Þjóðviljinn - 23.08.1980, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Blaðsíða 21
Helgin 23.-24. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 mannleg samskriptí Sigrún Júlíus- dóttir Nanna Siguröar- dóttir „Fortíðin getur eitrað í nýja sambandinu” Viö notum nöfnin Helga og Jóhann um þessi hjón. Helga er 31 árs, en Jóhann er 34 ára. Þau hafa bæöi veriö i hjónabandi áö- ur. Hún i 11 ár, en hann I 6 ár. Jóhann á 10 ára son frá fyrra hjónabandi, sem býr meö móöur sinni og nýjum eiginmanni henn- ar. Helga á tvær dætur 9 og 11 ára frá fyrra hjónabandi, sem búa á heimili þeirra Jóhanns og Helgu. Þau eiga nú von á barni saman, sem mun væntanlega fæöast eftir ca 2 mánuöi. „Stundum finnst manni allt vonlaust”. Að hvaöa leyti er ööru visi aö búa I endurbyggöri fjölskyldu? Fyrst og fremst finnst okkur þaö vera fortiöin, sem alltaf skýt- ur upp kollinum. Jafnvel þó allt sé i lagi hjá okkur, þá kemur þetta fram og maöur er alltaf aö grufla til baka. Telur sér jafnvel trú um aö ,,bara ef” þetta og hitt heföi veriö ööru visi, væru hlut- irnir ekki svona erfiöir núna. Þetta er náttúrlega blekking, en gömul neikvæð reynsla úr fortlð- inni getur eitraö út frá sér 1 nýja sambandinu, þó allt önnur manneskja eigi I hlut. Alis konar ómeövituö viöbrögö gera vart viö sig og þessu getur veriö erfitt aö breyta. Svo er þaö náttúrlega mjög sér- stakt aö hafa átt börn áöur með öörum, sem búa hjá manni og önnur sem búa ekki hjá manni. Þaö getur veriö mjög erfitt aö vera sanngjarn bæöi i samskipt- um sinum viö fyrrverandi maka og börnin. Hvaö eiga stelpurnar t.d. aö sjá pabba sinn oft, til þess aö hann og þær veröi ánægöar og þeirra tengsl haldist? — Stundum vilja þær ekki fara, þegar búiö er aö ákveöa aö þær eigi aö fara aö heimsækja hann, eöa hann getur ekki tekiö á móti þeim þegar þær langar til að fara til hans utan þessara föstu heimsókna, og svona allt. Þetta getur kostaö rex og rifrildi hér heima og þegar þetta allt stangast á og árekstrarnir koma upp, þá finnst okkur þetta stundum alveg vonlaust og áöur en maöur veit af, er maöur farinn aöskita út gamla makann, pabba stelpnanna, sem þeim finnst náttúrlega jafn vænt um og áö- ur. Eftir á kemur svo sektar- kenndin yfir þvl aö hafa látið til- finningarnar hlaupa meö sig I gönur og aö allt bitni þetta á börn . unum.En við höfum reynt að tala um þetta viö stelpurnar og okkur finnst þaö hafa boriö árangur. Þaö er áreiöanlega mjög mikil- vægt aö gera öllum börnútn, ekki bara börnum sem búa I svona endurbyggðri fjölskyldu, ljóst aö fullorðiö fólk er engin ofur- menni, heldur fyrst og fremst manneskjur meö tilfinningar. „Það gildir að standa saman”. Hvaö er þaö semreynirhelst á I svona fjöiskyldu? Þaö er alveg frumskilyröi, aö viö fullorðna fólkiö sem búum saman getum talaö hreint Ut, hvort viö annaö. Lika um okkar innstu erfiöu og flóknu tilfinning- ar. Viö gátum þetta ekki fyrst, og þaö var oft undirrótin aö miklum misskilningi og sárindum á milli okkar og árekstrum á heimilinu. En eftir aö viö gátum viöurkennt þessar tilfinningar hvort fyrir öðru, talaö um og reynt aö fram- kvæma út frá þvi, hefur þetta gengiö betur. Hvers konar tilfinningar eigiö þiö viö? Þaö ernú dálitiö flókiö aö koma oröum aöþessu. T.d. bara þaö aö þora aö viöurkenna aö maður sé afbrýöisamur út I fyrri maka og oft hræddur/hrædd um aö „eitt- hvaö gerist” þeirra á milli. Þetta „eitthvaö” er oft alveg óskil- greint fyrir manni sjálfum. Þaö getur þó oft veriö pirringur yfir þessari fortlö, sem viö töluöum um, ogaöverastööugtminnturá hana. Eöa t.d. fyrir mig, segir Jóhann, þá getur þaö fariö ferlega I taugarnar á mér, aö stelpurnar búi hér hjá okkur, en ekki sonur minn. Þaö