Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.07.1980, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Þriöjudagur 29. júli 1980 — Aftalsimi Þjóóviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga tll föstudaga. t tan þess tima er hægt aö ná I blaóamenn og aóra starfsmenn blaösins f þessum simum : Kitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Afgreiðsla , 81285. Ijósmvndir 81257. Laugardaga ki. 9-12 og 17-19 er hægt aO ná f afgreiOslu blaOsins i slma 81663. BlaOaprent hefur sima 81348 og eru blaOamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Kreditkortin eru verðbólguvaldur „Ríkisstjórnin á að grípa í taumana” , sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður „Kreditkortin eru bara enn ein leiöin til að kenna fólki að kaupa meira en það þarf og getur. Reynsla annarra þjóð hefur sýnt að þau eru verðbólguvaldur og það er alvarlegt mál aö rikis- stjórn sem ætlar að ná niður verð- bólgu skulu ekki grfpa 1 taumana og koma í veg fyrir starfsemiaf þessu tagi” sagði Guðrún Helga- dóttir alþingismaður I samtali við Þjóðviljann I gær. Arum saman hafa tíðkast i Bandarikjunum og 1 Evrópu við- skiptahættir sem kenndir eru við kreditkort. Þau byggjast á þvi að neytandinn kaupir sér kort og getur siðan framvisað þvi verslunum og hjá þjónustufyrir- tækjum, en þarf ekki að greiöa fyrr en löngu siðar. Fyrirtækin sem gefa Ut kortin hiröa svo prósentu svo að i raun greiðir neytandinn hærra verð fyrir vör- una. Reynsla Bandarikjamanna af þessu fyrirbæri er ekki fögur, enda er nU svo komiö að ótal ráö- gjafafyrirtæki hjálpa fólki til að losna UtUr skuldafeninu sem kreditkortin hafa kallað yfir það. Þaö er nefnilega freistandi að kaupa alls kyns óþarfa, hvort sem kaupandinn á fyrir honum eða ekki og margur hefur fallið fyrir þeirri freistingu. Siðast liöinn vetur var stofnaö hér I borg fyrirtækið Kreditkort h.f. sem boöaöikomu slikra korta inn á islenskan markaö. Af þvi til- efni beindi Guðrún Helgadóttir þeirri fyrirspurn á alþingi til viðskiptaráðherra hvort slik- starfsemi væri lögleg, hver væri ábyrgur ef allt færi á hausinn og hvort ekki væri ástæða til að gera einhverjar ráðstafanir til að sporna við starfsemi af þessu tagi. Tómas Arnason viðskiptaráð- herra svaraði þvi til að engin lög bönnuðu kreditkortin, en hann myndi láta kanna málið. NU eru kortin komin á markað og eru ákaft auglýst, en jafnframt hafa nokkur stórfyrirtæki eins og Flugleiðir og Hótel Saga neitað tað taka kortin gild sem greiðslu. Guðrún Helgadóttir sagði að þessi kort væru ekkert annaö en prentun á peningaseðlum, þarna væri verið að koma á nýju afborg- unarkerfi. Reynslan frá Sviþjóð sýndi misnotkun sem sést á þvi að dómsmálum heföi fjölgað um 83 % vegna kortanna. 1 Bandarikj- unum væri talið aö þau hefðu ó- hagstæð áhrif, væru verðbólgu- valdandi, ykju dýrtið og það væri allt að 20—30 % dýrara að versla meö kreditkortum á ári hverju, en við venjuleg viðskipti. „Þetta er lánastarfsemi, sem engum lögum er hægt að koma yfir og mér finnst að rikisstjórnin þurfi að gripa i taumana, efna- hagsvandinn er nægur þó aö þetta bætist ekki við”. sagði Guörún. — ká ÍR-ingar hafa hafið framkvæmdir i Breiðholtinu með aðstöðu fyrir iþróttamenn sina í huga. Þeir fengu á iaugardaginn AibertGuðmundsson, heiðursforseta félagsins,til að taka fyrstu skóflustunguna og voru þessar myndir — eik. teknar við þá athöfn. Albert tók skóflustunguna með verkfæri sem sjaldnast er beitt við sambærilegar athafnir, nefnilega jarðýtu. Hann hafði á orði að táknrænna hefði verið að grafa með teskeið ef miðað væri við það fjárframlag sem tR fær við framkvæmdina frá opinberum aðilum. Kreditkortin komin á markaö: „Ég tel vel koma til greina að sett verði iöggjöf um lánakort eins og kreditkortin”, sagöi Tómas Arnason viðskiptaráö- herra þegar Þjóðviijinn spurðist fyrirum viðhorf rikisstjórnarinn- ar til kreditkortanna. Tómas sagði að þessu máli heföi verið hreyft á alþingi sl.vet- ur og I april óskaði viðskiptaráöu- neytið þess að Seðlabankinn fylg- dist meö lánakortastarfsemi i landinu. NU liggur fyrir greinar- gerð frá Seölabankanum og verð- ur hún tekin fyrir á fundi ráðu- neytisins og bankans, að öllum likindum i dag. „Þaðeru engin lög sem banna kreditkortin”, sagöi