Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN ÞriOjudagur 29. JúH 1980 VISIJi iagmIat INNLENT ERÐABLAÐ\ FYLGIR EFNISYFIRLIT: i > Hvernig á að klæða sig i ferðalagið? > Viðlegubúnaður \Nesti i skemmri ferðir og lengri Um útigrilí lAð hafa ofan af fyrir krökkunum í bíínum > Ráð við bílveiki Hugað að dekkjabúnaði Með áætlunabíl til allra átta Útisamkomur um versíunarmannaheígina Heilræði um siglingar á vötnum Ferðir Ferðaféíagsins og Útivistar Ráðleggingar um myndatökur 20 ferðaráð Bíástursaðferðin i Ferðamöguleikar á Austfjörðum i Skemmtilegur golfvötlur í Hnífsdal o.fl. frá Vestfjörðum vasa Seljið Vinnið ubörn Góöur jjárhagur Rafmagnsveitu Reykjavíkur gerir henni kleiftaö ráðast i byggingu 1600 miljóna skrifstofuhúsnœðis: Þurfum ekki að kvarta segir rafmagnsstjóri sem þó telur nauösynlegt að biðja um gjaldskrárhækkun „Fjárhagur okkar hefur batnah verulega og batnaði t.d. meir á siðasta ári en við bjuggumst viö. Það myndaðist þvi hjá okkur fjármagn er gerir okkur kleift að ráðast I byggingu skrifstofuhús- næðis á næstu tveimur árum. Viö höfum ekki þurft að kvarta yfir fjárhag okkar, enda ekki óskað hækkunar á gjaldskránni siðan i ágúst I fyrra”,sagði Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri I Reykjavik er Þjóðviljinn spurði hann um forsendur þess að ráðist væri nú i byggingu stórhýsis milli Armúia og Suðurlandsbrautar, en bygging þessi mun kosta rúmlega 1600 miljónir króna. „Endurskoöuð fjárhagsáætlun okkar fyrir þetta ár leiðir i ljós að okkur er þörf á 5% gjaldskrár- hækkun núna”, sagði Aöalsteinn ennfremur er hann var spuröur um það hvers vegna verið væri að Aðalsteinn Guðjohnsen. ráðast I svona dýra byggingu á sama tima og Rafmagnsveitan óskaði eftir gjaldskrárhækkun hjá stjórnvöldum. Aðalsteinn sagði að veröbólgan hefði oröið meiri á þessu ári en reiknað hefði verið með og til að komast klakk- laust út þetta ár þyrfti fyrirtækið að fá gjaldskrárhækkun núna. „Það sem einkum skapar grundvöll fyrir þessum bygging- arframkvæmdum”, sagði Aðal- steinn „er að orkusala okkar var meiri ifyrra en gert var ráö fyrir, innheimta okkar árangursrikari og framkvæmdir i aðveitukerfinu minni og auk þess munu þessar aðveituframkvæmdir verða fremur litlar á næstu tveimur ár- um, en aukast svo aö nýju. Við þetta myndast fjármagn sem við höfum siðan getað notað til að hraða greiðslum erlendra lang- timalána eins og við gerðum í fyrra og höfum einnig gert á fyrri helmingi þessa árs. Fyrri hluta þessa árs gátum viö t.d. greitt meir niður af skuldum en samn- ingamir við banka geröu ráð fyr- ir. Þetta fjármagn gerir okkur einnig kleift að ráðast I byggingu skrifir-tofuhúsnæðisins án þess aö hafa þurft að hækka gjaldskrá I nær heilt ár”,sagöi Aöalsteinn að lokum. — þm Teikningin sýnir skrifstofuhúsnæði þaö sem starfsemi sina fyrir rúmar 1600 miljónir. Rafmagnsveita Reykjavikur ætlar að reisa undir Nýtt skrifstofuhúsnœöi Rafmagnsveitu Reykjavíkur: „Alveg út í hött” segir rafmagnsstjóri um þá útreikninga Dagbladsins að arkitektúrinn sé 3040% dýrari en þörf sé á „Það er alveg út I hött sem staðhæft er í Dagblaðinu að teikn- ing þessa húss sé 30—10% dýrari en venjulegt skrifstofuhús”,sagði Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri i Reykjavik i samtali viö Þjóðviljann. Rafmagnsveitan er nú aö reisa skrifstofuhúsnæði fyrir römar 1600 miljónir. „1 þessu húsi er aö visu um að ræða skáfleti”, sagði Aðalsteinn ennfremur, „sem kosta eitthvað meira f uppslætti, en i ljósi þess að fokhelt hús er ekki nema 1/3 af húsakostnaöi og svo er móta- uppsláttur aðeins hluti þess kostnaöar þá er þetta furöuleg staðhæfing. Þó aö mótauppsláttur verði eitthvaö dýrari á þessu húsi en venjulegu sléttu húsi, þá er hér aðeins spurning um nokkur prósent. Við teljum mikilvægt aö ráðst I þessa byggingu meöan aðveitu- framkvæmdir okkar eru i lág- marki, enda er aðstaöan niðri i Hafnarhúsi og á Meistaravöllum orðin alls óviðunandi bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Með þessari byggingu erum viö að sameina fyrirtækið á einn staö eftir 60 ára starfsemi og i reynd felur þetta ekki I sér mikla aukn- ingu á húsrými, netna hvaö I húsinu verður mötuneyti fyrir allt starfsfólk Rafmagnsveitunnar’i sagði Aöalsteinn aö lokum. Borgarráð á eftir að taka af- stöðu til þess hvaða tilboöi veröur tekið í byggingu hússins, en Innkaupastofnun hefur mælt með að lægsta tilboöinu sem er upp á 1620 miljónir verði tekiö. Það til- boð er frá Böðvari Bjarnasyni. Kostnaðaráætlun Rafmagnsveit- unnar geröi ráð fyrir aö byggingin kostaði 1745 miljónir. Nú liggja fyrir hjá stjórnvöld- um hækkunarbeiðnir frá ýmsum rafveitum. Meöal þeirra rafveilna er óskað hefur eftir hækkun á gjaldskrá er Rafmagnsveita Reykjavikur en um hana er fjallað í blaðinu i dag. „Viö fengum siöast hækkun i nóvember s.l.”, sagði Knútur Otterstedt ennfremur, „og ég geri ráö fyrir að viö munum halda Gert er ráð fyrir að byggingu hússins verði lokið um mitt ár 1982. eins og aörar rafveitur. Þannig myndi 10% hækkun á heildsölu- verði þýða að við yrðum aö hækka um 5% hjá okkur. Þaðmá rekja góða stööuokkar til þess að umsvifin hafa nú veriö minni, auk þess sem reksturinn hefur gengið vel og við seljum lika tiltölulega mikiö miöaö við I- búatölu” sagði Knútur að lokum. — þm Rafveitustjórinn ú Akureyri Þurfum ekki hækkun „Við höfum ekki farið fram á neina hækkun á gjaldskrá okkar, aðeins fariö fram á tilfærslu milli gjaldskrárliða sem þýöir smá- vegis hækkun á tveimur töxtum og lækkun á öörum þremur, en heildartekjur okkar hækka ekkert við þessa lagfæringu”, sagði Knútur Otterstedt rafveitustjóri á Akureyri i samtali við Þjóðvilj- ann i gær. —þm þetta eitthvað út árið. Ef heild- söluverð á raforku hækkar á næstunni þá munum viö þó þurfa hækkun til að geta greitt hana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.