Þjóðviljinn - 23.08.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 23.08.1980, Síða 6
6 S'íbA — tfJÖDVILJlNN UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvemdastjóri: EiÖur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Om Stefánsson, GuÖjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson^ Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigrföur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Kaupmáttur og viðskiptakjör • Fyrir stuttu var á það bent hér í Þjóðviljanum, að samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar yrðu ráðstöfunar- tekjur heimilanna þegar búið væri að greiða skatta 19% hærri að raungildi á þessu ári heldur en 1975, enda þótt viðskiptakjörin út á við mættu heita þau sömu. % Margir eru þeirrar skoðunar að kaupmáttur launa eigi að haldast í hendur við þróun viðskiptakjara okkar í utanríkisviðskiptum. Þjóðviljinn hefur að vísu fullan fyrirvara á í þeim efnum, en við skulum engu að síður bera saman hér þróun viðskiptakjaranna annars vegar og þróun kaupmáttarins hins vegar a' undanförnum árum og sjá hvort þetta hef ur haldist í hendur. • Við tökum okkur í hönd aprílhefti Fréttabréfs Kjararannsóknarnefndar á þessu ári og flettum upp á blaðsíðu 37. Þar höfum við traustastar upplýsingar um kaupmáttarþróunina. Og við lítum þar á dálkinn ,,allir launþegar". Það er samanvegið meðaltal kaupmáttar kauptaxta margra ólíkra hópa launafólks. • Hin heimildin er skýrsla Þjóðhagsstofnunar frá 8. júlí s.l. Þar höf um við þróun viðskiptakjaranna í töf lu á blaðsíðu 43. — Og nú skulum við bera saman. Köllum kaupmáttinn árið 1975 100 stig og viðskiptakjörin út á við það ár líka 100 stig. Hver hefur þá þróunin orðið síðan? • Arið 1976: — Viðskiptakjörin batna úr 100 stigum í 112.7 stig, en kaupmátturinn dettur úr 100 stigum niður í 94.9 stig. Þetta var eitt af „góðu" árunum hans Geirs Hall- grímssonar. ® Arið 1977: — Viðskiptakjörin batna enn úr 112.7 stig- um í 122.2 stig. Kaupmátturinn hækkar líka úr 94.9 stigum í 105.9 stig, en er áf ram langt á eftir hækkun við- skiptakjaranna. Og til þess að ná kaupmættinum þó þetta upp þurfti harðvítug verkfallsátök og kjarasamn- ingana 1977. — Geir Hallgrímsson enn við völd. • Arið 1978: — Viðskiptakjörin standa í stað og eru áfram 122.2 stig, en kaupmátturinn hækkar allnokkuð og kemst í 113.9 stig. Hér urðu stjórnarskipti í ágústlok, Geir Hallgrímsson vék úr stjórnarráðinu en Alþýðu- bandalagið settist í stjórn. Rétt er að taka f ram, að f jóra síðustu mánuði ársins, það er eftir stjórnarskiptin, var kaupmátturinn 5-6 stigum hærri en hann hafði verið 8 fyrstu mánuði sama árs. ® Arið 1979: — Viðskiptakjörin falla úr 122.2 stigum í 109.6stig, en kaupmátturinn fellur aðeins úr 113.9 stigum í 112.9 stig. Þarna er stig kaupmáttarins í fyrsta skipti komið upp fyrir stig viðskiptakjaranna, enda Geir Hall- grímsson og hans lið i stjórnarandstöðu en Alþýðubanda- lagið í stjórn. • Arið 1980: — Hér verður að miða við spá Þjóðhags- stofnunar um viðskiptakjör og kaupmátt í ár, en hún spáir að hvorttveggja falli um 6%. Er þá ekki gert ráð fyrir neinum grunnkaupshækkunum. Málið lítur þá svona út. — Viðskiptakjörin falla úr 109.6 stigum í 103.4 stig og kaupm Hurinn fellur úr 112.9 stigum i 106.5 stig. Þarna er þá komið annað ár við hliðina á árinu 1979 þar sem kaupmáttarstigið er hærra en stig viðskiptakjara, og eru það einu tvö árin á þessum 6 ára tima, sem það verður sagt um miðað við að bæði viðskiptakjör og kaup- máttur séu talin 100 árið 1975. Þessi tvö ár 1979 og 1980 voru einmitt Geir Hallgrímsson og hans lið í stjórnar- andstöðu en