Þjóðviljinn - 23.08.1980, Page 3

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Page 3
Helgin 23.-24. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Súlurit um þróun kaupmáttar og viöskiptakjara F orsendur og heimildir Þessi súlurit sýna tvennt, ann- ars vegar þróun viðskiptakjara okkar út á við á árabilinu 1975 til 1980 og hins vegar þróun kaup- máttar kauptaxta helstu launa- stéttanna á sama tima. Heimildir eru Fréttabréf Kjararannsóknarnefndar april 1980 sjá tölu blaðsiðu 37, og skýrsla Þjóðhagsstofnunar frá 8. jiili s.l. „Or þjóðarbúskapnum” — sjá m.a. töflu um þróun við- skiptakjara þarábls.43. Þaðskal tekið fram að varðandi árið 1980, þá er byggt á spá Þjóðhagsstofn- unar um 6% viðskiptakjararýrn- un, og spa sömu stofnunar um 6% kaupmáttarrýrnun, en I þeirri spá er ekki gert ráð fyrir neinum grunnkaupshækkunum á þessu ári. Ennfremur skal þess getið, að siðustu tvær súlurnar sýna „hugsað” 12 mánaða timabil t.d. árið 1981 miðað við launahækkan- ir sem tryggðu 5% kaupmáttar- aukningu en viðskiptakjör stæðu i stað. Viðskiptakjörin fyrsta árið, þ.e. 1975 eru talin 100 stig og kaup- mátturinn það sama ár lika 100 stig. Súluritin sýna svo hvernig þróun þessara tveggja stærða hefur gengið til siðan. k. V = Viðskiptakjör K = Kaupmáttur V K Þetta sýnir súluritið Það sem súluritið sýnir er í stuttu máli þetta: Árið 1976 batna við- skiptakjörin verulega fara úr 100 stigum upp í 112,7 stig. Kaupmátturinn hrap- ar hins vegar niður úr 100 stigum í 94,9 stig. Árið 1977 batna við- skiptakjörin enn verulega eða úr 112,7 stigum í 122,2 stig. Kaupmátturinn hækk- ar líka nokkuð eða úr 94,9 stigum í 105,9 stig, en er þó óralangt á eftir þróun við- skiptakjaranna. Árið 1978 standa vid- skiptakjörin í stað en kaup- mátturinn stígur úr 105,9 stigum í 113,9 stig, og hækkar í fyrsta skipti án þess að viðskiptakjör hafi batnað það ár. Árið 1979 hrapa við- skiptakjörin úr 122,2 stig- um niður í 109,6 stig, en kaupmátturinn stendur að kalla í stað,fellur aðeins úr 113.9 stigum í 112,9 stig. Þetta er fyrsta árið sem kaupmáttarstigið er hærra en viðskiptakjarastigið miðað við sama grunn beggja árið 1975. Árið 1980 hrapa við- skiptakjörin enn úr 109,6 stigum niður í 103,4 stig og kaupmátturinn minnkar úr 112.9 stigum í 106,5 stig. Enn er kaupmáttarstigið fyrir ofan viðskiptakjara- stigið miðað við grunninn 1975, en þó er hér gert ráð fyrir alls engum grunn- kaupshækkunum árið 1980. Síðustu súlurnar tvær lengst til hægri sýna hver staðan yrði á 12 mánaða tímabili framundan ef í kjarasamningum eða með öðrum hætti tækist að tryggja varanlega 5% kaupmáttaraukningu, en viðskiptakjörin stæðu í stað. — Þá færi kaup- mátturinn úr 106,5 stigum í 111,8 stig. Miðað við viðskiptakjör kæmi slíkt ár út með lang- besta kaupmáttinn á þessu tímabili. I öðru sæti er árið 1980 (miðað við forsendur Þjóðhagsstof nunar um engar grunnkaupshækkan- ir). I þriðja sæti kemur ár- ið 1979. Þá árið 1975 í f jórða sæti. I fimmta sæti árið 1978. i sjötta sæti kemur árið 1977 og á botninum í sjöunda sæti er árið 1976, heiðursárið hans Geirs Hallgrímssonar. 5% kaupmáttarhækkun Á sýningunni „Heimilið ’80“ er fjölbreytnin í fyrirrúmi og margt að sjá. Fræðsla, skemmtun og leikir fyrir alla fjölskylduna. HeimHift Stærstí maður heims. 9 79m Jfffl /pLi, B B H (Hann væri fínn í flr W w w w körfuboltanum þessi!) Á sýningunni „Heimilið ’80“ sérðu vaxmynd af stærsta manni heims, Róbert nokkrum Wadlow. Því miður verðum við að láta okkur nægja vaxmynd, því Róbert lést 15. júlí 1940. Þegar hann var 5 ára gamall var hann orðinn 2,34 m á hæð. 9 ára gamall bar hann pabba sinn á bakinu upp og niður stiga þegar hann vildi það við hafa. Faðmur Róberts var breiður, - 2,88 m og hann notaði skó sem voru 47 cm langir. (Ætli það sé ekki nr. sjötíu og eitthvað?) Nánar getur þú fræðst um Róbert í Heimsmetabók Guiness í sýningardeild nr. 45. Róbert er þessi til hægri hér á myndinni. (Hinn er framkvæmdastjóri sýningarinnar).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.