Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 1
UÚDVIUINN
Nóg af gjaldeyri?
Bílafjöldinn tvö-
faldast á áratug
Þriðjudagur 29. júlí 1980 —170. tbl. 45. árg,
Mér líður vel. Hvað með ykkur? (Ijósm. eik)
Fyrir fáum dögum
var frá þvi greint hér i
Þjóðviljanum, að á fyrri
hluta þessa árs hafi
verið fluttar inn nær
50% fleiri fólksbifreiðar
en á sama tima i fyrra.
Gögn frá Hagstofu
Islands, sem okkur nú
hafa borist staðfesta
þetta. Á sex fyrstu
mánuðum þessa árs
voru alls fluttar inn 5752
bifreiðar, en á sama
tima i fyrra 3965
bifreiðar. Þar af voru
nýjar fólksbifreiðar i ár
5.079, en á sama tima i
fyrra 3459, — aukning
47%!!
A siöasta ári var heildar-
bifreiðaeign landsmanna 90.015,
þar af fólksbifreiðar 82.142, sem
er 362,3 fólksbifreiðar á hverja
1000 ibúa. Meðöðrum orðum tæp-
lega 2,8 einstaklingar á hverja
fólksbifreið i landinu. Við liggur
að tvær fólksbifreiðar séu að jafn-
aði skráðar á hverja fimm manna
fjölskyldu.
Tiu árum fyrr, árið 1969 voru
hins vegar aðeins skráðar 186,1
fólksbifreiðar á hverja 1000 ibúa
landsins, eða um helmingi færri
en nú. Og fyrir 20 árum aðeins
83,7 fólksbifreiðar á hverja 1000
ibúa, eða innan við fjóröungur af
þvi sem nú er.
Af þeim rúmlega 5000 fólks-
bifreiðum, sem inn voru fluttar á
fyrrihiuta þessa árs var mest um
japanska bilinn Daihatsu
Charade það er 517 bilar. Næstir
koma Subaru alls 330 bilar,
Mazda 323 alls 285 bilar, Mazda
626 alls 256 bilar,
MMC-Galant/Sapporo alls 230
bilar. Allt eru þetta japanskar
tegundir. Þá kemur Ford Cortina
(bresk) með 217 bila innflutta á
fyrri hluta þessa árs, Daihatsu
Charmant (japanskur) með 184
og AE-Lada 21023/2103 (sovésk-
ur) 148 bilar. Af öðrum tegund-
um var minna flutt inn.
Er rétt að draga úr bilainnflutningi
i Ijósi viðskif tahallans ?
,Kkki túmbært’
— segir viðskif taráðherra
„Ég tel ekki timabært aö
sporna gegn bilainnflutn-
ingi enda er slíkt erfitt þar
eö viö þurfum á fríversl-
uninni að halda vegna okk-
ar útflutnings og ef við
förum að taka í taumana
gagnvart öðrum aðilum þá
veit maður ekki hvaða
afleiðingar það kann að
hafa" sagði Tómas Árna-
son viðskiptaráðherra er
Þjóðviljinn spurði hann
hvort rætt hefði verið um
að sporna gegn bílainn-
flutningi i Ijósi þess að
spáð er 40 miljarða við-
skiptahalla á þessu ári.
Bilainnflutningur fyrstu 5
mánuði þessa árs er 50%
meiri en á sama tima í
fyrra.
,,Ég tel ekki ástæðu til þess að
hafa miklaráhyggjur af viðskipta
jöfnuðinum-’ sagði Tómas
ennfremur ,,enda á ég von á þvi
að þessi tala sem nefnd er um
halla muni lækka verulega. Við
vorum einmitt að fara i gegnum
þessi mál hér i ráðuneytinu i
morgun og i ljósi þess virðist
nokkuð oröum aukið um stöðuna i
þessum málum. Við megum ekki
gleyma þvi aö það eru ýmsir stór-
ir þættir i inn- og útflutningi sem
spila hér inni i eins og áliö, skip og
flugvélar, en þessi mál munu
reyndar skýrast betur á næstu
vikum” sagði Tómas að lokum.
