum. Og börn þln og frændur, sem fjær eru og nær, við fögnum þvl öll, aö þln hvlldernú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuö Ibólinu þvl, sem blóm koma að prýða hvert sumar á ný og segja, að þinn blundur sé sætur. (Þyrnar — Þ.Erl.) Að leiðarlokum þakka ég elsku ömmu Stlnu minni allt, sem hún var okkur hér I Silfurtúninu. Tengdadóttir. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Símmn er 81333 þJÚÐVIUINN Síðumúla 6 S. 81333. , Minning Þórgunnar Lárusdóttar F. 31. 7. 1947 - D. 19. 6.1980 Það er oft erfitt llf hjá lltilli þjóð. Þaö tekur djúpt I þegar ungt fólk fellúr frá I blóma lifsins og harmur eftirlifandi ættingja og vina er sár. Djúp sár gróa seint og skilja ör eftir, en engu aö slður má ekki leggja árar I bát. Fráfall ungrar konu leggur öllum nánum auknar skyldur á herð- ar. Viö varðveitum minninguna og skilum mynd hennar til komandi kynslóðar, og þau okkar sem það geta, ljúka starfi þvl sem hún var byrjuð á. Þórgunnur Lárusdóttir var verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar, hvar sem hún kom og hvar sem hún dvaldi. Vonir voru bundnar viö lff hennar og störf, en nú er skarö fyrir skildi. Llfið heldur áfram. Kröfur tilverunnar þrengja sér að okkur og krefjast þess að áfram sé haldiö. A stundum sorgar og gleði styrkjast þau bönd sem binda okkur saman langt út fyrir lifandi llf. Ahyggjulausir æskudagar rifjast upp. Atburðir, orð og tilfinningar lita skýra og hlýja mynd sem geymist. Af kjarki hins þroskaöa manns tók Þórgunnur þvl sem að höndum bar, og okkur tek- ur sárt aö lúta þeirri stað- reynd sem oröin er. Grát þú ei barn mitt! Þú átt þessa framtlð sem þeyrinn boðar hér. Hin mykla bylting vorsins vofir yfir — hún bæntir liðs af mér, og kannski verö ég fallinn, þegar fólkifl sitt fresli dáir hát. En ég er sæll, ef sumargiaðar óskir. mlns sonar geta rætzt. Jóhannes úr Kötlum. Með einlægri kveðju til móður, eiginmanns og barna. Skólasystur á Laugalandi I Eyjafirði veturinn 1964-1965.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.