Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 5
Hvítir menn yfirgefa Zimbabwe
Fréttaskýring
Þriðjudagur 29. júli 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Flestum mun hafa þótt betur
takast til en á horfðist i Zim-
babwe, þegar margra ára
grimmri styrjöld þar lauk með
kosningum, þar sem ZANU--
flokkur Roberts Mugabe, sem
borið hafði hita og þunga dagsins
i striðinu af hálfu blökkumanna,
fékk hreinan meirihluta á hinu
nýja þingi, en sýndi andstæð-
ingum sinum og keppinautum,
svörtum og hvitum, engu að siður
mikla sáttfýsi og tilhliðrunarsemi
og tók þá i stjórnina með sér. En á
þeim þremur mánuðum, sem
siðan eru liðnir, hafa vandræðin
heldur aukist.
Mugabe forsætisráðherra, sem
manna mest hefur beitt sér fyrir
sáttum og samvinnu með bæði
svörtum og hvitum landsmönnum
og hinum ýmsu hópum blökku-
manna, verður nú fyrir aðkasti
bæði frá sumum eigin flokks-
manna og flokki bandamanns
sins og keppinautar úr striðinu,
Joshua Nkomo.
Hvað viöhorf i stjórnmálum
snertir byggir Mugabe á marx-
isma, jafnframt þvi sem hann
vildi forðast róttækar og snöggar
breytingar, er valdið gætu deilum
og árekstrum og landflótta skól-
aðra og sérhæfðra hvitra manna,
sem landið hefur mikla þörf fyrir.
Þetta hefur orðið til að þess að
sumir flokksmanna hans saka
hann um að leggja alla áherslu á
að fá hvita landsmenn til að sætta
sig við hið breytta ástand, en litla
eða enga á að bæta hag blökku-
manna eða á sósialisma. Nkomo,
sem er innanrikisráðherra,
hegðar sér þegar að miklu leyti
eins og stjórnarandstæðingur og
hefur jafnvel i hótunum um að
segja sig Ur stjórn. Nkomo, sem
lengi var þekktastur og virtastur
meðal forustumanna blökku-
manna i hinni fyrrverandi Ró-
desiu, er sár og beiskur yfir þvi að
Mugabe, sem var litt þekktur, að
minnsta kosti erlendis fram á sið-
ari ár striðsins, skyldi komast
fram fyrir hann á lokasprett-
inum.
Sjonar og Matabelar
Rigur á milli þjóðflokka og ætt-
bálka kemur hér við sögu eins og
algengt er i Afriku. Mugabe hefur
á bak við sig Sjona (Shona, Mas-
hona), en mikill meirihluti Zim-
babwemanna eru af þeirri þjóð.
Aðeins um fimmtungur lands-
manna eru hinsvegar Matabelar
(Ndebele), en meðal þess fólks
eru ættir Nkomos. Fámenni
Matabela háði honum mjög i
keppninni við Mugabe, þvi að þótt
þeir muni hafa kosið hann lang-
flestir fékk hann ekki teljandi af
atkvæðum annarsstaðar frá.
Fregnir berast af vaxandi heift
i deilum milli fylgismanna Muga-
bes og Nkomos og kváðu nokkur
mannvig hafa hlotist af. Frétta-
menn tala jafnvel þegar um hættu
á annarri borgarastyrjöld, sem
þeir telja að gæti gosið uppisam-
bandi við byggðastjórnarkosn-
ingar, sem eiga að fara fram i
september. Mugabe er sagður
hafa um 23.000 vopnaða skæruliða
sin megin en Nkomo 15.000, auk
um 3000 hermanna sem enn eru i
Sambiu og Angólu, þar sem þeir
höfðu griðland i striðinu. Nkomo,
sem i striðinu varð frægur fyrir
að geta verið vinur furðumargra i
einu, stendur að sögn bandariska
timaritsins Newsweek i makki
við Sovétrikin. Sovéskum ráða-
mönnum mun ekki ýkja hlýtt til
Mugabes, sem alla tið hefur gætt
þess að vera öllum stórveldum
óháður, og taki hann eitthvert
stórveldi fram yfir önnur, þá er
það helst Kina.
