Þjóðviljinn - 23.08.1980, Blaðsíða 7
Helgin 23.-24. ágúst 1980,ÞJOÐVILJINN ^ SIÐA 7
Tvœr af þremur Boeing-þotum seldar
Engin hætta á
flugvélaskorti
segir stjórnarformaður Flugleiða
Samgönguráöuneytið hefur
ekki gert neinar athugasemdir
viö þá ákvöröun stjórnar Flug-
leiöa aö selja tvær af þremur
Boeing þotum félagsins til Júgó-
slaviu og sagöi örn O. Johnsen,
stjórnarformaöur félagsins i gær
aö ráðuneytið treysti féiaginu
sjálfu til þess aö tryggja aö flug-
vélakosturinn á hverjum tima
annaöi þeim verkefnum sem
sinna þyrfti.
Samningar um sölu tveggja
Boeing-272-100 flugvéla til Júgó-
slaviu hafa þegar veriö undirrit-
aöir en báöir aöilar hafa frest til
mánaöamóta til þess aö endur-
skoöa hug sinn. Ef af sölunni
veröur fer önnur vélin utan i
september en hin ekki fyrr en i
mars á næsta ári. Þessar vélar
eru sérstaklega útbúnar fyrir
vöruflutninga auk farþegaflutn-
inga og eru þvi verömeiri og eftir-
sóttari en aörar sömu geröar. Aö-
eins önnur þeirra var á söluskrá
en Orn 0. Johnsen sagöi aö rétt
heföi þótt aö ganga aö tilboöi
Júgóslavanna i báöar vélarnar
enda væri þá unnt aö selja vara-
hlutalagerinn meö en slikt væri
oft erfiöleikum bundiö.
örn sagöi aö á næsta vori, þeg-
ar siöari vélin veröur afhent, ætti
fyrirtækiö i raun margra kosta
völ. Hugsanlegt væri aö festa þá
kaup á sams konar vél, jafnvel
fyrir lægra verö og þá þéna á söl-
unni, þvi verö á eldri flugvélum
færi sifellt lækkandi. Eins væri
mögulegt aö kaupa aöra 727-200
vél ef góö kjör byöust eöa þá
leigja vél af annarri hvorri gerö-
inni. Engin hætta væri á þvi aö
sala beggja vélanna nú myndi
þýöa ónógan flugvélakost i vetur
eöa á næsta ári.
Ekki eru frekari ráöageröir
uppi um sölu flugvéla úr flota
fyrirtækisins og veröur aö sögn
Siguröar Helgasonar forstjóra
reynt aö afla verkefna fyrir DC-8
vélarnar sem sinnt hafa Atlants-
hafsfluginu. Eru slik verkefni I
sjónmáli. Engu aö siöur þýöir
samdráttur i N-Atlantshafsflug-
inu uppsagnir áhafna eins og
skýrt er frá annars staöar i blaö-
inu i dag. DC-10 vélin er í leigu
fram i mars 1982 hjá Air Florida.
— AI
Fifuh vammslandiö:
Samningar undir-
ritadir næstu daga
Ekki þörf á frekari landakaupum í bráð,
segir i bókun Alþýðubandalagsmanna
í gær var gengið frá
afsali fyrir Fifu-
hvammslandið sem
Kópavogskaupstaður
hefur ákveðið að kaupa
og verða samningar
væntanlega undirritaðir
næstu daga. Alþýðu-
flokksmenn, sem á
bæjarstjórnarfundi 15.
ágúst höfðu á orði að
slita meirihlutasam-
starfi vegna þessa máls
hafa ákveðið að láta
kyrrt liggja.
Eins og skýrt hefur veriö frá f
Þjóöviljanum er kaupverö Fifu-
hvammslandsins alls 790 miljónir
krónaog er þaö um tveir þriöju af
fasteignamati jaröarinnar. 1
samningnum er innifaliö aö
dráttarvextír vegna vanskila á
fasteignagjöldum veröa felldir
niöur og bæjarsjóöur endur-
greiöir heiming fasteignagjalda
1980.
Bæjarfulltrúar Alþýöuflokks-
ins, Guömundur Oddsson og
Rannveig G uö m undsdóttir
lögöust gegn kaupunum en höföu
þó áöur samþykkt aö gengiö
skyldi til samninga viö eigendur
landsins. Lagöi Guömundur til aö
atkvæöagreiösla yröi látin fara
fram meöal Kópavogsbúa um
þetta mál en sú tillaga var felld
með 7 atkvæöum gegn þremur.
Asmundur Ásmundsson einn
þriggja bæjarfulltrúa Alþýöu-
bandalagsins sat hjá viö þá
atkvæöagreiösiu. Hann furöaöi
sig á þvi af hverju slik tillaga
heföi ekki komiö fram fyrr frá
Alþýöuflokknum og sagöi aö til-
löguflutningur á þessu stigi máls-
ins værisýndarmennska einkum i
ljósi þess aö bæjarfulltrúar Al-
þýöuflokksins höföu áöur
samþykkt aö kaupa landiö fyrir
a.m.k. 600 miljónir. A hinn bóg
Framhald á bls. 27
Gott ástand á hörpudiskmiðum í Breiðafirði
Kvótinn hækkaður?
