Þjóðviljinn - 18.07.1980, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 18.07.1980, Qupperneq 15
Föstudagur 18. júll 1880 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hringiö í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum frá lesendum Konur hafa sérstöðu Þaö sem er konum eölilegt og karlmenn bæla niöur, þaö er sko ekki leyfilegt i höröum heimi samkeppninnar. Þaö er tómt mál aö tala um þaö aö konur eigi jafna mögu- leika á viö karlmenn i þjóöfé- laginu á meöan uppeldi þeirra miöast viö hiö gamla kvenna- hlutverk. Ég held aö þaö sé okkur ekki til framdráttar aö beita „svipuöum vopnum og þeirleikmennsem kringum mig berjast” eins og Guörún Guölaugsdóttir segir. Astæöa þess aö staöa kvenna er ekki betri en raun ber vitni er sú aö þaö er litiö á þær sem „undir- málsmanneskjur.” Þaö er at- hyglisvert aö i skýrslum Sameinuöu þjóöanna sem nú liggja fyrir kvennaráöstefnunni i Kaupmannahöfn er gengið út frá þvi aö konur eigi og geti sótt fram, en bara ekki á kostnaö karlmanna! Ekki meö þvi aö þeir taki á sig hluta þeirrar ábyrgöar sem nú hvilir á konum. Þess vegna þurfa konur aö berjast fyrir þvi aö allt þaö sem einkennir konur og störf þeirra sé metiö til jafns viö annaö og aö þær geti alls staðar haslaö sér völl, en ekki maö aðferöum karla! Engar karl- konur takk! Þaö væri betur aö fólk væri metið eftir manngildi eins og Guörún bendir á, en á meöan svo er ekki skulum viö bara þora aö vera konur og halda baráttunni ótrauöar áfram, bara ekki meö ólýö- ræöislegum karlrembuaö- feröum; þær eru rikjandi og þvi þarf aö breyta. Kristfn Astgeirsdóttir. Lélegt framhalds- leikrit Lesandi hringdi: — Nú þegar sjónvarpiö er i sumarfrii hlýtur maöur aö gera jafnvel meiri kröfur til hljóö- varpsins en venjulega. Mér finnst þaö aö mörgu leyti standa sig vel, en ýmislegt finnst mér þó aö betur mætti fara. Ég skil t.d. ekki þessa áráttu þeirra útvarpsmanna aö endur- taka efni, sem flutt var fyrir nokkrum dögum, einmitt núna þegar ætla má aö fleiri hlusti á útvarp en venjulega. Stundum er m.a.s. kvölddagskráin aö mestu leyti byggö á þáttum sem maður er nýbúinn aö heyra. Svo finnst mér leiklistardeild- in ekki standa sig nógu vel. Þetta framhaldsleikrit sem þeir eru meö á sunnudagskvöldum er aö minum dómi afskaplega úrelt og litt spennandi. Þaö getur vel veriö aö þaö hafi þótt frábært fyrir 22 árum, þegar þaö var fyrst flutt, en þaö hefur ekki staöist timans tönn. Maöur skyldi ætla aö leiklistardeildin ætti i fórum sfnum miklu betri framhaldsleikrit, sem tilvaliö heföi veriö aö dusta rykiö af. Mér detta t.d. I hug tvö leikrit sem flutt voru fyrir mörgum árum og margir heföu eflaust gaman af aö heyra: Glataöir snillingar eftir Heinesen og Börn dauðanseftir Þorgeir Þor- geirsson. Bæöi þessi leikrit vöktu mikla athygli á sinum tima, enda var flutningur þeirra afskaplega vandaöur. Vafalaust mætti telja til mörg fleiri fram- haldsleikrit sem meiri ástæöa væri til aö hampa en þessu, sem veriö er aö flytja núna. Fyrir framan mig liggur grein úr sænsku blaöi, þar sem rætt er viö konu sem fengist hefur viö rannsóknir á sögu kvenna. Hún kemst aö þeirri niöurstööu aö alla tiö hafi konur þróaö meö sér sérstaka menn- ingu, menningu sem alitaf hefur veriö gengiö fram hjá eöa sem karlmenn hafa alls ekki séö. Þessi menning á rætur i þeirri verkaskiptingu sem viögengist hefur um aldir. Ég vitna I þetta vegna þess aö mig langar til aö leggja aöeins út af grein Guörúnar Guölaugs- dóttur sem birtist hér I blaðinu s.l. þriöjudag. Guörún vitnar i orö nöfnu sinnar Hallgrims- dóttur þar sem hún sagði: „I honum (þ.e. sigri Vigdisar) felst viöurkenning á sérstööu kvenna, á talsmáta þeirra,hugs- unarhætti og framkomu. Kona er gjaldgeng sem manneskja án þess aö þurfa aö taka upp vinnu- brögö karla, tungutak og fas”. Þetta finnst G.G. vera skref aftur á bak og langt frá þeim markmiöum sem sett voru I upphafi 7. áratugsins. Þegar jafnréttisbaráttan komst aftur á skriö eftir ára- tuga þyrnirósarsvefn, var oft til þess vitnað aö konur ættu aö hafa jafnan möguleika og karlar I þjóöfélaginu, án þess aö spyrja hverjir þeir möguleikar væru og hvaö þyrfti aö láta af hendi til aö öölast þá. Attu konur