Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐÁ — ÞJÓÓVÍLÍINN Þriöjudagur 29. júli 1980 íþróttir Stjarnan tapaði Stjarnan frá siöustu Olympiu- leikum, rúmenska fimleika- drottningin Nadia Comenici,tap- aði fyrir sovésku stúlkunni Yel- enu Davidovu. Eins og vera ber var tap hennar þó ekki sögulaust með öllu þvi Nadia, sem hafði fallið af tvislá og tapað massa af dýrmætum stigum sýndi eftir það slik- snilldartilþrif að hreint ótrúlegt mátti kallast. 1 siðustu greininni þurfti hún að hljó.ta 9,95 i einkunn til að hreppa sigurinn og i fyrstu virtist henni ganga allt i haginn. Henni urðu þá á smá- vægileg mistök og einkunin „aðeins 9,85”. Rúmenski dómar- inn mótmælti þá harðlega og krafðist endurmats og eftir mikið þref var ekki farið að kröfum hans og sovéska stúlkan hlaut gullið. — hól. Thompson sigradi Erfiðasta greinin á Oiympiu- leikunum, tugþrautin, gekk til Bretans Daley Thompson og kom það ekki á óvart. Honum tókst hinsvegar ekki að endurheimta heimsmet sitt i greininni, en nú- verandi heimsmethafi er A-Þjóð- verjinn Guido Kratschner og er það 8649 stig. Thompson missti af heimsmetinu þegar hann stökk mun lægra en hann á að sér I stangarstökki. Stökk hans mældist 4,70, en venjulega er hann um 5 metra i þessari grein. Þegar upp var staðið var hann hinn öruggi sigurvegari með 8495 stig en i 2. sæti kom Sovétmaður- inn Yuri Kutshenko með 8331 og landi hans Shelanov varö i 3. sæti meö 8135 stig. Tugþrautarseria Thompson var þessi: 100 m. 10,62 sek., langstökk 6,00 metra, kúluvarp 15,10 metra, hástökk 2,08 metra, 400 m. 48,01 sek., 110 m. grind 14,47, kringlu- kast 42,24 metrar, stangarstökk 4,70 metrar, spjótkast 64,16 metrar og 1500 m. 4:39,9 min. Aldur Thompson þykir benda til þess að hann muni ekki láta staðar numið eins og siðasti sig- urvegari i tugþraut Olympiu- leika, Bruce Jennings, — og ger- ast auglýsingafigúra i þokkabót eins og hann. Thompson er nefni- lega aðeins 22 ára gamall,— hól. Birgir varö nr. 12 Birgir Þór Borgþórsson keppti i gær i 100 kg. flokki lyftinga á Olympiuleikunum I Moskvu. Birgir varð nr. 12. lyfti samtals 330 kg. Hann snaraði 187,5 kg. og jafnhattaöi 182 kg. Óskar féll úr Öskar Jakobsson gerði öll köst sin í kringlunni ógild i undan- rásum Olympiuleikanna og varð þvi sjálfkrafa úr leik. 1 gær fór fram úrslitakeppni i þessari grein og urðu úrslit þessi: metrar 1. V. Rasshchupkin Sovét 66,64 2. I. Bugar Tékkósl. 66,32 3. L. Delis Kúbu 66,32 Gullforöinn eykst Sovétmenn og A-Þjóðverjar keppa hart um verðlaunin á Olympiuleikunum i Moskvu. Af 110 gullverðlaunum hafa Sovétmenn hlotið 43 gullverðlaun og A-Þjóðverjar 31 verðlaun. Þeir eru þvi ekki litlir yfirburðirnir sem þessar þjóðir hafa á leikun- um, enda er nú svo komið meðal 2. deild Nokkrir leikir fóru fram um helgina i 2. deild ts- landsmótsins f knattspyrnu. Crslit þeirra urðu sem hér segir: Ármann-Völsungur ...2:0 Þór-Austri...........5:0 Haukar-tBt......:....1:1 Þróttur, N.-KA.......2:1 Óvænt tap KA fyrir Þrótti setur stórt strik i reikninginn hjá bjartsýnum Akureyring- um. Er ekki laust við aö nokkur spenna hafi færst I deildina viö þau úrslit. Staðan er nú þessi: KA..........11 81 2 35-9 17 Þór........ 11 8 1 2 25-9 17 Haukar ....11 5 4 2 22-20 14 ísafjöröur .10 4 4 2 22-18 12 Þróttur .... 10 4 2 4 15-19 10 Fylkir......10 4 1 5 17-11 9 Völsungur . 10 3 2 5 11-15 8 Ármann ...11 2 4 5 19-27 8 Selfoss.....9 2 2 5 15-23 6 Austri.....11 0 3 8 13-41 3 áhorfenda á Olympiuleikunum þ.e. Sovétmanna að jafnvel fulltrúar annarra þjóða eru hvattir úr sporunum fram fyrir heimamenn. Mönnum leiðast nefnilega til lengdar gegndar- lausir yfirburðir og er frekar spurt um hvort sigur sé verðskuldaður eður ei. — hól. Æsandi 200 m hlaup Það var heldur betur æsandi 200 metra hlaupið þ.e. úrslitin i gær. Allan Wells frá Bretlandi se’m sigraði í 100 metrunum varð að lúta i lægra haldi fyrir itölskum tófuspretti Pietro Mennea að nafni, sem hljóp á frábærum tima 29.19 sek. Röð efstu manna varð þessi: sek. 1. P. Mennea Italfu 20,19 2. A. Wells Bretl. 