Rannsóknaskipiö Dröfn er ný-
komin úr leiöangri um Breiöa-
fjörö þar sem hörpudiskmiöin
voru könnuð. Benda fyrstu niður-
stööur til þess aö ástand stofnsins
sé mjög gott og jafnvel þaö gott
að unnt verði að hækka veiöikvót-
ann úr 6000 lestum.
Leiöangursstjórinn, Hrafnkell
Eiriksson, sagöi aö sem betur fer
virtist svo sem leyfilegur
hámarksafli undanfarin ár hafi
fremur verið i lægri kantinum en i
þeim hærri og gott ástand mið-
anna sé fyrst og fremst aö þakka
góöri dreifingu á sókninni. Nú
stunda 8 bátar hörpudisksveiöar,
allir frá Stykkishólmi en þar eru
tvær verksmiðjur sem vinna fisk-
inn til sölu á Bandarikjamarkaö.
Leidréttíng
Slæm villa varö i blaöinu i gær i
ályktun herstöövaandstæöinga
um Helguvikurmáliö, þar sem
oröiö „skaöa” kom i staö
„skapa” i 4. töluliö. Rétt er setn-
ingin þannig:
4. Það sjónarmiö hefur komið
fram aö fyrirhugaðar stórfram-
kvæmdir i Helguvik muni veröa
Suöurnesjabúum mikil blessun
vegna þeirrar atvinnu sem þær
skapa. SHA telja hins vegar brýnt
að atvinnuuppbyggingu veröi
hraöaö á Suöurnesjum og at-
vinnulif þar veröi hiö fyrsta gert
óháö herstöðinni.
Kolmunni i Nigeríu:
Góður markaður
„Þaö er mjög góöur markaöur
fyrir koimunnaskreiö i Nígeríu og
mun hærra verö en fyrir ioönu-
skreiö, en Norömenn hafa fram-
leitt mikiö magn fyrir þennan
markaö undanfarin ár'* sagöi
Sigurjón Arason hjá Hafrann-
sóknarstofnun i samtali viö Þjóö-
viljann.
Fyrirhugaöar tilraunir stofn-
unarinnar á kolmunnaþurrkun
hafa dregist i allt sumar, vegna
lélegrar kolmunnavertiðar og
eins hefur dregist aö rannsóknar-
skipiö Hafþór væri tilbúiö til kol-
munnaleitarinnar. A laugardag
hélt skipiö i sinn fyrsta rann-
sóknarleiðangur og mun leita kol-
munna fyrir vestan land, en halda
austur á bóginn ef ekkert finnst
fyrir vestan.
„Allur kolmunni sem fæst i
þessum rannsóknarleiöangri
veröur settur i tilraunavinnslu, en
viö munum fletja kolmunnann i
okkar húsakynnum en siöan
Framhald á bls. 27
Hrafn
Gunnlaugsson__
STOKKHÓLMUR
Vænst þykir mér um Gamla
stan, borgarhluta sem hefur lítiö
breytzt síöustu aldirnar; þveng-
mjóar götur lagðar höggnum
steinum og húsin líkust leik-
tjöldum: Kon-
ungshöll, kirkjur,
skemmtistaöir.
Um þessar götur
er gott aö reka
lappirnar, líta inn á
Stampinn, sem er
elskuleg lítil
djassbúlla, eöa kíkja niöur í
gamla klausturkjallarann gegnt
Stórkirkjunni sem nefnist Kur-
bits og er einn bezti vísna-
klúbbur borgarinnar. Og vilji
menn harösnúnari sveiflu er Eng-
elen frábær skemmtistaöur, þar
sem allt er í botni strax eftir
sex á kvöldin. Á neöri hæöinni
er svo næturklúbburinn Kollingen
sem opnar á miönætti. Gamla
stan morar í krókum og kim-
um þar sem gaman er aö fá sér
bjórkollu, eöa bara aö labba um
göturnar og skoöa umhverfið
líkast ævintýri og mannlífiö
sem er hvergi skrautlegra.
Eigi ég erindi í íslenzka
sendiráöiö á Östermalm, læt ég
ekki hjá líöa aö fá mér bita á
matstaðnum Muntergök f ná-
lægri götu (Grevturegatan),
sem Englendingar reka og er
trúlega ein vinsælasta krá á
Östermalm og mikiö sótt af
útlendingum.
Full ástæöa ertil
að minna á
Moderna Museet
(Nútímalistasafniö)
og Dramaten (Þjóö-
leikhúsiö), en per-
sónulega hef ég
mest gaman af aö sjá sýningar
Pistolteatern í Gamla stan.
Rétt hjá Dramaten er veitinga-
staöurinn KB (Kúnstnerabar) þar
sem hægt er aö fá frábæran
mat og barinn inn af salnum
er einn sá skemmtilegasti í
borginni. í næstu götu er lítil
bjórkrá sem nefnist Prinsen og
er hún mjög vinsæl. Varöandi
dansiböll á íslenzka vísu er
Bolaget rétt hjá Stortorget,
pottþétt. Séu krakkar meö í
feröinni eru dýragaröurinn
(Skansen) og Tfvolí (Gröna
lund) óvenju fallegir staðir.
Stokkhólmur er falleg og frjálsleg
borg sem minnir á þægilegt
baö, aldrei of heit og
heldur ekki of köld.
FLUGLEIDIR
$
%!bbmQ
Ef þúhygguráferötil
STOKKHÓLMS
geturöu klippt þessa
auglýsingu útog haft hana
með.þaö gæti komiö sér vel.