— þm
Auknar niður-
greiðslur á mjólk-
urafurðum og
kjötvörum i
ncestu viku
Smjörkílóið enn
niður um 400 kr.
Nýju sfarireikningarnir:
Ekki mikil eftirspurn
Eru þó hagstœðari en vaxtaaukareikningar
„Þaö er töluvert spurt um
þessa reikninga og á hverjum
degi eru nokkrir reikningar stofn-
aðir, þó að ekki sé hægt að segja
að aðsókn i þá sé mikil” sagöi
Bjarnfrfður Arnadóttir I Lands-
bankanum viö Austurstræti,
þegar Þjóðviljinn spurðist fyrir
um hina nýju verðtryggðu spari-
reikninga sem komu til
framkvæmda 1. júli s.l.
Nýju sparireikningarnir eru að
fullu verðtryggðir svipaö og rikis-
tryggð skuldabréf, en hafa þó
þann kost umfram bréfin að þeir
eru til að byrja með aðeins
bundnirtil2ára. Þegarliðin eru 2
ár frá stofnun sparireikningsins
þá er innistæðan laus til út-
borgunar ásamt vöxtum og
Eins og komið hveru fram i
fréttum hefur rikisstjórnin
ákveðið að auka niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum um 2,3 til 2,4
miljaröa frá og með 5. ágúst n.k.
Þessar auknu niðurgreiöslur
þýða aö framfærsluvisitalan
lækkar um 1.68% 1. sept. n.k.
Gert er ráð fyrir að niður-
greiðslur á mjólk aukist um 30
krónur, á smjörkilóinu um 400
kr., á rjóma 68 kr., á skyri 54 kr.
og á hverju kilói af kartöflum um
121 kr. Þá munu niðurgreiðslur á
hvert kiló af dilkakjöti aukast um
250 krónur en á annaö kindakjöt
um 122 kr. A nautgripakjöt aukast
niðurgreiðslur um 158 kr.
Viðrœður ASI og Vinnumálasambandsins:
Hittast aftur í dag
„Ég held varla að við
sjáum fyrir endann á þess-
um viðræðum á morgun"
sagði Snorri Jónsson
forseti ASI er Þjóðviljinn
ræddi við hann í gær um
samningaviðræður ASI og
Vinnumálasambandsins.
Fundur þessara aðila stóð í
nær fjóra tíma í gær og
hefur nýr fundur verið
boðaður klukkan 9 í dag.
Eins og kunnugt er þá hefur
Vinnuveitendasambandið neitaö
aö taka þátt i viðræöum við ASl
og Vinnumilasamband
samvinnufélaga og vill hvorki
ræða við þessa aðila sameigin-
lega eða f sitt hvoru lagi. Hafa
talsmenn VSl lagt á það áherslu
að þeir taki ekki þátt i neinum
viðræðum fyrr en sérviðræðum
ASl og Vinnumálasambandsins
sé lokið.
— þm
verðbótum i 1 mánuð. Verði hún
ekki tekin út þá, binst hún sjálf-
krafa til árs i senn.
Eirikur Guðnason hjá Seðla-
banka íslands sagði i samtali við
Þjóðviljann að bankinn hefði ekki
enn kannað aðsóknina i nýju
sparireikningana, en i byrjun
ágúst myndu þeir fá yfirlit yfir
stöðuna frá viðskiptabönkunum.
Eirikur sagði að þeim virtist þó
aðsóknin ekki vera enn þá mikil i
þessa reikninga. Skýringin væri
ef til vill sú að fólk væri ekki enn
búið aö átta sig á þessum hag-
stæðu reikningum, enda hefðu
bankarnirekki auglýst þetta mik-
ið vegna sumarfris sjónvarpsins,
en það hefði þótt öruggast að aug-
lýsa slika hluti i sjónvarpinu.
Aðspurður sagöi Eirikur að
þessi nýi sparireikningur væri
óneitanlega hagstæðari en t.d.
eins árs vaxtaaukareikningur
sem væri með 46% vexti en væri
all-^nokkuð undir verðbólgunni.
Sparireikningarnir væru hins
vegar að fullu verðtryggðir með
lánskjaravisitölu. — þn»