Alþýðubandalagið í stjórn. • Að lokum skulum við hugsa okkur 12 mánaða tímabil (t.d. árið 1981) og segjum að tekist hefði með kjara- samningum að tryggja 5% hækkun kaupmáttar í upp- hafi þess tímabils og sú hækkun náð aö standa allt tíma- biliö. Þá liti dæmið svona út sé miðað við að viðskipta- kjör héldust hins vegar óbreytt: — Viðskiptakjör áfram 103.5 stig en kaupmátturinn færi i 111.8 stig. Þarna væri þá augljóslega komið langhagstæðasta árið á þessu ára- bili hvað kaupmáttinn varðar sé hann mældur á móti við- skiptakjörum. En sé spurt um kaupmáttinn einan sér án tillits til viðskiptakjara þa yrði hann örlítið lægri en á bestu árunum 1979 og 1978, það er 111.8 stig á móti 112.9 stigum og 113.9 stigum 1979 og 1978. Þessar tölur ættu menn að skoða vandlega, allir þeir sem áhuga hafa fyrir stjórnmálum og fyrir kjarasamn- ingum. Af tölunum má draga ýmsar merkar ályktanir. k. aimanakinu 5 vikur í blaðamennsku Þaö er alltaf eitthvaö sérstakt viö þaö aö byrja i nýrri vinnu. Mest um vert er auövitaö sjálft starfiö og hvernig tekst til viö aö leysa þaö af hendi en margt annaö spilar einnig inni. Þaö er sjálfur vinnustaöurinn, aöbún- aöur og allt sem gerir umhverf- iö þokkalegt og notalegt og glæöir starfslöngunina. Svo eru þaö auövitaö vinnufélagarnir. Þaö getur skipt sköpum hvernig samstarfsfólki maöur lendir meö og hvernig þaö tekur öllum þeim mistökum, vandræöum og kvabbi sem nýr starfsmaöur getur dregiö meö sér inn á ann- ars „rútineraöan” vinnu- staö. — Þaö er ætlun min meö þessum linum aö gera smá grein fyrir þeirri reynslu sem ég þykist hafa aflaö mér á fimm vikna starfsferli á Þjóöviljanum sem sumarafleysingamaöur, hvernig starfi ég hafi búist viö og hver raunin hafi oröiö á. Fyrsti dagurinn rann upp. bjartur og fagur, og ég var mættur timanlega i Síöumúlann til þess aö vera viss um aö fá ekki neinn letistimpil á mig. Eftir þvi sem mér haföi skilist átti fyrri vaktin aö byrja kl. 10.00 en fyrstu væntanlegu samstarfsmenn minir byrjuöu aö tinast inn úr dyrunum upp úr hálf ellefu. Þaö kom svo i ljós um kvöldiö aö þótt vakt ætti aö vera lokiö kl. 18.00 þá voru menn kannski aö vinna viö ýmis verkefni eitthvaö leng- ur. — Mér varö ljóst strax á fyrsta degi aö hérna var ekki um neina 9-5 vinnu aö ræöa. Ekki var nauösynlegt aö fylgja klukkunni i einu og öllu, mestu skipti aö hlutirnir væru fram- kvæmdir. Mér og ritstjóra kom saman um aö best væri fyrstu dagana aö ég fylgdist meö starfinu á blaöinu til þess aö átta mig á hlutunum og sjá hvernig vinnu- brögöin væru. Ég var settur lauslega inn i umbrot og upp- setningu blaösins, leturgerö og stærö, fyrirsagnir og mynda- texta, og hvernig allt þetta væri merkt inn á handritablöö svo þaö yröi skiljanlegt úti i prent- smiöju. Fyrsta æfingarverkefn- iö var aö stytta og umoröa fréttatilkynningu frá einhverju iönfyrirtæki, sem óspart var á lofsyröin um eigin ágæti og vör- unnar sem þaö framleiddi. Þó allar útskýringarnar heföu hljómaö einfaldar og auöfram- kvæmanlegar inni hjá ritstjór- anum þá gekk allt á tréfótum hjá mér. Astæöan: Auövitaö haföi ég gleymt aö skrifa hjá mér helstu atriöin i útskýring- um hans og ruglaöi þvi öllu saman. — Regla nr. eitt var til oröin. Alltaf aö hafa penna og blaö viö hendina til aö geta hrip- aö niöur minnispúnkta. Þaö var ekki aö sökum aö spyrja. Þar sem ég sit i vand- ræöum minum kemur ritstjór- inn inn og tilkynnir mér aö hætta þessu i bili. Þaö sé blaöa- mannafundur og kynnisferö hjá ákveönu félagi út i bæ og þaö vanti mann til aö fara. Þetta sé auövelt verkefni og upplagt fyr- ir mig. — Privatregla nr. eitt varö þegar tilhjá mér. Aldrei