getur veriö mjög nærtækt aö fara aö metast „minn strákur er miklu duglegri og skemmtilegri en þinar stelp- ur”, eöa „þetta eru þln börn, þaö er best aö þú takir ábyrgö á þeim”. En þaö sem mestu máli skiptir er aö geta talaö saman og staöiö saman, þegar reynt er aö taka á málunum af sanngirni og skynsemi. Þetta er allt erfitt og flókiö og krefst mikils tima og ræktunar. Best er aö taka aðeins eitt skref I einu. — Jóhann heldur áfram: „Mér finnst líka, sem stjúpfööur, aö ég hafi lært, aö maöur veröur aö sniöa sér stakk eftir vexti og setja ekki markiö of hátt. Stelpurnar eiga sinn pábba og þvl veröur ekki breytt. Ég er hins veg- ar nýr karlmaður á heimilinu ekki „nýr pabbi” en stundum náttúrlega staögengill pabba þeirra. Ég hef daglegt samband viö þær núna,en þær voru orönar 5-7 ára þegar ég.kynntist þeim fyrst og þaö segir sig sjálft aö okkar tengsl eru ööru visi en tengsl þeirra viö pabba sinn. Sömu sögu er aö segja um son minn. Hann býr hjá móöur sinni, meö nýjum karlmanni. Hann hættir ekki aö vera sonur minn fyrir þaö, en okkar tengsl hafa breyst”. Þau Helga og Jóhann voru sammála um, aö oft væri erfitt aö vera sanngjarn og sýna skilning á þörfum barnanna. En þaö hjálpaöi, ef maöur gæti haft aö leiöarljósi,, aö þaö er ekki hægt aö „eiga” aöra manneskju, hvort heldur sem það er bamiö manns.maki eöa einhver annar”. Raunveruleg fjöl- skylda, þegar við erum búin að eignast barn saman. Hvaö máli skiptir giftingin sem sllk i ykkar sambandi? Þaö var mikill þrýstingur frá vinum og ættingjum aö viö giftum okkur. Þetta var llka mjög mikil- vægt fyrir okkur sjálf. Viö þurft- um á gagnkvæmri staöfestingu aö halda. Innsigliö er mikilvægt I fyrsta fasta sambandinu, en þaö er okkar reynsla, aö þaö sé ekki siður mikilvægt I þessu sam- bandi. Einnig fannst okkur, aö viö værum ekki raunveruleg fjöl- skylda, fyrr en viö værum búin aö eignast barn saman. En viö erum þó meö miklar vangaveltur i þvi sambandi hvernig stelpurnar, taki nýja barninu, nú eiga þær t.d. afa og ömmu, sem þetta nýja barn á ekki og öfugt. Þarna koma ýmsir nýir hlutir inn i myndina og sem viö reynum aö velta vöng- um yfir og undirbúa sem best”, Bókahomið Þaö er ekki bara á persónulega planinu sem stjúpmál eru þöguö I hel. I fagbókmenntunum hefur til skamms tima ekki verið aö finna staf um þessi mál. Þaö er ef til vill ekki tilviljun sem höfundur bókarinnar „Step- families” bendir á aö stóru fyrir- tækin I Bandarikjunum sem gefa út kort meö áletrun til allra hugs- anlegra aöila og fjölskyldumeö- lima, hafa ekki treyst sér til að prenta kort meö áletruninni „til stjúpmóöur minnar”. Þeir halda aö þau seljist ekki! 1 tengslum viö starf okkar meö svokölluöum endurbyggöum fjöl- skyldum, höfum við viöaö aö okk- ur faglegum greinum og bókum en slikar bækur hafa nú verið aö koma fram á sjónarsviöiö. Ein þeirra er „Stepfamilies” eftir E. Visher og J. Visher, útgáfa: Brunner/Mazel New York 1979. Ekki síöur viljum viö mæla meö bókum sem skrifaöar eru af þeim sem lýsa persónulegri reynslu sinni. Ein þeirra er „The Half- Parent,” eftir B. Maddox, út- gáfa: Signet book, The New American Liberary, New York 1976. Þar segir höfundur frá reynslu sinni sem stjúpmóöir og fléttar saman frásögn af eigin reynslu, goösögnum og skynsam- legum hugleiðingum á einkar lif- andi hátt. Hún sér broslegu hliö- arnar á erfiöleikunum, og notar þá hæfileika sina til þess aö leysa margan hnút. Aö lokum viljum viö benda sér- staklega á bókina „Living in Step” eftir: R. Roosevelt og J. Lofas, útgáfa: Mc Graw/Hill New York 1977. Þessi bók er auðlesin og full af góöum dæmum og ráö- um. ---------------1 I---------------- Hvaöa munur er á Ættleiðingu og stjúptengslum? Stjúptengsl: 1. Stjúptengsl hafa engin laga- leg réttindi I för meö sér. 2. Stjúptengslin fylgja venju- lega hjónabandinu, sem stofn- aði til þeirra. 