Þjóðviljinn - 23.08.1980, Side 2

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Hfelgin 23.-24. ágúst 1980 AF REYKJAVÍK í BJÖRTU A síðustu og verstu tímum hafa Flugleiðir fitjað uppá því nýmæli að kynna í dagblöðum helstu stórborgir heimsbyggðarinnar með öll- um þeirra gögnum og gæðum. Kunnir ferða- langar, gleði- og matmenn með næmt auga fyrir því, sem fagurt getur talist og hrífandi í umhverfinu, hafa verið fengnir til að fjalla um hverja borg fyrir sig. Þannig haf a London, París og New York fengið verðuga umf jöllun, já, og meira að segja Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur, með þeim árangri að eftir að hafa lesið pistlana getur maður talist sæmi- lega hagvanur og rúmlega það í öllum þessum stórborgum. Flugleiðum hefur hins vegar láðst að fá hæfan mann til að fjalla um þá stórborgina, sem ef til vill er allra borga merkust, en það er höfuðborg (slands, Reykjavik. úr þessu verður nú bætt hér og nú. Leið- sögnin verður í tvennu lagi. Um þessa helgi verður Reykjavik kynnt í björtu, en um næstu helgi verður hið f jölskrúðuga næturlif borgar- innar reifað og rannsakað. Reykjavík er af mörgum — einkum Reyk- víkingum — talin ein merkasta stórborg heimsbyggðarinnar. Það sem einkum vekur athygli á borginni sem slíkri er hin fjöl- skrúðuga húsagerðarlist, sem hefur þróast í ótrúlega margar áttir. Ríkjandi listastefna í reykvískum arkítektúr er „happening", og má segja að þessi þéttbýliskjarni sé ein allsherjar listræn uppákoma, enda borgin af mörgum kölluð því skáldlega nafni „húsasalat". En leggjum nú leið okkar inní þennan undraheim. Ef ekið er frá Reykjavíkurflug- velli niður í miðborgina er farið hjá Hljóm- skálagarðinum. Hér er miðstöð ástarlífs borgarinnar undir berum himni, og oft mikið um að vera bæði meðal manna og mál- leysingja, einkum þegar herskip eru hér í kurteisisheimsókn. I Hljómskálagarðinum er Litlatjörnin og í henni miðri sprungin vatnsleiðsla, sem hlýtur að vekja talsverða athygli þar til búið er að gera við hana. Oftgetur í Hljómskálagarðinum að líta inn- fædda glímukappa í síðum nærbuxum næst sér, en stuttum flauelisbuxum rifnum í klobb- anum utanyfir, að sýna útlendingum hina fögru þjóðaríþrótt Islendinga, sjálfa glímuna. Þessar sýningar vekja jafnan mikla kátínu, enda ótrúlega spaugiiegar, einkum þegar mikið rignir. Nú er haldiðsem leið liggur niður í miðborg- ina sjálfa. Austurstræti, sem áður hét Langastétt, er Wall-Street Reykjavíkur. Hér er stærsti f jár- magnsmarkaður landsins og Jacobsen. Hér getur jafnvel smæsti fjármagnseigandi orðið stórauðugur á svipstundu. Við endann á Austurstræti er Lækjartorg miðdepill þeirra mannlegu samskipta, sem svo mjög einkenna miðborgina. Útimarkaðurinn á Lækjartorgi er frábrugð- inn öllum útimörkuðum í veröldinni að því leyti að söluvarningurinn er venjulega allt að því helmingi dýrari en í búðum, nema ef vera skyldu kálhausar á leiðinni á haugana. Svokallaðir gleðimenn setja mikinn svip á mannlífið í Austurstræti. Þeir taka vegfar- endur gjarnan tali likt og Sókrates forðum, og útlendingar fá oft að njóta þeirra i ríkum mæli, enda eru þeir oft fyrstu íslendingarnir, sem ferðamenn hitta, og stundum þeir einu. Gleðimenn hafa gaman af að lyfta glasi og bjóða þá gjarnan uppá „einn", en það er Admíral-hárspíri hristur saman við maltöl. Ogleymanlegur íslenskur drykkur. Tals- verðan svip setja og þeir á miðborgina, sem búnir eru að láta taka úr sér „gleðina" — oft vestur í Ameríku. Enginn sem til Reykjavíkur kemur, ætti að láta hjá liða að heimsækja Hressingarskálann. Það sem gefur þessum stað gildi framar öðr- um í borginni eru þjónustumeyjar staðarins. Hér er á einu bretti hægt að virða f yrir sér út sprunginn íslenskan kvennablóma fyrr og síðar, viðmótsþýðar, hnellnar, broshýrar, skapgóðar, árrisular og eigulegar gengil- beinur. Betri og lipurri þjónustumeyjar finn- ast vart, enda eiga þær f lestar að baki margra áratuga