Þjóðviljinn - 21.08.1980, Page 7

Þjóðviljinn - 21.08.1980, Page 7
Fimmtudagur 21 ágiist 1980 WÓÐVIWINN — SIÐA 7 Siglaugur Brynleifsson: Hagvöxtur Noam Chomsky and Ed- ward S. Herman: The Political Economy of Human Rights. Volume I: The Washington Conn- ection and Third World Fascism. Volume II: After the Cataclysm: Postwar Indochina and the Re- construction of Imperial Ideo- logy. Spokesman 1979. Fyrsta útgáfa þessa rits átti aö koma út 1973 hjá dótturfyrirtæki Warner communications, Wamer Modular Publications. Alls voru prentuö 20 þúsund eintök og starfsliö útgáfufyrirtækisins Warner Modular virtist hafa full- an hug á þvi aö koma bókinni á markab meö tilheyrandi auglýs- ingum. Þaö var gert ráð fyrir mikilli sölu, þar sem Noam Chomsky er heimsfrægur fyrir rannsóknir sinar i málvisindum og kenningar um þau efni. En áð- ur en það yrði framkvæmt tók einn forstjóra Warner communi- cations að athuga innihald bókar- innarsþaðvarðtil þessað útgáfan var stöðvuð og allar auglýsingar afturkallaðar. Hinu og öðru var slegið fram sem ástæðu fyrir stöðvun dreifingar. Eftir japl og jaml og fuður var loks fariö aö tala um að dreifa bókinni, en áður en það yrði var útgáfufyrirtækið lagt niður og birgöir útgáfunnar seldar litt kunnu fyrirtæki sem varsvoaumt að það hafði ekki yf- ir að ráða eigin dreifingarkerfi hvaðþá nokkm fjármagni til aug- lýsinga. Fáein eintök dreifðust I Bandarikjunum. 011 þau blöð sem geta um nýjar útgáfur og bækur, steinþögöu. Bókin var þöguð i hel -i Bandarikjunum. Aftur á móti var bókin þýdd á frönsku og fleiri Evrópumál og vakti þar verð- skuldaða athygli. Svipt burt hulu hræsni og lyga Sú gerö bókarinnar sem hér um ræðir er gefin Ut af lítt kunnu fyr- irtæki i Bandarikjunum, South End Press I Boston og i Englandi af Spokesman Books. Þessi þögn um rit Chomskys og Hermans stafar af þvi að höfund- arnir svipta burt þeirri hulu hræsni og lyga, sem bandarlskir hagsmunaaðilar og bandarisk stjórnvöld reyna að hylja með starfsaöferðir sinar I þriðja heim- inum. 011 stórblöð og útgáfufyrir- tæki sem einhvers mega sin þar i landi eru nátengd þessum sömu aðilum á einn eðá annan hátt og þvi er þar litinn áhuga að finna á raunsönnum lýsingum, tengsla borðalagðra glæpamanna, sem kalla sig hermenn t.d. i Suöur- Ameriku, kaupsýslubófa og póli- tiskra gangstera og hins vegar bandariskra banka, auðhringa og annarra bandariskra aðila, sem hafa hagsmuna að gæta i þessum rikjum. Rit þetta lýsir þessum tengslum og þvi samsæri þagnar oglyga sem lykur þessi landsvæði lyga- og þagnarmúr. Innan á bókarkápu er skýring- armynd á tengslum Bandarikj- anna og vissra rikja S-Ameriku, Evrópu. Asiu og Afriku. I flestöll- um þeim rikjum er starfandi viss fjöldi bandariskra hernaðarráö- gjafa eða liðsforingja og tækni- manna, auk þess er skráð fjár- hagsaðstoð Bandarikjanna við heri viðkomandi rikja. Einnig eru þau riki auðkennd, þar sem pynd- ingar viðgangast á pólitiskum andstæöingum rikjandi valda- kliku. Höfundar hafa einnig skráð þau riki utan áhrifasvæðis Bandarikjanna, þar sem sami háttur er á hafður. Striðssaga samin að nýju Höfundarnir lýsa hér striös- rekstri Bandarikjanna i Viet- Nam og nærliggjandi löndum sú saga hefur oft verið sögð, en frá- sögn þeirra er á ýmsan hátt enn hryllilegri, þeir hafa aflaö sér heimilda, sem eru óyggjandi um ýmsa þætti þeirrar styrjaldar og þá einkum hvernig bandariskir hagsmunaaðilar nýttu sér eymd- og mannréttindi ína þar I löndum og notuöu úrslit styrjaldarinnar til þess að herða tökin annars staðar með aðstoö bandarisku stjórnarinnar. Annað bindið fjallar um afleið- ingar ósigursins i Viet-Nam og þæraðferðir sembeitt hefur veriö siðan til þess að gera hlut þeirra rikja sem sigruðust á Banda- rikjamönnum, sem verstan. Einnig hefur striðssagan veriö samin að nýju til þess að fegra hlut Bandarikjamanna. Banda- risk stjórnvöld leituðust viö að endurbæta imynd Bandarikj- anna, sem hafði skekkst talsvert og orðið iskyggilegri eftir þ vi sem leið á styrjöldina og aðferöimar, sem þeir beittu þar urðu lýöum ljósari. Þetta var gert með þvi aö herða á áróðrinum gegn fyrrum fjandmönnum og gera RUssa- grýluna sem skelfilegasta. Jafn- framt var barátta Bandarikjanna fyrir mannréttindum hert stór- lega einkum á þeim