3. Stjúptengslin byrja um leiö og nýja giftingin. 4. Ahugi fyrir barninu og möguleikar eru ekki kannaöir til hlitar I nýja hjónabandinu. 5. Stjúpforeldriö er í þeirri stööu aö hafa ekki liffræöi'.eg tengsl viö barniö eins og mak- inn. 6. Stjúpbarniö man oftast eftir þvi foreldri sem stjúpforeldriö á aö vera staögengill fyrir. 7. Engin viöurkennd fagleg ráögjöf er sjálfsögö fyrir stjúpforeldra. 8. Stjúpforeldrið buröast meö gamlar goösagnir og neikvæö- ar hugmyndir umhverfisins, sem getur veriö erfitt aö lita framhjá. Ættleiöing: 1. Ættleiöing felur I sér ákveö- in iagaleg réttindi. 2. Ættieiöingin er varanleg. 3. Hjón sem ættleiöa, veröa aö hafa nokkur ár í farsælu hjónabandi aö baki. 4. Viö ættleiöingu hafa báöir aöilar áhuga á aö eignast barn. 5. Yfirleitt standa báöir aðiiar jafnfætis gagnvart barni sem þau ættleiöa (nema aö um ætt- ingja og þ.k. sé aö ræöa). 6. Fólksem ættleiðir vill oftast taka ungbörn sem muna litið eftir liffræöilegum foreldrum sinum. 7. Viö ættleiöingu á fólk kost á ráögjöf og stuöningi frá fag- fólki, þegarupp koma erfiö til- finningaleg vandamál. 8. Viö ættleiöingu koma yfir- leitt jákvæö viöbrögö frá um- hverfinu. Litiö er á þetta fólk sem örlátt og gott fólk. HVAÐ ERU STJÚPTENGSL? Hver kannast ekki við goðsöguna um vondu stjúpuna og kaldlynda stjúpföðurinn? Það nægir að benda á ævintýrin um Mjallhvítu og Hans og Grétu. Bara orðin stjúpa og stjúpi vekja neikvæð hugrenningartengsl. Við segjum stundum að þetta eða hitt sé nú hálf stjúp- móðurlegt og tölum um „stjúpmóðurskammta". Eitt er vist að stjúptengsl eru flókin og tengjast mjög djúpum, viðkvæm- um og oft frumstæðum tilf inningum. Flestir halda aö þeirra staöa sé einstök og vandamálin einstaklingsbundin. Þaö hefur þó sýnt sig þegar farið er aö fara ofan i málin og ræöa þau opiö, aö flestir eiga viö svipaða erfiöleika aö strlöa og alls staö- ar eiga sér staö mikil tilfinninga- átök, þótt dulin séu. Þaö er bara spurning um þaö hvort fólk treystir sér til aö horfast I augu viö tilfinningar sinar og hversu opiö þær eru ræddar. Trúlega er algengast að fólk byrgi tilfinningar slnar inni og láti sem ekkert sé. Margir skammast sln fyrir frumstæðar tilfinningar og reyna að bæla þær niður eöa jafnvel afneita, þ.e.a.s. reyna að vita ekki af þeim sjálfir. Þaö versta er aö þær brjótast þá bara út á ómeö- vitaöan hátt, ef til vill þegar sist skyldi. Þaö er meöal annars þess vegna sem þaö er svo mik- ilvægt aö viöurkenna stööuna eins og hún er, geta rætt um til- finningar sinar og veitt þeim út- rás á heppilegan hátt, þ.e. deila þeim meö öðrum, finna sam- stööu og fá stuöning og jafnvel góö ráö. Þaö er ekki ofsögum sagt aö þetta sviö mannlegra samskipta er fordómum hlaöiö og nánast bannlagt (tabu) aö tala um. Viö reyndum mikiö til aö fá fólk til aö tjá sig um reynslu sina I viðtali viö okkur hér I þættinum, en án árangurs. Viö vitum þó af fjölda fólks bæöi meöal kunningja okkar og I gegnum starfiö, sem hefur af miklu að miöla. En enginn vildi opna sig i blaöaviötali um þetta málefni. Ekki einu sinni fræöi- lega. Viö fengum þó ein hjón til aö spjalla viö okkur meö þvi móti aö nöfn þeirra kæmu ekki fram og aö sjálfsögöu vildu þau ekki láta birta af sér mynd. Þaö er greinilegt aö þessi málaflokkur er mjög vanræktur hér á landi og leyndin og afneit- unin sem yfir þessum málum hvllir er mikil. Þaö væri þvl mjög hvetjandi ef fólk vildi miöla af reynslu sinni eöa leita álits og þannig vekja umræöu hér I þættinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.