starfsreynslu gegnum þykkt og þunnt. Hressingarskálinn er afbragðs matstaður, en fyrir þá sem gera miklar kröfur má benda á Pulsuvagninn beint á móti. Þar fást pulsur með öllu, pulsur með öngu, og allt þar á milli. Merkustu byggingar í miðborginni eru tví- mælalaust þau hús við Bernhöftstorfu, sem brunnin eru til kaldra kola. Skakki turninn á Skólavörðuhæð er Hall- grímskirkjuturn og er framendinn á Hall- grímskirkju. I afturendanum er kórinn, eins og vera ber, og undir honum kjallari. í þessum kjallara hef ur nú verið messað í rúm þrjátíu ár og aldrei húsfylli. Þegar þak kemur á kirkju- skipið, sem er milli turnsins og kórsins, tekur byggingin tuttugu sinnum f leiri kirkjugesti en kórkjallarinnog er óttast að þá verði klerkur- inn ekki í nægilega góðu kallfæri við söfnuð- inn. Sjálfsagt er að leggja leið sína í Árbæ Þar eru konur til sýnis á sunnudögum, bæði í peysufötum og ekki í peysufötum. Þar er líka hestur til sýnis (ekki uppstoppaður), og Haukur Morthens ef heppnin er með. Eitt merkasta sýningaratriðið í Arbæ er tví- mælalaust spunakonan Hulda, sem teygir lop- ann og spinnur á rokk, þegar hún er beðin um það. Þá er þar rauðhærður söðiasmiður til sýnis á sunnudögum og gufuknúinn götuvaltari, Bríet. Bríet getur gefið frá sér undursamlegt eimpípuhljóð, sem laðar ferðamenn mjög að Arbæ. Margir útlendingar hafa komið um langan veg til að skoða Bíu í Dillonshúsi, en hún er ekki nærri nógu oft til sýnis. Hér hef ur verið stiklað á stóru í þessari leið- sögn um borgina okkar í björtu. I sunnudagsblaðinu um næstu helgi verður svo farið um Reykjavík eftir sólarlag, en kunnugir telja að næturlífið í Hongkong, Lon- don, París og New York sé harla fábrotið í samjöfnuði við jaað sem gerist i skjóli nætur- innar í Reykjavík. Eða eins og gleðimaðurinn sagði við túrist- ann forum: Búðu þig nú að bregða á leik, blessaður vert'ekki tregur. Þú skalt vera kominn á kreik svona kortér gengin i f jegur. Flosi. Magnús Skúlason, formaður dómnefndar óskar verOIaunahöfunum til hamingju. Næst honum stendur Páll Gunnlaugsson, þá Arni Friöriksson og Knútur Jeppesen en Stanislas Bohic vantar á myndina. Knútur Jeppesen skjírir tillögu slna fyrir einum kolleganum, Ernu Ragnarsdóttur innanhússarkitekt. Úrslit samkeppni um ibúöabyggð i Astúnslandi: Hlýleg og aðladandi byggd segir formaður dómnefndar um verðlaunatillöguna Laugardaginn 16. ágúst s.l. voru kynnt úrslit i samkeppni um ibúöabyggö i Astúnslandi i Kópa- vogi og eru tillögurnar sem bár- ust til sýnis I kjallara Kársnes- skóla fram til 24. ágúst. Fyrstu verölaun, 2,5 miljónir króna hluti arkitektarnir Knútur Jeppesen, Páll Gunnlaugsson, Arni Friö- riksson og Stanislas Bohic lands- lagsarkitekt. Ástún er norðan til 1 Kópavog- inum ofan Fossvogsdals og neöan Nýbýlavegar. SvæöiB er um fjórir hektarar aö stærö og veröur byggöin þar skipulögö í samræmi viöþá tillögu sem fyrstu verölaun hlaut. Magnús Skúlason, formaöur dómnefndar sagöi i samtali viö Þjóðviljann I gær aö margar skin- andi tillögur heföu borist i þessa samkeppni. Dómnefnd heföi á sinum tima sett þaö markmiö aö byggöiná þessu svæöi skyldi miö- ast viö aö vera framtiöarhúsnæöi þeirra sem þar byggöu, en ekki eins konar stoppistöö milli annars konar bygginga eins og nóg væri af i' Kópavoginum. Hann sagði aö sú tillaga sem fyrstu verölaun hlaut uppfyllti þetta takmark, hún væri þaö sem kalla mætti manneskjuleg, hlýleg og aðlað- andi bæöi til íbúöar og útivistar. önnur verölaun 2 miljónir hlutu arkitektarnir Björn S. Hallsson og Sigurþór Aöalsteinsson og þriöju verölaun, 1,5 miljón 'króna hlutu Hjörleifur Stefánsson, arki- tekt og Pétur Ottósson. Ennfrem- ur voru keyptar tvær tillögur. Höfundar annarrar þeirrar eru Börkur Bergmann arkitekt og Frank Chopin, stud. ark., og hinn- ar þeir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og Finnur Björgvinsson, arkitekt.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.