Þjóðviljinn - 31.07.1980, Blaðsíða 9
1
i
I
ÖBEN Kvennalist í KÖBEN Kv
Betye Saar I Vetrargaröinum I Glyptotekinu, Kaupmannahöfn.
Gömui mynd, sem Betye Saar kallar „Gluggi svartrar stúlku”, er hluti af
mynd frá árinu 1977.
Fimmtudagur 31. júlf 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
dagskrá
Verkalýdshreyfingin er jjöldahreyfing,
en ekki stofnun. í öllu starfi hennar
þarf að taka tillit til þess.
Barátta verkalýðsstéttarinnar mótar
þróun þjóðfélagsins.
Tryggvi Þór
Aðalsteinsson
húsgagnasmiður
Aö fylgja þróuninni
Þaö hefur varla fariö fram hjá
neinum hversu örar breytingar
hafa átt sér staö i hvers konar
miölun upplýsinga og skoöana á
siöustu timum. 1 raun á fólk i vök
aö verjast, þvi á hverjum degi
berst aö þvi býsn af ýmsu efni,
jafnt I máli sem myndum. Út-
varp, sjónvarp, blöö og timarit,
fundir og samkomur, allt kallar
þetta á okkur i einni eöa annarri
mynd.
Þrátt fyrir aö þessi þróun hafi
átt sér staö á jafn mörgum sviö-
um og raun ber vitni, þá er eins og
þetta hafi fariö framhjá starfinu i
verkalýöshreyfingunni aö miklu
leyti, en þessi þróun á sér aö
sjálfsögöu sinar jákvæöu hliöar.
Sem dæmi um aöra tima nú en
áöur, þá eiga samskipti ýmsra
forystumanna heildarsamtak-
anna sér staö e.t.v. meira nú I
gegnum fréttaviötöl I blööum, út-
varpi og sjónvarpi en á fundum
og samkomum. Eigin blaöaút-
gáfa hreyfingarinnar, sem er all
nokkur, er ekki samstilltur fjöl-
miöill og oft æöi tilviljanakennt,
hvaö þar birtist. Þaö er of litiö um
aö forsvarsmenn samtakanna
skrifi greinar i eigin blöö og önnur
og komi þannig á framfæri skoö-
unum.sem félagsmönnunum gæti
veriö dýrmætt aö heyra.
Þó hér sé um margslungiö mál
aö ræöa, þá ætla ég aöeins aö
fjalla um tvo þætti þess, þ.e.
kvikmyndina og vinnustaöafundi
andspænis félagsfundinum.
Sannleikurinn er sá, aö félags-
fundurinn, sem er einn hornsteinn
skipulags verkalýösfélaganna.er
þvi miöur aö nokkru leyti úr sér
genginn, sem vettvangur umræöu
og frjórra skoöanaskipta. Þetta
er ekki sist alvarlegt, þar sem fé-
lagsfundurinn er sá vettvangur,
sem allir félagsmenn hafa rétt til
aö koma á, láta skoöun slna I ljós,
leggja fram tillögur, greiöa at-
kvæöi og bjóöa sig fram til starfa.
Þaö þekkja allir, sem i verkalýös-
hreyfingunni starfa, aö I reynd
koma aöeins fáir félagsmanna á
flesta félagsfundi, oftast þeir
sömu og þar viö bætist aö fund-
irnir eru yfirleitt fáir hverju fé-
lagi.
1 raun og veru er félagsfundur-
inn i verkalýösfélaginu I dag al-
veg hinn sami aö forminu til og
var i árdaga verkalýöshreyfing-
arinnar fyrir sex til sjö áratug-
um, á þeim tima, sem Báran viö
Tjörnina var helsti fundarstaöur-
inn. En einmitt á þeim tima, sem
liöinn er slöan verkalýöshreyf-
ingin hóf göngu sina, hafa stór-
kostlegustu stökkin I hvers konar
fjölmiölun átt sér staö, án þess aö
verkalýössamtökin hafi nýtt sér
þá tækni i eigin þágu. Þaö er til aö
mynda umhugsunarvert hvers
vegna Alþýöusamband Islands,
liklega eina sambandiö sinnar
tegundar i Evrópu, og ef til vill
viöar hefur ekki tekiö kvikmynd
ina I sina þjónustu. Ekki aöeins til
aö geyma sögulega atburöi, held-
ur lika til aö koma á framfæri
upplýsingu og skoöunum. Stéttar-
samtökin þurfa aö gera sig gild-
andi I þeirri fölmiölun, sem I
reynd á sér staö og hefur mest
áhrif á skoöanir fólks og vilja.
Gamli félagsfundurinn einn gegn-
ir ekki þvi hlutverki i hreyfingu,
sem i eru tugir þúsunda félags-
manna.
