Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 29. júli 1980
skák
Umsjón: Helgi ölafsson
Fyrir-
byggjandi
adgerdir
Varnaðarorð glymja hátt i
eyrum skákmanna um þessar
mundir. Menn eru varaðir við að
taka á sig peðaveikleika, varaðir
við aö tefla of djarft til sóknar,
varaöir við að lenda i timahraki,
varaðir við hinum og þessum
skákmeistaranum, varaðir við
öllum fjandanum, og oft leiðir það
til leiðinda taflmennsku, einkum
þegar miklir meistarar eigast
við. Jafnteflin verða of mörg.
Skáklistin setur ofan, verður að
skotgrafarhernaði svo maður tali
ekki um allan þann sálfræðilega
smáskæruhernað sem nú
viðgengst. Heimsmeistarinn,
Anatoly Karpov er góður fulltrúi
hinna hógværu. Hann sneiðir hjá
þvi að taka áhættu, byggir oft á
örsmáu frumkvæði og tapar þar
af leiðandi sárasjaldan. Hann á
margt sameiginlegt með Tigran
Petrosjan, fyrrum heimsmeist-
ara, skynjar hættu langt fram i
timann og hefur þvi fyrirbyggj-
andi aðgerðir á reiðum höndum.
Still hans er þó að mörgu leyti
viðameiri en Petrosjans, þvi oft
og tiðum gerir hann út um skákir
meö snarpri árás á óvinakóng. A
IBM-mótinu i Amsterdam mætti
hann einum ágætum fulltrúa
yngri kynslóðarinnar i dag, landa
sinum Dolmatov. Sá reyndi að
mæta uppbyggingu Karpovs,
gegn Svesnikov-afbrigðinu i
Sikileyjarvörn, með fyrirbyggj-
andi hætti, en kom fyrir litið.
Skákin er að hálfu Karpovs meist
araverk i strategiskri
uppbyggingu. Eftir að hafa
safnað heilum ósköpum af stöðu-
legum yfirburðum lætur hann
kné fylgja kviði og gerir út taflið
mátárás.
Hvitt: Anatoly Karpov
(Sovétr.)
Svart: Alexander Dolmatov
(Sovétr.)
Sikileyjarvörn.
1. e4-c5 5. Rc3-e5
2. Rf3-Rc6 6. Rdb5-d6
3. d4-cxd4 7. Rg5
4. Rxd4-Rf6
(Tal leikur gjarnan 7. Rd5. Texta-
leikurinn er sá vinsælasti i
stöðunni og Karpov hefur aldrei
vikið frá honum á sinum skák-
ferli.)
7. ..-a6
8. Ra3-b5
9. Rd5
(Hér er vinsælast að leika 9.
Bxf6-gxf6 (ekki 9. — Dxf6 10. Rd5
Dd8 11. c4 b4 12. Da4! o.s.frv.) 10.
Rd5 f5 og nú koma fjölmargir
leikirtil greina sem alla má finna
i byrjunarbókunum. Skarpastur
af þeim er tvimælalaust 11.
Bxb5!?)
9. ..-Be7
10. Bxf6
(Einnig er leikið 10. Rxe7 en
Karpov kærir sig kollóttan. Hann
hefur ávallt haft textaleikinn sem
svar við Svesnikov-afbrigði
Sikileyjarvarnarinnar, eða
Lasker-afbrigðinu eins og sumir
vilja kalla þaö. 1 þvi sambandi
má geta þess að Lasker beitti
þessu afbrigði aðeins nokkrum
sinnum, án þess að leggja nokkuð
sem heitið gæti mikilvægt. af
mörkum til þessarar byrjunar.
Svesnikov á hinn bóginn er aðal
hugmyndafræöingur kerfisins i
heild. Þess má einnig geta að
Karpov tókst ekki að vinna
Svesnikov þegar þeir tóku af-
brigðið til umræðu á Sovét-
meistaramótinu 1973.)
10. ..-Bxf6
11. c3-0-0
12. Rc2-Hb8!?
(Fyrirbyggjandi aðgerðir. Leik-
urinn hindrar framrás a-peðsins,
sem oft á tiðum gefur hvltum góð
færi á drottningarvængnum. Nú
verður hvitur að leita annarra -
miða. „Teórian” gefur: 12. — Bg5
13 a4 bxa4 14. Hxa4 a5 15. Bc4
Hb8 16. b3 Kh8 sbr. 3. einvigis-
skák Hubners og Adorjans i Bad
Lauterberg fyrr i ár. Dolmatov er
sýnilega ekki alltof áfjáður að
fylgja þeirri skák.)