20,21 3. D. Quarrie Jamaica 20,29 4. S. Leonard Kúbu 20,30 5. B. Hoff A-Þýskai. 20,50 6. L. Dunecki Póll. 20,68 7. M. Woronin Póll. 20,81 8. O. Lara Kúba 21,19 —hól I ■ L Víkingur þokast j nær toppnum | Vikingar ætla greinilega ekki að gefa sitt eftir i baráttunni um tslandsmeistaratitilinn. I gær- kvöldi lögðu þeir Skagamenn að velli 3 : 0 og hefðu útslitin hæg- lega getað orðið Skagamönnum enn meira i óhag, þvi Vikingar hreinlegu óðu i marktækifærum mestan part leiksins og af þeim sem ekki nýttust kom mest und- ir lokin. Það er orðið skemmti- legt að fylgjast með hinum eld- snöggu framiherjum Vikings, einkum er það Lárus Guðmundsson sem vekur athygli manna. Hann er feikna- lega fylginn sér, enda réð vörn Skagamanna enganveginn við hann i leiknum. Hinrik Þórhallsson skoraði fyrsta mark leiksins þegar aðeins 5 minútur voru af leikn- um. Hann fékk góðan bolta frá Helga Helgasyni, einum besta manni Vikingsliðsins og skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti. örstuttu siöar þakkaði Hinrik fyrir sig, gaf á Helga og hann kom boltanumi netið, 2 o. 1 siðari hálfleik bætti Hinrik við þriðja mark Vikings þegar i fyrstu sókninni. Hann fékk boltann frá hægri endamörkum og negldi i netið af alllöngu færi, sérlega laglega gert. Eftir þetta hið þriðja áfall brotnuðu Skaga- menn gjörsamlega og þegar leið á, hreinlega löbbuðu Vikingarn- irsigigegn.Astundum, einkum um miðbik hálfleiksins, áttu Skagamenn allgóð marktæki- færi og voru Vikingar oft heppn- ir. Það er nú reyndar einu sinni ■ svo að hreint ótrúlega mikinn I baráttukraft þarf til að breyta stöðu eins og 3 : 0 að gagni og I þann kraft og jafnvel heppni ■ skorti hjá 1A. Vikingsliðið átti góðan dag, liðið var jafnt og velleikandi. Má mikið vera ef þeir ógna ekki ■ toppi deildarinnar. Framlinan I er sérlega skemmtileg eins og áður var getið um og að þessu I sinni var Diörik i markinu frá- ■ bærlega góður. Annars er erfitt I að gera upp á milli manna I liði þar sem allir eru á þeim buxun- I um að gera sitt besta. * Hjá lA-mönnum virtist skorta I alla baráttu og má það vel hugs- I ast að leikmenn reyni að I gleyma leiknum sem fyrst. -Hól I Jafntefli í Keflavík Frábært langstökk Það met verður aldrei siegið og þvi er til litils að keppa i lang- stökki. Svo hafa margir óhamingjusamir langstökkvarar mælt um stökkið inni 20. öldina þegar á OL i Mexikó Bob Beamon stökk 8,90 metra. Afrek sem margir telja að ekki veröi bætt. 1 gær stökk A-Þjóðverji 8,54 metra I langstökki og vann sigur. Þrátt fyrir gulliö var hann hnugginn og sagöi við blaðamenn að afrek Beamon heföi aldrei átt sér stað við aöstæður sem i Moskvu. — hól. Enn er allt I steindauðu jafn vægi, bæði á botni 1. deildar og toppi. Tvö lið sem nú berjast hat- rammri baráttu til að forðast falli I 2. deild FH og ÍBK léku i Keflavik i gærkvöldi. Leiknum lauk með jafntefli 2:2 eftir að staðan I hálfleik hafði verið 1:1. Helgi Ragnarsson skoraöi fyrir FH I fyrri háifleik og kom þeim göflurum yfir, en Hilmar Hjálmarsson jafnaði 1:1. 1 siðari hálfleik skoraði Steinar Jó- hannsson fyrir IBK, en Valur Valsson jafnaði áður en leikurinn var úti. FH-ingar eru þvi komnir upp við hliöina á Þrótti og er 1 jóst að þessi tvö lið eiga erfiða baráttu fyrir hendi,-þrjú stig eru i næsta liö. — hól STAÐAN Orslit leikja I 5 umferð Is- landsmótsins urðu sem hér segir: Valur-KR ...........5:0 IBV-Fram............0:1 Þróttur-Breiöabl....0:1 tBK-FH..............2:2 Vlkingur-tA.........3:0 Staöan er þessi: Valur......11 7 1 3 28:12 15 Fram.......11 6 2 3 12:13 14 Víkingur ..11 4 5 2 14:10 13 1A.........11 5 3 3 17:13 13 Brei0abIik.il 6 0 5 19:14 12 1BV........11 4 2 5 17:18 10 KR.........11 4 2 5 10:16 10 ÍBK........11 2 5 4 11:16 9 Þróttur.... 11 3 2 6 7:11 7 FH.........112 3 6 16:27 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.