Kvikmyndin væri i senn heppi-
legur og sterkur miöill til aö nota
viö kynningu meöal ungs fólks á
starfi og stefnu verklýöshreyfing-
arinnar. Viö megum ekki gleyma
þvi hversu nauösynlegt þaö er aö
ungt fólk sé vel upplýst um verka-
lýössamtökin. A hverjum degi
ræöur ungt fólk sig til starfa og
gengur i verkalýösfélag, án þess
aö vita hvaö verkalýösfélag i
raun er, og hvaöa réttindi og
skyldur fylgja þvi aö vera félags-
maöur I verkalýösfélagi. Skólar
landsins eru fullir af væntanleg-
um félagsmönnum verkalýösfé-
laganna. Hvaöa kynning fer þar
fram á starfi og stefnumiöum
verkalýössamtakanna? I flestum
tilfellum engin. Viö, sem skipum
raöir verkalýöshreyfingarinnar
og viljum hlut hennar þann, sem
henni ber, þurfum aö sinna
þessum kynningar og útbreiöslu-
þætti, sem einum mikilvægasta
þætti starfsins. Þetta er ekkert
aukaverkefni.
Þessuskyld er sú ábyrgö, sem
hvilir á þeim, sem hverju sinni er
i forystu verkalýöshreyfingarinn-
ar, aö sinna uppeldishlutverkinu.
Nýir félagsmenn og ungir þurfa
aö fá fræöslu, leiösögn, uppörvun
og tækifæri til starfa. Þaö hefur
viöa veriö vanrækt, þannig aö
menn vita varla hvaö viö tekur I
náinni framtiö, hvaö varöar for-
ystuhlutverkiö á ýmsum vig-
stöövum samtakanna.
En viö þurfum aö nýta fleiri
leiöir til aö skapa umræöu og upp-
lýsa fólk. Auövitaö hafa fundir,
formlegir og óformlegir, veriö
haldnir á vinnustööum allt frá
upphafi, en e.t.v. ekki alltaf meö
þeim skipulega hætti, sem nauö-
synleg er, ef verulegur árangur á
aö nást. Fundi á vinnustööum
þarf aö undirbúa og skipuleggja
ekki siöur en aöra fundi. Þar er
mannskapurinn, og þar er hægt
aö ná eyrum manna, ef viö raun-
verulega viljum. Þaö sýndi sig
m.a. I vetur, þegar svokölluö
vinnuverndarvika byggingar-
manna stóö yfir (sem reyndar
var I margar vikur), hvaö hægt er
aö gera. Vinnuverndarvikan
byggöist á vinnustaöafundum
viöa um land, enda náöist til mjög
stórs hóps. Sem dæmi um þaö
skal ég nefna, aö I minu félagi,
Sveinafélagi húsgagnasmiöa, eru
um 230 félagar. A árinu 1979 voru
haldnir 3 félagsfundir, þar sem
komu yfirleitt um 20 menn, oftast
þeir sömu. A þremur vinnustaöa
fundum náöum viö hins vegar til
182 félaga. Þó eru vinnustaöir
húsgagnasmiöa margir fámenn-
ir, en viö söfnuöum mönnum
saman á einn vinnustaö frá ná-
lægum vinnustööum. Þetta eru
tvimælalaus dæmi um árangur en
þaö kostar vinnu og þaö kostar
vilja.
Verkalýöshreyfingin er fjölda-
hreyfing, en ekki stofnun. I öllu
starfi hennar þarf aö taka tillit til
þess. Barátta verkalýösstéttar-
innar mótar þróun þjóöfélagsins.
1 innra starfi hreyfingarinnar og
vinnubrögöum á aö nýta þaö
besta, sem þróunin hefur i för
meö sér. Þaö léttir róöurinn fyrir
þvi þjóöfélagi, sem færir vinnandi
fólki þau lifskjör, sem viö stefn-
um aö. Viö lifum á timum tækni
og margbrotinnar fjölmiölunar.
Timi Bárunnar viö Tjörnina er
liöinn.
Vinnuferd tíl Kúbu
t desember n.k. gefst
tiu tslendingum kostur á aö taka
þátt i samnorrænni vinnuferö til
Kúbu, BRIGADA NORDICA 1980.
Feröin er skipuiögö af vináttu-
félögunum viö Kúbu á
Noröuriöndum.
Tilgangur feröarinnar er tvi-
þættur: annarsvegar aö sýna
samstööu meö kúbönsku bylting-
unni og leggja fram nokkurn
skerf til framgangs hennar meö
vinnu aö byggingarstörfum og
landbúnaöi, hinsvegar aö kynnast
landi og þjóö. Skilyröi fyrir þátt-
töku er aö viökomandi sé (eöa
gerist) félagi i Vináttufélagi Is-
lands og Kúbu.
Stjórn félagsins áskilur sér rétt
til aö velja úr umsóknum sem
berast. Umsóknir um þátttöku
sendist Vináttufélagi Islands og
Kúbu, pósthóf 318, Reykjavik,
fyrir 1. september 1980.
(Fréttatilkynning).