13. Be2-Bg5
14. 0-0-Be6 15. Dd3-Dd7(?)
(Ónákvæmur leikur sem gefur
svörtum erfitt tafl. Það hlýtur að
vera i anda stöðunnar að leita
mótvægis með 15. -g6 og miða
þannig að framrásinni f7-f5.)
16. Dg3!-f6
(Auðvitað ekki 16. — Bxd5 17.
exd5 og svartur tapar manni.)
17. Hfdl-a5
(Nú er svartur þess albúinn að
leika 18. -b4, en Karpov fyrir-
byggir þann leik á skemmtilegan
hátt.)
18. Ra3!-Ra7
(Eftir 18. -b4 19. Rc4 er svartur
illa beygður.)
19. h3!
(Hver einasti leikur heimsmeist-
arans hittir beint i mark. Nú er
meiningin að skipta upp á betri
biskupi svarts með 20. Bg4.)
19. ..-Kh8 21. Bxe6-Dxe6
20. Bg4-Hfc8 22. Dd3
(Svartur hótaði 22. -b4. Þeim leik
verður nú sem fyrr svarað með
23. Rc4.
22. ..-Hc5
23. Rc2-g6 24. b4!
(Það er fyrst og fremst slegist um
drottningarvænginn i þessari
stöðu.)
24. ,.-axb4 26. a4-bxa4
25. Rcxb4-Hb7 27. Hxa4
(Það er ekki lengur nein umtals-
verð teygja i peðastöðunni sem
oft er forsenda þess að hægt sé að
tefla til vinnings. Þó á svartur
krappa vörn framundan aðallega
vegna yfirburðastaðsetningar
hvitu mannanna.)
27. ..-f5 31. Dxe4-df5
28. Ha6-Rc8 32. De2-Hf7
29. Ha8-Kg7 33. c4
30. De2-fxe4
(Stöðumyndin talar skýru máli
um yfirburði hvits. Þetta er ein af
þessum stöðum sem unnendur
Svesnikov-afbrigðisins ættu að
forðast.)
33. ...-Bh4
34. Hfl-Re7
35. Ha6-Dd7
36. De4-Rxd5
37. Rxd5-Be7
(Frá sjónarmiði tæknilegrar úr-
vinnslu er þetta rétta áætlunin.
Skilja ber eftir drottningu, hrók
og riddara, plús náttúrulega yfir-
burði á hvitu reitunum.)
38. Hfal-Bf8
39. De2-Hc6
40. H6a3-Hc5
41. Hf3!
41. ..-Hxf3
42. Dxf3-Df7
(En ekki 42. — Hxc4 43. Rb6 og
hvitur hefur sett upp „gleraugu”
eins og það kallast á fagmáli.)
43. Dg4-h5
44. De4-Hc8 45. Ha3
(Hótun: 46. Hf3. Það hillir undir
leikslok.)
45. ..-Df5 47. De3+-g5
46. Ha7 + -Kh6 48. De2-Hb8
49. g4! .
(Enn treystir hvitur yfirráð sin á
hvitu reitunum.)
49. ,.-hxg4 53. Df3-Dc8
50. hxg4-Ddl+ 54 Df6+-Kh7
51. Kg2-Hb7 55. Df7 +
52. Hxb7-Dxb7
— Svartur gafst upp. Næst kemúr
56. Rf6 og þá er stutt i mátiö.
Módelskák.'
Formaöur Karlakórsins Heimis, Þorvaldur öskarsson, afhendir formanni Karlakórs Hareids kveðjur
I og gjafir frá islensku söngbræðrunum.
| Heimir gerði góða för
Eins og frá hefur verið skýrt
Ihér i blaðinu fór Karlakórinn
Heimir i Skagafirði i söng- og
skemmtiför til Noregs I vor.
, Okkur hafa nú borist norsk blöð
Imeö umsögnum um söng kórs-
ins og bera þær með sér, að
Heimir hefur gert góða för. tJt-
, dráttur úr dómum blaöanna fer
Ihér á eftir, i lauslegri þýðingu:
Óvenju góður söngur
■ östlendingen segir: Karla-
Ikórinn Heimir úr Skagafirði hélt
tónleika i Elverum i gær, ásamt
Kvennakór Elverum. Islenski
> kórinn reyndist vera óvenju
Igóður og skipaður hæfum söng-
mönnum. Hljómurinn var þétt-
ur og góður og styrkleikabreyt-
■ ingar sérlega skýrar. Texta-
Imeðferð kórsins var og mjög
fáguð. Söngurinn i heild var af-
ar eðlilegur og var sérstaklega
■ áhrifamikið hlutverk 1. tenórs,
Isem var öruggur, jafnvel á efstu
tónum. Þá var 2. bassi ekki siðri
t.d. i laginu: „Anna Lovinda”,
> þar sem hann var grunntóninn i
Isamhljómi kórsins.