svæðum jarö- ar, sem þeir stjórnuðu ekki. Atburðarásin I Cambodiu og Viet-Nam eftir lok styrjaldarinn- ar var gjörnýtt með nauðsynleg- um tilfæringum, viöbótum og til- hliðrunum. Með þvi að útmála blóðbaöið i Cambodiu og með stööugum áróöri um afleitt á- stand I Viet-Nam og hávaðatali um brotin mannréttindi og fanga- búöir var stefnt að þvi að kæfa neyöarópin úr pyndingaklefum Chile, írans, Brasillu, Tyrklands, Uruguay og fleiri og fleiri hálfný- lendna Bandarikjanna. Lykilrit um bandaríska utanrikisstefnu Höfundamir verja miklu rúmi siðara bindis til umfjöllunar um ástandið i Cambodiu. Þeir nota ‘þær fáu heimildir, sem um það er að hafa og þar sem þeim heimild- um ber engan veginn saman, leit- ast þeir við að komast að þvf sem geröist meö rannsóknum á for- sendunum fyrir hinum gagnstæöu skoðunum og andstæðu frásögn- um. Heimildaskrár, athugagreinar ogregistur eru tæpar 100 blaðsið- ur, mikill hluti heimilda eru skýrslur bandariskra þingnefnda, en iþeim má finna bæði beinar og ekki sist óbeinar heimildir fyrir stefnu bandarisku stjórnarinnar i þriöja heiminum. Þetta er mjög ýtarlegt rit um bandarisku utan- rikisstefnuog er lykilrit um þessi efni. Þegar þetta rit er lesið minnirþað um margt á annað rit, sem opnaði vilpu svika, lyga og morða og sem varð til þess að glansmynd sem margir höfðu af öðru stórveldi samtimans hrundi, en þaö rit var aldrei gefið út i þvi riki, sem það fjallaöi um. Þetta ritChomskys og Hermans er þag- að I hel i heimalandinu, en hvort áhrif þessá Imyndanir manna um hitt heimsveldiö verði jafn gjör- tækar verður timinn að leiða i ljós. Til þess að tryggja öryggi fjárfestingar 1 fyrra bindi ritsins er fjaUað um þær aöferðir sem Bandarikin stunda til þess aö tryggja öryggi fjárfestingar bandariskra auö- hringa i rikjum þriðja heimsins. Bandarikin hafa komið sér upp fjölda hálfnýlendna sem stjórnað eraf aðilum, sem haldast við völd með aðstoð hers og lögreglu, sem þjálfuö er að mestu leyti af Bandarikjamönnum og sem beit- ir pyndingum óspart til þess að skapa andrúmsloft ótta meðal þeirra sem kysu aðra úrkosti. Pyndingar, morð og manna- hvörf eru stunduö af valdhöfum þessara rikja i baráttu þeirra við andstæðinga stjórnkerfisins. Höf- undarnir rekja þátt bandariskra hernaöar- og lögregluráðgjafa i skipulagningu pyndinga og telja ótvirætt aö þeir reki skóla i pynd- ingum, þar sem innfæddum eru kenndar nýjustu aöferðirnar. Morðsveitir valdaklikanna I Suð- ur-Ameriku eru vel kunnar. Allt þetta varnarlið valdaklikanna fær vopn sin og annan útbúnað frá Bandarikjunum og án þeirra og riflegrar f járhagsa ðstoöar myndu þessar klikur þegar I stað missa völd og áhrif og þar með yrðufjárfestingar Bandarikjanna i viökomandi rikjum i hættu. Arð- ur bandariskra auðhringa af f jár- festingu i rikjum Suður-Ameriku er geysilegur og eykst stöðugt, eftir þvi sem efnahagskerfi þess- ara sömu rikja versnar. Laun eru lág, tryggingar engar, meðferð á innlendum starfskröftum er slik að jafna má til þrælahalds. Ýmsir atburðir haf a átt sér stað i þessum hálfnýlendum, sem reynt hefur verið að þegja i hel eða gera sem minnst úr, t.d. morðin á Austur-Timor 1975, þar sem talið er að 1/6 ibúanna hafi verið myrtir af indónesiskum herjum, en Indónesia er eitt þeirra rikja, sem njóta stuönings Bandarikjamanna. Litið var gert að þvi að útmála þessa atburöi i blöðum hins frjálsa heims. Þetta er eitt af þeim „blóðböðum” sem fulltrúar og umboðsmenn banda- riskra hagsmuna hafa staðið að og geta menn kynnt sér fjölmörg önnur dæmi um slikt i þessu riti. Amazon-indiánar eru litnir svipuðum augum og Bandarikja- menn litu Indiána Norður-Amer- iku einkum á 19. öld, þegar Bandarikin byggðust sem örast, einkum fólki, sem borist hafði allslaust frá Evrópu og mótaðist fljótlega af þeim anda græögi og peningahyggju sem löngum hefur einkennt hvita ibúa Norður- Ameriku. Páfavaldið gerist frumkvöðull verka- lýðsbaráttu Þegar þetta fólk komst i þá að- stöðu aö geta gert sig gildandi meðal hópa, sem bjuggu við allt annað samfélagsform en þeir og höföu annað lifsmat, þá var ekki verið að taka tillit til sérstöðu þeirra né lifsmáta. Þessir frum- byggjar Noröur-Ameriku voru rændirlöndum sinum, hraktir frá Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.