aö tileinka sér heim karlmanns- ins, beita þeim aðferðum sem tiökast viö aö koma sér áfram, eöa áttu þær aö reyna eitthvaö annaö? Var yfir höfuö æskilegt aö ganga sömu braut og karlar, taka á sig allt stressiö, streöiö og valdabröltiö sem tiökast á toppnum? Um þetta voru litlar umræöur, en reynslan sýnir aö mörgum konum hefur oröiö kalt þar uppi á jöklum heföarinnar og margar hafa komiö niöur aftur. Þaö er nefnilega staöreynd og þaö sýna margar rannsóknir (ég get nefnt eina sænska sem dæmi), aö konur hafa sérstakt tungutak, þær hugsa ööruvisi og um annaö en karlar, vegna þess aö uppeldi þeirra miöast aö ööru en uppeldi karla, reynsla þeirra er önnur og umhverfi þeirra er oft og tiöum annaö (innan veggja heimilisins). Reynsla hverrar kynslóöar færist yfir á þá næstu, móöir kennir dóttur og faöir syni. Hlutverk kynj- anna haldast óbreytt, meövitaö og ómeövitaö. Þarna liggur ein orsök þess hve konum gengur illa „aö koma sér áfram” I heimi karlanna. Þessi munur á konum og körlum kemur hvaö best fram i pólitik, þar sem mjög ákveöin lögmál gilda. Þú átt alltaf aö afhjúpa og hæöa andstæðinginn, gera grin aö honum, vera sigurvegarinn óháö þvi hvaö kemur fram I um- ræöunum eöa hvort hún er mál- efnaleg. Margar konur hafa átt afar erfitt meö aö sætta sig viö þesskonar vinnubrögö enda ekki ástæöa til. Dæmi: Kona ein sem iöulega lenti I þvi aö stjórna fundum þar sem endalaust var karpaö, en aldrei komist aö niöurstööu, var orðin gráti nær út af meöferö ákveöins máls. Hún sagöi: ef ég heföi látiö þaö eftir mér aö gráta, þá heföi ég veriö búin aö vera. Þaö leyfist ekki aö sýna tilfinningar sinar á fundum. Annaö dæmi: Þegar Ritt Bjerregárd var látin vikja úr embætti menntamálaráö- herra I Danmörku, eftir heiftar- legar árásir slödegisblaöanna — brast hún I grát i þingsalnum og var ljósmynduð I bak og fyrir og slegiö upp næsta dag. Svona gerir fólk ekki á æöstu stööum! HMM? — Ætti ég aö spila andarungana næst? Sónata per Manúela •Útvarp kl. 22.00 I kvöld leikur Manúela Wiesler á flautu verk, sem Leifur Þórarinsson samdi og tileinkaöi henni: „Sónata per Manuela”. I vor fóru þær Manúela og Helga Ingólfsdóttir I fræga tónleikaferö til Norðurland- anna, og þá flutti Manúela m.a. þetta verk. Af þvi tilefni sagöi tónlistargagnrýnandi Svenska Dagbladet, aö verkiö heföi hlotiö „gifurlegan kraft i meistaralegri túlkun” Manú- elu. Hann bendir einnig á þá staöreynd, aö þótt innflytj- endur séu fáir á tslandi hafi þó sest hér aö nokkrir tónlistar- menn frá Austurrlki og Suöur- Þýskalandi. „Ef til vill eru möguleikarnir á aö koma sér áfram meiri i litlu samfélagi en i stórborg, en flautuleikari á borö viö Manúelu Wiesler ætti aö geta lagt allan heiminn aö fótum sér”. —ih Morð er leikur einn Sjjjfe. Útvarp kl. 22.35 Þaö má áreiöanlega til sanns vegar færa, aö fyrir drottningu sakamálasagn- anna, Agöthu Christie, hafi morö veriö leikur einn, þvi hún þurfti vist aldrei aö fremja morö nema á papplrn- um. I kvöld byrjar Magnús Rafnsson lestur þýöingar sinnar á sögu eftir Agöthu, sem heitir þessu nafni: Morö er leikur einn. Sakamálasögur hafa lengi veriö vinsælt útvarpsefni, og Agatha Christie er áreiöan- lega vinsælasti höfundur slikra sagna sem uppi hefur veriö. Þaö má þvi óska út- varpshlustendum góörar skemmtunar næstu kvöld —ih. barnahomið-! í dag ætlum við að birta teikningar eftir tvo krakka, sem komu í heimsókn til okkar um daginn. Um leið viljum við minna ykkur hin á að senda okkur teikning- ar, stuttar frásagnir, Ijósmyndir eða bara eitthvað sem ykkur dettur í hug. Og munið eftir hausnum sem viðsýndumykkurí gær. Eruðþiðekki reið eða glöð eða hréss með eitthvað? Nú er tækifærið að koma skoðun- um sínum á framfæri! Þessa mynd teiknaði Lina, 7 ára. Á henni sjáum við Söru prinsessu, þar sem hún stendur f yrir utan höll- ina sina. Sara er með kór- ónu á höfðinu, uppi á höll- inni vex fallegt blóm, og á trénu vaxa epli. Gaukur, 6 ára, teiknaði þessa mynd. Á henni er stórt hús og hjá því lítið gróðurhús, og fyrir utan vex „pálmatré, einsog á Spáni", segir Gaukur, þv hann hefur komið til Spán ar. Á pálmatrénu vaxa bananar, og ein appelsína

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.