Kórinn flutti siðan Islenskt
þjóölag i útsetningu söngstjór-
> ans og var söngurinn þar mjög
Itær.
Stjórnandi kórsins er söng-
kennari Lýðháskólans I Elver-
• um, Svein-Arne Korshamn, en
> hann var I ársleyfi á Islandi.
IStarf hans hefur greinilega bor-
ið góðan árangur en það hlýtur
einnig aö hafa verið sérstaklega
* ánægjulegt að vinna með hinum
Iislensku söngvurum.
Söngskrá kórsins var i tveim-
ur hlutum og hófst sá fyrri á
• „þjóðsöng” Skagafjarðar (Skin
Ivið sólu Skagafjörður, eftir
Matth. Joch. og Sig. Helgason).
Endað var svo á þjóðsöng Is-
‘ lands, en tónleikarnir voru ein-
Imitt haldnir á þjóðhátiðardagi
Islendinga.
I fylgd með kórnum og honum
• til aðstoðar var ágætur pianisti,
INorömaðurinn Einar Sfhwaig-
er. #
■ ,,Ef það er hrossakjöt-
I ið...”
I Vestposten segir m.a.: Karla-
■ kórinn Heimir úr Skagafirði,
Imeö Svein-Arne Korshamn sem
söngstjóra, vakti gifurlega
hrifningu hjá hinum fjölmörgu
■ áheyrendum á laugardags-
Ikvöldiö. Lagavaliö var mjög
fjölbreytilegt og söng kórinn Is-
lensk lög fyrirhlé en erlend eftir
■ hlé.
IKarlakórinn Heimir er einn
elsti kór á Islandi og hafa
nokkrir kórfélaganna sungið
■ meö i 54 ár. Söngstjóri þessa
Iágæta kórs, Svein-Arne, skaut
svo inn á milli ýmsum fróöleik
um Island og lffið þar. Meðal
> annars sagöi hann, að flestir
Ikórfélaganna væru bændur.
Á tónleikunum á laugardag-
inn voru söngvararnir 34 talsins
• en sumir þeirra voru þá farnir
Iheim, þar sem þeir þurftu aö
taka þátt f hestamannamóti.
Eins og áður segir flutti kór-
■ inn eingöngu íslensk lög fyrir
I hlé og hófust tónleikarnir á
| „Skagafjarðarsöngnum”. Tvö
I fslensku laganna, Erla (Pétur
* Sigurösson.) og Kata (Sigv.
I Kaldalóns), féllu áheyrendum
sérstaklega vel i geð og varð
kórinn að endurtaka þau bæði.
Aheyrendur voru greinilega
hrifnir af einsöngvaranum, sem
söng lagið „Erla”, en hann er
einnig góður hestamaður. Eftir
að söngvarinn, Jóhann Frið-
geirsson, hafði tvisundið
„Erlu” var kallaö til söngstjór-
ans framan úr sal: „Ef það er
hrossakjötið sem veldur þvi að
hann syngur svona vel þá biddu
hann að borða það áfram”. Þá
söng kórinn lag með Sigurð
Haraldsson f einsöngshlutverki
og annað, mjög erfitt, eftir Pál
ísólfsson (Brennið þið vitar),
sem var eitt af fremstu tón-
skáldum Islands. Eftir hlé söng
kórinn m.a. lög eftir Grieg og
Wessel.
Athyglis-
verdur
árangur
I vor hélt Bifreiðaiþrótta-
klúbbur Reykjavikur sina
árlegu sparaksturskeppni. Var
nú fyrirkomulagi hennar breytt
á þann veg, að sem raun-
hæfastar tölur fengjust fyrir al-
menning.
Fyrst voru eknir 24 km á
venjulegum umferðarhraða og
siðan áfram um Krisuvikurleið
til Herdisarvíkur en leiðin var
bæði blaut og þungfær, auk þess
sem hvassvirðri kom til.
