Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.08.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. ágúst 198« Mannfjöldi safnaðist saman á Austurvellijafnt börn sem fullorönir. Ljósm: Ella Það rigndi meðan á athöf ninni stóð, en fólk lét það ekki á sig fá og fagn- aöi Vigdísi innilega. Ljósm: Ella Vigdis Finnbogadóttir gekk út á svalir Alþingishússins og bað alla að hrópa ferfallt húrra fyrir fósturjöröinni. Ljósm: Ella Meðal gesta i Alþingishúsinu var Svanhildur Halldórsdóttir kosningastjóri Vigdlsar Ljósm: eik Virðuleg athöfn í Alþingishúsinu í gær Fjórði forseti lýðveldisins tekur við Vigdis .Finnbogadóttir tók viö embætti Forseta islands við há- tiölega athöfn i gær. Hún undirrit- aði eiöstaf, þar sem hún hét þvi aö halda stjórnarskrá isienska lýð- veldisins i hvivetna og tók viö árnaðaróskum forseta Hæstarétt- ar sem stýrði athöfninni fyrir hönd handhafa forsetavaldsins. Um þrjú leytið i gær tók fólk að safnast saman á Austurvelli til að fylgjast meö athöfninni og til að hylla Vigdisi nýkjörinn forseta. Taldi lögreglan að um 4000 manns hefðu verið utan við Alþingishús- ið. Fúnar blöktu við hún á öllum opinberum byggingum og sendi- ráðum og fólk var i öllum glugg- um og svölum nærliggjandi húsa. Veðrið var milt og hlýtt, en örlitil rigning ýrði úr lofti. Klukkan hálf fjögur gekk Vig- dis ásamt biskupi, handhöfum forsetavalds og fyrrverandi for- seta dr. Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru Ingólfsdóttur til Dóm- kirkjunnar, þar sem biskupinn yfir Islandi hr. Sigurbjörn Ein- arsson messaði. Hann vitnaði i ræðusinni til frásagnar Bibliunn- ar af Debóru sem komst til æðstu valda með þjóð sinni, en biskup sagði að konur hefðu ekki komist til mikillar tiltrúar til forystu- starfa eða haft aðstöðu til að beita sér á almennum vettvangi i gegn- um aldirnar. Þó hefði þeirra viöa verið getið. Siðan sagöi hann: „forsetaskiptin eru að þvi leyti sérleg timamót aö þessu sinni aö það er kona sem við tekur. Þess skal hún hvorki njóta né gjalda. Hún er maður. Sjálf hefur Vigdis Finnbogadóttir réttilega minnt á þaö að islenska orðið maður tekur til beggja kynja jafnt. Mennsk vera er hvorki starfskraftur né önnur ónefna eða ónáttúra, held- ur blátt áfram maður.” Að messu lokinni var gengið til Alþingishússins þar sem forseti Hæstaréttar Björn Sveinbjörns- son lýsti Vigdisi Finnbogadóttur réttkjörinn forseta Islands og siö- an undirritaði Vigdis eiðstafinn. Hún gekk út á svalir Alþingis- hússins, þar sem mannfjöldinn fangaði henni innilega. Hún bað alla að hrópa ferfallt húrra fyrir ættjörðinni, en siðan var komið að ávarpi hennar. Hún sagði meöal annars,aö þaö væri islensk tunga sem gerði okkur að mönnum, hún gerði okkur að heimsþegnum sem bæri skylda til að leggja sem mestan skerf til stöðugra fram- fara mannsandans. Hún sagði einnig að allt frelsi kreföist aga og aö við mættum aldrei ganga svo lengi á sjóði, hvorki andlega né veraldlega að ekkert væri lengur eftir til að gefa. „Við höf- um þegið góðar gjafir frá fyrri kynslóðum og öðrum þjóðum. Mesta gæfa okkar væri sú að gefa ekki minna.” Eftir að athöfninni lauk var boðið upp á kampavin og kökur og gestir gengu fyrir Vigdisi og árn- uðu henni heilla sem forseta Is- lands. Meðal gesta voru hæstaréttar- dómarar, rikisstjórnin, þing- menn, sendimenn erlendra rikja og fulltrúar ýmissa landssam- taka ásamt sérlegum gestum Vigdisar og fulltrúum fjölmiöla. Salir Alþingis voru blómum skreyttir og utan við húsið voru blómakörfur. Allt fór fram með heiöri og sóma, viö athöfnina söng Sigriður Ella Magnúsdóttir „Hliðin min friða”, dómkórinn söng þjóðsönginn og utan við al- þingishúsiö lék lúörasveit „Ég vil elska mitt land”. Athöfninni lauk um kl. hálf fimm i gær. Fjóröi forseti lýöveldisins er tekinn viö störfum. —ká.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.