Hvítir menn hræddir
Hvitir landsmenn óttast að erj-
urnar milli fylgismanna þessara
tveggja leiðtoga leiði til nýrrar
ógnaraldar. Þeir hvitu virðast
hafa fullt traust á Mugabe, og er
það Ut af fyrir sig athyglisvert,
þvi að i striðinu reyndu þeir af
ofurkappi að telja bæði sjálfum
sér og öðrum trU um að blökku-
mannaleiðtogi þessi væri blóð-
þyrst ófreskja og varla eða ekki
mennskur. En þeir hvitu óttast
óánægða fylgismenn Mugabes,
sem að sögn Newsweek vilja
svipta hvita menn öllum völdum
og áhrifum og jafnvel reka þá alla
Ur landi. óánægja með Mugabe er
sögð ekki minnst i dreifbýlinu,
þar sem fólki þykir hagur sinn litt
eða ekki hafa batnað við tilkomu
stjórnar Mugabes.
Nýlega gerðist það að Peter
Walls hershöfðingi, er stjórnað
hafði her hvitra Ródesiumanna i
striðinu við skæruliða Mugabes
en siðan gerst yfirhershöfðingi
stjórnar hans, sagði af sér þvi
embætti. Sagt er að ein ástæðan
sé að Walls sé orðinn þreyttur i
þvi erfiða verkefni að reyna aö
bræða skæruliðasveitir þeirra
Mugabes og Nkomos saman i einn
her, auk þess sem grunnt sé á þvi
góða milli hans og ýmissa skæru-
liðaforingja. Hið siðartalda er Ut
af fyrir sig skiljanlegt, þar eð
fyrir aðeins nokkrum mánuöum
voru Walls og skæruliða-
foringjarnir önnum kafnir við að
reyna að tortima hver öðrum.
4000 úr landi mánaðarlega
Fjöldaflótti hvitra manna Ur
iandi var þegar hafinn meðan á
striðinu stóð og jókst á ný er
deilur færðust i vöxt eftir aö
stjórn Mugabes var tekin við.
Talið er að sá flótti muni enn auk-
ast með afsögn Walls, sem þeir
hvitu munu hafa talið sinn sterk-
asta mann i hinu nýja stjórnkerfi.
Eins og sakir standa flytja um
4000 hvitir menn Ur landi mánaðr-
lega og 45.000 hvitar fjölskyldur
hafa sótt um vegabréfsáritum til
Suður-Afriku. Suðurafrisk yfir-
völd taka að minnsta kosti fegins
hendi við hvitum hermönnum Ur
her þeirra Ians Smith og Walls og
fá þeir mikil friðindi fyrir að
ganga i suðurafríska herinn.
Astæður: Suöurafrisk stjórnar-
völd eiga i striði við blökkumenn i
Namibiu og bUast við vaxandi
vopnaðri andspyrnu blökku-
manna i Suður-Afriku sjálfri. 1
þeim átökum má bUast við að
menn með reynslu hinna fyrrver-
andi Ródesiuhermanna gætu
orðið Suður-Afrikustjórna að
nokkru liði.
Fjöldaflótti hinna hvitu kemur
hinsvegar til með að stórauka
vandræði stjórnar Mugabes, sem
hefur á fáum langskóluöum og
sérmenntuðum blökkumönnum
að skipa úr. dþ.
Hermenn Ur liði Ians Smith — nú taka Suður-Afrikumenn við þeim fegins hendi.
LAOA
o o
Fáeinir Lada Sport til afgreiðslu fljótlega á sérstaklega
hagstæöu verði. Kynnið ykkur greiðsluskilmála.
4 hjóla drif
Fjórsídrif
4 cyl. 86 ha
Hátt og lágt drif
16" felgur
Þriggja dyra
Lituð framrúða
Hituð afturrúða
Hliðarlistar
Vindskeið
Verð aðeins ca. kr.
6.100
þús.
Mugabe fagnar sinum mikla kosningasigri — siðan hafa vandræðin
aukist.
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf
Suðurlandsbraut 14 — Reykjavik — Simi 38600