Samkvæmt upplýsingum frá
Véladeild SIS sýndi Chevrolet
Citation frá deildinni algera
yfirburði við þessi óhagstæöu
skilyrði. Hann fór rúmlega 69
km á 5 ltr. en það samsvarar
7,24 ltr. á 100 km. Hlaut hann 1.
verölaun I sinum flokki og kom
betur út en margir minni bflar
með mun minni vélar og
nálgaaðist eyöslu spar-
neytnustu smábila.
Þeir hjá Véladeildinni benda
á að þessi árangur undirstrikaði
þær gifurlegu framfarir, sem
oröið hafa i smlði bila hjá
General Motors undanfarin ár.
Auk þess hafði þessi kraftmikli
og notadrjúgi bill reynst mjög
vel hérlendis sem annarsstaðar
Chevrolet Citation er meö fram-
hjóladrífi og hentar þvi einkar
vel til aksturs i hálku og snjó.
Hann er fáanlegur með fjöl-
breyttum búnaði og nú fyrir-
liggjandi á verði frá 9 milj. kr.
með góöum útbúnaði.
—mhg
Að tónleikunum loknum kvað
við dynjandi lófaklapp svo kór-
inn varð aö syngja eitt þjóölag
aukalega áður en hann endaði á
islenska þjóösöngnum.
Jafnvel feti framar
Vikebladet segir m.a.: Heim-
sókn hins fslenska karlakórs til
Hareid (eyja skammt sunnan
Alasunds) var I alla staöi mjög
ánægjuleg. Kórinn kom til Har-
eid á föstudaginn og var hátið-
lega boðinn velkominn af for-
manni karlakórs staðarins,
Stale Royset, i kvöldverðarboði
i Ráðhúsinu. Þá hélt Einar
Holm ræðu fyrir hönd sveitar-
félagsins, minnti á sögu þess og
sýndi kórfélögum, ásamt eigin-
konum þeirra, salarkynni Ráð-
hússins. Hinir um það bil 70
ferðalangar gistu hjá með-
limum Karlakórs Hareid.
Snemma á laugardaginn fór
mannskapurinn i ökuferð um
sveitina og heimsótti m.a.
norska bændur, sem svöruðu
fyrirspurnum Islendinga um
búskapinn. Eftir ágæta máltiö i
Solstrand fóru söngmennimir á
æfingu meðan kvenfólkið naut
góðviðrisins.
Þrátt fyrir að margt væri um
að vera i Hareid þennan dag var
húsfyllir á tónleikum kórsins
um kvöldiö. Þeir, sem lögðu leið
sina þangað, þurftu sannarlega
ekki að sjá eftir þvi. Við vissum
vitanlega ekkert um gæöi kórs-
ins fyrirfram en eftir að hafa
hlýtt á Skagafjarðarsönginn og
þau lög, sem á eftir komu,
getum við hiklaust fullyrt, að
kórinn er mjög góður. Hann er
jafngóöur bestu kórum hér um
slóðir og jafnvel feti framar.
Stjórnandinn, Svein-Arne Kors-
hamn, hefur greinilega vitað
hvaö hann vildi þvi hljómur,
samræmi radda og textameð-
ferð var meö ágætum og þegar
raddir eru jafn góðar og hér þá
verður árangurinn eftir þvl.
Þetta var lika skoöun áheyr-
enda, sem þeir sýndu með lang-
vinnu lófataki á eftir hverju lagi
og hrópum úr salnum um að
endurtaka lögin aftur og aftur.
Við veröm að biðjast afsökunar
á þvi, að við skildum ekki text-
ana, en að sögn stjórnandans
fjölluðu þeir mikið um konur og
ástir.
Eftir hlé sungu Islendingarnir
erlenda söngva, þar á meðal
nokkra norska. Sérlega gaman
var að heyra „Söngkveðjuna”
eftir Grieg, sungna á norsku.
„Onnu Lovindu” höfum viö oft
hlýtt á með Johann H. Grimstad
sem einsöngvara en aldrei áður
með islenskan kór að baki. Þaö
var skemmtileg blanda. A eftir
hlýddum við á sama lagið
sungið af Islenskum einsöngv-
ara og söngskránni lauk meö
„Katusjka”, rússnesku lagi,
með harmonikuundirleik. En
þar með var kórinn ekki laus
allra mála, áheyrendur
heimtuðu aukalög og fyrst eftir
dillandi tangó og þjóðsönginn
fengu söngmennirnir lausn.
Aheyrendur þökkuðu fyrir sig
með þvi að syngja norska þjóð-
sönginn. Eftir tónleikanan var
haldinn lokaöur dansleikur þar
sem skipst var á gjöfum og
kveðjum.
Framhald á bls.