aö trúa fullkomlega á ritstjóra. Þó var ég blessunarlega feginn aö sleppa frá iönfyrirtækis- skrúö- mælginni og gleymsku minni svo ég dreif mig af staö meö Ijósmyndara en aö þessu sinni festi ég á blaö hvaö helst bæri aö gera i slikum feröum sem þess- ari. Mikill barningur var aö setja saman nokkrar linur þá ferö, en þetta var fyrsta tilraun- in til aö koma á framfæri ein- hverju viö lesandann, einhverju sem maöur haföi sjálfur séö og heyrt og þaö varö hvatning til frekari aögeröa. Iönaöartil- kynningunni bjargaöi ég i horn, eins og sagt er i boltanum, meö þvi aö leita á náöir eins starfs- félagans og var ekkert sjálf- sagöara en aö hjálpa mér I þvi máli. — Regla nr. tvö. Aldrei aö vera hræddur viö aö spyrja samstarfsfólkiö ráöa. Þaö hefur sjálft gengiö i gegnum byrjun- arvandamálin og er yfirleitt fústtil aö hjálpa grænjöxlunum. Dagarnir liöu einn af öörum og uröu aö viku og annari viku og þeirri þriöju og fjóröu og fimmtu og mikilvægari reynslu var safnaö i sarpinn. Saman fóru rútinuverk og skynditilfelli og ailtaf reiö á aö átta sig á þvi sem fréttnæmt var, reyna aö vinna hratt og örugglega úr efn- inu og fullvissa sig um aö heim- ildir væru áreiöanlegar og fréttaflutningur réttur. Allt krefst þetta þolinmæöi og þraut- seigju og ófáar voru þær stundir sem mig langaöi mest til aö grýta simtólinu i gólfiö eftir aö hafa árangurslaust reynt aö ná I pétur og pál út um allan bæ. Skipulögö vinnubrögö, eöa öllu heldur óskipulögö eru mikil- vægur þáttur i starfinu. Oft þarf aö vinna fleiri fréttir i einu, Árni Þórdur Jónsson skrifar: safna upplýsingum og hafa samband viö fólk og stofnanir sem einungis er hægt aö ná I á ákveönum tima og þá dugir ekki aö Ijúka einu atriöinu I ró og spekt og missa svo allt hitt út úr höndunum á sér. Þessu fylgir eilift kapphlaup viö timann og þaö dugir ekki aö sitja auöum höndum og horfa i klof sér og hugsa. Þaö eina sem dugir er aö byrja aö skrifa og skrifa svo og skrifa þar til hugsanirnar taka á sig form og fréttin er oröin til. Þá er aö leiörétta auösjáanlega feila og stafsetningarvillur og biöja svo i hljóöi til prófarkales- aranna að þeir lagfæri þaö sem yfir hefur sést. — Þriöja reglan i starfinu og sú mikilvægasta er aö reyna aftur og aftur þar til árangur næst og gefast ekki upp þáá móti blási um stundarsakir. Hlutverk dagblaöa I nútima þjóöfélagi er mikilvægt og sú staöreynd krefst þess aö vandaö sé til þeirrar vinnu sem lögö er i blöð. Aö visu er kannski til of mikils mælst af blaöamönnum aö þeir séu einhverjir frelsarar mannkynsins og englar réttlæt- isins sem leysa vandamál heimsins I hvert skipti sem þeir drepa niöur penna. Nær lagi er aö blaöamenn séu eins konar „þúsundþjalasmiöir”, meö staögóöa þekkingu á sem flest- um hlutum og málefnum og séu þarafleiöandi færir um aö miöla fréttum jafnt sem viötölum viö sérfróöa aöila til almennings á máli sem allir skilja. Mikill hluti starfsins er hrein og bein skrifstofuvinna, slmahringing- ar og upplýsingaöflun og úr- vinnsla úr þeim. Þó koma alltaf inn á milli úthlaup og feröalög og annað það sem gerir starfiö mjög fjölbreytt og áhugavekj- andi. Sem lokaorö þessa pistils mætti hafa, þaö sem einn starfs- félagi minn sagöi viö mig þegar hann útlistaöi kosti og galla blaöamannastarfsins. „Þaö er eins gott aö þú sért meö sterkan maga þvi þetta er ekkert nema stress en þar ofan á kemur fjöl- breytnin og aö alltaf er veriö aö fást viö eitthvaö nýtt á hverjum degi. Einn daginn gerist ekkert en þann næsta er kannski farið aö gjósa og sama á hverju dyn- ur, blööin þurfa aö koma út”.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.