Þjóðviljinn - 31.07.1980, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN . Fimmtudagur 31. júlí 1980.
Alþýöubandalagid Vesturlandi
Frá Landmannalaugum. Myndina tók Jón Þórðarson
Sumarferð í
Landmanmlaugar
Alþýðubandalagið á Vesturlandi efnir til
ferðalags í Landmannalaugar helgina
8.-10. ágúst.
Lagt verður af stað frá Borgarnesi föstu-
daginn 8. ágúst kl. 15.30 og frá Akranesi kl.
16.30.
Þátttökutilkynningar berist til:
Akranes:
Jóna ólafsdóttir s. 1894
Jón Hjartarson s. 2175
Borgarnes:
Sigurður Guðbrandsson s. 7122
Búðardalur:
Kristján Sigurðsson s. 4175
Grundarf jörður:
Ingi Hans Jónsson s. 8711
Ragnar Elbergsson s. 8715
Hellissandur:
Svalbjörn Stefánsson s. 6637 eða 6688
Hvanneyri:
Rikharð Brynjólfsson s. 7013
Stykkishólmur:
Einar Karlsson s. 8239
Alþýðubandalagið Vesturlandi
d^o Húsnæðismálaslofnun
ríkisins Lauiiatcgi n
ÚtboÓ
Framkvæmdarnefnd um byggingu leigu-
og söluibúða i Bolungarvik óskar eftir til-
boðum i byggingu á 5 ibúða raðhúsi við
Stigahlið i Bolungarvik. Húsinu skal skila
fullbúnu með grófjafnaðm lóð fyrir 1.
ágúst 1981.
Útboðsgögn verða til afhendingar á skrif-
stofu Bolungarvikurbæjar frá 31. júli og
hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar
rikisins frá 31. júli 1980 gegn 50.000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Bolungar-
vikurbæjar og tæknideildar Húsnæðis-
málastofnunar rikisins eigi siðar en
þriðjudaginn 12. ágúst kl. 14 og verða þau
þá opnuð að, viðstöddum bjóðendum.
Framkvæmdarnefnd um byggingu leigu-
og söluíbúða i Bolungarvik.
Síminn er 81333
piúDvium Siðumúla 6 S. 81333. v
KartöHuupptaka I Þykkvabænum.
Ágætt útlit med kartöfluuppskeru
segir Fridrik Magnússon i Midkoti í Þykkvabæ
— Égheldaöfyrstasendingin
af kartöflunum héöan á þessu
sumri hafi fariö í bæinn i gær
(sl. mánudag), sagöi Friðrik
MagnUsson, kaupmaöur i Miö-
koti,er Landpóstur haföi tal af
honum i fyrradag.
— Þetta er nú alveg óvana-
lega snemmt, allt að mánuöi
fyrr en i fyrra, en þá var nú
ástandiö lika venju fremur
slæmt. Nú litur hinsvegar með
albesta móti út með kartöflu-
uppskeruna, ef svo fer fram,
sem horfir. Að visu hefur vottaö
fyrir frosti og sér örlitið á grös-
um en ekki svo mikiö að þaö ætti
að saka ef hagstætt veðurfar
verður áfram. Þurrkar hafa að
visu dálitið tafiö kartöfluupp-
sprettu, en hér hefur verið m jög
þurfft i sumar. En samt litur
þetta vel út.
— Ég á þó ekki von á þvi,
sagöi Friörik Magnússon, að
menn fari almennt að taka upp
kartöflur aö neinu ráöi strax,
þeir séu svona rétt aö prufa
sumarsöluna. En annars hefst
upptakan naumast fyrr en
svona viku af ágúst. Og almennt
byrja menn varla aö taka upp
kartöflur af fullum krafti fyrr
en undir mánaöamótin
ágúst-september og verður þó
trúlega með fyrra fallinu núna
vegna góörar sprettu.
Kartöfluræktunin er aöal
búgrein bænda I Þykkvabænum
og sú eina hjá mörgum þeirra.
Þeir eiga alla sina afkomu undir
þvl hvernig henni reiðir af
hverju sinni. — Þetta er eins og
aö spila i happdrætti, sagöi
Friðrik, og þaö var nú litiö um
vinningana I fyrra, ekkert nema
aö borga miðann.
Menn eru náttúrulega, ymsir
hverjir, með nokkurn heýskap
hér i Þykkvabænum, eru þá
meökýren aörir selja heyið. Nú
horfir hinsvegar ekki vei með
heysölu, hætt viö að framboö á
þvi verði mikið.
I Þykkvabænum eru jaröir
þétt setnar og lítið rót á mönn-
um. Enmenn eldast nú hér eins
og annars staöar, sagöi Friörik,
— en yngra fólkiö tekur þá við,
ýmist það sem hér hefur vaxiö
upp eöa þaö kemur að. En los er
Við vorum að fá í
hendurnar 6. lesörk
Náttúruvemdarráðs.
Ferða-
þjónusta
í sveitum
Landssamtök feröamanna-
bænda gangast fyrir könnun á
aöstööu til feröamannaþjón-
ustu I sveitum I þvi skyni aö
greiöa fyrir sölu á slikri þjón-
ustu.