Tómas. „Ég tel ekki að neinn sérstakur fengur sé að þeim fyrir okkur. Erlendis hefur þeim viða verið komið á vegna þess að fólk þorir ekki aö ganga með peninga á sér en rán og gripdeildir vaða ekki uppi hér, sem betur fer. Það er fylgst með þessu máli af hálfu ráöuneytisins og persónulega tel ég lagasetn- ingu vel koma til greina”. — ká Lagasetning er vel hugsanleg segir Tómas Árnason viðskiptaráðherra Húsnœðismál öryrkja 286 íbúðir í fimm húsum r „Hægt að fylla heila blokk strax á morgun” segir Astríður Ingimundardóttir deildarstjóri hjá Öryrkjabandalaginu Húsnæðismál á tslandi eru ekki meðal þeirra málafiokka sem lcyst eru á félagsiegum grundvelli. Þar er treyst á einstaklingsframtakiö svo sem kunnugt er. Reynist mörgum heilbrigðum harla erfitt að eignast hið rómaða þak yfir höfuðið, en hvað með þá sem ekki ganga heilir til skógar? Skyldi þeirra vandi ekki vera enn meiri? Þaö er ekki fyrr en á allra siöustu árum að sveitafélög eru farin að huga að Ibúöabygging- um fyrir aldraða og öryrkja en fram til þessa hafa einkaaöilar og/eöa félagasamtök gert það sem gert hefur verið I þeim málum. öryrkjabandalagið og Sjálfs- björg hafa komiö upp samtals fimm húsum fyrir öryrkja með samtals um 320 ibúðum. Eru I- búöirnar langflestar eins manns en nokkrar eru tveggja manna. 4 hús Samkvæmt upplysingum Astriðar Ingim undardóttur deildarstjóra hjá öryrkja- bandalaginu rekur félagið húsin HátUn 10, lOa og lOb i Rvk. og Fannborg 11 Kópavogi. AIls eru I húsunum 250 ibúðir og allar fyrir öryrkja sem misst hafa heilsuna fyrir 67 ára aldur nema I Kópavogi. Þar er þvi öfugt far- ið. Hvergi nærri er unnt aö fullnægja eftirspurn eftir þess- um Ibúðum og sagði Astriður að leikandi væri hægt aö fylla heila blokk strax á morgun. Biölistinn var raunar orðinn svo langur i fyrra að um tima var ekki tekið við pöntunum. Mjög lltið er um að fólk sem einu sinni er komiö inn flytjist burt og engum er sagt upp og þvi er hreyfingin mjög litil. Allar 'eru ibúðirnar fyrir ferli- vistarsjúklinga sem geta séð um sig sjálfir, bæöi eldað mat og þrifið. Hins vegar stendur þessum ibúum til boða öll sú þjónusta sem borgin og Kópa- vogsbær láta I té, s.s. heimilis- aöstoö, heimahjúkrun o.s.frv. Sjúkradeildir Auk þessa leigir öryrkja- bandalagiö Landspitalanum þrjár hæðir i húsinu við Hátún lOb og eru þar sjúkradeildir fyrir gamalt fólk, og einnig Kleppsspitala sina hæðina i hvoru húsi I Hátúni 10 og lOa. Samtals eru þetta 95 sjúkra- rými. Sjálfsbjörg, styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, rekur húsið Hátún 12 og eru þar að sögn Elinar ólafsdóttur gjald- kera 36 leiguibúðir, þar af tvær hjónaibúðir um 56 fermetra stórar. RUmlega helmingur hússins er vinnu- og dvalar- heimili fyrir öryrkja og er þar rúm fyrir 45 manns. Húsaleiga, Ijós og hiti 49-B6 þús. Húsaleiga I öllum þessum húsum er svipuð. örlitið dýrari þó þvi nýrri sem húsin eru. Einstaklingsibúöirnar hjá Sjálfsbjörg eru leigðar á 49.600 og 55.900eftir stærð. Ljós og hiti innifaiið. Hjónalbúöirnar eru mun dýrari eða 85.500 með Ijósi og hita. Einstaklingsibúðirnar i Hátúnshúsum öryrkjabanda- lagsins eru leigöar á um 49—60 þús. með ljósi og hita en hjónaíbúöir á um 80—86 þús. Likan af byggingum öryrkjabandalagsins Hátún. Dýrastar eru stærstu Ibúöirnar I Fannborg 1 I Kópavogi. Þjónusta við ibúa þessara húsa er ekki mikiLen þó nokkur. I Hátúni 12 er hægt að fá keyptar mjög ódýrar máltiöir og eins er innifalið i leigunni þrif á göng- um og húsvarsla. Hjá Oryrkjabandalaginu er á döfinni að reisa tengibyggingu milli allra húsanna þriggja við Hátún og veröur þá hægt að auka þjónustuna til muna. Eins og er er rekin þar litil verslun og eins er þar hárgreiöslustofa. Sagöi Astriöur aö vonandi væri hægt að hefjast handa við bygg- inguna strax 1 haust. Astriði og Elinu bar saman um að ekki væri nokkur leiö að leigja ódýrara, þetta eru sjálfs- eignarstofnanir og veröur reksturinn að standa undir sér þar sem enga opinbera styrki er að fá. Allir peningar sem Sjálfs- björg áskotnast um þessar mundir fara i sundlaugabygg- inguna sem er vel á veg komin og ef ekki hamlar fjárskortur standa vonir til að byggingu laugarinnar verði lokið 15. des. n.k. —hs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.