Oskaö er upplýsinga um
hverskonar þjónustu, sem völ
er á. Til greina kemur m.a.
gisting i sumarhúsum eöa á
sveitaheimilum, tjaldstæöi,
hestaleiga, reiöskólar eöa
önnur aöstaöa fyrir hesta-
menn, silungsveiöi I ám og
vötnum, aöstaða til göngu-
feröa, leiösögn um óbyggöir
o.fl.,
Þeir bændur, sem boriö geta
fram slika þjónustu, eru beön-
ir aö hafa samband viö Helga
Jóhannsson hjá Samvinnu-
feröir-Landsýn i sima 27077,
Hákon Sigurgrimsson hjá
Stéttarsambandi bænda I sima
29433 eöa einhvern eftirtalinna
stjórnarmanna i Landssam-
tökum feröamannabænda:
Kristleif Þorsteinsson,
Húsafelli, Björn Sigurösson,
Úthliö, Biskupstungúm, Gisla
Ellertsson, Meöalfelli I Kjós,
Vigfús Jónsson, Laxamýri,
S.-Þing., Ragnar Guö-
mundsson, Brjánslæk,
V.-Barö.,
— mhg
„örkin” skiptist I 7 kafla er
nefnast: 1. Jökulsá á Fjöllum.
2. Jökulsárgljúfur. 3. Berg-
lagastaflinn i Jökulsár-
gljúfrum. 4. Jöklar og eldar 1
Jökulsárgljúfrum. 5. Forn
hamfarahlaup. 6. Jökulhlaup
eftir lslandsbyggö. 7. Leiöar-
lýsingar og rannsóknir i
Jökulsá rgljúfrum.
|?jóögaröurinn viö Jökulsár-
gljíifur var stofnaöur áriö
1973. Meöal frægra náttúru-
undra, sem þar er aö finna,
eru Asbyrgi, Hljóöaklettar,
Hólmatungur og Dettifoss.
Aöur hafa komiö út hjá
Náttúruverndarráöi eftir-
taldar lesarkir: 1. Flóra og
gróöur Heröubreiöarfriö-
lands. 2. Héraö milli sanda og
eyöing þess. 3. Jaröfræöi
Homstranda og Jökulfjaröa.
4. Varpfuglar i Oræfum. 5.
Fldra og gróöur I Skaftafelli.
—mhg
hér ekkert á byggðinni enda er
hér ljómandi mannlif.
Heyskapartiö hefur verið ein-
staklega góö undanfariö,
spretta er mjög góð og menn
hafa rifið saman hey, sagöi
Friörik Magnússon.
— fm/mhg
Jardfrædi og jarð-
saga Jökulsárgljúfra
Fjallar hún um jarð-
fræði og jarðsögu
Jökulsárgljúfra og er
eftir sr. Sigurvin
Eliasson prest og
jarðfræðing á Skinna-
stað i öxarfirði.
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Vandað
r
Arsrit
Sögufélags
Isfírðinga
Út er komiö Ársrit Sögufélags
Isfiröinga 1980. Er þetta 23.
ritiö, búiö til prentunar af Olafi
Þ. Kristjánssyni. Kápumynd er
frá Sæbóli á Ingjaldssandi.
Ritiö hefst á minningargrein
um Jóhann Gunnar Ölafsson,
fyrrv. bæjarfógeta.en hann var 1
stjórn Arsritsins og formaöur
Sögufélags Isfiröinga i 26 ár,
forystumaöur Byggöasafns
Vestfjaröa og mikilsvirtur
fræöimaöur. Greinina ritar
Ólafur Þ. Kristjánsson.
Guömundur Bernharösson segir
frá gömlu kirkjunni á Sæbóli á
Ingjaldssandi, sem fauk I stór-
viöri 25. jan. 1924. Ólafur Þ.
Kristjánsson skrifar um Sæból
og Sæbólskirkju aö fornu og
greinir auk þess frá nöfnum
þeirra manna, sem búsettir
voru á Ingjaldssandi viö mann-
taliö 1703. Birt er útvarpserindi,
sem Jóhannes Daviösson flutti
um Björn Guömundsson, skóla-
stjóra á Núpi, á aldarafmæli
hans 1979 og ræöa Halldórs
Kristjánssonar um Kollabúöa-
fundi, sem flutt var viö afhjúpun
minnisvaröa um fundina i
Kollabúöum 29. júli 1979. Þá er
grein um sönglif I Dýrafiröi er
sr. Sigtryggur Guölaugsson á
Núpi samdi 1952. Torfi Sigurös-
son frá Bæjum greinir frá
örnefnum i landi Bæja á Snæ-
fjallaströnd. Ólafur Þ. Krist-
jánsson rif jar upp „Sögubrot frá
17. öld”. Birtar eru Bjarndýra-
visur Jóhanns Halldórssonar og
Ólafur Þ. Kristjánsson segir
deili á höfundi þeirra, sem
fæddur var á Svaröbæli i Miö-
firöi 1834. Grein er i ritinu um
Eyrarkirkju I Skutulsfirði, eftir
sr. Gunnar Björnsson i Bol-
ungarvik. Þá er samantekt
Eyjólfs Jónssonar um Kristján
Guöriöarson, sem kenndur var
viö móöur sína.vegna þess aö
hún fékk ekki feöraö hann. Birt
er „skrá um Islenskar prófrit-
geröir, sem taka til vestfirsks
efnis”, tekin saman af Stein-
grimi Jónssyni. Halldór Krist-
jánsson segir frá hrakfalla-
manninum Pálma Einarssyni
og ævilokum hans. Jón Páll
Halldórsson skrifar um
Byggöasafn Vestfjarða sem nú
er oröiö aldarfjóröungs gamalt
og loks er greint frá aðalfundi
Sögufélags Isfiröinga 1979.
Arsritiö er hiö vandaöasta að
allri gerö, prýtt mörgum
myndum og prentaö á ágætan
pappír I Prentsmiöjunni Hólum.
Afgreiöslumaöur þess er
Eyjólfur Jónsson á Isafiröi,
pósthólf 43.
—mhg
L/l,
hg |